Nýja dagblaðið - 24.07.1936, Page 3

Nýja dagblaðið - 24.07.1936, Page 3
N Ý J A DAGBLAÐIÐ 3 Sundhallarmálið Fjandskapur íhaldsins til Sundhallar í Reykja- vík sannaður. — Það mótmælti fjáriramlögum ríkisins til byggíngarínnar. Þmgmenn íhaldsSL leidd&r sem vitni NÝJA DAGBLAÐIÐ Úigefandi: Blaðaútgáfan h.f. Ritnefnd: Guðbrandur Magnússon, Gísli Guðmundsson, Guðm. Kr. Guðmundsson. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: pórarinn pórarinsson. Ritst j órnarskrifstof ur: Hafn. 16. Símar 4373 og 2353. Afgr. og auglýsingaskrifstofa Hafnarstr. 16. Sími 2323. Áskriftargjald kr. 2,00 á mán. í lausasölu 10 aura eint Prentsm. Acta. I Sími 3948. Saimir að sök Kveldúlfs- og- Morgunblaðs- menn hafa verið óheppnir á þessu sumri. En þrjár hrak- farir hafa þeir farið eftirminni- legastar. Þeir ætluðu að reyna að stöðva síldarflotann, og settu á laggimar verkfallsnefnd til að sjá um stöðvunina. Þetta fyrir- tæki misheppnaðist með öllu, og það svo átakanlega, að for- maður verkfallsnefndarinnar varð manna fyrstur til að sigla skipi sínu norður til síldveið- anna. Jaínvel ákveðnustu í- haldsmenn lofa nú hamingjuna fyrir, að þetta skaðræðisverk skyldi ekki takast. Þeir réðust með óskapleg- ustu fáryrðum á ríkisstjómina fyrir það, að henni skyldi hafa dottið í hug að gera tilraun til að fá danska flugvél hingað til að aðstoða við landhelgisgæzlu og síldarleit. En þegar ósköpin stóðu sem hæst, kom það upp úr kafinu, að tillagan um þetta hafði verið borin fram af Magnúsi Guðmundssyni og hlotið eindreginn stuðning beggja fulltrúa íhaldsflokksins í lögjafnaðamefndinni. Og Moggadótið er nú orðið að at- hlægi um allt land fyrir frum- hlaup sitt. Loks hefir það sannast nú í sumar, e. t. v. betur en nokkru sinni fyr, að íhaldsmenn í Reykjavík vinna að því að breiða út ósannar sögur um Is- land erlendis, í þeim lítilmann- lega tilgangi, að reyna á þann hátt að ná sér niðri á póli- tískum andstæðingum, sem hafa það eitt til saka unnið, að eiga meira traust hjá þjóðinni en íhaldið. Og Mbl. hefir með grunnhygnislegu framferði sinu orðið til að afla þessara sannana. En slysasaga Morgunblað3- liðsins heldur enn áfram að endurtaka sig. Fyrir nokkmm dögum fundu „moðhausamir" upp á því snjallræði að reyna nú að gera gangskör að því að telja bæj- arbúum trú um, að það væri fyrst og fremst íhaldsflokkur- inn(!) sem hefði beitt sér fyr- ir byggingu sundhallarinnar hér í Reykjavík, en að stjóm- arflokkarnir, og þá einkum Framsóknai’flokkurinn, hefðu verið hinir raunverulegu mót- stöðumenn málsins! „Getur ekkert gert vel gengur þó með spert stél“. Það mætti margur ókunnug- ur halda, að íhaldsmenn væru nú búnir að taka ástfóstri við Sundhöllina í Reykjavík, því daglega má sjá í Mogganum stórar fyrirsagnir um þetta mál. Vart mun þó þessu þannig varið. íhaldsmenn fylgja ekki stórum umbótamálum með heilum hug. En hitt má vel vera, að íhaldsmenn séu nú fyrst að koma auga á það, að þeir hafi margt illa gert í þessu máli. Ihaldsmenn eru æf- mlega á móti umbótamálum á meðan þeir þora það. En þegar kjarkurinn er þrotinn, þá emja þeir. Þessar upphrópanir í Mogga nú síðustu daga er emj- an íhaldsins. Það eru álög á íhaldinu, að það getur ekkert gert vel, en það langar til að bera sig mannalega og gengur því með spert stél. Hér í blaðinu hefir nú síð- ustu daga verið sýnt fram á óheilindi íhaldsins í sundhallar- málinu, og Reykvíkingum og öðrum sem þessu máli eru kunnugir er það vel ljóst, að íhaldið hefir gert allt sem það hefir megnað til þess að tefja og ófrægja sundhallarmálið og