Nýja dagblaðið - 17.06.1936, Blaðsíða 2
2
N Y J A
DAGBLAÐl®
I dag er hátíðisdagur íþróítamanna.
Fyrsta liðskönnun fyrir Olympíuleikana
Dagskrá:
Kl. 1,30 Lúðrasveit Reykjavíkur leikur á Austurvelli.
KL 2 Haldið suður á íþrótcavöll, staðnæmst við leiði Jóns Sigurðssonar.
Ræða: Magnús Jónsson prófessor, fyrsti þingrn. Reykvíkinga. — Forseti í. S. í. Ben. G. Waage, leggur blómsveig á leiðið.
10. 2,45 Borgarstjóri Pétur Halldórsson setur mótið.
Íþróttírnar hefjast:
100 m. hlaup, 1500 m. hlaup, kringlukast, hástökk, 400 m. hlaup 10000 m. hlaup, langstökk, spjótkast. Allir beztu
íþróttamenn landsins keppa. í>ar á meðal Olympíufararnir. — Kaupið leikskrána og fylgist með mótinu frá byrjun. —
Starfsmenn og keppendur mæti stundvíslega.
Aðgöngumiðasala hefst kl. 12 á götum borgarinnar. Kaupið miðana af skátum á götunum, til að forðast troðning við dyrnar á íþróttavellinum.
NEFNDIN.
Fyrir síldveiðarnar
Vormöt saiuTÍnmuitanna
i Árnessýsln
E.s. Lyra
þurla öll skip að fá sér saltkjöft.
Af veturgfömlu fé
er bezfta spaðkjötið sem við eigum.
Hefir verið geymt í kœlirámi i veftur.
Aðeins fáar ftunnur óseldar.
Samband isl. samvínnufélaga
Slml 1080
verður haldið við Geysi n. k. sunnudag 21. júni.
Allir samvinnumenn úr Árnessýslu og nálægum
héruðum velkomnir, Hátíðin hefst með því að sr.
Jdn Thorarensen messar. Síðan byrjar mjög fjöl-
breytt skemmtiskrá. Geysir verður beðinn um
mikið gos. Dansað um kvöldið. Agæt aðstaða
með veitingar í gistihúsi Sigurðar Greipssonar.
Aðgangur ein króna.
F or sftöðunef ndin.
Nordahl Gríeg
um hlutverk nútíma bókmennta
Norski rithöfundurinn og
skáldið, Nordahl Grieg, hefir
skyndilega orðið frægur í
Danmörku. Hið frjálssinnaða
leikrit hans, „Vor ære og vor
Magt“, sem Konunglega leik-
húsið frumsýndi nýlega, vakti
gífurlega athygli. Er efnis
þess áður að nokkru getið í
Nýja dagblaðinu — það segir
frá því, hvernig skipaeigend-
ur hættu takmarkalaust lífi
sjómannanna á stríðstímunum,
og það af eintómri fégræðgi.
Er leikritið þróttmikil ádeila á
stríðið og á einmitt nú sorg-
lega mikið erindi til þjóðanna.
Það var fyrst sýnt í Bergen
og reyndu skipaeigendur þar
að koma í veg fyrir sýningu
þess. Síðan var það sýnt í
Oslo, Gautaborg og nú hér í
Kaupmannahöfn. Einnig verða
bráðlega frumsýningar á því í
New York og Stokkhólmi, en
í Helsingfors hefir það. verið
bannað.
Nordahl Grieg á óvenjulega
sögu að baki, sem rétt þykir
að geta hér að nokkru: Hann
er frændi Edv. Grieg og lauk
stúdentsprófi 1920. Fór síðan
sem aðstoðarháseti til Afríku
og Asíu til að skoða sig um.
í þeim ferðum skrifaði hann
ljóðabókina „Rundt Kap det
gode Haab“, og var þegar
skipað á bekk með beztu skáld-
um Norðmanna. Litlu síðar
kom fyrsta skáldsaga hans út,
„Skibet gár videre". Er það
óíáguð lýsing á sjómannslíf-
inu — svo ófáguð, að margir
sjómenn andmæltu henni. Um
sama Ieyti varð Nordahl Grieg
magister, hinn yngsti í Nor-
egi. Og auk áðurnefndra bóka
hefir hann gefið út 9 skáldsög-
ur og Ijóðabækur, og fjögur
leikrit hans hafa verið sýnd
víðsvegar um lönd og frumsýn-
ingar á hinu fimmta og síðasta
voru í síðasta mánuði sam-
tímis í Oslo og Bergen. Og þó
er hann aðeins 33 ára gamall.
En þar að auki hefir Nor-
dahl Grieg þýtt á norsku marg-
ar stórar enskar nútímasögur,
dvalið tvö ár í Oxford til að
kynnast enskum bókmenntum,
verið búsettur tvö ár í Rúss-
landi og skrifað fjölda blaða-
greina frá mörgum löndum,
m. a. frá Kína, þegar hann
var fréttaritari Tidens Tegn
þar. Því má heldur ekki
gleyma, að hann var frétta-
ritari sama blaðs á Alþingishá-
tíðinni 1930. Mun vart ofmælt
að greinar þær, sem Nordahl
Grieg skrifaði um hátíðina,
séu eitt með því bezta, er
nokkru sinni hefir verið skrif-
að um ísland. Er þar skyggnst
aftur í fortíð, en lögð sérstök
áherzla á það, að skilgreina
þrótt og áhuga núlifandi kyn-
slóðar.
fer héðan fimtudaginn 18. þ.m.
kl. 6 síðdegis til Bergen um
Vestmannaeyjar til Thorshavn.
