Nýja dagblaðið - 23.06.1936, Blaðsíða 3

Nýja dagblaðið - 23.06.1936, Blaðsíða 3
N t J A BAGBLA8IB 3 NtJA DAGBLAÐH) Útgefandi: BlaSaötgáfan h.f. Ritnefnd: Guöbrandur Magnúsaon, Gísli Guðmundsson, Guðm. Er. Guðmundsson. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: þórarinn pórarinsaew. Ritstjómarskriístofur: Hafn. 16. Símar 4373 og 2393. Afgr. og auglýsingaskrifstofa Hafnarstr. 16. Simi 2323. Áskriftargjald kr. 2£0 á mán. -í lausasðlu 10 aura eint. - Prentsm. Acta. Simi 3948. Fánamálið og Æ 91 » 9 * 17. jum Fáriamálið gamla var eitt ai' heitustu baráttumalum hér á landi. Þá var um það barizt, hvort islendingar mættu ha"a sérstakan fána eins og sjálf- stæð ríki og hvort nota mætti þennan fána sem siglingafána um öll höf eða aðeins innan íslenzkrar landhelgi. Hið nýja fánamál er annars eðlis. Þar er um það að ræða, hvort einstökum stjórnmála- fiokki eigi að haldast það uppi, að misnota þjóðfánann á þann hátt að gera hann að tákni fyrir sérhagsmunum sínum í baráttunni gegn öðrum stjórn- málaflokkum. Það er auðséð á Mbl. í fyrra- dag, að forsprakkar íhaldsins eru byrjaðir að gera sér það ljóst, að með því að nota ís- lenzka fánann eins og þeir hafa gert, eru þeir að fremja hættulegan leik. Þeir munu sem sé hafa orðið þess varir, að fjöldi manns lítur á þetta at- ferli, sem hina verstu saurgun fánans, og að þessi saurgun fánans særir alla góða íslend- inga. Útúrsnúningur Mbl. um að verið sé að meina íhalds- mönnum að draga upp fána á húsum sínum, er auðvitað fleipur eitt, til þess að komast hjá að rökræða kjarna málsins. Vitanlega mega íhaldsmenn nota þjóðfánann á sama hátt og aðrir borgarar landsins. En þegar þeir nota hann sem sér- einkenni á kosningabílum sín- um, þá er farið út fyrir tak- mörk hins sæmilega. Og það er líka farið út fyrir takmörk hins sæmilega, þegar forsprakkar þessara sömu manna láta sér detta í hug sú ósvinna, að nota 17. júní til auglýsingastarfsemi fyrir flokk sinn, og að fara fram á það, að útvarpið taki setningarræðu svokallaðs „landsfundar“ þeirra upp í hátíðardagskrá þessa Iielga dags. Það þýðir ekkert í því sam- bandi að vitna í útvarp Al- þýðuflokksins 1. maí. Sá dagur er ekki sameiginlegur hátíðis- dagur þjóðarinnar. Hann er helgaður lífsbaráttu einnar stéttar, og ekki frá neinum tekinn. Það er sennilega til of mikils mælst að búaat við þvi af nú- Frá norræna þingmannafundinum Vídlal vid Bjarxia Bjarnason, alpm* Skemmtiferd FramsóknarSélaganna í Reykjavík Sunnudaginn 28. þ.m. fara Framsóknarfélögin i Reykja- vík skemmtiför til Þingvalla. — Lagt verður af stað frá Arnarhvoli kl. 8,30 f. h. Skemmtiatriði: Knattleikir og ýmsir útileikir, pokahlaup, ræð- ur, söngur og dans. — Ennfremur keppa félögin í knattspyrnu, boðhlaupi og reipdrætti. Ferðir báðar leiðir kosta kr. 4,00 fyrir fullorðna, en kr. 2,00 fyrir börn innan 14 ára. — Nesti verða menn að hafa með sér sjálfir en öl og gosdrykki geta menn fengið á staðnum. — Farmiðar eru geldir félagsmönnum á afgr. Nýja dagblaðsins og eru menn beðnir að tilkynna þátttöku sína sem fyrst og eigi síðar eu á föstudag kl, 6. e. h. Félagsmenn mega taka með sér gesti. Bjarni Bjarnason alþm. og skólastjóri á Laugarvatni kom á laugardagskvöldið var heim Bjarni Bjarnason. úr för sinni til útlanda. En hann mætti fyrir hönd Fram- sóknarflokksins á fundi nor- norrænna þingmanna í