Nýja dagblaðið - 25.09.1936, Blaðsíða 2

Nýja dagblaðið - 25.09.1936, Blaðsíða 2
2 N Ý J A DAGBI.AÐIÐ Notld eingÖDgn eldspýtnr. Fást í öllum verzlunum. Námskeíð í vélteiknun fyrir vélsmiði o. £1. hefst fimmtudaginn 1. okt. Eldri nemoudur, sem óska framhaldsnáms, og nýir nem- endur, komið til viðtals kl. 8—9 síðdegis. Tryggvagötu 28 (efstu kæð). — Sími 4340. Ólafur Einarsson. Kjötneyzla og hollustuhættír Reynsla dr. Vilkj. Stefánssonar Við íslendingar búum við okkar sérstöku siði og þeir hafa gegnum aldirnar mótast af landinu og þeim skilyrðum, sem það hafði að bjóða íbúum sínum. Eitt af því sem er sér- kennilegt fyrir okkur, er mat- aræðið. Við höfum lifað mest á fæðu úr dýraríkinu, og þá sérstaklega kjötmat. Á síðari tímum hefir þetta breyzt nokk- uð, og til eru þeir sem álíta að mönnunum sé eðlilegast að lifa sem grasæta. Frægasti Islendingur, sem nú er uppi, Vilhjálmur landkönn- tiður Stefánsson, hefir sýnt það og sannað, að hægt er að lifa á kjöti einu saman, og mjög margir halda því fram, að það sé þjóðunum hentugast að lifa sem mest á þeim fæðutegund- um, sem til fallast í þeirra eig- in löndum. Þetta ættu menn að athuga nú i sláturtíðinni. Menn ættu að hugleiða að kjöt- ið er innlend framleiðsla, sem ekki þarf erlendan gjaldeyri til að kaupa, að það er holl heima- /engin fæða, og að það er sýnt, meðal annars af tilraunum þeim er Vilhjálmur Stefánsson lét gera með sig í sambandi við kjötát, að það er hollt og má lifa á því einu saman, enda þó það sé munur á, hvort menn neyta þess ekki, eða þá ein- göngn. í þessu sambandi er líka vert að benda á það, að nú er féð feitast og ketið ljúffeng- ast. Því er það mjög óhyggi- legt, sem margir þó gera, að draga að gera kjötinnkaup sín þar til síðast í sláturtíðinni. Kjötið er þá orðið verra. Enn er rétt að benda mönn- um á það, að séu skrokkar keyptir í heilu lagi, þá kostar kílógrammið ekki nema 1,23 af 1. fl. kjöti, 1,13 af annars fl. og 1,03 af þriðja flokks og 0,88 af fjórða flokks kjöti. Menn Minnisvarði reist ur á gröi Steph. G. Stephanssonar Frá því er sagt í Lögbergi nýkomnu hingað, að 19. júlí hafi, að viðstöddu f jölmenni og með mikilli viðhöin, verið af- lijúpaður minnisvarði við gröf Stephans G. Stephanssonar skálds. — Er skáldið grafið í grafreit fjölskyldu sinnar á norðurbakka Medicineár- innar og er reiturinn um- kringdur risavöxnum greni- trjám og er eigi alllangt frá þorpinu Markerville. Svofelld lýsing er gefin á hinum myndarlega minnis- varða: „Minnisvarðinn stendur við vesturgafl grafarinnar. Undir- staðan er tólf fet á hvern veg og tekur tæpt fet upp fyrir jörð. Ofan á henni hvílir platn úr stáli og eementssteypu áttá feta löng á hvern veg og uffi tíu þumlunga þykk. Ofan á þetta hvorttveggja er minnis- varðinn sjálfur hlaðinn.Er hann um átta fet á hæð og um sex fet á hvern veg að ummáli. í austurhlið hans er greypt marmaraplata og á hana graf- ið nafn, fæðingar- og dánar- dægur skáldsins, ennfremur þessar línur úr kvæðinu „Bræðrabýti“ II. bls. 307: „Að hugsa’ ekki í árum en öldum, að alheimta’ ei daglaun að kvöldum, því svo lengist mannsæfin mest". og í enskri þýðingu fyrstu lín- urnar af kvæðinu „Þótt þú langförull legðir“. Loks er sett mjög vönduð cementssteypu- og stálhlekkja - girðing um- hverfis allan reitinn. Var henni komið fyrir í sumar og lokið við hana nokkru áður en af- hjúpunarathöfnin fór fram.