Nýja dagblaðið - 01.07.1936, Blaðsíða 2

Nýja dagblaðið - 01.07.1936, Blaðsíða 2
2 N Ý J A D A G B L A Ð I Ð VERÐ VIÐTÆKJA ER LÆGRA HÉR Á LANDI, EN í ÖÐRUM LÖNDUM ÁLF- UNNAR. Viðtækjaverzlunin veitiv kaupendum viðtækja meirí tryg-g-ingu um hag'kvæm viðskipti en nolck- ur önnur verzlun mundi gera, þegar bilanir koma fram í tækjunum eða óhöpp bera að höndum. Ágóða Viðtækjaverzlunarinnar er lögum samkv. eingöngu varið til reksturs útvarpsins, almennrar útbreiðslu þess, og tíl hagsbóta útvarpsnotendum. Takmarkið er: Viðtæki inn á hvert heimili. VIÐTÆKJAVERZLUN RÍKISINS, Lækjargötn 10 B. Sími 3828. * Allt með íslensknm skipum! •§* Sögfueyjan í Eystrasaltí Eftír Hallgrím Jóuasson (Framhald). Visby stendur á vestur- j strönd eyjarinnar, lítið eitt j norðar en um mitt landið. j Staðnum hallar bratt niður að , höfninni og' er útsýn fögur til j hafsins. Eins og áður hefir verið j sagt, ganga firnamiklir múrar um staðinn og allt í sjó fram. Er það furðulegt mannvirki að i iengd og stærð. Múrinn er hlaðinn úr höggn- . um sandsteini. Hann er margra metra þykkur og 6—10 metra hár. En upp af honum rísa svo með skömmu millibili fer- hyrndir turnar um 8—10 m. háir. Með þeim nær múrinn um 20 metra hæð. Þetta eru skot- og varðturnar, og standa nær alvög með sömu ummerkj- um, frá því er þeir voru reist- ir, en það var fyrst nokkru eftir árið 1000, en byggingu þeirra lokið eftir 1200. Lengd þeirra er samanlögð nokkuð á 4. kíló- metra. Er fornfræðingum það hin mesta ráðgáta, hvert öll þau kynstur af grjóti hafa verið sótt, er í þetta risavaxna mannvirki hefir farið. Dyr eru á hverri þeirra þriggja hliða, sem að landi horfa, há, hvelfd port, fyr meir lokuð tvennum hurðum, felli- hurð að utan, er lék í grópum, en að innan hurð á hjörum með slagbröndum fyrir. Lengi getur maður staðið hljóður og undrandi og horft á þessa fornu, tröllauknu steinsmíð, sem tímans tönn hefir að vísu víðast markað sjáanlegum sporum, en þó til furðu lítillar eyðingar. Þarna áttu sævíkingar að- setur og griðland. Þarna börðust þeir til sigurs eða falls, og þama stóð eitt glæsilegasta veldi hinna kaup- slyngu Líbikumanna, um lang- an aldur. Eins og fyr er sagt, kom Valdemar Danakonungur At- terdag her sínum til Gotlands 1361 og vann Visby með á- hlaupi. Hann var herskár vel og stjórnslunginn. Nægir að Sænska vikan í dag Kl. 6 Fyrirlestur í Kaup- þingssalnum. Próf. Sven Tunberg: Ur den nordiska sam- förstándstankens historia. Kl. 7,15 Samsöngur hald- inn í Gramla B(ó. Stockholms stud- ent sángare. (Ný söngskrá). Kl. 8,15 Fyrirlestur í út- varpið. Professor Hjalmar Lindroth: Þegar íslenzkan var talin móðir Norðurlandamál- anna. Kl. 9 Kynningarkvöld Sænsk.-ísl. fólags- ins „ Svíþjóð« í Oddfellowhúsinu. Aðgöngum.hjá Eymundsen, Viðar og Hljóðfærahúsinu. Smjör og Ostar trá M)ólknrsamlagina & Aknreyri alltaf fyrirliggjandi í heildsölu hjá Samband ísl. samvinnufélaga Sími 1080. í heildsölu Frosið kjöt af vænu rosknu fó Kjötið er ágætt og mjög ódýrt samanborið við aðrar matvörur Samband isl. samvínnufélaga Sími 1080. Kjötverzlanir Seljum hreinsaðar kindagarnir. Garnastöðin, Reykiavík Sími 4241. Mánudagínn 6. jjúlí Kl. 9,30: Lokaveizla mót- tökunefndar Sænsku vik- unnar að Hotel Borg. Fó- lagsmönnum Sænsk-ísl. fé- lagsins „Svíþjóð“. Norræna