Nýja dagblaðið - 30.03.1936, Blaðsíða 2
2
N Ý J A
DAGBLAÐIÐ
Málverkasýnlng’
Guimars Gunnarssonar
FRÁ FRÉTTARITARA
NÝJA DAGBLAÐSINS.
Málverkasýning Gunnars
Gunnarssonar(yngri), sem opn-
uð var 14. marz, vekur mikla
athygli meðal listamanna, og er
mjög fjölsótt.
tíunnar Gunnarsson málari.
Þegar sýningin var opnuð,
voru þar um 800 sýningargest-
ir í einu. Er það eflaust met,
þegar um einkasýningu er að
ræða, og ennþá athyglisverðara
ef þess er gætt, að sama dag
var opnuð stærsta listsýning
Dana, Charlottenborgarsýning-
in. Um 800 listamenn tóku þátt
í henni. Meðal þeirra voru:
Juliana Sveinsdóttir og Tove
Ólafsson, kona Sigurjóns mynd-
höggvara.
Frægð föðursins átti vitan-
lega nokkum þátt í því, að svo
mjög var fjölmennt á sýningu
Gunnars Gunnarssonar, þrátt
fyrir Charlottenborgarsýning-
una. Borgarbúum var forvitni
á að sjá hvemig sonur hins
fræga skálds málaði. Og ekki
urðu menn heldur fyrir von-
brigðum. Því til sönnunar má
geta þess, að þegar á fyrsta
degi seldust fimm málverk.
Eitt þeirra keypti íslandsvin-
urinn Ejnar Munksgaard.
Ef einhver hefir búizt við að
málverk sonarins bæru svipuð
einkenni og skáldverk föðurs-
ins, hefir hann brátt séð, að
svo er ekki. Myndirnar bera
engin^ íslenzk einkenni, og eru
ekki málaðar á íslandi, og þær
færa heldur ekkert fram af hin-
um djúpu og sterku mannlýs-
ingum í verkum föðursins. —-
En annars er það engum efa
bundið, að sonurinn hefir erft
listgáfuna frá föður sínum.
Sýningarverk Gunnars Gunn-
arssonar eru 30 og valin úr
hundruðum mynda, sem hann
hefir málað frá því að hann
var smádrengur og til þessa
dags. Og öll þessi málverk
bera vott um undramikla lit-
snilld, næmt auga fyrir skreyt-
andi áhrifum og öryggi, jafn-
framt nákvæmu samræmi, sem
vottar óvenjulega hæfileika.
Gerð andlitsmyndanna er ekki
lýtalaus, en hið skreytandi
samræmi heilmyndanna, fyrst
og fremst í meðferð litanna,
vega það fullkomlega upp. Síð-
ast, en ekki sízt, má geta þess,
að myndir hans bera sterk
persónueinkenni. Og nú á tím-
um, þegar allir listamenn til-
heyra og mótast af einni eða
annarri stefnu, er það eftir-
tektarvert, þegar fram koma
myndir, sem eingöngu fela í
sér persónuáhrif málarans.
Þegar þetta er ritað hefir
enginn blaðadómur birzt um
fyrstu málverkasýningu Gunn-
ars Gunnarssonar. En það
undrar mig — og eflaust aðra
gamla listvini, er séð hafa sýn-
inguna — ef dómar blaðanna
verða ekki mjög á sama veg
og hér að framan er sagt.
Gunnar Gunnarsson hefir
sagt í viðtali við blöðin hér, að
hann hafi löngun til að fara til
íslands og mála þar, en hann
óttist að það beri ekki ákjós-
anlegan árangur, því að ísland
sé svo mikilfenglegt og fagurt,
að örðugt sé að móta línur þess
á léreftið.
Hvað sem því líður, hvort
Gunnari Gunnarssyni tekst að
færa fram fegurð og tign ís-
lenzkrar náttúru, en þó eitt
víst, að hann ber með sæmd
hið fræga íslenzka nafn.
Khöfn í marz.