“ ættu því að kaupa skrokkana í heilu lagi, með því fá þeir kjöt- ið ódýrara, og vill Nýja dag- blaðið sérstaldega benda verka- fólki og þeim sem minni hafa auraráðin, á það. Verður girðingin umhveriís Aust- urvöll tekin burt? ■ Lögreglustjóri hefir farið þess á leit við bæjarráð, að rifin verði hið fyrsta girðingin umhverfis Austurvöll, vegna slysahættu er af henni stafi. Hefir bæjarráð vísað erindi þessu til umsagnar bæjarverk- fræðings. Telja má merkilegt að enn hefir eigi hlotizt stórslys af járngaddagirðingunni umhverf- is Austurvöll, því að oft hefir nærri legið. Á fjölfömum stöð- um erlendis eru slíkar girðing- ar fordæmdar, því að þæt’ eiga oft þátt í dauðaslysum. Af þessum ástæðum einum saman virðist full þörf á því að Austurvallargirðingin sé rifin. En önnur ástæða er og að margra áliti veigamikil, til þess að rífa girðinguna hið allra fyrsta. Hún lýtir stór- kostlega hinn fagra reit í hjarta bæjarins, sem henni er ætlað að vemda. Hún felur í sér þunga og eflaust óréttmæta ásökun á hendur bæjarbúum: að þeir standi á svo lágu menn- ingarstigi, að reisa þurfi rammar skorður til að fyrir- h.vggja skemmdarverk þeirra. Og meðan Austurvallargirðing- in stendur, er fullkomlega eðli- legt að aðkomufólk dæmi um- gengnismenningu bæjarbúa eft- ir þessu. Ostasala okkar á Lauga. 15 er opin til næstu helgar. Eru ostamir eins og áður, eingöngn seldir í heilum stykkjum, og er verðið eins og hér segir: 20% ostur kr. 1,50 pr. kg. 30% — — 1,95--- 45% _ _ 2,55--- Við viljum geta þess, að stjóm Félags matvörukaup- manna hefir sýnt skilning sinn á þessu máli og áhuga fyrir aukinni ostaneyzlu, með því að bjóða, að það af ostum, sem búðir félagsmanna geta selt ' heilum stykkjum, verði selt með mjög lítilli álagningu eða sem næst því verði, er að ofan greinir og útsala okkar selur fyrir, það sem eftir er af þess- ari viku. Mjólkurbú Flóamanna Mjólkursamlag EySírðínga. Iþróttaskólinn. Vetrarstarfsemi skólans hefst fimmtudaginn 1. október og verðurj senihér segir: 1. Leikfimlnámskeið fyrir karl- menn, eldri en 15 ára. Kensla á hverjum degi frá kl. 8-9 árd. 2. Leikfimir.ámskeið fyrir pilta 16—24 ára. Kensla þrisvar í viku, að', líkindum frá kl. 9—10 síðdegÍH. 3. Leikfiminámskeið fyrir stúlk- nr, 15—23 ára, yanar leik- fimi. Kensla þrisvar í viku, frá kl, 7—7 siðd. 4. Leikfiminámskeið fyrir 20 telpur, 12 — 14 ára. Kene'la tvisvar í viku, síðari hluta dags. 5. Leikflminámskeið fyrir 20 drengi, 9—11 ára. Kensla tvisvar í víku, síðari hluta daga. 6. Leikfiminámskeið fyrir 20 telpur9—11 ára Kensla tvisv- ar í viku, síðari hluta dags. Auk of angreindra námskeiða getur skólinn tekið A. í létta liressingarleikfimi. 1. trjátín — sextíu konur, Æf- ingatimi eftir kl. 5 síðdegis, II. Þrjátíu —sextín ungar stúlknr. Æfingatími eftir kl. 6 síðdegis. III. Nfutíu karlmenn yngri en 55 ára. Æfingatími kl. 6—7 síðdegis. Ank þess, er að ofan greinir, er fólk einnig tekið í einkatíma, þegar tími og húsrúm leyflr. Ef til yiil yerða fleiri tímar aug- lýstlr síðar. Foreldrar eða aðrir aðstandendur barna innan 15 ára aldurs, verða sjálfir að sækja um fyrir þau. Nánarl upplýsingar kennslunni viðvíkjandi gefur undirritaður og kennarar skólans, frú Anna Sigurðardóttir og ungfrú Fríða Stef- ánsdóttir. — Baðstofan verður opin fyrir almenning með sama fyrirkomulagi og síðastliðinn vetur. Fólk, sem ætlar sér að stofna baðflokka, ætti að gera það nú þegar og fastsetja svo ákveðna tíma, áður en það er of seint. Badminton. Þegar salir skólans ekki eru notaðir til leikfimiiðk- ana, verða þeir lánaðir til að leika í þeim Badminton. — Yið- talstími til 1. okt. er frá kl. 4—7 síðd. B. I al menna íþ-éttaleikfimi. I. Eitt hiiiid iiið oir tiittugu ungar stúlkur. Æflngatími frá kl. 8—10 á kvöldin. II. Sextíu unga menn, eldri en 16 ára. Æfingatími eftir kl. 7 á kvöldin. (Hverjuin hópi í A- og B- líð er skift uiður í flokka. Jón Þorsteínsson. íprótfaskólinn, Lindargötu. Sími 3738. Hefi opnað lækningastofu i Lækiargötn 6 B. r Viðtalstími 10—11 árdegis og 3—4,30 siðdegis. Kristján Grímsson, lœknir. Agat bökunaregg í heildsölu há Sambandi ísl. samvinnufélaga Sími 1080. Daglega nýtt! Svið - Liinr - Hjörtn - Mör. tshúsið Herðúbreid, Fríkirkjuveg 7, Simi 2678.

x

Nýja dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.