Nýja dagblaðið - 18.07.1936, Side 2
I
35? Ý ií A DAGBLAÐIÐ
Erlendar íþróttafréttir
r
Ipróttaairek
í Bandaríkýunum
1 Bandaríkjunum er nýlega
lokið meistarakeppni í íþróttum
fyrir yfirstandandi ár. Til fróð-
leiks fyrir íslenzka íþróttamenn
skal hér getið nokkurra úrslita:
Stangarstökk; Georgie Vor-
off, 4.42,5 m. eða 3,3 cm. hærra
en heimsmetið.
Langstökk: Jessi Owens, 7,99
metra.
100 metra hlaup: Jessie Ow-
ens, 10,4 sek.
Hástökk: Cornelius Johnson,
2.06 m.
110 m. grindahlaup: Forrest
Towns, 14,2 sek.
Kúluvarp: Dimitri Zaitz,
15,44 m.
Knnglukast: Carpenter, 50.
65 m.
400 m. hlaup: Harald Small-
wood, 47.3 sek.
1500 m. hlaup: Cunnigham,
3 mín. 54,2 sek.
800 m. hlaup: Ch. Beethman,
1 mín. 50,3 sek.
Sleggjukast: Rowe, 53.42 m.
Keppnin fór fram í miklum
liita. Allir þessir íþróttagarpar
taka að forfallalausu þátt í
Olympiuleikjunum.
Kínverskír knatt-
spyrnum. T‘ Berlín
Kínverjar senda 22 knatt-
spyrnumenn á Olympisku leik-
ana og er það í fyrsta sinn,
sem kínverskir knattspymu-
rnenn keppa í Evrópu. Knatt-
sp.vrna ér sögð ein mestiðkaða
íþrótt Kínverja, en þó eru það
aðallega vissar stéttir í borg-
unum, sem iðka hana, verzlun-
armenn, skrifstofumenn o. þ. 1.
Kínverjar eru taldir betri
knattspyrnumenn en Japanir.
Meðalaldur kínversku knatt-
spyrnumannanna, sem keppa í
Berlín, er 2614 ár og meðal-
hæð 160 cm.
Nýtt airek
í tugpraut
Ungur Bandaríkjamaður,
Glenn Morris, hefir komizt
mjög nærri heimsmetinu í tug-
þraut. Fékk hann 7889 stig, en
metið er 8790 stig, sett af Þjóð-
verjanum Hans H. Silvert. Af-
) ek Morris í einstökum íþrótt-
um voru þessi:
100 m. hlaup: 10.7 sek.
Langstökk; 6.85 m.
Kúlukast: 14.45 m.
Hástökk: 1.86 m.
400 m. hlaup: 50.7 sek.
110 m. grindahlaup: 14.9 sek.
Kringlukast: 43.10 m.
Stangarstökk: 3.45 m.
Spjótkast: 56.06 m.
1500 m. hlaup: 4 mín. 48.1
sek. —
Ameríkumenn era mjög
ánægðir með þennan árangur
og vænta mikils af þessum
unga manni. Morris er sveita-
maður, 24. ára gamall.
Keppnín um nor-
ræna knatt-
spyrnubikarinn
Þriðju keppninni um noiræna
knattspyraubikarinn lýkur í
haust.
Það voru Danir, sem gáfu
fyrsta bikarinn og unnu þeir
hann líka. Næsta bikarinn gáfu
Svíar, en hann var unninn af
Norðmönnum. Bikarinn, sem
nú er keppt um, gáfu Norð-
menn.
Keppnin stendur í fjögur ár
um hvern bikar og fer fram
ein umferð á hverju ári. Eins
og gefur að skilja, taka aðeins
úrvalslið landanna þátt í þess-
ari keppni.
Keppnin stendur nú þannig.
Fyrst er tala kappleikja, síðan
stigatala og síðast markafjöldi:
Svíþjóð .. .. 11 14 29:31
Danmörk .... 11 13 27:22
Noregur .... 10 10 22:16
Finnland .... 10 5 15:34
1 vor hafa farið fram þrír
kappleikir. Danir hafa unnið
Svía með 4:3 og Finna með
4:1. Svíar hafa unnið Norð-
menn með 2:0.
Þrír leikir eru eftir og verða
þeir alir í september. Keppa
þá: Norðmenn gegn Finnum,
Danir gegn Norðmönnum og
Finnar gegn Svíum.