Flutningi veitt móttaka til
hádegis á fimtudag.
Farseðlar sækist fyrir sama
tlma.
Nic. Bjaruason & Smifth
Og einmitt hæfileikar hans
til að skilgreina samtíð sína
— sem hann getur flestum bet-
ur vegna margþættra áhrifa
frá mörgum löndum — hefir
orkað að gera hann að skáldi
norskra æskumanna. Hann
þekkir hina hörðu baráttu nú-
tímaæsku og kann skil á að
lýsa henni.
— Ég tel að hlutverk nú-
tímabókmenntanna sé að rök-
ræða vandamál nútímans,
s'agði hann sjálfur við mig.
Iiann var viðstaddur frumsýn-
inguna á „Vor ære og var
Magt“, hér í borginni.
Hann heldur áfram:
— Ég hefi nýlega fengið bréf
frá þýzka Nobelsverðlauna-
skáldinu Thomas Mann. Hann
segir: „Rithöfundurinn verður
að stjóma stefnum samtíðar-
innar svo að fólkið geti eignazt
heilbrigða lífsskoðun". Og þar
hefir hann á réttu að standa.
Nútíminn er fullur neyðar, ó-
róa, óánægju. Rithöfundurinn
rná ekki flýja samtíð sína,
heldur benda á bresti hennar
og, ef mögulegt er, vísa veg til
úrlausnar. Snertir þetta ef-
laust ekki hvað minnst þjóð-
félagsmál og stjórnmál. Rithöf-
undur, sem vill fylgjast með
nútímanum, kemst ekki hjá
því að taka afstöðu til stjóm-
rnála. Öll óánægja, allur styr,
öll neyð um allan heim, verður
að hverfa fyrir öðru betra.
Það er félagsmeðvitundin. Á
þann hátt verður líka styrj-
öldum útrýmt.
Af þessu íeiðir, að ég er
þ*eim mönnum andvígur, er
telja að skáldin eigi að vera
utanveltu við sína samtíð, fást
við mannlýsingar óháðar tíð og
tíma, aðeins vegna mannlýs-
inganna sjálfra.
— En hafa ekki norsk stór-
skáld einmitt gengið þá braut?
— Jú, við vitum það, að á
stríðstímunum flúðu bæði
Nobelsverðlaunaskáld okkar
veruleikann. Sigrid Undset
hvarf aftur í kaþólsku sið, og
Knut Hamsun samdi „Markens
gröde“. Hjá báðum gætti mik-
illar djúpskyggni — þau flúðu
ekki sjálf sig — en það nægði
ekki til að gera þau að þeim
skáldum, er samtíðin hafði
mesta þörf fyrir — þau, sem
skilgreina veruleikann.
— En gera íslenzkir rithöf-
undar það?
— Því miður get ég eigi um
það sagt af eigin raun, en mér
er sagt, að sumir þeirra geri
það. En ég mun kynna mér
verk þeirra. Ég hlakka ekki
minnst til að lesa bækur Lax-
ness, sem ég þekki af umsögn
margra. — Þótt ég þekki ekki
gerla íslenzk nútímaskáld, er
ég samt ekki alveg ófróður um
íslenzkar bókmenntir. Ég hefi
vitanlega kynnt mér fombók-
menntirnar og einnig stórskáld
eins og Gunnar Gunnarsson.
Landið sjálft þekki ég nokk-
uð af eigin raun — og að
þekkja landið er sama og hafa
þrá til að kynnast því betur.
Þann, sem eitt sinn sér landið,
langar þangað aftur. Þess
vegna ætla ég til íslands að
nýju. Dagarnir, sem ég dvaldi
á Þingvöllum, eru ógleyman-
legustu dagar lífs míns. Og
för mín að Hlíðarenda, að há-
tíð lokinni, varð mér eins og
opinberun fegurðarinnar. —
Ilugsa sér að lífið skuli geta
verið svo fagurt! — andstæða
þess lífs, sem lifað er um
fjölmörg lönd.
— Teljið þér, að kvikmyndin
standa gamaldags leiklist fram-
ar um það, að túlka hið raun-
verulega í fari nútímafólks?
— Nei, alls ekki. Kvikmynd-
in er á allan hátt íhaldssöm.
Híð mikla fjármagn, sem þarf
til að gera kvikmyndir, gerir
þær íhaldssamar. Kvikmynda-
félögin þora ekki að búa til
írjálssinnaðar kvikmyndir. Það
geta aftur á móti leikhúsin, og
þess vegna er „gamaldags“
leiklist betri nútímalist en
„nútímans“ kvikmyndagerð.
— Álítið þér, að bókmennt-
irnar geti mótað lífsstefnu
núlifandi kynslóðar.
— Já, ég veit að við lifum
á þrengingatímum og trúi því,
að bókmenntirnar geti átt
þátt í að bæta ástandið, ein-
mitt á þann hátt, sem Thomas
Mann segir, að „gefa fólkinu
heilbrigða lífsskoðun".
Nútíminn þarfnast bók-
menntanna, segir Nordahl
Grieg að síðustu. Það sézt á
því, að um allan heim er meira
lesið en áður. Rithöfundur,
sem hefir eitthvert markmið
á þess vegna ekki á hættu að
orð hans falli í grýtta jörð.
Kaupmannahöfn.
B. S.