Nýja dagblaðið


Nýja dagblaðið - 24.07.1936, Qupperneq 1

Nýja dagblaðið - 24.07.1936, Qupperneq 1
4. ár. Reykjavík, föstudaginn 24. júlí 1936. 167. blað. Yisindaleiðangur dr. Niels Nielsen um Vatnajökul og byggðafjöllin í Skaftafellssfslunum — Það tekur um tvö ár að vinna ur rannsóknum leiðangursins — Viðtal við dr. Niels Nielsen 20 þúsundir manna fallnar í uppreisninni á Spáni Hún geysar enn um landið allt og verður ekki vitað hvorir vinna á Dr. Niels Nielsen og magist- er Noe-Nygaard, eru nýkomnir úr Vatnajökulsleiðangri sínum, sem staðið hefir ásamt rann- sóknum víða í Skaftafellssýsl- um síðan um miðjan apírl s. 1. Áttu þeir félagar viðtal við blaðamenn í gær, þar sem þeir bua á Hótel ísland, og fer hér á eftir ágrip af ferðasögu þeirra. Dr. Niels Nielsen lagði af stað hingað til lands 4. apríl s. 1. En áður en hingað kom hafði hann kynnt sér rannsóknir skozkra vísindamanna hér á landi. 16. apríl lögðu þeir Nielsen og félagi hans, Noe-Nygaard, austur í Skaftafellssýslu. Þeir komust á bifreiðum austur að Kálfafelli, en urðu þó að flytja farangur sinn á hestum austur um Skaftártungu. Með þeim var Jóhannes Ás- kelsson náttúrufræðingur, en hvarf aftur frá leiðangrinum fyrst í júnímánuði og til rann- sókna á öðrum stöðum. Á Kálfafelli dvöldu þeir fé- lagar nokkra daga. Leituðu þeir Nielsen og Jóhannes að færri leið upp á jökulinn, því gamla leiðin sem farin var til þessara stöðva á Vatnajökli fyrir 2 árum, reyndist með öllu ófær. Jökullinn þar allur sprunginn sundur. Þeir fundu eftir tveggja daga athugun leið upp jökulinn, sem fær sýndist, og þar lögðu þeir upp með 26 hesta undir flutningi og fyrir sleðum. 9 menn voru í förinni. Tepptir í 19 daga af illviðrum Ferðin gekk erfiðlega og eftir tvo daga var ákveðið að senda 4 menn með hestana til bygða. Skyldu svo þrír þeirra snúa aftur við jökulröndina en hinn fjórði halda ofan í bygð. En þessir þrír menn fundu aldrei förunauta sína aftur í ferðinni, þeir hrepptu iðulaus- ar stórhríðar, héldu að þeir væru komnir allt í námunda við stöðvar þær, sem þeir dr. Nielsen höfðu búizt fyrir á, en fundu þær ekki samt sem áður og snéru þá til byggða. í 19 daga urðu þeir dr. Niel- sen að halda kyrru fyrir, sölc- Dr. Niels Nielsen. um illviðra, fóru tjöld þeirra í kaf oft og varð lítt við komið rannsóknum. Þetta var í ca. 1200 m. hæð. 5 menn voni í þessum leið- andri: 3 Islendingar og auk þeirra Nielsen og Noe-Nygaard. Þegar upp létti að nokkru, var reynt að halda áfram, og farangur selfluttur milli á- fanga, en athuganir gerðar eftir því sem veður leyfði. Við Grímsvötn 17. maí komust þeir félagar til Grímsvatna og héldu þar kyrru fyrir að mestu til 26. s. mán. Grímsvötn eru geysi víðáttu- mikill dalur eða lægð, í líkingu við öskju, var nú jökull um all- an botninn, þar sem áður hafði vatn staðið, eins og nafnið bendir til. Þeir rannsökuðu þama m. a. alla íslausa staði er til náðist, gengu á Geirvörtur og fl. fjöll. Frá Grímsvötnum héldu þeir til Grænalóns, þar sem jökul- Idaupin í fyrra áttu upptök sín. Er nú vatnið þar aftur að aukast og sáust ferlegir jökul- strókar niðri, allt að 25 m. háir. Þaðan var svo haldið, eftir stutta viðdvöl norður og þvert yfir Vatnajökul, allt norðvestur í Hágöngur. Þar vestur af Hágöngum hefir orðið eldsum- brot, segir dr. Nielsen, en gos- ið hefir ekki haft kraft til að brjótast upp úr jöklinum. Þar stóðu leiðangursmenn við 6 daga, en 16. júní var haldið suður til bygða, fréttu þeir þá fyrst af félögum sínum, þeim, er skilizt höfðu við þá í byrjun jökulfararinnar, og aldrei fundið þá aftur. Rannsókn á rnyndun fjalla Þar í bygð hófust svo rann- sóknir þeirra á fjöllunum milli jökuls og undirlendisins. Voru aðalbækistöðvar þeirra á Kálfa- Framh. á 4. síðu. íslenzku Olympiu