Nýja dagblaðið - 30.09.1936, Blaðsíða 1

Nýja dagblaðið - 30.09.1936, Blaðsíða 1
4- ár. Keykjavík, miðvikudaginn 30. sept. 1936. 224. blað. Frá hínu nýja landnámi í Vestmannaeyjum Á þessu hausti eru liðin 10 ár síðan byrjað var að undir- búa skipulag ræktunar í Vest- mannaeyjum. Hafa síðan orðið miklar framfarir í landbúnaði eyjaskeggja og fyrir margt merkilegar. 1 tilefni af þessu hefir Nýja dagblaðið átt tal við Helga Benónýsson, búfræðing í Vest- mannaeyjum. Fluttist hann þangað 1928, hefir brotið mest allt land, sem tekið hefir verið til sáðræktar þar síðan, er einskonar brautryðjandi nýrra ræktunaraðferða í Eyjum og á nú stærsta búið þar á staðnum. Er hann því gagnkunnugur ræktun í Vestmannaeyjum hin síðari ár og ræktunarmöguleik- um þar. Mikil pöri bættrar aö- stööu til ræktunar — Árið 1926 kom ráðunaut- ur Búnaðarfélags Islands, til Vestmannaeyja, segir Helgi, til að athuga og undirbúa skipu- lagningu á ræktun alls ræktan- legs lands þar. Bar til þess brýna nauðsyn, því að allt ræktað land, eða um 100 hektarar, var í kaupstaðn- um sjálfum eða nánasta um- hverfi hans og fer mestur hluti þess undir götur og hús og önnur mannvirki, samkvæmt skipulagsuppdrætti bæjarins. Önnur ræktun var útilokuð m. a. vegna þess að engir akfærír vegir lágu út úr kaupstaðnum nema að nokkrum bæjum, sem eru fyrir ofan svonefnt Hraun. Varð því þörf skjótra aðgerða, svo að Vestmannaeyingar gætu aukið landbúnaðarframleiðslu sína eftir þörfum. Veturinn 1927 ákváðu bænd- ur og aðrir íbúar Vestmanna- eyja, að fela Búnaðarfélagi Is- lands að framkvæma mælingar til skipulagningar ræktanlegs Helgi Benónýsson. lands í Vestmannaeyjum og skipta löndum í samráði við að- ila. Framkvæmd Pálmi Einars- son ráðunautur þessar mæling- ar sumarið 1927. — En hvenær hófst ræktun ó hinu skipulagsbundna svæði? — Vorið 1928, þegar ég fyrir tilmæli nokkurra starfsmanna Búnaðarfélags Islands fór til Vestmannaeyja var búið að plægja og herfa nokkra hekt- ara lands. Undirbjó ég landið betur undir ræktun, sáði í það og girti af. Höfðu Vesimanna- eyingar þá litla eða enga reynslu um sáðslétturækt og voru yfirleitt mjög vantrúaðir á arðsemi hennar. En sú skoð- un er nú liðin undir lok. Árið 1929 keypti ég dráttar- vél og bifreið til áburðaflutn- inga með aðstoð Magnúsar Guðmundssonar Vesturhúsum og Sigurðar A. Gunnarssonar kaupmanns er báðir eiga heima í Vestmannaeyjum. Var eigi önnur leið fær ef hefja átti ræktun í stórum stíl, því að Búnaðarfélag Vestmannaeyja viidi eigi ráðast í þessi kaup. Réði því vantrú á gildi sáð- Framh. á 4. síðu. S o r g a rathöfn I dag kl. 8 f. h. hefst sorg- arathöfn í Landakotskirkju, í tilefni hins mikla sjóslyss, er varð með strandi Pourquoi pas? og sem öllum er í fersku minni. Lík hinna 22 Frakka verða borin í kirkjuna, og halda skát- ar og hei*menn af franska her- skipinu heiðursvörð, bæði inni í kirkjunni yfir kistunum og ut- an dyra. Messan fer fram á frönsku og verðum útvarpað á stutt- bylgjum. Útvarp Frakka mun endurvarpa athöfninni. Páll ísólfsson stjórnar söngn- um. Að athöfninni lokinni verða kisturnar fluttar til skips og munu bæði hin frönsku skip halda heimleiðis í dag. 50-60 Sjár í Eyrarsveít hrakti í sjóinn í oS- viðrinu Eins og áður er frá sagt hér í biaðinu urðu töluverðir skað- ar í Eyrarsveit á Snæfellsnesi í ofviðrinu aðfaranótt 16. þ. m. En viðbótarfréttir, er blað- inu hafa borizt, herma að 50— 60 fjár frá Vatnabúðum og fleiri bæjum í Eyrarsveit hafi lirakið í sjó fram í ofviðrinu og farizt þar. Töluverðir skaðar urðu á heyjum og útihúsum, en mest- ir hjá Sigurjóni Halldórssyni, Norður-Bær. Hjá honum tók þak af hlöðu og töluvert af heyi. Tveip