Nýja dagblaðið - 19.04.1936, Blaðsíða 3

Nýja dagblaðið - 19.04.1936, Blaðsíða 3
N t J A DAGBL-AÐIÐ S Fisksölumálin Framh. af 1. síðu. nýrri verkunaraðferð á óþekkt- um markaði, að afla sem allra ítarlegastra upplýsinga um verkun vörunnar og meðferð. En á svona skömmum tíma er slíkt ekki hægt, til þess þarf langan tíma og miklar tilraunir. Ingólfur Esphólin hefir látið mér í té skýrslu um fram- leiðslu á frosnum fiski í Banda- ríkjunum árið 1985 og er það alls 65.000 tonn. Þar af útflutt um 6000 ton. Skýrsla þessí er tekin saman eftir Fishing Ga- zette. Við athugun skýrslunnar sézt það, að af þessum 65.000 tonnum, er þorskur, ýsa og skyldar fisktegundir aðeins 7000 tonn, ýsuflök rúm 10.000 tonn. Af öðrum fiski, sem mik- ið kveður að, má nefna hvíting 6.600 tonn, lúðu 5.400 tonn, makríl 5.500 tonn og lax 8.709 tonn. Af þessum fiski er það ■einkum þorskur og ýsa, sem verulegu máli skiptir fyrir okk- ur Islendinga sem stendur, en af þeim fisktegundum hefir framleiðslan ekki verið nema um 17.000 tonn samtals árið 1935. Ég skýri frá þessu hér til að leiðrétta þær missagnir, sem komist hafa á gang um freð- fiskmarkaðinn í Bandaríkjun- um. Þær missagnir eru þó ekki að öllu leyti Kr. Ein. að kenna, heldur öllu frekar ónógum upp- lýsingum frá honum. Kristján Einarsson lagði fram skýrslu um för sína á stjórnarfundi S. 1. F. 5. jan. Voru allir stjórnendur sammála um það, að sjálfsagt væri að gera ítarlegar tilraunir með sÖlu á freðfiski til Bandaríkj- anna. 1 skýrslu sinni, bls. 22, farast Kr. Ein. svo orð um freðfisksöluna til Bandaríkj- anna: „Vil ég eindregið óska þess, að ítarleg tilraun verði gerð til þess að hefja tilraunasölur nú þegar“. Þegar farið var að ræða um það, hver ætti að annast sölu á tilraunasendingum til Banda- ríkjanna kom nokkuð fljótt í Ijós ágreiningur um málið. Kristján Einarsson leit sjálf- ur svo á, þegar hann kom heim cg gaf skýrslu um ferð sína, að hér væri um „tilraunasölur“ að ræða, — og vitanlega gat cngum heilskyggnum manni blandast hugur um að svo var. Ég ber svo fram eftirfarandi tillögu á stjómarfundi S. I. F. þann 8. febrúar: „Þar sem Fiskimálanefnd hefir undanfarið haft með höndum tilraunasendingar á freðfiski til útlanda og fær framvegis fé til slíkra tilrauna, álítur stjóm S. 1. F. eðlilegast að Fiskimálanefnd annist sölu á tilraunasendingum til Norð- ur-Ameríku og er fús til þess að greiða fyrir slíkum viðskipt- um með því að mæla með því við umboðsmenn sína, að þeir aðstoði Fiskimálanefnd við þessar framkvæmdir eftir því sem hún kann að óska“. Tillaga þessi var samþykkt. Með tillögunni greiddu atkvæði Magnús Sigurðsson, Héðinn Valdimarsson, Helgi Guð- mundsson og Jón Ámason, en á móti Jón Kjartansson, Sig- urður Kristjánsson og ólafur Einarsson. ! tillögunni sjálfri er nægi- legur rökstuðningur. Það er beinlínis í verkahring Fiski- málanefndar að annast slíkar tilraunir, sem hér voru ráð- gerðar, og þessvegna gersam- lega ástæðulaust að brjóta ský- laus fyrirmæli í samþykktum S. I. F. sem gert hefði verið, ef meirihluti