Nýja dagblaðið - 26.04.1936, Blaðsíða 2
2
N f J A
DAGBLAÐ1£>
Bæða fo rsætisráðherra
Kaupum tómar flöskur
pessa viku.
Móttakan er í Nýborg.
Aiengisverzlun ríkisíns.
Það er neyðin
sem knýr nú hverja þjóð til að búa sem bezt að sínu. En
það er svo fjarri því að vera neyð fyrir oss Islendinga að
neyta miklu meira af MJÖLK, SKYRI og OST-
U M en vér nú gerum, að það er eitt af skiiyrðunum fyrir
líkamlegri og andlegri hreysti þjóðarinnar. — Áfram nú:
Meiri MJÓLK meira SKYR — meiri OSTA.
Gula-bandið
er bezta og ódýrasta smjörlíkið
í heildsölu hjá
Samband ísl. samvínnufélaga
Sími 1080.
Framsóknarfélag
Reykjavíkur
heldur fund í Sambandshúsinu þriðjudaginn 28.
þ. m. kl. 8,30 síðd.
Dagskrá:
I. Samvinna um verzlun, framsögum. Eysteinn
Jónsson fjármálaráðherra.
II. Samvinna um útgerð, framsögum. Gísli
Guðmundsson alþm.
III. Dómsvaldið og síminn, framsögum. Jónas
Jónsson alþm.
Mætið stundvíslega.
0fl« & m
Stjornm.
Framh. af 1. síðu.
lega þó af hinni rökstuddu
dagskrá, sem deildin sam-
þykkti, er það skoðun þessara
háttv. þingmanna, þar á meðal
háttv. núv. formanns Sjálf-
stæðisflokksins, Ólafs Thors, að
„ríkisstjómin hafi næga stoð í
gildandi lögum til að hafa op-
bert eftirlit með sendingu loft-
skeyta“. Menn taki eftir því
að hér er því fortakslaust
slegið. föstu, að ríkisstjómin
hafi ekki aðeins heimild til þess
að láta líta eftir loftskeytura
frá og til togara, heldur loft-
skeytum almennt. Af þessu
er auðsætt, að ríkisstjórnin
hefir, með því að láta skoða
skeytin frá og til togara, ekl i
notað nema örlítið af þeirri
heimild, sem formaður Sjálf-
stæðisflokksins hefir lýst yfir
með þessari rökstuddu dag-
skrá, að ríkisstjórnin hafi.
Þegar þetta sama frv., um
eftirlit með loftskeytum, er
borið fram á þinginu 1931, þá
liggur fyrir í greinargerð frv.
bréf frá dómsmálaráðuneytinu
til landssímastjórans þáverandi,
Gísla heitins Ólafssonar, þar
sem spurzt er fyrir um það hjá
honum, hvort hann álíti ríkis-
stjóminni heimilt að skoða loft-
skeytin. Því bréfi svarar svo
landssímastjóri með bréfi til
dómsmálaráðuneytisins, dags.
30. ágúst 1930. Bréfið hljóðar
þannig:
„Út af bréfi hins háa dóms-
og kirkjumálaráðuneytis, dags.
24. f. m., skal ég leyfa mér að
geta þess, að ég hefi ekki látið
uppi álit mitt um þetta mál við
aðra en sjávarútvegsnefnd
neðri deUdar Alþingis, enda
ekki aðrir um það spurt, en
henni tjáði ég, að ég liti svo á,
að stjórnin hefði samkvæmt
lögum nr. 83, 14. nóv. 1917
fortakslausa heimild
til að gera hverjar þær ráð-
stafanir, sem henni þóknaðist
til að reyna að koma í veg fyr-
ii misbrúkun loftskeyta.
Gísli J. Ólafsson.“
Álit fyrverandi landssíma-
stjóra á heimild ríkisstjórnar-
innar til þess að láta skoða loft-
.skeyti eftir geðþótta, er þvi
engum vafa undirorpið.
Ákvæðin, sem þessi skoðun
fyrv. landssímastjóra byggist á
og þingmannanna tveggja, sem
gengu frá hinni rökstuddu dag-
skrá, er ég hefi áður minn.st á,
er aðallega að finna í 19. gr.
reglug. frá 1918, og er niður-
lag hennar þannig:
„Eiiudg getur ráðuneytið
látið hafa eftirlit með öllum
loftskeytum, látið stöðva þau
skeyti, sem að þess áliti
geta verið skaðleg vel-
ferð landsins.“
Það er óneitanlega nokkuð
teygjanlegt hugtak, hvaða
loftskeyti geta skaðað velferð
landsins, og ákv. þessarar
reglug. því dálítið vafasöm, og
meira að segja vafasamt hvort
beimild hefir verið í lögunum
til þess að setja þau í reglug.
