Nýja dagblaðið - 16.04.1936, Blaðsíða 2

Nýja dagblaðið - 16.04.1936, Blaðsíða 2
2 N Ý J A DAGBLAÐIÐ Ný j ar Margit Cassel-Wohlin: Börnin. Boðorðin 7 um barnauppeldi. Snorri Sigfússon skóla- stjóri íslenzkaði. — Bóka- útgáfan Norðri. — Akur- eyri 1936. Bók þessi fjallar um hið merkilegasta mál allra tíma, uppeldismálin. Höfundurinn, sem er sænsk kona, er þekkt fýrir skrif sín um barnauppeldi og þýðandinn,sem er góðkunnur skólamaður, er nokkur trygg- ing fyrir því, að ekki muni val- ið af verri endanum. Ilin sjö boðorð, sem höfund- úrinn ráðleggur foreldrunum, eru eftirfarandi: Gerðu barn- inu mögulegt að svala starfs- löngun sinni, lofaðu barninu að hafa næði, festu hollar venjur og hafðu daglegt líf reglubund- ið, vertu hreinskilin við bamið, hræddu aldrei barn, refsaðu sjaldan hóglega og réttlátt, legðu rækt við samúðarkenndir barnsins. I formála bókarinnar gerir höfundurinn grein fyrir til- gangi hennar í samtali við náttúrufræðing. Kemst hann þar m. a. svo að orði: „Manstu þetta hjá Ibsen: Að yrkja er að kveða upp dóm yfir sjálfum sér? Mér hefir oft fundizt, að þetta gæti líka ver- ið þannig: Að ala upp er að kveða upp dóm yfir sjálfum sér ?“ Heilræði bókarinnar er tví- mælalaust þess verð að vera lesin og íhuguð af foreldrum og öðrum, sem við uppeldis- starf fást. lvristian Elster: L i 11 i r f 1 ó 11 a m e n n. Drengjasaga frá Noregi. — Árni Óla þýddi. — tít- gefandi: ísafoldarprent- smiðja h.f. — Reykjavík 1936. Saga þessi er líkleg til þess að vera vinsæl drengjabók. Hún b æ t u r er á léttu og auðskildu máli og i-ás viðburðanna hefir þann stíganda að halda forvitninni óskertri frá upphafi til enda. Sagan segir frá tveimur drengjum, sem misst hafa for- eidra sína, og byrjar frásögnin, þegar verið er að selja búslöð þeirra á uppboði. Þeir fara sið- an til Rauðnefs kaupmanns, hins versta þorpara og ékki er bróðir hans, Blárefur, þó betri. Eldri bróðirinn kemst þar í ýmsar svaðilráunir, þeim fellur vistin illa, og loks freista þeir að reyna að strjúka til Oslóar eða yfir hálfan Noreg. Eins og gefui' að skilja verður ferðin erfið svo ungum, óreyndum og illa búnum strokumönnum og nóg verða æfintýrin á leið þeirra. Þeir ná þó klaklaust til höfuðborgarinnar, en erfiðleik- arnir eru ekki úti fyrir það. Allt fer þó vel að lokum og í enda sögunnar blasir uppfyll- ing hinna heitustu óska við um- komulitlu flóttamönnunum: Gamli ritstjórinn ætlar að gera ívar að blaðamanni og kosta Leif til málaranáms. Sagan virðist ekki skrifuð í því augnamiði að hafa áhrif á hugsanir og skoðanii' lesend- anna eins og reynt er í ýmsum barnabókum. Tilgangur hennar virðist sá einn, að vera skemmtilestur og hann hefir heppnast vel. Bálfarufélag Islands Innritun nýrra fólaga í Bókaverzl. Snæbjamar Jónsaonar. Árgjald kr. 3,00. Æfitlllag 25.00. Oarlst fólagar. Canadian Overlones Translated by Watson Kirkconnell M. A. F. R. Hist. S. The Columbia Press Ltd. — Winnipeg 1935. Watson Kirkconnell, prófes- sor í klassiskum fræðum við Wesley College, Winnipeg, hefir nýlega sent frá sér ofurlitla bók með þessum titli og eru það Ijóðaþýðingar yfir á enska tungu úr kveðskap íslenzkra, norskra, sænskra, ungverskra, ítalskra, grískra og ukrainskra landnámsmanna í Canada, á- samt æfiatriðum höfundanna og gagnrýni á skáldskap þeirra. Prófessor Kirkconnell er hinn merkilegasti maður að gáfna- fari. Hann er aðeins rúmlega fertugur að aldri, en hefir þeg- ar gefið út fjölda rita um hin óskyldustu efni. Hann hefir rit- að um sagnfræðileg og bók- menntaleg efni, hagfræði, jarð- fræði og grasafræði, og sýnir . þetta að hann er ekki við, eina fjöl felldur í vísindum. En j c-mkum ber þó af þekking hans ! á málum og bókmenntum. Er hann einn af þeim, sem á svo * furðulega létt með að læra út- lend tungumál, að ekkert stend- | ur fyrir honum stundu lénguj'. Sem dæmi um afrek hans á því sviði má nefna það, að árið 1928 kom út eftir hann bók, sem nefndist European Elegies, en það var mikið safn sorgar- ljóða, frumþýtt úr hér um bil um fimmtíu málum og mál- lýzkum. En í kring um 1930 gerði hann samning við útgáfu- félag eitt í Bandaríkjunum og Canada um að hafa tilbúið á hverjum sex mánuðum handrit að Ijóðaþýðingum úr