stjómarinnar ekki hefði leitt málið til lykta svo sem gert var. Ég held ég fari rétt með það, að Kristján Einarsson hafi ver- ið meirihluta stjómarinnar sammála um það, að aðalatrið- ið væri að gera ýtarlegar sölu- tilraunir, en hitt skipti síður máli, hvort það væri S. í. F. eða Fiskimálanefnd, sem stæði fyrir tilraununum. Eftir að meirihluti stjómar S. I. F. hafði samþykkt að vísa málinu til Fiskimálanefndar til fram- kvæmda, byrjaði fyrir alvöru pólitískur úlfaþytur um málið og illu heilli lét Kristján Ein- arsson draga sig inn í þær deil- ur meira en þörf var á, og miklu meira en hollt er fyrir jafngott mál, sem hann þó hafði átt mikinn þátt í að hrinda af stað. Sigurður Kristjánsson beitti sér mest fyrir þessum pólitísku erjum, sem hafnar voru út af fisksölutilraunum til Norður-Ameríku. Lítur helzt út fyrir að hann skoði sig eins- lconar fulltrúa Sjálfstæðis- flokksins í stjóm S. 1. F., enda verður kosning hans í stjóm- ina vart skýrt á annan veg, því ótrúlegt er að fiskframleiðend- ur hafi ekki á að skipa ein- hverjum mönnum, sem hafa meira til brunns að bera en hann, um allt sem lýtur að sölu á fiski. Aukafundur sá, sem haldinn var af S. í. F. dagana 3. og 4. apríl, var boðaður eftir á- skorun margra fiskframleið- enda, að undangengnum póli- tískum undirróðri, enda í flest- um áskorunum aðeins tilgreint, sem fundarefni fisksalan til Norður-Ameríku. Og það var ekki þeim að þakka, sem að þessum pólitíska samblæstri stóðu, þó fleiri mál — og að rnörgu leyti merkari — væru rædd á fundinum, heldur en það, hvort S. í. F. eða Fiskí- málanefnd hefðu átt að sjá um tilraunasölur á freðfiski til Ameríku. Sjálfstæðisflokkurinn og blöð hans tala um Fiskimálanefnd eins og það sé samkunda var- menna og fáráðlinga, sem leiki sér að því að gera þjóðinni og þá sérstaklega útgerðinni, alla þá bölvun, sem hún getur. Nefndin er skipuð eftir tilnefn- . ingu þessara aðila: Fiskifélags íslands, Félags botnvörpuskipa- eigenda, isk sam- NÝJA DAGBLAÐIÐ Útgefandi: Blaðaútgáfan h.í Ritnefnd: Guðbrandur Magnússon, Gísli Guðmundsson, Guðm. Kr. Guðmundsson. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: pórarinn pórarinsson. Ritstjórnarskrifstofur: Laugav. 10. Símar 4373 og 2353. Afgr. og auglýsingaskrifstofa Austurstr. 12. Sími 2323. Áskriftargjald 2 kr. á mán. -í iausasölu 10 aura eint. - Prentsm. Acta. Sími 3948. vinnufélaga, Landsbanka ís- lands, Alþýðusambands Islands, Otvegsbanka Islands. Og einn eftir tilnefningu atvinnumála- ráðherra. — Aðalmenn í nefnd- inni eru: Kristján Bergsson forseti Fiskifélagsins, Guð- mundur Ásbjörnsson bæjarfull- trúi, Júlíus Guðmundsson stór- kaupmaður, Pálmi Loftsson út- gerðarstjóri, Jón A. Pétursson bæjarfulltrúi, Helgi Guðmunds- son bankastjóri og Héðinn Vaidimarsson alþingismaður. Þetta eru mennirnir, sem við meirihluti stjómar S. I. F. töldum fullfæra til að sjá um tilraunasölumar til Norður- Ameríku og það með aðstoð framkvæmdarstjómar S. I. F., ef þess yrði óskað. Líklega ber svo að skoða til- lögu þá, sem samþykkt var á