Nýja dagblaðið - 18.07.1936, Blaðsíða 1

Nýja dagblaðið - 18.07.1936, Blaðsíða 1
áx* Reykjavík, laugardaginn 18. júlí 1936. 162. blað. Islendingarnir á Olympiuleikmmm í Þýzkalandi Leiðangursmenn eru um 50 að tölu Útlit fyrir nóga síld! EINKASKEYTI FRÁ SIGLUFIRÐI í GÆRKVELDI.^ Motorskipið Pilot kom hing- að um kl. 5 í dag. með 800— 400 tunnur síldar til Friðriks Guðjónssonar. Sfldin var söltuð til útflutnings. Síldin er sérlega falleg, jafn- stór og full af átu. Veiddist hjá Grimsey. Eitt axmað ís- lenzkt skip var þar að veiðum, en reif nótina. Hér inni (á Siglufirði) er gott veður og sólskin. Rauðáta er úti fyrir og útlit BKUNOUK PÁLSSON. Hann er íréttarltarl Nýja dau- blaSalns á Olymplulelkimum. I fyrrakvöld fór 51 maður héðan með Dettifossi á 01- ympíúleikana í Þýzkalandi. Eiginlega eru þetta tveir flokk- ar. Annarsvegar 21 maður, sem fara á vegum Olympíunefndar- inn&r og eru það þessir: Jón Ingi Guðmundsson, Olfar Þórðarson, Jón D. Jónsson, Jónas Halldórsson, Magnús Pálsson, Þórður Guðmundsson, Þorsteinn Hjálmarsson, Pétur Snæland, Rögnvaldur Sigurjónsson, Stefán Jónsson, Logi Einarsson. Þessir menn, sem allir eru úr Reykjavík, fara til þess að keppa í sundknattleik og með þeim eru bræðumir Jón Páls- son, sem er þjálfari flokksins og Erlingur Pálsson fararstjóri. Þá fóru 4 menn til þess að keppa í ýmsum íþróttum. Sveinn Ingvarsson, Rvík, kepp- ir í 100 metra hlaupi. Sigurður Sigurðsson frá Vestmannaeyj- um keppir í hástökki og þrí- stökki. Kristján Vattnes, Rvílx, keppir í spjótkasti og sennilega í kúluvarpi og Karl Vilmundar- son, Rvík, sem keppir í tug- þraut. — Með þessum flokki fóru Glafur Sveinsson sem þjálfari og Benedikt Jakobsson nuddari. Þar að auki eru svo með þessum íþróttamannaflokki og á vegum Olympíunefndarinnar, þeir dr. Bjöm Bjömsson og Ben. G. Wáge forseti 1. S. 1. Hinsvegar er svo 30 manna flokkur, sem fer í boði Þjóð- verja þannig, að þeir fá ókeyp- is dvöld í Þýzkalandi á meðan á leikunum stendur, en kosta ÁSQEIR EINARSSON lararstjórl iþróttamaimanna, aem boínlr orn héðan á Olympfu- leikana. sig sjálfir að öðru leyti. Fararstjóri þessa flokks er Ásgeir Einarsson dýralæknir. Tíðindamaður Nýja dagblaðs- ins náði tali af Ásgeiri rétt áð- ur en hann fór í fyrrakvöld og fékk hjá honum þær upplýsing- ar, að í flokknum væru þessir íþróttakennarar: Jón Þorsteinsson, Rvík, Þor- gils Guðmundsson, Reykholti, Valdimar Sveinbjömsson, Rvík, Vignir Andrésson, Rvík, Þor- geir Sveinbjömsson, Lauga- skóla, Viggo Nathanaelsson, Núpsskóla, Þórarixm Sveinsson, Eiðaskóla, Hermaxm Stefáns- son, Akureyri, Friðrik Jesson, Vestmannaeyjum, Þorsteinn Einarsson, Vestmannaeyjum, Baldur Kristjónsson, Rvík, Sig- Frh. á S. aiðu. Rannsóknarlögreglan hér í Reykjavík hefir látið Nýja dagblaðinu í té ýmsar merki- legar heimildir um lögreglu- og sakamál hér í bæ á undanföm- um árum. Samkvæmt þessum heimild- um hefir árið sem leið orðið uppvíst um fleiri þjófnaöi hér í bæ en nokkm sinni fyr. 61 fangelsisrefsingar- dómur fyrir þjófnaði árið 1935. Alls vora 1935 lagðar fram 139 kærar fyrir þjófnaði, rán o. fl. slíkt, en 28 mál féllu nið- ur, 2 sýknaðir með dómi, kveðnir upp 61 fangelsisrefs- fyrir nóga sfld. Kommúnisti fær „kross“ London kl. 17 17./7. FÚ. I Moskva er í dag haldið upp á 60 ára afmæli Litvinoffs, og hefir stjómin sæmt hann Lenin- orðunni. Stalin hefir sent hon- um símskeyti (en Litvinoff dvelur nú í Montreux á Dar- danella ráðstefnuimi) og þakk- ar honum starfið, sem elzta starfsmanni bolsévíkastefnunn- ar og leiðtoga Sovét í utanríkis- málum. Einnig þakkar hann honum í nafni Sovétríkjanna fyrir ötula starfsemi til efling- ar friðinum, í þágu hinna vinn- andi stétta. ingardómur og 51 mál afgreitt til annara embætta og stofn- ana. Árið 1934 vora kærar fyrir þjófnaði 89, fangelsisrefsingar 35 og afgreidd til annara em- bætta og stofnana 43 mál. En 1933 vora kveðnir upp 46 fang- elsisrefsingardómar fyrir þjófn- að, en 22 árið 1932. Er því ljóst að árið 1935 eru kveðnir upp nær þrefalt fleiri fangels- isrefsingardómar fyrir þjófn- að en árið 1932. öll árin hefir mörgum mál- um verið vísað til annara stofn- ana og embætta en flestum 51 1935. Flestum þessum málum Frh, á 4. síðu. Afbrot í Reykjavíkurbæ | Upplýsingar frá rannsóknarlögreglunni Fulltrúaþing barnakenn- ara var haldið á Akur- eyrí 1.