En eftir að landssímastjóri
befir gefið út þenna úrskurð,
sem fram kémur í bréfi hans
til dómsmálaráðuneytisins, og
eítir að þessi rökstudda dag-
skrá var samþykkt, sem undir-
strikar þenna skilning á reglu-
gerðinni og lögunum, að ríkis-
stjórnin hafi þessa heimild, þá
tel ég alveg tvímælalaust, að
mér hafi verið fengnar í hend-
ur þær heimildir, þótt andstæð-
ingamir hafi sennilega gert
það óaívitandi, að ég hafi haft
vafalausan rétt til þess að láta
skoða loftskeytin til og frá tog-
urunum, ef ég gæti fært veru-
lega sterkar líkur að því, að
slíkar skeytasendingar væru
misnotaðar. En án þess vildi ég
ekki grípa til þess að láta skoða
loftskeytin, þótt allir geti séð,
að bæði í hinni rökstuddu dag-
skrá frá formanni Sjálfstæðis-
flokksins og í bréfi landssíma-
stjóra til dómsmálaráðunejrtis-
ins kemur fram sú skoðun, að
ríkisstjómin hafi „fortakslausa
heimild“ til skoðunar allra loft-
skeyta án þess að hinn minnsti
grunur liggi á um misnotkun
þeirra. Ekkert kemur fram um
það, hvorki í hinni rökstuddu
dagskrá eða bréíinu, að um
grun þurfi að vera að ræða til
þess að stjóminni sé heimilt að
rannsaka skeyti. Stjórnin hefir
„fortakslausa heimild“ segir
fyrv. landssímastjóri.
Hvernig í ósköpunum geta nú
þessir menn, sem á Alþingi
1928 báru fram hina rökstuddu
dagskrá, um að ríkisstjómin
hefði heimild til þess að láta
rannsaka öll loftskeyti, menn,
sem fengu flokksbróður sinn,
landssímastjórann þáverandi,
til þess að segja í bréfi til
dómsmálaráðuneytisins, að rík-
isstjómin hafi „fortakslausa
heimild" til skeytaskoðunarinn-
ar, hvemig geta þeir deilt á
þann ráðherra, sem notar þau
gögn, sem þeir hafa sjálfir lagt
honum í hendur? Og hvernig í
ósköpunum dettur þeim í hug’,
að nokkur maður taki þá ádeilu
alvarlega, sem þeir beina gegn
núv. landssímastjóra fyrir það,
að hann hefir hlýtt fyrirskip-
unum mínum, sem honum bar
skýlda til samkvæmt þeirra
eigin rökstuddu dagskrá og úr-
skurði fyrv. landssímastjóra í
þessu máli.
t þessu máli taldi ég rétt,
j>rátt fyrir þau vopn, sem háttv.
andstæðingar hafa mér í hendur
lagt, sumpart með hinni rök-
studdu dagskrá og sumpart með
úrskuxði landssímastjóra, að
fara mjög- gætilega, og þess-
vegna aflaði ég mér ýtarlegra
sönnunargagna fyrir því, að
loftskeytin væru misnotuð, og
fyrst að þeim sönnunar-
gögnum fengnum krafðist ég
þess, að skeytin væru rannsök-
uð. Rannsóknin í þessu máli er
ekkert launungarmál. Henni var
sumpart hagað þannig, að varð-
skipin vora látin athuga,
hvenær skeyti væru aðaliega
send til togaranna, og kom þá
í ljós, að hvenær sem varðskip-
in hreyfðu sig úr höfn eða komu
til hafnar, rigndi niður loft-
skeytunum frá þeim mör.num,
sem síðar hafa orðið uppvísir að
njósnum. Um þetta lágu fyrir
svo ýtarlegar skýrslur, aö ekki
gat veri? um neitt að villast.
T. d. var það svo einu. sinni, er
»Ægir« hafði legið lengi í
Reykjavíkurhöfn til viðgerðar,
að hann fór reynsluferð hér út
fyrir eyjar, og voru þá sam-
stundis send ógrynni af skeyt-
um til togaranna. Varðskipið
kom næstum strax inn aftur, en
þegar j>að lagði frá landi næsta
dag, hófst sama skeytaregnið tií
togaranna og áður. Með þessi
sönnunargögn í höndum ásamt
fleirum, sem ég sé ekki ástæðu
til að geta um hér, var mér
tvímælalaust heimilt og meira
að segja skylt að gefa út fyrir-
skipun um skeytarannsóknirnar.
En þrátt fyrir þetta tel ég það
alveg tvímælalaust, að lögin um
eftirlit með kxftskeytum til og
frá togurum væru nauðsynleg
vegna þess, að með þeim er rík-
isstjóminni fengið vald til þess
að koma í veg fyrir að loftskeyt-
in verði notuð til þess að gera
lögbrotin auðveldari.