ýmsum helztu tungumálum heimsins, næstu tólf árin. Átti það að verða geysilegt rit, alls 24 bindi. Iíefi ég ekki fylgst með því hvernig útgáfan á þessu Það er neyðin sem knýr nú hverja þjóð til að búa sem bezt að sínu. En það er svo fjarri því að vera neyð fyrir oss íslendinga að neyta mikla meira af MJÓLK, S K Y R I og O S T- U M en vér nú gerum, að það er eitt af skilyrðunum fyrir líkamlegri og andlegri hreysti þjóðarinnar. — Áfram nú: Meiri MJÓLK meira SKYIt — meiri OSTA. VERÐ VIÐTÆKJA ER LÆGRA HÉR Á LANDI, EN í ÖÐRUM LÖNDUM ÁLF- UNNAR. V'iötækjaverzlunin veitir kaupendum viðtækja meiri tryggingu um hagkvæm viðskipti eu nokk- ur önnur verzlun mundi gera, þegar bilanir koma fram i tækjunum eða óhöpp hera að höndum. Ágóða Viðtækjaverzlunarinnar er lögum samkv. eingöngu varið til reksturs útvarpsins, almennrar útbreiðslu þess, og til hagsbóta útvarpsnotendum. Takmarkið er: Viðtæki inn ó hvert heimiii. VIÐT ÆK J A VERZLUN , RÍKISINS, Lækjargötn 10 B. Sími 3823. mikla ljóðaþýðingasafni sækist. En fyrsta bindið af því kom út vorið 1930, rétt fyrir Alþingis- hátíðina á íslandi og hét: The North-American Book of Ice- landic Verse, tileinkað íslandi og hugsað sem vinargjöf til þess frá höfundarins hálfu. Ilann var einn af þeim er heim- sóttu Island á hátíðinni og læt- ur sér mjög títt um íslenzk efni, og dáist að íslenzkum skáldskap. Þetta var allstór bók 228 bls. í stóru broti og þar í þýðingar á íslenzkum skáld- skap, að fornu og nýju. í fjórða kafla ritsins, eftir nýrri skáld- in, er t. d. þýðingar eftir hér um bil 70 höfunda og getið æfi- atriða þeirra. Má nærri geta hvílíka vinnu þetta hefir allt kostað og eins það, að þaullesa svo bókmenntirnar að geta val- ið kvæðin af jafn mikilli smekkvísi og skáldlegri næmi og hann gerir. Auk þess verð- ur honum það ekki á að brengla bragarháttum eða velja auðveldustu kvæðin til þýðing- ar, eins og sumir hafa brallað. Jafnvel hrynhendan og drótt- kvæðan hátt yrkir hann yfir á enska tungu og leikur sér að því, að halda réttum hending- ! 'um og Ijóðstöfum. Sýnir þetta j hversu mikill bragsnillingur | hann er. Þessi litla bók; Canadian 1 Overtones, mun eigi vera þátt- j ur í því mikla þýðingasafni, j sem ég hefi getið um hér að framan, heldur aðeins auka- geta frá hendi þessa stórvirka höfundar. En frágangur henn- ar er mjög líkur og á öðrum þýðingum prófessors Kirkcon- nells. Bókin er 104 bls. að stærð og í henni þýðingar eftir 4f5 skáld. En tæpur helmingur bökarinnar er helgaður skáld- skap íslenzkra ljóðaskálda í Canada og sýnir þetta enn sér- staklega mikinn áhuga þýðand- ans og vinsemdarhug gagnvart íslenzkum bókmenntum. Frh. Benjamín Kristjánsson. Frímerki valda millíríkjadeílu í Argentínu hafa nýskeð verið gefin út ný frímerki, sem ekki er tiltökumál, en á frí- merkjum þessum er uppdráttur af Falklandseyjum og þær sýndar þar sem hluti af Argen- tínu, — og það þykir sumum athugaverðara. Falklandseyjar eru um 450 km. austur af suðurodda Suð- ur-Ameríku og eru brezk ný- lenda. Hafa þær verið undir brezkri stjórn síðn 1832, að Bretar tóku þær af Spánverj- um, en upphaflega eru eyjam- ar fundnar af Bretum, seint á 16. öld. Argentína hefir lengi haldið fram rétti sínum til eyjanna,og munu frímerlcin eiga að styrkja það í almenningsálitinu. En Bretar taka þessu fjarri. Hefir Anthony Eden sagt frá því í viðtali við fréttaritara enskra blaða, að sér hafi vei’ið falið að sýna Argentínu fram á hið í'étta í máli þessu. Vill hann að fxímerkin séu dregin til baka, og Ai-gentína setji engar slík- ar kröfur fram um rétt sinn til eyjanna, eins og óbeint séu faldar í atviki þessu. Eyjarnar ei'u um hundrað að tölu, eix þó búa þar aðeins tæpt hálft þriðja þús. manna. Er ekki til neinna auðlegða að slægjast á eyjum þessum, er máli skifti; en þær skapa að- stöðu fyrir stjórnendur þeirra, sem flotastöð, og þar í mun gildi þerra liggja. Eyjarnar eru sögulega þekktastar frá hinni miklu sjóorustu er háð var í nánd við þær í stríðinu mikla, er ensk flotadeild eyði- lagði þýzka flotadeild, og er það einn af stærstu sjósigrum Breta. Nofíð gljávax frá SJÖFN ▼ Sjafnargljáí er silki- mjúkur.

x

Nýja dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.