-7. p. m. Skýrsla kennarasambandsstjórnarinnar um störf þingsins Fulltrúaþing Sambands ís- lenzkra baraakennara var háð á Akureyri dagana 1.—7. júlí. Þingið sátu alls 45 fulltrúar, hvarvetna af landinu. Fyrir þinginu lágu mörg mál. Um hin helztu þeirra hefir blaðinu borizt eftirfarandi skýrsla frá stjórn Kennarasam- bandsins: Uppeldismálaþing 1) 1 lögum Kennarasam- bandsins er gert ráð fyrir því, að öðru hverju skuli haldið al- mennt uppeldismálaþing í sam- bandi við fulltrúaþingin. Er þeim ætlað að vekja og glæða áhuga almennings í landinu á fræðslumálum og uppeldismál- um. Var ákveðið að halda slíkt uppeldismálaþing í Reykjavík vorið 1937, og skyldi viðfangs- efni þingsins vera að ræða sið- gæðisuppeldi bama og ung- linga. Menntun kennara 2) Menntun kennara. í því máli var samþykkt eftirfarandi ályktun: I. „Fulltrúaþing S. 1. B. 1936 felur milliþinganefnd og Sam- bandsstjóm að hlutast til um það, við kennslumálaráðherra, að nefnd sérfróðra manna verði skipuð sem fyrst til að fram- íylgja ályktun síðasta Alþingis um menntun kennara, og að kennarastéttin eigi fulltrúa í þeirri nefnd. Fulltrúaþingið getur þó eigi fallizt á, að almennt stúdents- próf verði skilyrði fyrir inn- töku í Uppeldismáladeild Há- skólans, heldur burtfararpróf frá Kennaraskóla Islands, er hafi þó aðeins rétt til að búa nemendur undir Uppeldismála- deild Háskólans. Leggur þingið áherzlu á, að starfandi bamakennurum verði gert kleift að stunda nám við háskóladeildina. II. Fulltrúaþingið skorar á yfirstjóm fræðslumálanna: a. að takmarka tölu nemenda í Kennaraskólanum með hæfi- leikaprófi, þannig, að búast megi við, að kennurum fjölgi ekki fram yfir þarfir, b. að inntökuskilyrði í 1. bekk skólans verði miðuð við menntun, sem a. m. k. jafnist á við gagnfræðapróf Mennta- skólanna. III. Fulltráaþingið lýsir ánægju sinni yfir tillögum milliþinganefndarinnar um væntanlegt húsnæði uppeldis- máladeildar við Háskólann, og felur þeim aðilum, er um þessi mál fjalla, framvegis af hálfu stéttarinnar, að hvika eigi frá þeirri stefnu, sem tillögurnar marka“. Atvinmdeysi unglisga 3) Atvinnuleysi unglinga. Um þetta segir í skýrslunni: Það kom berlega fram í um- ræðum um þetta mál, að kenn- urum er það ljóst, hve alvar- legt vandamál þar er um að ræða. Eftir allmiklar umræður samþykkti þingið einhuga á- skorun til ríkisstjórnar og Al- þingis um að gefa þessu máli fullan gaum og reyna að ráða bætur á. Bent var á þessi úrræði: 1. Að skrásetja atvinnulausa unglinga á aldrinum 14—18 ára og safna skýrslum um hag aðstandenda þeirra. 2. Banna alla launaða vinnu skólabama þann tíma, sem skólar starfa. 3. Styrkja til skólanáms áhugasama og duglega ungl- inga. 4. Stofnað sé til sjálfboða- vinnu. Vinnutími stuttur. Laun fyrir fötum og fæði. Áherzla lögð á að kenna vinnubrögð við algengustu atvinnugreinar, og, auk þess nokkur bókleg fræðsla. I bæjum sé komið upp vinnu- stofum fyrir þá unglinga, sem hneigjast að einhverri handiðn. Pólítísk starisemi meöal barna I því máli var gerð eftirfar- andi ályktun: „Með því, að telja verður stjórnmál svo fræðilegs eðlis, og ágreiningsmál milli flokka svo flókin, að jafnvel mönnum, sem fullþroska era, veitist full- erfitt að átta sig á, og á hinn bóginn verða pólitískar æsing- ar einatt til þess að lama sið- ferðilegan þrótt og dómgreind, þá lítur fulltrúaþingið svo á, að öll viðleitni í þá átt að lokka börn og vanþroska unglinga í Frh. á 4. síðu.

x

Nýja dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.