stuðningsmenn þess. Þetta er veruleiki sem ekki verður á móti mælt og væri nær fyrir íhaldið að taka þessum raunum með nokkurri karlmennsku en að gefa sig lítilmennskunni svo á vald, að það afneiti sínum fyrri gjörðum. Mun jafnvel mörgum íhaldsmanni þykja hneisa flokksins nóg fyrir af- skiptin af þessu máli, þó ekki sé þar enn við aukið. Ef íhaldsmenn skyldu vera búnir að gleyma fyrri afskipt- um sínum af sundhallarmálinu, þá þykir hlýða að leiðbeina þeim þar um í stuttu máli. Þegar Jónas Jónsson bar sundhallarmálið fyrst fram á Alþingi snerist íhaldið allt á Það er að vísu vitað, að „moð- hausamir“ fylgjast illa með gangi mála og hafa yfirleitt lít- inn áhuga fyrir staðreyndum. En það þarf líka meira en með- an sljóleika í hugsun, til að velja sér svo óheppilegan vett- vang til baráttu. Nýja dagblaðinu hefir hér- með gefizt alveg sérstaklega gott tilefni til þess, að gera bæjarbúum það kunnugt einu sinni enn, að íhaldsmenn eru sannir að sök um fjandskap- inn við sundhöllina. íhaldsmennirnir, sem í dag fá að lesa ræður samherja sinna á Alþingi um sundhallar- málið, mega þakka Mbl. fyrir greiðann. móti málinu, aðallega með þeim forsendum, að þetta væri bæj- armál, sem þinginu kæmi ekki við. Skulu hér tilfærð ummæli nokkurra íhaldsmanna um málið: Jón Magnússon: „Það sem mér finnst auk þess mjög athugavert, er, að þingið fari upp úr þurru að taka upp mál, sem er sérstakt bæjarmál. * Sundlaugin á að vera kostuð af bænum, þó að vitanlega fleiri en bæjarbúar geti haft gagn af henni. — Tel ég rétt að láta bæjarstjómina eina um þetta“. (Alþ.tíð. 1923 C. 1091—92). Magnús Guðmundss.: „En ég saknaði þess, að hæstv. dómsmálaráðh. (J. J.) færði rök að því, af hverju hann vill gera Reykjavík svo mikið hærra undir höfði, um framlög til sundhallar heldur en öllum öðrum kaupstöðum og sveitarfélögum landsins, er að- eins hafa fengið Vs hluta greiddan úr ríkissjóði. En í þessu frumvarpi er farið fram á, að Reykjavík fái helming frá ríkinu.-------Og ég vil segja, að Reykjavík á áreiðan- lega ekki verra með að byggja þessa sundhöll af eigin ramleik, heldur en ýms sveitarfélög eiga með að koma upp smærri sund- laugum“. (Alþ.tíð. 1928 B. 1681). Jón Ólafsson: „Hitt þykist ég mega segja, að bæjarstjómin muni ekki veita fé til byggingar sund- hallar úr bæjarsjóði. Að minnsta kosti erum við íhalds- menn í bæjartjóm þeirrar skoðunar, að bærinn geti ekki veitt til sundhallar 200 þús. kr.“. (Alþ.tíð. 1928 B. 1691). Jón Auðunn Jónsson: „Um styrk til Reykjavíkur sérstaklega virðist mér stund- um gengið of langt þegar bor- ið er saman við aðra kaupstaði landsins". (Alþ.tíð. 1928 B. 1698). Halldór Stelnsson: „Ég býst ekki við að það þyki rétt, að Reykjavík fái for- réttindi um fjárframlög fram yfir það, sem verið hefir. Auk þess vil ég benda á, að mér þykir minni þörf á að leggja þetta mikla fé fram hér, en annarsstaðar, því að margar hendur vinna létt verk eins og kunnugt er. Hér er samankom- inn fjórði hluti landsbúa. Og höfuðborg landsins dregur á íbúð 2—3 stoSur og eld- hús með nýtízku ' þægindum óskast til leigu 1. okt. n.k. Uppl. í síma 3948. Notið Sjafnar-sápur. margan hátt að sér fé af öllu landinu. — — — Hér á að byggja sundhöll, en annars- staðar á að byggja sundlaugar, svo að, að því leyti er lengra gengið hér um fjárframlög af hálfu ríkissjóðs en almennt hefir verið áður“. (Alþ.tíð. 1928 B. 1699). Pétur Ottesen: „Það er talað um þetta sund- hallarmál hér sem ákaflega mikið nauðsynjamál, og vil ég ekki bera brigður á það, að svo sé, en að nauðsyn Reykjavíkur í þessu efni