Svíar eru taldir vissir með
bikarinn að þessu sinni, því
þeir eru nú mun betri en Finn-
ar. —
11 ára Danmerkur-
meistari
Það hefir vakið mikla at-
hygli í Danmörku og gleði er
óhætt að segja líka, að 11 ára
gömul skólatelpa, Inge Sören-
sen, hefir . hvað eftir annað
sigrað mestu sundkonu Dana á
200 m. bringusundi. Og sunnu-
daginn 5. þ. m. vann hún
keppnina um meistaratignina
fyrir konur á þessari vega-
j lengd. Tími hennar var 3.06.8
mín.
Konungskoman
og Geysír
í Nýja dagblaðinu á mið-
vikudaginn var (15. júlí) ritar
hr. Sigurður Greipsson í
Haukadal um árásir, er hann
telur sig hafa orðið fyrir sök-
um þess að mistök hafi orðið
á um gæzlu Geysis fyrir komu
konungs þangað. Getur S. G.
þess, að hann muni ekki eftir,
að móttökunefndin hafi lagt
sér neinar lífsreglur í sambandi
við gæzlu hversins, enda hafi
hann sjálfur átt að kunna þar
bezt með að fara.
í þessu sambandi skal þess
getið, að Sigurði Greipssyni
var lagt svo fyrir af móttöku-
nefndinni, að hann skyldi leit-
ast við að hafa skál hversins
eins fulla og auðið væri, að
minnsta kosti þrjá sólarhringa
áður en gestirnir kæmu. Hafði
S. G. þau ummæli, er hann
fékk þessi fyrirmæli, að hann
teldi þeta skynsamlega ráðstöf-
un og' lofaðist til að sjá um
þetta.
En í stað þess að gera það,
sem fyrir hann var lagt, virð-
ist S. G. hafa komizt að þeirri
niðurstöðu, þegar hann átti að
framkvæma fyrirskipunina, að
það „mundi vera mikill gos-
kraftur í hvemum og þóttist
og sjá að mjög óvíst væri,
hvort tækist að halda honum
niðri, því að hann gæti auð-
veldlega gosið, jafnvel þó skál-
in fylltist á barma“. Niðurstað-
an af þessum bollaleggingum
verður svo sú, að hann gerir
ekkert fyr en um nóttina á
undan heimsókninni og er þá
hverinn búinn að gjósa þann
dag. Sjálfsagt er að geta þess,
sem S. G. færir fram sér til
réttlætingar, að hann hafi lagst
niður hjá hvernum til þess að
gæta hans, eftir að hann hafði
sett í hann stífluna. Þó undar-
legt megi virðast, sýnist þetta
engin áhrif hafa haft á hver-
inn, á einn veg eða annan.
Fyrirmæli þau, sem getið er
um hér að framan, að Sig.
Greipsson hafi fengið, voru
gefin honum af mér undirrit-
uðum og Haraldi Árnasyni á
heimili S. G. nokkra fyrir kon-
ungskomuna.
Ragnar E. Kvaran.
r
Alið hefir verið á þeim orð-
rómi, að Geysir hafi ekki gosið
þennan umrædda dag sökurn
þess, að ekki hafi verið notuð
viðeigandi sápa. Þetta er vita-
skuld með öllu ábyrgðarlaust
hjal, því að enn hefir það
aldrei brugðist, að Geysir hafi
gosið fallega og mikið, er sú
sáputegund, sem notuð var,
hefir verið í hann sett — nema
þennan dag. Og hæstu gosin,
sem enn hafa vejrið reglulega
mæld, hafa verið af áhrifum
þessarar sápu. R. E. K.
Kaapið
Gula-bandið
er beztft og ódýrasta smjörlíkið
í heildsölu hjá
Samband isl. samvinnufélaga
Simi 1080
VERÐ VIÐTÆKJA ER LÆGRA HÉR Á
LANDI, EN í ÖÐRUM LÖNDUM ÁLF-
UNNAR.
Viðtækjaverzlunin veitir kaupendum viötækja
meirí tryggingu um hagkvæm viðskipti en nokk-
ur önnur verzlun mundi gera, þegar bilanir koma
fram i tækjunum eða óhöpp hera að höndum.
Ágóða Viðtækjaverzlunarinnar er lögum samkv.
eingöngu varið til rekaturs útvarpsins, almennrar
útbreiðslu þess, og tíl hagshóta útvarpsnotendum.
Takmarkiö er: Viðtæki inn á hvert heiraili.
VIÐTÆKJAVERZLUN
RÍKISINS,
Lækjargötu 10 B. Sími i
Heyvinnuvéiar
Eígtim esm óbSaðar
s&okkrar slátluvélar
og raksfrarvélar.
Samband asL samviamufélaga
NÝJA ÞVOTTAHÚSIÐ
Greitisgötu 46 Sími 4898
Fullkomnustu vélar — Fljét og góð vinna.