B. S.
Sofíð
laust.
P E R Ó
þvær
fyrír yðwr
á uóitunni.
KARLAKÓR K. F. U. M.
1916 — 1936
Söngstjóri: Jón Halldórsson
ÖNGUR
í Gaasala Bíó miðvíkudaginn 1. apríl kL 7,15.
Vid Mjjóðfærið t Frk. Ansia Péfurss.
Einsöngvarar: Eínar Sigurðsson, Garðar Þor-
steínsson og Óskar Norðmann.
Aðgöngumiðar seldir hjá Eymundsen og- K. Viðar og
kosta kr. 2,SÖ, 2,00 og 1,50.
/
OSRAM Dekalumen (DLm.) ljóskúlur
eru 2O°/0 lóssterkari en eldri gerðir.
Á háls hverrar ló skúlu er lefrað lós-
magnið (DLm.) og rafstraums-
notkunin (Watt).
Við Yesturhaflð
Látlaus vestanvindur, svalur
og rakur, þýtur yfir Suðurjót-
land og bylgjar ljósgræna korn-
akrana milli þess sem að yfir
rekur dimma skýflóka og regn-
skúrir. Viku eftir viku getur
vestanáttin legið á, suddaþung
og þreytándi, þótt steikjandi
hiti og logn sé á sama tíma
austar í landinu. Á kvöldin
lygnir og gerir yndislegt veð-
ur. Að morgni blæs upp að
nýju — stöðugt úr sömu átt og
hráslagi vestanstormsins strýlc-
ur í endalausum leik austur
um skjóllausa sléttuna.
Hvar sem tré vaxa á ber-
svæði, sér þessa glögg merki.
Þau standa höll og bogin undan
veðrinu og þrífast illa.
Annars er Suðurjótland frem-
ur illa ræktað, þegar borið er
saman við aðra hluti Danmerk-
ur. Sléttan er marflöt og grös-
ug, en akrar strjálir og skógar
ekki nema á stöku stað. Þjóð-
verjar lögðu litla rækt við land-
ið meðan þeir réðu þar lögum
— í krafti hnefaréttarins.
En eitt hefir Suðurjótland
eða viss hluti þess, sem hvergi
er annarsstaðar í Danmörku,
svo heitið geti:
Það er sauðfjámekt.
Hojer heitir smábær vestur
við ströndina og örskammt
norðan við landamærin. Rétt
utan við þorpið eru stórir af-
arþykkir vörslugarðar, til vam-
ar ágangi hafsins. Þeir eru
margir km. á lengd, vallgrónir
og gengur akvegur eftir þeim.
Það er einhver elzti vegur
landsins, lagður úr rauðum,
brenndum tígulsteini frá 17.
öld og af Frislendingum,
sem þá voru fjölmennir á þess-
um slóðum og kunnir, eins og
frændur þeirra í Hollandi, fyr-
ir hagleik í vega- og garða-
gerð.
Ströndin er grasi vaíin alveg
fram í flæðarmál og þar fyrir
utan garðana er fé á beit —
Þúsundum saman. Það er stór-
vaxið og allólíkt íslenzku fé.
Kjötið af því er ekki eftirsótt,
en ullin er í háu verði og henn-
ar vegna rækta bændumir
þama sauðfé.
Skammt frá þorpinu er aðal-
flóðgáttin, er leiðir vatnið inn-
an frá landinu út um garðana
og til hafs. Þar fellur og á til
sjávar gegnum sama farveg
og er skipum fært nokkurn
spöl upp eftir henni og inn í
landið.