Kaup- mannahöfn í vor. Bjarni hafði ekki langa dvöl hér í bænum, því að laust eftir hádegi á sunnudag var hann kominn austur að Geysi og setti þar hina fjölmennu vor- hátíð Framsóknarmanna í Ár- nessýslu. Síðari hluta dags tókst tíðindamanni N.dbl., sem staddur var eystra að ná tali aí Bjarna og spyrja hann um ferðina. — Þingmannafundurinn stóð yfir í tvo daga, segir Bjami Bjarnason, og var haldinn í fundarsal Landsþingsins í Kristjánsborgarhöll. Mættir voru þingmenn frá öllum ríkj- um Norðurlanda, en Stauning forsætisráðherra Dana stjóm- aði umræðum. En auk þessa vörðu fundarmenn einum degi til ferðalags um Fjón. Þá var m. a. skoðuð stórbrúin yfir Litlabelti og hinn frægi íþrótta- skóli í Ollerup á Fjóni. verandi ráðamönnum íhaldsins, að þeir sjái svo sóma sinn að leggja niður þetta athæfi sitt sjálfkrafa. En það mega þeir góðu herr- ar vita, að það er nú á með- vitund alls þorra almennings, að þeir og þeirra flokkur sé þess sízt af öllum umkominn að státa af þjóðrækni og þjóð- hollustu. Menn eru ekki búnir að gleyma því, að aðalmálgagn flokksins, Morgunblaðið, hefir um langt skeið verið undir yf- irráðum erlendra manna og kostað af erlendu fé. Menn vita það líka, að allir erlendir fjármálaspekulantar, sem sezt hafa að hér í landi, hafa tekið sér bólfestu í íhaldsflokknum og stutt hann að málum. Og innan flokksins hafa erlendir og óþjóðlegir menn brotizt til hinna æðstu valda. Hitt er þó miklu verra, að menn 1 þessum flokki hafa hvað eftir annað orðið berir að því að r«ka Aðalmál þau, er fundurinn tók til meðferðar, voru þessi: Friðarstarfsemi og Þjóða- bandalagið, Skattamál Norður- landaríkjanna og fjárlagaform í hinum einstöku ríkjum á Norðurlöndum. — En hvar hefir þú ver- ið síðan þingmannafundmum lauk ? — Mig langaði til að nota tækifærið til að kynna mér eitthvað framkvæmdir Dana í nýbýlamálum. Ég átti þess- vegna tal við Niels Frederjk- sen, sem er formaður dönsku nýbýlanefndarinnar (Statens Jordlovsudvalg), og gaf hann mér ýmsar mikilsverðar upp- lýsingar. Ég fór þvínæst yfir til Jótlands, og til Tönder á Suður- Jótlandi, rétt á þýzku landa- mærunum. En þar í nágrenn- inu hafa á síðustu 6 árum ver- ið reist um 20 nýbýli. Landið, sem þessi býli standa á, var áður undir vatni, en hefir verið þurkað upp og rækt- að. Við fyrstu býlin var fyrir- lromulagið þannig, að ríkið ræktaði land býlisins og byggði öll hús, og afhenti það full- gert til ábúanda. En síðar var sú breyting gerð, að i*íkið framkvæmdi aðeins ræktunina, en ábúendurnir byggðu sjálfir. — Kjör þeirra, sem nú reisa nýbýli, segir B. B., eru þau, að ríkið leggur til ræktað land og lánar 90% af byggingarkostn- aði. Af landverðinu og láninu, greiðir ábúandi síðan 4% á ári, og getur hann valið um, að greiða í peningum eða afurð- um. — Hvað fá danskir bændur fyrir mjólkina? — Það er ekki gott að svara þessu nákvæmlega, því að bændur selja víðast aðeins rjómann, en flytja undanrenn- starfsemi, sem í eðli sínu ætti að telja til landráða. Má í því sambandi benda á njósnar- starfsemina í þágu erlendra veiðiþjófa, og róg og níð, sem ýmsir íhaldsdátar hafa borið til framandi þjóða um andstæð- inga sína hér heima, að ó- gleymdum þeim tilraunum, sem þeir og blöð þeirra hafa gert til að spilla lánstrausti lands- ins og einstakra íslenzkra stofnana erlendis (sbr. skrifin um lántökuna 1980, og