fundinum í þessu máli, sem e-inskonar vantraust á þann meirihluta stjómar S. I. F., sem samþykkti að vísa til Fiskimálanefndar framkvæmd- um á sölutilraunum freðfiskjar til Norður-Amerxku. — Það sést á sínum tíma hvað mikill hug- ur hefir fylgt máli og hvort það er alvara fiskframleiðenda að gera S. I. F. að pólitískum vígvelli. Úr því ég fór að skrifa um fisksölumálið, vil ég fara nokkr- um orðum um skoðun mína á verksmiði Fiskimálanefndar. I 2. gr. laga um fiskimála- nefnd m. m. er svo að orði komizt um verksvið nefndar- innar: ... „Hún skal gera ráðstaf- anir til þess, að gerðar séu til- raunir með nýjar veiðiaðferðir og útflutning á fiski með öðr- um verkunaraðferðum, en nú eru mest tíðkaðar. Hún skal hafa forgöngu um markaðsleit og tilraunir til að selja fisk á nýja markaði og annað það, er lítur að viðgangi sjávarútvegs- ins.“ ... Ég álít, að Fiskimálanefnd eigi á verzlunarsviðinu að gera það sem sagt er í hinni tilvitn- uðu lagagrein, annast sjálf eða láta annast tilraunir með út- flutning og sölu á fiski með nýjum verkunaraðferðum, sem eru lítið eða ekki þekktar hér á landi. Ég hefi aldrei litið á Fiski- málanefnd sem verzlunarfyrir- tæki í víðari merkingu, og álít t. d. að engin þörf sé á því að uefndin annist sölu á þekktri Vanhugsað fálm“ i. Hugmyndin, að leggja nýjan Suðurlandsveg um Hafnar- fjörð, Krísuvík og Selvog hef- ir mætt þeim þroskavænlegu móttökum manna á meðal og í blöðunum, að nú mun öruggt, að hún verði ekki þöguð í hel né falli í gleymsku. Síðast rit- ar Morgunblaðið um þessa Krísuvíkurleið miðvikudaginn 15. apríl og talar þá um van- hugsað fálm samhliða því sem það dregur fram ýms atriði úr umsögn þeirri, er vegamála- stjóri hefir sent Alþingi um málið. En í þeirri umsögn eru tvenn meginrök til framdrátt- ar Krísuvíkurleiðinni. Annað: að hún liggi svo lágt „að naum- ast er að óttast snjó þar“, en hitt: „að umferð verði mun meiri um Krísuvíkurveg“ — en Þrengslaveg, þrátt fyrir það, þótt Þrengslavegur yrði styttrx! Góð rök og sterk þegar þau renna saman. Annmarkamir sem verið er að draga fram, heldur af vanefnum, verða litl- ir í samanburði við meðmælin. Þó er rétt að athuga ann- markana suma hverja. Fyrst er nú kostnaðurinn. Morgunblaðið telur Krísuvík- urleiðina þrefalt dýrari, en þá gleymist aðeins að Krísuvíkur- vegurinn er áætlaður meter breiðari, og ennfremur gleym- ist, að taka með í samanburði 290 þús. króna kafla af Þrengslaveginum, frá Lækjar- botnum í ofanvert Svínahraun, en sá kafli verður að sjálfsögðu að teljast með þar sem sann- að er að vegur gegnum Þrengslin kemur ekki að notum nema í snjóléttum vetrum, ef þeim kafla er ekki breytt, og jafnvel veginum alla leið niður að Baldurshaga. Þá mun ekki tekið tillit til þess við samanburðinn, að veg- ur um hina snjóléttu Krísu- víkurleið þarf ekki frekar en vill fyrst um sinn að vera eins hár eins og vegur á snjó- þjmgri slóðum. Hinsvegar dettur engum í hug að efa það, að góður veg- ur um Krísuvík verði dýrari en vegur um Þrengslin, enda má fyr rota en dauðrota, eða