félagsins, Karlakórs K.F.U. M. og Karlakórs Reykja- víkur er boðin þátttaka í Jokaveislunni. Askriftarlist- ar og aðgöngumiðar hjá Éymundsen og Viðar. Kjarnar • Essensar Höfum 1 birgðum ýmsar tegundir kjarna til iðnaðar. BIÐJIÐ UM VERÐSKRÁ; Áfengisverzlun ríkisins. benda á það eitt í því sam- bandi, er hann lét handsama ch’ottningarefni Hákonar Nor- cgskonungs, er hún var á leið ti! mannsefnis síns. En Há- koni til huggunar sendi Valde- mar honum Margréti dóttur sína í staðinn, og fór svo, að hann þáði sendinguna og varð hún drottning Hákonar og þar með Noregs og íslands, eins og kunnugt er. En svo var Margrét kostum búin, til að stýra löndum og lýðnum, að faðir hennar lét svo um mælt, að aðeins í einu hefði drottni allsherjar yfir sést í 1 gjöfum sínum við þetta eftir- lætisbarn, og það var sá mis- g'áningur hans að skapa hana í kvenmannsmynd. 26. júlí sumarið 1361 stóð danski herinn undir múrum Visby-staðar. Bæjarbúar voru deigir í vöi’ninni. Auðlegð og óhófslifn- aður hafði gert íbúana sljófa, hirðulitla og drembna. Þeir treystu varnarmúrum sínum, hinum miklu, og sannarlega voru þeir ekki árennilegir. En fáar borgir eða engar hafa staðizt vel undirbúið á- hlaup einhuga hers. Og svo fór hér. Visby féll í hendur áhlaupsliðsins, eftir hið voða- legasta mannfall. 1800 menn úr liði borgarbúa féllu í valinn. Straumar af blóði runnu nið- ur brattar göturnar og allt í sjó fram. Konungur lét brjóta skarð mikið í hringmúrana, og hélt | þar inn með herinn. Sér þess enn glögg merki, hvar hlaðið Iiefir verið upp í — síðar meir. Borgarmenn höfðu gert út- hlaup úr staðnum og stóð or- ustan rétt utan við bæinn. Þar heita nú Valdemarsgrafir, er valkestirnir voru dysjaðir. Lá þar furðuleg dyngja af mannabeinum, er til var grafið og var auðsætt, að. saman höfðu dregnir verið í hauga, þeir er grafnir voru. Fjöldi beinanna voru kurluð og brot- in, auðsæilega eftir vopn. Síð- an stendur yfir gröfinni stein- liross mikill, kendur við kon- ung, og heitir Valdemarskross. Valdemar Atterdag rændi ó- hemju fé í skíru gulli, öðrum góðmálmum og hverju því fé- mætu, er greipar máttu sópa. Að því loknu hélt hann burtu flota sínum, suður til Danmerkur. En skamma stund átti hann hinu mikla herfangi að fagna. í ofviðri, er rak yfir flotann, stuttu fyrir sunnan Gotland, sökk skip konungs, en þar í var allt herfang frá eynni. Hvarf allt niður í dökkt djúpið, en Valdemar bargst nauðuglega frá því að drukkna. í nær 600 ár hafa hinir geysi- legu fjársjóðir hvílt á hafs- botni, en nú á síðasta ári var að sögn myndað félag í því skyni, að leita þessa týnda fjár og hefja frá mararbotni. Bár- ust jafnvel fregnir um, að staðurinn væri fundinn, er það sökk niður. Sú sögn fylgir m. a. her- töku Vald. Atterdag, að konu eina í borginni hafi hann tælt tíl trúnaðar við sig. Sveik hún staðinn að nokkru leyti í hend- ur konungi, en að því náðu sveik konungur loforð sín við hana. En í hefndarskyni lok- uðu Gotlendingar konuna inni í einum múrturninum, og sveltu þar í hel. Og ennþá berst bænarkvein bennar yfir staðinn á hljóðum nóttum, óttatryllt og grát- þrungið ákall til kvenna Visby- staðar um miskunn og hjálp. Svo hjóðar m. k. orðrómurinn enn í dag. Framh.

x

Nýja dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.