níðpésa B. Kr. um S. I. S., sem þýddur var á ensku). Þeir, sem þetta muna, og þeir eru margir, líta á þjóð- ræknistilburði íhaldsmanna eins og yfirskin guðhræðslunn- ar hjá þeim, sem „afneita hennar krafti“. Og þeir eiga erfitt með að sætta sig við að sjá hið óþjóðlegasta Morgun- blaðsdót fai*a kámugum fingr- um um helga dóma þjóðarinn- ar. una heim frá rjómabúum og nota hana til svínafóðurs. En verðið er þó sýnilega miklu lægra í Danmörku en hér á landi, og sama er að segja um hin Norðurlöndin. — Þegar ég hafði skoðað mig um í Suður-Jótlandi, segir B. B., fór ég til Esbjerg og var þar 3—4 daga, Esbjerg er eins og kunnugt er, mikil útflutn- ingsbær fyrir danskar land- búnaðarafurðir. Þar er líka ágætur baðstaður. Fi*á Esbjerg fór ég til London og var þar í Vorhátíð sú er samvinnu- menn í Ámessýslu héldu við Geysi á sunnudaginn var var mjög vel sótt og fór ágætlega fram. Var og veður gott, frem- ur hlýtt, og sólskin nokkum hluta dagsins. Hátíðin var að miklu leyti útisamkoma. Var hún sett um kí. 3 e. h. af Bjarna Bjama- syni alþm., en að því loknu flutti sr. Jón Thorarensen í I-fruna guðsþjónustu. Hafði ræðustóll verið reistur rétt hjá íþróttaskóla Sigurðar Greips- sonar, en áheyrendur sátu í grasi gróinni brekku gegnt ræðustólnum. Að lokinni guðsþjónustu fóru fram ræðuhöld. Töiuðu þá Guð- mundur Gíslason kennari á Laugarvatni, Gísli Guðmunds- son ritstjóri, Guðjón Rögn- vadsson bóndi á Tjöm og Jör- undur Brynjólfsson alþm. Á milli ræðuhalda var söngur og þessum þætti samkomunnar lauk með því, að samkomu- gestir risu úr „sætum“ og sungu: „ó, guð vors lands“. Síðan safnaðist mannfjöld- inn saman við Geysi. Var skál- in þá barmafull, en nú var vatnið lækkað og borin sápa í hverinn. Eftir stutta stund fóm að heyrast dynkir í hvem- fimm daga. Fór síðan með skipi heim frá Hull. • - Ég hafði mikla ánægju af þessari ferð og vonandi tals- vert gagn — segir B. B. að lok- um. Meðal hinna norrænu þing- manna, sem ég hitti á fundin- um í Khöfn, vom ýmsir merk- ir bændur, og þeir höfðu sína sögu að segja, hver frá sínu landi. Og það, sem ég sá á Jót- landi, var á margan hátt eftir- tektai*vert, þótt ekki eigi það að öllu leyti við staðhætti og möguleika hér á landi. um, og þvínæst kom gosið, bæði mikið og fagurt. Þó hafði hver- inn gosið nóttina áður. Má á þessu sjá, hvílíkur þvættingur það er hjá Mbl., að umsjónar- maður hversins hafi átt sök á því, hve lítið gos varð s. 1. föstudag, er konungur var hjá Geysi. En blaðið vildi kenna því um þá, að umsjónarmaður- inn hefði sleppt hvemum laus- um(!) daginn áður og borið í hann innlenda sápu í staðinn fyrir erlenda! Eftir að samkomugestir höfðu skemmt sér við gosið, var stiginn dans í fimleikasal íþróttaskólans fram til kl. 10 um kvöldið. En veitingar vom til reiðu allan daginn í hinum nýja veitingasal, sem Sigurður Greipsson hefir byggt við skól- ann. Var hátíð þessi yfirleitt hin ánægjulegasta, og allir í sól- skinsskapi. En alls munu þar hafa verið 500—600 manns og þar af meirihlutinn úr sýsl- unni. En meðal þeirra annara, sem þama komu, voru nor- rænu stúdentamir frá Laugar- vatni. Á laugardaginn kemur halda samvinnumenn í Rangárvalla- sýslu sína vorhátíð í Gunnars- holti. Vorhátíð samvinnumanna í Árnessýslu við Geysi á sunnudaginn var

x

Nýja dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.