menn meidd- usf í bifreiðaslysi í fyppinóff Bifreið fór í fyrrinótt út af veginum móts við Undraland og er talið furðulegt að eigi skyldi slys af hljótast. Um kl. 2 i fyrmótt var bif- reiðin R. 443 á leið frá Bald- urshaga til Reykjavíkur. Þegar kom móts við Undraland fór bifreiðin út í hægri vegbrún og Framh á 4. stíðu. Býlið Vesturhús. Fjós fyrir 22 gripi og hlaða fyrir 900 hesta af heyi. Hafliði í Búð fimmiugur Þykkbæingar eru miklir sam- vinnumenn. Þeir eru bændur, og einu bændurnir, sem búið hafa í þorpi. Þeir hafa átt við mikla örðugleika að stríða af ágangi og einangrun mikilla vatna, en jafnframt búið við eitt hið glæsilegasta og mesta engi, sem til er á landinu, Safa- mýri. Einn af mætustu mönnum Þykkbæinga síðasta mannsald- ur er fimmtugur í dag. Það er Hafliði Guðmundsson í Búð. Foreldrar hans voru Guð- 1 mundur Runólfsson og Sigríð- ur Ólafsdóttir í Búð. Hann annálaður kjarkmaður og hún íróðleiks og greindarkona. I tíð þeirra Þykkbæinga, sem nú eru að verða rosknir, hafa orðið miklar og merkar fram- farið í Þykkvabænum. Hafliði var unglmgur, þegar hlaðið var í Fjarkastokk, þrek- , virki, sem aukið hefir Þykk- bæingum ásmegin, og orkað hefir stórum á framkvæmdir þeirra og samtakamátt. j Rjómabú reistu þeir 1907 og | starfræktu fram yfir stríð. Kirkjuna fluttu þeir til sín frá Háfi 1914 og byggðu veglega úr steinsteypu. Kaupfélagsdeild stofnuðu þeir 1920 byggða á aðdráttum af sjó og starfræktu þar til þeir gátu ekið bílum i heim í hlað. Djúpósfyrirhleðsl- ■ an færði þeim ekki aðeins gras- | fenginn úr hinni grasgefnu Safamýri, heldur var hún jafn- framt hin mesta samgöngu- bót, brú yfir 90 faðma breitt sundvatn. Síðan hefir hver fé- lagsframkvæmdin rekið aðra, samgirðingar, sameiginleg jarðakaup til stækkunar nytja- löndum. Sandgræðsla, sem er tilraun til eins hins stórfeld- asta landnáms, þar sem er öll Gljáin, eða sandflatneskjan framan við byggðina milli Hóls- ár og Þjórsár. Nú eru þeir að vinna að mikilli áveitu á Safa- mýri, einu hinu mesta mann- virki í sinni grein. Einnig eru þeir að reisa eitt hið myndar- legasta skóla- og samkomuhús. Um alla þessa hluti standa Þykkbæingar saman eins og einn maður. En einn af þeim mönnum, sem þeir hafa löng- um beitt fyrir, er Hafliði í Búð. Framh. á 4. síðu. Norrænn fundur í Oslo til aukinnar samvinnu milli Noröurlanda Þrír iulltrúar iyrir ísland Kaupmannahöfn, 29./9. Einkaskeyti FÚ. Nefndir þær, er starfa að samvinnu milli Norðurlanda, hófu fund sinn í þinghúsinu í Oslo í dag. Þátttakendur eru 23, þar af þrír fulltrúar fyrir ísland, og eru það þeir Jónas Jónsson alþingismaður, sem er formaður íslenzku nefndarinn- ar; Stefán Jóhann Stefánsson hæstaréttarmálaflutningsmaður og Jón Krabbe, sendisveitar- ritari. Eftir að fundur hafði verið settur, tók konungur á móti formönnum allra nefndanna. Meðal þeirra mála, sem fund- ur þessi á að fjalla um, og snerta samvinnu Norðurlanda, eru þessi helzt; að meira sam- ræmi verði komið á tollamái þessara landa; að hagkvæmara símasamband fáist milli þeirra, og að löggjöf um verzlunar- fyrirtæki verði endurskoðuð. Þá j mun og verða rætt um mögu- i leikana fyrir því, að löndin skiptist á verkamönnum; enn- fremur að hagskýrslur verði samræmdar og að samvinna I takist með neytendafélögum í innan þessara landa. Einnig i verður til umræðu að hefja | fræðslustarfsemi, er miði að ! því, að kynna öðrum þjóðum ! þýðingu Norðurlanda í viðskipt- j um þjóðaima. Loks mun fund- I urinn fjalla um það ástand, sem | nú ríkir að því er snertir vöru- j skipti milli Norðurlanda, og j skilyrðum fyrir þeim í fram- I líðinni.

x

Nýja dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.