verzlunarvöru eins og harðfiski, þó harðfiskverltun til útflutn- ings hafi lagzt niður hér á landi um all-langt skeið. Þar hefir nefndin tekið upp þá réttu leið að mínum dómi, að hafa forgöngu um harðfisk- verkunina, en láta aðra annast söluna. Sama álít ég að eigi að verða með freðfiskinn. Fiski- málanefnd ein annast sölu hans á meðan sú verzlun er á til- raunastigi, sem hætt er við að verði um alllangt skeið, en þegar freðfislcurinn er orðinn trygg verzlunarvara, er eðlileg- ast að þeir taki við, sem þá annast fisksölu landsmanna. J4n Árnasnn. ætlast til þess að betri vegur og nothæfari um lengri leið, verði ódýrari endanna á jnilli. Aðeins nokkur orð um veg- stæðið frá Hafnarfirði til Krísuvíkur. Það er talað um rannsókn á vegstæðinu, sem framkv. hafi verið. Ég held það sé réttast að setja orðið rann- sókn í gæsalappir í því sam- bandi, enda ætlast enginn til þess, að rannsókn er að gagni lcomi fáist á fáum dögum eða með örfáum dagsverkum. Það er aukaatriði í þessu vegamáli, hvort betra þykir að ieggja veginn fyrir austan eða vestan Sveifluháls, þar ber að hafa það, er betra reynist að lokinni samvizkusamlegri og ýtarlegri rannsókn. En það er óþarfi að sjá drauga um há- bjartan dag. Það ber ekki að telja leiðina um Kleyfarvatn „algerlega óhæfa“ á grundvelli misskilnings og „rannsóknar“, sem engin rannsókn er. Veg- stæði um Kleyfarvatn er talið til tormerkja: snjóþyngsli í Vatnsskarði „svo og víðast hvar á leiðinni frá brennisteins- hverunum austan undir Sveiflu- lxálsi og undirhlíðum vestan Helgafells allt til Kaldárssels“, — svo orðrétt sé hermt. Þessi ummæli munu eiga að þýða, að það sé snjóþungt meðfram Undirhlíðum — og Helgafelli að norðvestan, og sömuleiðis meðfram Sveifluhálsi að suð- austan, frá Kleyfarvatni suður að Krísuvíkurbæjum. — Við þetta er að athuga að það kem- ur varla til mála að vegurinn liggi um Kaldársel eða með- fram Undirhlíðum, það er langtum eðlilegra, ef leiðin um Kleyfarvatn verður valin, að vegurinn liggi sem beinast frá Hafnarfirði eða Hvaleyrarholti í hásuður suður hraunin, í stefnu á skarð það í Undirhlíð- um, sem heppilegast reynist að lokinni rannsókn, að leggja veginn yfir hlíðamar. Undir hlíðar eru löng hálsadrög með skörðum á milli, og það er um fleiri staði að ræða en Vatns- skarð (172 m.) sem vegstæði yfir þann þrepskjöld. Vegarstæðið frá Kleyfarvatni til Krísuvíkurbæja er um all- breiðan og jafnlendan dal, og því engin þörf að vegurinn liggi við hlíðarrætur Sveiflu- háls þar sem helzt er von snjóalaga. Á jafnlendinu mið- dælis eru allar líkur til að vel upphlaðinn vegur verjist ágæt- lega. Yfirleitt bendir margt til þess að heppilega lagður vegur um Kleyfarvatn verði mun snjóléttari en leiðin frá Lækj- arbotnum til Kolviðarhóls er nú. Vegstæðið um Kleyfarvatn hefir allverulega kosti fram yf- ir vegstæðið fyrir vestan Sveifluháls og um Mælifells- skarð: Það liggur lægra, það er styttri leið, og nemur sá mun- ur sennilega 4—5 kflómetrum Framh. á 4. síðu.

x

Nýja dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.