sé svo miklu brýnni en annara héraða á landinu, að það réttlæti að verja svo miklu fé nú úr rík- issjóði til þessa verks, og gera Reykjavík svo miklu hærra undir höfði um fjárframlög í þessu efni en öðrum héruðum, því mótmæli ég algerlega. — — — Ég sé enga ástæðu til þess að hækka nokkuð tillagið úr ríkissjóði til þessarar sund- laugar frá því sem verið hef- ir“. (Alþ.tíð. 1928 B. 1712—13). Hér hafa þá verið birt nokk- ur sýnishom af ummælum íhaldsmanna á Alþingi um sundhallarmálið. Þessi ummæli eru tekin af handahófi og að- eins sem lítið sýnishorn, en það er af nógu að taka. 1 þess- um ummælum kemur Ijóslega fram umhyggja þeirra íhalds- manna fyrir þessu mikla menn- ingarmáli, þegar þeir áttu kost á því að hafa áhrif á afdrif þess, og þegar því reið mest á stuðningi löggjafanna. Hér kemur líka vel fram góðvilji í- haldsins til Reykjavíkur. Menn taki eftir því að íhaldsmenn taka hér skýra afstöðu til Reykjavíkur, og þeim sýnist að Reykjavík eigi það illa skilið að fá sérstakan fjárhagslegan stuðning ríkisins til þess að koma upp Sundhöll. Ef til vill verður síðar tækifæri til þess að gefa íhaldsmönnum orðið hér í blaðinu. Þeir hafa margt látið frá sér fara um Sund- hallarmálið bæði í ræðu og riti, sumt af þvf er geymt en ekki gleymt. Geysisfö r Að Skálholti, Gullfossi, Geysi og um Laugarvatn og Þing- velli til baka, ráðgerir Ferða- félag íslands skemmtiför næst- komandi sunnudag. Verður lagt upp frá Steindóri kl. 8 árdegjs og staðnæmst við Kerið í aust- urleið, en ekið þaðan að Skál- holti. Verður staðurinn sýndur og kirkjan, með hinum mörgu biskupalegsteinum í gólfinu. Þaðan verður haldið austur að Gullfossi og dvalið þar um klukkustund eða lengur og gengið í Pjaxa, hinn fagra lund, sem svo mörgum sézt yf- ir, sem að Gullfossi koma. Frá Gullfossi verður haldið til Geysis, sem væntanlega verður betri við Ferðafélagið í þetta sinn, en hann var 1 fyrra. — Verða hinir aðrir hverir sýndir — Blesi, Strokkur, Fata, Ó- þverrishola o. s. frv. — Frá Geysi verður ekið vestur Laug- ardal, staðið við á Laugarvatni dálitla stund og síðan haldið vestur yfir Laugarvatnsvelli og Lyngdalsheiði til Þingvalla. Ef tími leyfir, verður staðið þar við dálitla stund áður en hald- ið er áfram til Reykjavíkur. Komið í bæinn kl. 9—10 um kvöldið. Farmiðar fást í Bóka- verzlun Sigfúsar Eymundsson- ar og á Steindórsstöð til kl. 4 á laugardagskvöld. Glæpamenn Chicagoborgar Nýverið var framið eftir- tektarvert morð á götum þess- arar alræmdu glæpamanna- borgar. John Balton hét sá er myrtur var. Hann var þing- maður og hafði lagt fram frumvarp í ríkinu Hlionis, er barinaði hin svonefndu götu- veðmál, sem glæpamannalýður Chicago hafði innleitt þar í borginni. Fyrir þetta hafði hann feng- ið mörg hótunarbréf um bráð- an bana, ef frumv. yrði ekki tekið aftur. En J. Balton sat við sinn keip. 9. þ. m., er hann fór að heiman í bíl sínum, varð hann þess var, að hann var elt- ur af öðrum bíl. J. Balton jók hraðann og stefndi inn á fjölfama götu á fulri ferð. Hinn vagninn á eft- ir í fljúgandi ferð. Svona var ekið langa stund eftir einni að- algötunni með um það bil 80 km. hraða á klst. Qg dróg hvorki sundur né saman. Samtímis létu bófamir er eftirförina gerðu rigna kúlum úr vélbyssum yfir bifreið Bal- tons. Og þar kom, að þeir hittu hann og drápu. Umhverfis var fullt af fólki, en morðingjarnir sluppu — í bili að mixmsta kosti. Mundi þeta þykja ótrúlegt víðast annarsstaðar en í Ame- ífku. *f» A.111 gieð Islensktim skipm!

x

Nýja dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.