Nýja dagblaðið - 07.10.1936, Side 3
N Ý J A
D AGBLAÐIÐ
8
NÝJA DAGBLAÐIÐ
Útgefandi: Blaðaútgáfan h.f.
Ritnefnd:
Guöm. Kr. Guðmundsaon.
Guðbrandur Magnúsaon,
Gísli Guðmundssen,
Ritstjóri og ábyrgðarmaður:
póraxinn pórarinsson.
Ritst j ómarskrifstofurnar:
Hafn. 16. Simar4373 og 2353.
Afgr. og auglýsingaskrifstofa
Hafnarstr. 16. Sími 2353.
Áskriftargjald kr. 2,00 á mán.
í lausasölu 10 aura eint.
Prentsmiðjan Acta.
Sími 3948.
Ósannindí
íhaldsbiaðanna
um víðskípiin
við Ítaiíu hrakin
Eins og frá var skýrt hér í
blaðinu í gær, hafa Italir nú
fellt gengi lírunnar um ca.
30%. Morgunblaðið telur lækk-
unina tæp 44%, en sá útreikn-
ingur þess er rangur.
Um síðustu mánaðamót voru
innieignir íslendinga á „clear-
ing“-reikningi í ítalíu ca. 740
þús. kr., reiknað með þáverandi
gengi lírunnar. Mestum hluta
þessarar fjárhæðar hefir gjald-
eyris- og innflutningsnefnd
fyrir alllöngu ráðstafað, með
veitingu innflutnings frá Ítalíu,
en vegna þess að afgreiðsla á
ítölskum vörum gengur mjög
seint, eru þær vörur ekki komn-
ar og því ekki greiddar, svo að
gengislækkun verður á þessari
innstæðu.
Þá hefir S. 1. F. nýlega selt
íisk til Italíu, gegn greiðslu í
lírum, sem enn eru óinnkomn-
ar, sem hér segir:
1 farmur farinn
ísl. kr. ca. 660.000,00
2 famar ófamir
ísl. kr. ca. 1250.000,00
Samtals ca. kr. 1910.000,00
Af þessu fé hefir þegar verið
ráðstafað ca. 1250 þús. kr., og
má því gera ráð fyrir að sá
hluti af andvirði þessara
þriggja fiskfarma, sem gengis-
fall verður á, nemi ca. 660 þús.
kr., en verulegur hluti þeirrar
upphæðar verður notaður til
kaupa á veiðarfærum og salti
til útgerðarinnar.
Með ráðstöfunum þeim, sem
gerðar hafa verið um vörukaup
i'rá Ítalíu, hefir þannig verið
komið í veg fyrir gengistap á
langmestum hluta þeirrar fjár-
hæðar, sem útgerðarmenn hafa
selt fisk fyrir til Italíu á þessu
ári.
Ummæli Mbl. í gær um van-
rækslu gjaldeyrisnefndar í þess-
um efnum eru því algerlega út
í hött eins og útreikningur þe3s
á því, um hve mörg „prosent“
líran hafi fallið! Færi vel á því,
að menn, sem ekki kunna ein-
faldan prósentureikning hætti
sér ekki út í ádeilur á aðra um
gjaldeyris- eða viðskiptamál.
Þingkosningarnar
á Norðurlöndu
Fylgí frjálslyndu lýdræðisflokkaima
hefir allstaðar aukist
Þingkosningar fara fram á þessu hausti um öll Norðurlönd,
nema á íslandi. Eru úrslit kunn í þrem löndum, Svíþjóð ,Dan-
mörku og Finnlandi, og hefir fylgi frjálslyndu lýðræðisflokkanna
hvarvetna aukizt mjög. Liggja eflaust til þess ýmsar ólíkar
ástæður, en eitt er sameiginlegt: ósk fjöldans um að efla lýð-
ræði og þingræði og vernda fyrir truflun einræðisstefna þein-a,
sem, ráða lögum og lofum í sumum hinum stærri löndum. Og
með þessum kosningum hefir einræðishyggjan verið brotin á bak
aftur í hlutaðeigandi löndum.
