Nýja dagblaðið


Nýja dagblaðið - 07.10.1936, Qupperneq 2

Nýja dagblaðið - 07.10.1936, Qupperneq 2
2 N Ý J A DAGBLAÐIÐ T ilkynning. Þeir, lem einhvern atvinnurekstur hafa með að- keyptu vinnuafli verkamanna, og eigi hafa sent Vinnu- miðlunarskrifstofunni afrit af kaupgjaldsskrám sínum frá 1, júlí s. 1, verða að gjöra það nú þegar, ella munu þeir sæta sektum samkvæmt breytingu á lögum um rinnumiðlun sem gekk í gildi 1. júlí 1936. Vínnumiðlunarskrifstofan i Rcykjavík. Hárvötn A.V.IL Eau de Portugal Eau de Cologne Eau de Quiníne Bay Rhum ísvatn. Reynið pað og sannfærist um gæðb. Smekklegar umbúðir. Sanngjarnt verð. Áfengísverzlnn r í k i si n s. Vetrarstarfseœi Armaims Vetrarstarfsemi Glímufélags- ins Ármann er nú að hefjast, og verður æfð leikfimi í 7 flokkum, íslenzk glíma í 2 flokkum, sund, frjálsar í- þróttir, hnefaleikar o. fl. Fjórir fimleikaflokkar, I. og II. flokkur karla og kvenna, æfa tvisvar í viku í hinu ágæta íþróttahúsi Jóns Þorsteinsson- sonar og undir hans stjórn. Þrír fimleikaflokkar, tveir drengjaflokkar og einn telpna- flokkur, æfa i fimleikasal Menntaskólans undir stjórn Vignis Andréssonar. Tveir flokkar glímumanna, viðvaning- ar og æfðir, æfa íslenzka glímu í fimleikasal Menntaskólans undir stjórn hinna þekktu glímumanna Þorsteins Krist- jánssonar og Jörgens Þorbergs- sonar. Væri vel ef ungir menn hér í bæ notuðu almennt þetta tækifæri til að nema og æfa þjóðaríþrótt vora. Frjálsar í- þróttir og hnefaleikar verða æfðir á sama stað tvisvar í viku. Kennir Kellevold hnefa- leika með aðstoð Sveins Sveins- sonar og Guðjóns V. Mýrdals. Auk þess verða róðraræfingar innanhúss í fimleikasal Mennta- skólans og jafnframt þursunds- æfingar og boltaæfingar tvisv- ar í viku. Sundæfingar verða E.s. Nova fer hóðan 7. þ. m. (í dag) kl. 11 f. h. vestur og norð- ur um land til Noregs sam- kvæmt áætlun. E.s. Lyra fer héðan 8. þ. m. (á morg- un kl. 6 síðd.), til Bergen um Vestm.eyjar og Thors- havn. Flutningi veitt móttaka til hádegis á morgun. Farseðlar ssekist fyrir sama tima. Níc. Bjarnason & Smith í sundlaugunum þrisvar í viku og er ólafur Pálsson kennari. Skíðaskáli Ánnanns í Jós- eísdal er nú fullgerður hið vtra en eftir er að ganga frá hús- inu að innan, en því verður senn lokið. Með byggingu skál- ans er bætt aðstaða félags- manna til skíðaiðkana og er gert ráð fyrir að þeim fari fjölgandi, er leggja stund á þessa heilnæmu íþrótt. Skemmtifundi fyrir félags- meðlimi á að halda a. m. k. mánaðarlega í vetur og mælist vel fyrir, og nú mun verða lögð aukin áhersla á þessa skemmt- anastarfsemi. Landviuoingabarátta Japana í Kína Framh. af 1. siðu. færi á fjármunum og sigrum „fyrir föðurlandið“. Hin fátæka og menntunar- snauða alþýða verður að þola þessa endalausu ræningjaleið- angra um byggðir sínar og heimkynni eins og einhverja endalausa plágu, er réfsidómur forsjónarinnar leggur henni á herðar. Það tvennt, sem Japönum er mest í mun, er að vinna undir sig frjósöm lönd Austurkína og sjá um, að áhrifa frá Rúss- um, sem eiga lönd norðan að ríkinu, fái sem allra minnst gætt suður yfir landamærin. Og á þessu ári hafa þeir sent stórar hersveitir inn í landiö, sem eiga að fleiga sig inn milli Síberíu og Mongólíu og sterhma þannig stigu fyrir á- róðri Rússa suður á bóginn. Oft hefir þótt við liggja, að að þessar tvær stórþjóðir færu í hár saman þama austur frá. En enn sem komið er, þykir Japönum fylling tímans ekki komin. Það verður ef til vill ekki fyr en þeir hafa lagt und- ir sig Norður-Kína, að henta þykir að brjótast inn á lönd Rússa í Asíu. En allt bendir til þess að til slíkra tíðinda dragi fyr en síðar. Tilkynning. Til þess að geta fullnægt hinni sívaxandi eftirspurn á vörum frá brauðgerðarhúsi mínu, á Bergstaða- stræti 29, hefi ég ákveðið að auka atvinnurekstur minn og mun þess vegna framvegis reka annað brauðgerðarhús á Klapparstíg 17 Jafnframt opna óg brauða- og kökusölu á Skólavörðustíg 28, Munið, að framvegis fást mínar ágætu vdrur á þremur stöðum: Bergsfaðastræti 29, Kiapparstíg 17 og Skóla- vdrðustíg 28. Pantanir afgreiddar í síma 3292 og 3961. Virðingarfyllat. Óli Þór. í Revkjavik Nokkrar lögregluþjónastöður í Reykjavík eru lausar til umsóknar. Eiginhandar umsóknir sendist lögreglustjóranum í Reykjavík fyrir 5. nóvember n. k., og skulu fylgja þeim þessi gögu og upplýsingar: 1. Fæðingarvottorð 2. Mynd af umsækjanda 3. Hvar umsækjandinn hafi dvalið eftir 14 ára aldur og hvaða atviunu hanu hafi stundað 4. Hverrar menntunar umsækjandinn hafi not- ið og hvar o, Vottorð hóraðslæknis um heilsu umsækjanda og upplýsingar um hæð hans 6. Nöfn og beimili tveggja manna eða fleiri, sem geta gefið upplýsingar um umsækjanda Lögreglustjórinn í Reykjavík, 6. okt. 1936. Jónatan Halivarðsson settnr.

x

Nýja dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.