Það er ekki hægt að neita þvi,
að málstaður andstæðinganna er
næsta ömurlegur í þessu máli.
I hinni rölcstuddu dagskrá frá
háttv. núv. formanni Sjálfstæð-
isflokksins er því lýst yfir, og
einnig í bréfi fyrv.landssímastj.
að ríkisstjórnin hafi »fortaks-
lausa heimild« til jjess að láta
rannsaka öll loftskeyti. En hv.
4. þm. Reykjav. (Pétiu’ Halldórs-
son) sem fyrstur bar hér i'ram
fyrirspurn í þessu máli, sagðist
nú álíta að skoðun á loftskeyt-
um milli skipa og lands, milli
hinna f jölmennu heimila á sjón-
um og heimilanna í landi, sem
full væru af einkamálum þessa
fólks, væri alveg hliðstaeð því,
að hlustað væri á samtöl í sím-
anum hér í bænum, m. ö. o. það
verk, sem j>eir eru að deila á
lögregluna í Reykjavík og lög-
reelustjórann fyrir að hafa
framkvæmt samkvæmt dómsúr-
skurði.
Ég ætla að ljúka jxessari
greinargerð minni fyrir þeirri
aðferð, sem notuð var til þess að
koma upp um njósnarana í land-
helgismálunum, með því, að
benda andstæðingunum á það,
að þegar litið er á hvað hefir
upplýsts í því máli og hvemig
framkoma jreirra hefir verið
þar, þá mun þessum goðu mönn-
um ráðlegast að hafa hægt um
sig.. Það væri e. t. v. fróðlegt
að þeir reyndu að gera grein
fyrir því hversvegna þeir Magn-
ús Guðmundsson og ölafur Th.
notuðu, ekki þessa heimild tii
skeytaeftirlitis þegar þeir voru
dómsmálaráðherrar.
Ég kem þá að j>eirri ádeilunni,
sem beint er gegn lögreglustjór-
anum í Reykjavík, fyrir 2 úr-
skurði, sem hann hefir kveðið
upp, um að hlusta á tiltekin
símanúmer.
Hvorugur fxessi úrskuröur er
kveðinn upp eftir kröfu eða
beiðni frá mér. Og hvorugan úr-
skurðinn lét dómarinn mig fá
nokkra vitneskju um eins og lika
vera bar. Dómarinn getur bezt
borið vitni um þetta sjálfur og
ég gæti leitt að I>essu, nægar
sannanir ef ég annars nennti að
eltast við það. En það vill nú
líka svo til, að úrskurðirnir bera
þetta með sér.
Dómarar landsins, þar á með-
al lögregludómarnin hér í
Reykjavík, kveða vitanlega upp
tugi af allskonar úrskurðum, úr-
skurðum um að gera húsleitir,
skoða einkabréf manna, svifta
þá frelsi og setja þá í fangahús,
án þess að ríkisstjórnin fái
nokkra vitneskju, þar um. Ná-
kvæmlega sömu reglur gilda um
þá úrskurði lögreglunnar að
hlusta á tiltekin númer, ef hún
telur það nauðsynlegt fyrir rann
sóknir eða vegna öryggis í bæn-
um. Ríkisstjómin getur hvorki
boðið né bannað dómsvaldinu
viðvíkjandi úrskurðum j>ess.
Dómsvaldið er samkvæmt 56.
gr. stjórnarskrárinnar sjálfstætc
vald, óháð framkvæmdarvald-
inu. Framkvæmdarvaldið verð-
ur einmitt að lúta úrskurðum
dómsvaldsins á þeim sviðum,
sem dómsvaldið nær til.
Þetta verða menn að gera sér
ljóst jiegar þeir eru, út í bláinn
að deila á ríkisstjómina fyrir
úrskurði lögregludómarans í
Reykjavík., Þeir gætu með jafn
miklum rétti deilt á ríkisstjórn-
ina, fyrir úrskurði eða dóma,
sem sýslumaðurinn á Sauðár-
króki eða sýslumaður Þingey-
inga ■ og sýslumaður Skaftfell-
inga kunna að hafa kveðið upp;
hvorttveggja er nákvæmlega
sama fjarstaðan.
I þessu sambandi er rétt að
minnast á það, að þeirri kröfu
hefir skotið upp, að símnotend-
ur hér í bænum fengju eftirlits-
mann við símann til öryggis —
eins og það er kallað. Sá eftir-
litsmaður virðist eiga að líta
eftir dómsvaldinu. En leyfist
mér að spyrja — hvaðan á sá
eftirlitsmaður að fá vald? Svo
mikið er víst, að hvorki síma-
notendur né ríkisstjóm gætu að
lögum fengið þessum eftirlits-