Eflíng lýðrœðisxns
í Danmörku
Hvað snertir Danmörku
munu kosningarnar til Lands-
þingsins hafa mikla, sögulega
þýðingu. Vald Landsþingsins,
sem vegna kosningafyrirkomu-
lagsins hefir getað hamlað þró-
un lýðræðisins, er nú brotið.
Fi’jálslyndu flokkarnir hafa nú
Stauning forsætisráðherra og
Munch utanríkismálaráðherra
telja að úrslit kosninganna
sýni glöggt, að þjóðin beri fullt
traust til lýðræðisins. Auk
þess segir Stauning, að í kjöl-
far kosninganna muni sigla
margháttaðar umbætur, nú
hafa stjórnarfloklíarnir frjálsar
liendur, og geta komið fram
þeim frumvörpum, sem Lands-
þingið hefir hingað til haft að-
Jaröarför konunnar minnar og1 drengsina okkar
Ingibjargar Þorbjargar Guðmundsdóttur
fer fram laugardaginn 10. þ. m. og hefst kl. 1
með húskveðju frá heimili okkar Miðhúsum í Garði
Gísli Sigurðsson.
Hjartkær móðir okkar, tengdamóðir og amma,
Jóna Jónsdóttir,
andaðist að heimili sínu, Njálsgötu 39b. þ. ö.þ. m.
Siggeir Einarsson. Kristxn Guðmundsdóttir.
Stefanía Einarsdóttir. Sveinn G. Björnsson.
Sigríður og Harald Faaberg og barnabörn.
lil neinskonar byltingar, heldur
til hægfara lýðræðisþróunar.
Samstarf bænda og
verkamanna í Svípjóð j
Úrslit við kosningar til neðri
deildar sænska þingsins eru
merkileg. Jafnaðarmannablaðið
„Arbetet“ telur kosningamar
í fyrsta siim meirihlutaaðstöðu
í báðum deildum danska þings-
ins. Á Landsþinginu hafa
stjórnarflokkamir 38 þing-
fulltrúa og vænta þess, að
frjálslyndur landsþingsfulltrúi
Færeyinga nái kosningu, en
kosning er þai- eigi um garð
gengin. Andstöðuflokkamir
hafa aftur á móti 37 fulltrúa á
Landsþinginu.
Þessi úrslit vekja ekki mikla
undrun. Eftir síðustu þjóð-
þingkosningar voru allir við-
búnir auknu fylgi stjómar-
flokkanna á kostnað andstöðu-
fiokltanna. Vinstri flokkurinn
tapaði 5 þingsætum og 36221
atkvæðum. Jafnaðarmannaflokk
urinn jók fylgi sitt um 62232
atkvæði, radikali flokkurinn um
3091 atkvæði og jafnframt
fékk konservativ folkeparti
(hægri flokkurinn) 40353 at-
kvæðum fleira en við síðustu
kosningar.
Við undangengnar kosningar
hefir vinstri flokkurinn stöð-
ugt tapað. Orsök þess er að
jafnaðarmenn og jafnframt
hægri flokkurinn fá aukið
fylgi í sveitunum. Auk þess
hefir L.S.-hreyfingin (hin hálf-
nazistisku bændasamtök) spillt
fyrir vinstri flokknum og dreift
fylginu.
Per Albin Hansson
forsætisráðherra Svíja.
stöðu til að fella. En eigi er
enn komið neitt fram um það,
í hverju þessar umbætur eru
fólgnar. Sennilega verður borið
fram frumvarp um afnám
Landsþingsins. Verður það sam-
kvæmt stjórnarskránni að ná
fram að ganga í báðum þing-
um, síðar rjúfa þingin og
ganga til nýrra kosninga. Hið
nýja þing skal taka ákvörðun
um afnám Landsþingsins og
síðar fara fram þjóðaratkvæði
um málið.
