Nýja dagblaðið - 02.04.1936, Page 3

Nýja dagblaðið - 02.04.1936, Page 3
N Ý J A D AGBL AÐIÐ 8 Hagnvting jarðhitans fvrir Revkjavík Gamli gullleitarbormn, sem íhaldið hefir notað, er ónýtur og verður ekki komizt hjá því að kaupa nýjan bor Jarðakaup ríkisins Hér í blaðinu var í gær birt frumvarp það, er þeir Páll Zop- honiasson, Bjarni Ásgeirsson og Emil Jónsson hafa flutt á Alþingi, úm jarðakaup ríkis- ins. 1 greinargerð frumvarpsins farast flutningsmönnum orð á þessa leið: „Flestum mun það ljóst, að gegnum jarðasölu og jarðakaup hefir fjármagnið mjög flutzt úr sveitum landsins til kaup- staða og kauptúna, og að sama skapi hefir gjaldgeta þeirra minnkað, sem í sveit búa. Venj- an hefir verið sú, að þeir, sem hætt hafa búskap og selt jarð- imar, hafa flutzt búferlum til kaupstaðanna, með verð jarða og búa með sér að meira eða minna leyti, en þeir, sem við hafa tekið, keypt að mestu fyr- ir lánsfé og því orðið veikari stoð í sveitarfélaginu en hinir voru. Þannig er dæmi til um að á síðustu 15 árum hefir úr einni sveit í námunda við Reykjavík flutzt á þennan hátt um hálf milljón króna að verð- mæti, mest til Reykjavíkur. Svipaða sögu hafa fleiri sveit- arfélög að segja. Allir munu skilja, hvaða þýðingu slík blóð- taka hefir fyrir þau sveitarfé- ’ög, sem fyrir þessu verða. Lög frá síðasta þingi um erfðaábúð og óðalsrétt voru meðal annars sett til að hindra slíkan fjár- fíutning úr sveitunum í fram- tíðinni, og að því sama miðar þetta frumvarp. Það má einnig telja mjög vafasamt, að öryggi bænda um Lúskaparafkomu hafi aukizt með hinni auknu sjálfsábúð. Fjöldi bænda hefir til þessa orðið að yfirgefa jarðir og bú einmitt af því, að þeir hafa ráðizt í dýr jarðakaup, og horf- urnar munu vera allt annað en glæsilegar í því efni eins og sakir standa. Úr þessu er frumvarpinu einnig ætlað að bæta, að minnsta kosti að ein- hverju leyti. Eins og frumvarpið ber með sér, er ætlazt til þess, að af- gjaldi núverandi þjóð- og kirkjujarða verði varið til að standa undir kaupunum, og ar það aðallega hugsað þannig, að með þeim verði greiddur mis- munur á afgjöldum þeirra jarða, er keyptar eru, og árs- greiðslum af lánum þeim, er á þeim hvíla og þeim verður látið fylgja við kaupin. Nú munu afgjöld þjóð- og kirkjujarða vera um 90000 kr. Hve miklum hluta jarðaraf- gjaldanna yrði varið til jarða- kaupa eftir frumvarpinu, fer 1 vitanlega eftir því, hversu mik- , ið framboð verður á jörðum, j og eftir öðrum atvikum, og verður framkvæmdaratriði í höndum þeirra stjómarvalda, sem með málið fara.“ NÝJA DAGBLAÐIÐ Útgefandi: Blaöaútgáfan h.f Ritnefnd: Guöbrandur Magnússan, Gísli Guömundsson, Guöm. Kr. Guömundsson. Ritstjóri og ábyrgöarmaöur: þórarinn þórarinsson. Ritstjórnarskrifstofur: Laugav. 10. Símar 4373 og 2353. Afgr. og auglýsingaskrifstofa Austurstr. 12. Sími 2323. Áskriftargjald 2 kr. á mán. - í lausasölu 10 aura eint. - Prentsm. Acta. Sími 3948. Frumvarpíð um tioikun skotvopna Að tilhlutun Hermanns Jón- assonar dómsmálaráðherra hef- ír verið flutt á Alþingi frum- varp til laga um innflutning, sölu og meðferð á skotvopnum, skotfærum, allskonar sprengj- um og hlutum og efni í þau. Samkvæmt frumvarpinu skal dómsmálaráðherra heimilt að ákveða með reglugerð, hvers- konar skotvopn, skotfæri og sprengjur skuli flutt til lands- ins og seld almenningi, um álagningu á þau, svo og hvem- ig fara skuli með birgðir þær af skotvopnum, skotfærum, hlutum og efni í þau, sem fyr- ir hendi kunna að vera í landinu í reglugerðinni skal ennfr. kveð- ið á um heimild manna til að hafa skotvopn í vörzlum sínum, og skulu þau ákvæði einnig ná til þeirra skotvopna, skotfæra, sprengja o. s. frv., sem eru í vörzlum einstaklinga, félaga og firma við gildistöku