Fáum km. sunnar eru landa-
mærin milli Danmerkur og
Þýzkalands. Þar sem við kom-
um að þeim, fellur lítil á með
uppistöðulónum vestur slétt-
una. Við brúna yfir hana er lít-
il bygging. Þar hefst við landa-
mæravörðurinn danski. Af því
að vel þekktur Suðurjóti er
með í förinni, fáum við
leyfi til að ganga yfir
brúna og þar að, sem þýzki
vörðurinn stendur. Milli þeirra
er hér um bil 200 metra bil. —
Eftir veginum miðjum ligg-
ur steypt steinrák í öðrum lit
en gatan. Það er landamæra-
línan. Við göngum samsíða —
en þó sinn í hvoru landi. Landa-
mærin eru milli okkar. Og
þama er þýzki vörðurinn. Hlið
með þjóðarlitum Þýzkalands
og tollskýli eru rétt fyrir
framan, og lengra verður ekki
farið, án þess að sýna vega-
bréf og önnur skilríki.
Þannig er tvöfaldur vörður
þvert um landið og með stutt-
um millibilum. Þó tekst flótta-
mönnum yfirferð tíðar en
vænta mætti og þá helzt að
næturlagi. En nær allir koma
þeir að sunnan og kjósa
fangelsi margfalt heldur en
hitt, að verða sendir til baka
til ættlands þeirra, þar sem ein-
veldið ríkir, miskunnarlaust
og grimmt.
Vestan við ströndina liggja
margar eyjar. Stærst þeirra er
Sild, sem Þjóðverjar eiga. Áð-
ur gekk eimferja milli lands og
eyjar og allt upp að flóðgátt
þeirri, er fyr var getið, sunn-
an við Hojer. En þaðan lá
skipaskurður all-langt út til
hafs eða þar til grynningum
öllum sleppti. Á Sild var fjöl-
sóttur baðstaður. Nú er þar ein
fullkomnasta flugstöð þýzka
hersins. Grandi geysilangur
liggur milli lands og eyjar-
innar, mikið mannvirki, og
gengur járnbraut eftir.
Auk þess að vera einhver
fullkomnasta herflugstöð
Þýzkalands, er einnig fullyrt,
að þar sé þeirra fremsta
strandvígi við Vesturhafið.
Eyjan er sendin. Út við
ströndina eru ljósir sandhólar,
byggð lítil og engin merki þess,
að þar sé vígtólum herskárrar
þjóðar fyrir komið. Skráþur
sandurinn og marhálmur marr-
ar undir fótum göngumannsins.
Og sé hann ókunnur, grunar
hann sízt, að hér búi neitt ann-
að undir. En kunnugir telja sig
vita betur. Þeir fullyrða að á
örstuttum tíma megi sópa sand-
inum brottu, en undir þunnu
lagi hans komi í Ijós hver fall-
byssukjafturinn við annan og
á bak við full hergagnabúr, allt
tilbúið með fárra klukkustunda
fyrirvara.
Allur þessi umbúnaður undir
yfirborði sandsins er gerður
með tillití til hugsanlegmr j
árásar og þá líklega helzt frá
Englendingum.
Það er ekki einungis að yfir
höfði ferðamannsins, er dvelur
á þessari fallegu eyju og fræga
baðstað, sveimi í sífellu flug-
vélar hersins að æfingum,
heldur felst líka undir fótum
honum önnur drápstól ekki
áhrifaminni og til taks hve-
nær, sem á þarf að halda.
Og hér suður við landamær-
in stendur yfir stöðug barátta.
En hún fer fram í kyrþey, bak
við opinn vettvang daglegra
viðburða. Það er barizt um
eignir og lönd, en fyrst og
fremst um sálir fólksins.
Þjóðverjum svíður að hafa
misst landið úr höndum sér til
réttra eigenda.
Stjómarvöldin þýzku hafa
tekið afstöðu til deilumálanna
— í orði kveðnu. Hitler segist
ekki hyggja á landvinninga til
norðurs. En grunur þykir leika
á því, að þeim fullyrðingum sé
varlega treystandi. Og sé það
rétt, er fregnir herma, að Dan-
mörk eigi að verða vistabúr
þýzka hersins í næstu styrjöld,
hafa Danir æma ástæðu til afi
líta varnaðaraugum til hinna
fjölmennu og herskáu nábúa
sunnan landamæranna.
H. J.