fararnir komnir til Þýzkalands EINKASKEYTI til Nýja dagblaðsins frá fréttaritara þess á Olympíu- leikunum. Berlin í gær. Komum til Þýzkalands í gær- dag (22. þ. m.). Glæsilegar móttökur í Ham- borg og Berlin. Almenn hrifning ferðamann- anna. Vorum fluttir til Olympíu- hverfisins (þar sem Islending- unum er m. a. ætlað að búa). öllum líður vel. Erlingur. S ver ðfisk rekur áiand í Breíðdalsvík Stöðvarfirði í gær. FÚ. Ný-dauðan sverðfisk rak á land í Þverhamarslandi við Breiðdalsvík síðastliðinn þrið- judag. Sverðfiskurinn er Suð- urhafsfiskur og engin dæmi til þess áður, að hann hafi fund- izt norðar en við Englands- strönd. Þessi fiskur er 265 cm. langur. Sporðbreidd er 70 cm. og trjónan eða svei’ðið, sem skagar fram úr efra skolti fisksins er 78 cm. á lengd. London í gær. FIJ. Enn hefir ekki komið til neinnar úrslitaorrustu í inn- byrðisstríðinu áSpáni. Stjóm- in í Madrid heldur áfram að tilkynna sigurvinninga sína, en uppreisnarmenn telja sig einn- ig vinna á. í frétt frá Madrid segir að uppreisnarmenn hafi verið hraktir út úr Cordoba, og einnig, að Barcelona hafi verið tekin eftir blóðugan bardaga, og að í allri Cataloniu hafi uppreistarmenn nú beðið ósig- ur. Þá tilkynnir stjómin einn- ig, að hún hafi stökkt upp- reisnarmönnum á brott úr Tole- do og Guadalajara, en þær borgir eru báðar um 60 kilo- metra frá Madrid, önnur suð- vestan en hin norðaustan við borgina. Uppreisnarmenn segja sig hafa San Sebastian, Sala- manca, Pampalona (í Navarra) og fleiri staði á Norður Spáni, á valdi sínu, og er álitið að her uppreisnarmanna sé á leið suð- ureftir til Madrid, þótt honum miði hægt áfram. Stjórnin hefir notað Barce- lona, síðan hún náði henni frá uppreisnarmönnum, fyrir bæki- stöð handa flugvélum sínum, eg er einkum sótt þaðan til Saragossa. Sagt er, að hver loftárásin á fætur annari sé gerð frá Barcelona til Sara- gossa. Það er áætlað, að frá því uppreisnin hófst hafi um 20 þusundir manna látið lífið, en þó verður ekkert vitað um það með vissu. Flngspreugjuárás við Gibraltar í dag hefir athygli manna aðallega snúizt til Gibraltar- sunds. Þar kasta flugmenn í liði byltingarmanna sprengjum úr flugvélum sínum á þau skip flotans, sem fylgja stjóminni. Þrjú spönsk herskip leituðu í gær hælis í Gibraltar, en þeim var neitað um vistir. Frá skip- unum var skotið á flugvélamar, og gerði skothríð þessi usla í Gibraltarborg, og olli nokkrum skemmdum, en engu mann- tjóni. Síldarskíp koma nú iull- fermd ínn tíl Síglufjarar Stórar síldartorfur fyrir Austurlandi Veiðiveður orðið hagstœtt Siglufirði í gær. FÚ. Mikil síld er nú víða norðan- lands og austan og veiðiveður gott. Mörg veiðiskip komu í gær til Siglufjarðar, sum með íullfermi af síld, og mörg voru væntanleg síðdegis í gær. Flest skipin komu frá Rauðugnúpum. Mikil síldargengd var einnig við Grímsey, en síldin var fremur stygg. Þó fá mörg skip ágæt köst. — Fjöldi erlendra veiðiskipa hafa verið á þeim miðum. Veiðiveður hefir verið gott. Meginið af síldinni er saltað en hitt sett í bræðslu. Tankskipið Elsa Essberger hleður 1600—1800 smálestir af síldarlýsi frá síldarverksmiðj- um ríkisins. Þrír Húsavíkurbátar komu í gærmorgun með rúmar 300 tunnur síldar til söltunar. — Sjóveður var gott. FÚ. 23/7. Saltaðar hafa verið á Skaga- strönd í nótt og í dag 1756 tunnur síldar, mest allt krydd- saltað. Sjö eða átta skip hafa komið með síld. Sjómenn af skipum sem kom- ið hafa til Raufarhafnar síð- ustu dægur telja nú mikla síld í Þistilflóa. Fimm veiðiskip komu til Raufarhafnar í fyrrh nótt og fram til miðaftans í gær með 3580 mál af síld sam- tals. Skipin voru: Fjölnir með 830 mál, Aldan með 800 mál, Fylkir með 600 mál, Þorsteinn Framh. á 4. sfðu.

x

Nýja dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.