laga þess- ara. Það skal vera aðalregla, að þeim einum sé veitt heimild til þess að hafa í vörzlum sínum áðumefnd tæki, er sýna skil- ríki fyrir því, að þeim sé það gagnlegt, eða nauðsynlegt vegna atvinnu sinnar. Halda skal skrá yfir þá menn, er leyft hefir verið að hafa tæki þessi í vörzlum sín- um, og um það, hverskonar tæki það eru. Brot gegn lögum þessum og reglugerð, settri samkvæmt þeim, varða allt að 10000 kr. sekt, ef eigi '.ggur við þ.mgri rrfsing eftir öðrum löguni Auk þesrs skulu skvkvopn þaj, skot færi og sprengjur, sem ir.n eru flutt eða em í vörzlum manna í heimildarleysi, gerð upptæk. 1 þeim óróatímum, sem nú eru, þegar ýmiskonar öfga- menn og öfgaflokkar vaða uppi með eftirhermur frá erlendum æfintýralýð, er löggjöf eins og þessi beinlínis sjálfsögð. Á síð- asta þingi var frv. fram borið, en mætti þá strax andúð frá íhaldsmönnum, sem rennur blóðið til skyldunnar, þegar þeim finnst sveigt að framferði nazistaskrílsins hér. Nú er frv. komið hljóðalítið gegnum tvær umræður í neðri deild. I fyrrad. átti það að vera til 3. umr. Voru íhaldsmenn Eg skrifaði nýlega tvær grein- ar í Nýja Dagblaðið, aðra um laugavatnshitun i Reykjavík en hina um fátækramálin í Reykja- vík. Ut af þessum greinum, sem á engan hátt voru ádeilu- greinar, hefir einhver ónafn- greindur maður séð sér leik á borði til þess að koma á fram- færi þekkingu sinni og kurteisi í blaði íhaldsmanna hér í bænum. Hverjir hafia hafit fior- göngu um hagnýtingu jarðhitans Þessi höfundur lofar það mik- ið að Framsóknarmenn séu nú að vakna til meðvitundar um nauðsynina á því &ð hagnýta jarðhitann og laugavatnið. Þetta mun nú eiga að vera hæverska; eða veit hann ekki, að það eru Framsóknarmenn með Jónas Jónsson í broddi fylkingar, sem mest hafa beitt sér fyrir því, og það með miklum árangri, að auka hagnýtingu jarðhita og heitra lauga til hitunar á hús- inu, til sundlauga og til rælct- unar; veit hann ekki að það eru íhaldsmenn sem hafa sýnt þess- úm málum frámunalegt tómlæti og andstöðu. Allir vita hvernig búið var að sundlaugunum í Reykjavik, að það kostaði Pál Erlingsson baráttu í áratugi að fá heita vatnið hreint í sundlaug- arnar, að honum entist ekki starfsæfi til að fá þvi framgengt að heita vatnið mætti hita klef- ann hans. Árum saman hefir uú heita vatnið, — sem búið er að leiða til bæjarins, — runnið ónot- að i göturæsið undir veggnum á sundhöllinni, á sama tíma sem íhaldið í Vestmannaeyjum sýn- ir þann manndóm að byggja og hita upp stóra sundlaug með kolum, en á meðan !ékk ekki einu sinni heita vatnið að renna í laugarnar hérna innan við bæ- inn, þær voru tómar vikum saman. Það er svo langt frá þvi, að íhaldsmenn hafi sýnt áhuga i þessum málum að þeir þá búnir að ná sér á strik, og gerðu Jakob Möller út til að „þæfa“ málið. Stóð umræða yf- ir, þegar fundi var slitið. En íhaldinu mun ekki takast að eyða þessu máli. Því að þótt friðsamt hafi verið á landi hér, mun almenningur á einu máli um það, að allur sé varinn góð- ur, og stjórn og þingi skylt að gera þær varúðarráðstafanir, sem í þeirra valdi stendur, til að koma í ‘veg fyrir, að mönn- um séu, að óþörfu, fengin vopn í handur. hafa þvert á móti gert allt það litla, sem unnið hefir verið á þessu sviði undir þeirra stjórn, sára nauðugir að undanteknum Jóni Þorlákssyni og fáum mönn- um öðrum, sem fyrir nokkru hafa komið auga á mikilvægi þessara mála fyrir Reykjavík. Árið 1907 var heita vatnið tekið til upphitunar á Reykjum i Mosfellssveit, og nokkru síð- ar voru nokkrir bæir í Borgar- firði hitaðir upp með laugavatni og hveragufu, en allt fram á síðustu ár hefir heita vatnið i laugunum í Reykjavík runnið svo að segja ónotað til sjávar. íhaldið notar ónýtt verkfiæri Þessi höfundur