Er þetta töluverðum vand-
kvæðum háð og virðist eigi
nauðsynlegt nú, þegar stjórn-
arflokkarnir eru í meirihluta-
aðstöðu. En allt bendir til þess,
að 70 ára barátta frjálslyndu
flokkanna fyrir afnámi Lands-
þingsins verði nú til enda háð.
Eflaust bíða margir með eft-
irvæntingu ræðu Staunings á
fyrsta fundi Ríkisdagsins í
haust. Hvaða ný frumvörp
verða lögð fyrir þingið? Kunn-
ugir telja að ekki verði stefnt
Nygaardsvold,
forsætisráðherra Norðmanna.
vera „heimsviðburð“. Segir
j blaðið svo daginn eftir kosning-
arnar: „I gær markaði sænska
, þjóðin tímamót. — 1 fydsta
I sinn notar lýðræðisþjóð at-
i kvæðaseðla sína til að hrinda
meirihlutavaldi borgaraflokk-
| anna í þingi þjóðarinnar“.
Það er rétt sem blaðið segir,
að „borgaraflokkamir“ hafa
; ekki lengur meirihlutavald í
| neðri deild sænska þingsins.
Alþýðuflokkurinn sænski jók
atkvæðatölu sína um 300.000,
sem er dæmalaust í þingsögu
Norðurlanda, bætti við sig 11
þingsætum og hefir flokkurinn
nú 112 af 230 þingfulltrúum.
Og með því að hefja samvinnu
við Kibomsósíalista og Silén-
flokkinn, sem fengu samtals 11
þingfulltrúa, hefði verið hægt
að mynda verkamannastjóm.
En Kilbomsósíalistar standa
mjög nærri kommúnistum og
Silén-flokkurinn samanstendur
af kommúnistum, og sagði Per
Albin Hansson eftir kosning-
amar, að Alþýðuflokkurinn
væri ekki þekktur fyrir að
starfa með þeim og myndi
leita samstarfs við bændaflokk-
inn. Bændaflokkurinn jók fylgi
sitt um 70 þús. atkvæði. En
íhaldsflokkurinn missti mörg
þingsæti eða fékk 44 fyrir 58
áður.
Nú hefir Per Albin Hansson
myndað nýja stjórn í Svíþjóð
og eru í henni fulltrúar alþýðu-
flokksins og bændaflokksins.
Iiafa þessir flokkar áður starf-
að saman að ýmiskonar um-
bótum og má telja það, að
miklu leyti þeirra verk að fjár-
hagsástandið í Svíþjóð er betra
en í flestum löndum heims.
Nú munu flokkarnir hefja nýj-
ar umbætur og viðhalda þeim,
er tryggja bændum og verka-
mönnum bætta aðstöðu og
styrkja þjóðfélagið.
Þingkosningar
í Nos-egi 19. p. m.
Hinn 19. þ. m. fara fram
kosningar til norska Stórþings-
ins. Allt bendir á eílingu frjáls-
lyndu flokkanna. Það er al-
mennt álitið í Noregi, að verkar-
mannaílokkurinn muni auka
fyigi sitt og að bændaflokkur-
inn muni halda aðstöðu
sinni. En nú er eftir að vita,
hvort verkamannaflokknum
tekst að fá hreinan meirihluta
19. þ. m. Ef það verður er við-
búið að tekið verði til róttæk-
ari athafna í Noregi en í Dan-
mörku. Þess mun þó ekki gæta
innan landbúnaðarins. — En
allt bendir til þess, að haldið
verði áfram samvinnu bænda-
llokksins og verkamannaflokks-
ins, samstarf, sem túlka má í
fáum orðum: Takmarka fisk-
veiðarnar til þess að efla land-
ms. B. S.
aupið