talar um það að rannsóknum viðkomandi hita- veitu Reykjavíkur hafi veriö haldið sleitulaust áfram í 2 ár, og hel8t virðist á honum að skilja að þetta þurfi nú ekki að rannsaka betur. Einnig þetta á sína sögu. Fyrir mörgum árum lýsti aðalforingi íhaldsmanna hér í bænum því yfir á fjöl- mennum fundi, að hann væri búinn að hugsa um það og at- huga það í 25 ár hvort ekki væri hægt fyrir Reykjavík að hagnýta sér laugavatnið og í mörg ár hafa íhaldsmenn látið bora eftir heitu vatni, fyrst inu við Þvottalaugar og síðan að Reykjum í Mosfellssveit. Og hvað hefir svo þessi rannsókn leitt i Ijós? Það fyrst og fremst, að þeir hafa öll þessi ár verið með ónýtt verkfæri og ef nokk- uð verulegt á að gera i þessu máli þá þurfa þeir að kaupa ný áhöld Bem kosta nálægt 30 þúsund krónur. Það er ekki furða þó þessi greinarhöfundur sé upp með sér af þessari rannsókn og telji að þar þurfi litlu við að bæta. Það væri nógu fróðlegt ef þessi greinarhöfundur vildi reikna það út, hvað marga nothæfa bora væri hægt að kaupa fyrir það fé, sem gengið hefir til þess að Bkrölta með gamla gullleitar- borinn til lítils gagns saman- borið við það ef áhaldið hefði verið sæmilegt. Svo þegar mest eru vandræð- in með erlendan gjaldeyri þá lokeins koma þessir menn og biðja um gjaldeyri; 30-40 þús.kr. fyrir nýjum bo‘r, og það er ekki vafi á því að þetta áhald verð- ur að kaupa, en spara að sama skapi innflutning á öðrum vör- um. Verður ekki efast um að Reykvíkingar mundu með glöðu geði spara við sig erlend vöru- kaup sem þessu nemur. Framkvæmdir en ekkí pex. En samhliða því sem það er undirbúið að leiða heita vatnið til Reykjavíkur til upphitunar á húsum í bænum verður að gera ráðstafanir til þess að allt það, sem af gengur til hitunar á húsum, verði notað svo vel sem kostur er á; kemur þá til athugunar hvernig bezt verði fyrir komið ræktun á bæjar- landinu með hjálp heita vatns- ins svo og það hvort ekki er hægt að þurka fisk við þennan liita og hvernig því verði bezt hagað. En um allt er þetta svo mik- ið hagsmunamál, heilbrigðis- og menningarmál fyrir Reykjavík og alla þjóðina, ef það leysist svo vel sem fjöldi manna von- ast eftir, að það á að verða hafið yfir smámunalegt pðx. All- ir flokkar eiga að taka höndum saman um að leysa það svo, að það verði til sem mestr- ar hagsældar fyrir alla þjóðiua. Ný skípting á bæjar- landinu og ný ræktun í grein mínni um fátækra- málin í Reykjavík lét ég í ljósi að eitt af því sem gaki bætt afkomu manna í bænurn væri það, að sem flestir fengju land til ræktunar. Þessi sami greinar- höfundur, sem ég hef minnst á hér að framan vill fræða lesend- ur sína um það, að búið sé að úthluta mest öllu bæjarlandinu til reektunar, og af þvi sé þetta skraf mitt vitleysa. Sennilega skilur ekki þetta gáfnaljós það, að hér er um tvennt óskilt að ræða. Ég vil að sem allra flestir fái land, til þess að þeir geti ræktað á því garðávexti og aðrar matjurtir til heimilisnota og ég tel að það geti verið mikill léttir mörgum heimilum, en hann er ánægður með þetta eins og það er. Nú er bæjar- landið aðallega notað til gras- ræktar.Það á ekki svona að vera. Það hefir heyrzt að sumir bæjarfulltrúarnir hafi erfðafestu- lönd og leigi þau út til beitar. Ég held það færi betur á þvi að fátæka fólkið, sen er atvinnu- laust fengi að rækta matjurtir á þessum löndum. Ég vil ekki fara neitt dult með þá skoðun mina að mest öllubæjarlandinu eigi að skipta upp á ný i mikið smærri stykki og á þeim á aðeins að rækta matjurtir, en ekki gras. Með þessu móti gefur bæjarlandið mikið meiri arð og notadrýgri. Magnús Stefánsson. Venus skógijái setur háglans á skó yðar, notið hann einungis.

x

Nýja dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.