Nýja dagblaðið - 20.10.1936, Blaðsíða 1

Nýja dagblaðið - 20.10.1936, Blaðsíða 1
4. ár. Reykjavík, þriðjudaginn 20. október 1936. 241. blað. Sauðf járslátrun að verða lokíð Búið ad slátra um 300 þús. dilkum fyrir síðustu helgí og var rneðai- kjötþungí þeírra tæplega 13,5 kg. Fyrir síðustu helgi var búið í að slátra um 300 þús. dilkum á ; öllu landinu og var meðalkjöt- | þungi þeirra tæplega 13 Vz kg. Sauðfjárslátrun er nú lokið í stöku stað á landinu, en víða nær lokið og verður mjög víða lokið að fullu fyrir næstu helgi. Útlit er fyrir að slátrað verði færra fé en í íyrra. Var þá alls slátrað 345164 dilkum á öllu landinu, en um síðustu helgi var búið að slátra um 300 þús. dilkum á öllu landinu. Dilkar eru líka nokkru vænni nú en í fyrra. Var meðalkjötþungi í fyrra tæp 13 kg., en var um síðustu helgi tæpl. 13^ kg. Um síðustu helgi var meðal- kjötþungi dilka yfir 15 kg. á 1 þessum slátrunarstöðum: Á Borðeyri og Amgerðareyri 15,9 kg., Hólmavík, 15,5 kg., Óspakseyri 15,3 kg., Króksf jarð arnesi 15,3 kg., og Búðardal 15,1 kg. Minnstur meðalkjöt- þungi var á þessum stöðum: I Öræfum 11,1 kg., á Djúpavogi 11,66 kg., og á Homafirði 11,87 kg. Sláfpun Iokið á Þórshöfn Nýlokið er slátrun hjá Kaup- félagi Langnesinga, segir í fregn til útvarpsins. Á Þórs- höfn var slátrað um 6000 sauð- fjár og í Bakkafirði 500 til 600 sauðfjár. Meðalþungi dilka var um 13,6 kíló. Á þessum stöð- um var nú slátrað um 1500 sauðfjár færra en í fyrra. 1 Kaupfélagið frystir mest allt kjötið í hinu nýja frystihúsi er reist var í sumar. Mikil síld granni í Hraunsvík Tveir bátar fá 200 tunnur Tveir bátar, Jón Þorláksson og Þorsteinn, komu hingað f gær af síldveiðum með um 100 tunnur hvor. Bátamir höfðu fengið síldina grunnt í Hraunsvík. Lágu þeir þar fyrir festum og lagði Jón Þorláksson aðeins 25 net en Þorsteinn 30. Afli bátanna var saltaður. Til Keflavíkur komu 5 bátar í gær með samtals 240 tunnur síldar. Aflahæzti bátur var Ingólfur frá Sandgerði með 120 tunnur, er hann veiddi í Grindavíkur- sjó. f fyrradag komu 2 bátar með 98 tuxmur. Mestur hluti síldar- ínnar er hausskorinn og hreins- aður til sölu á Amerfkumark- aði. Atvínnulausir onglingar vinna að undírbúningi nýs íþrótta- vallar og stunda auk þess leikfimi, bóklegt nám og smíðar sér að kostnaðarlausu Um næstu helgí hefst starf- semi fyrir atvinnulausa ungl- inga 14—18 ára. Verður starf- semi þessari hagað svipað og síðastliðinn vetur. Alls hafa látið skrá sig rúm- lega 140 unglingar 14—20 ára, en engir koma til greina, sem eru eldri en 18 ára. Enn er eigi fulllokið undir- búningi fyrir starfsemina, en s'tarfsemin verður í aðaldrátt- um svipuð og í fyrra. Verður piltunum kennd leikfimi í f- þróttaskólanum undir stjórn Jóns Þorsteinssonar kl. 9—10 alla virka daga nema þriðju- Framh. á 4. slðu. Umsáturshringurinn þrengist um Madrid Tvöföld vamarlína umhverfis borg- ína. Stuðnmgsmenn fasclsta lokaðir inni i húsum sínum London í fyrradag. FU. Madridborg er nú í algerðu umsátursástandi. Stjórnin hefir látið gera varnarvirki á öllum vegum, sem til borgarinnar íiggja. Hún hefir komið her- sveitum sínum vel fyrir, og gert tvöfalda línu af varnar- virkjum umhverfis borgina. í borginni hefir hún komið upp öryggisskýlum, sem fólki er ætlað að flýja í, ef til harðvít- ugrar loftárásar kemur. Stjórn- in hefir skorað á hvern einasta vopnfæran mann, að berjast gegn uppreisnarmönnum. í dögun í gærmorgun fór lögreglan hús úr húsi um alla borgina, í leit að stuðnings- mönnum uppreisnarmanna, og hafa allir, sem grunaðir eru um samhygð með málstað upp- reisnarmanna, verið læstir inni. Þetta er svar við þeirri stað- 1 hæfingu, er Franco hershöfð- ingi á að hafa gert, að í höfuð- | staðnum hefði hann nægilegt vinalið til þess að hann gæti unnið borgina með aðstoð þess. Uppreísnarmenn telja sig geta komizt aö baki stjórnarhersins London í gær. FÚ. Síðan á laugardaginn hefir uppreisnarmömmm tekizt að hrekja hersveitir stjómarinnar aftur á bak, á nokkrum stöðv- um umhverfis Madrid. Það er sagt, að í Madrid heyrist nú skotdrunurnar frá vígstöðvun- unum sunnan við borgina. Markverðasti sigur uppreisn- armanna var við Illeseas, um 25 mílur fyrir sunnan Madrid, og er sagt, að borgin hafi fallið í hendur þeirra án þess til neinn- ar verulegrar mótspyrnu kæmi af hálfu stjórnarhersins. Þykir sumum, sem þetta muni benda til þess, að mótstaða stjómar- hersins sé að linast. 1 gegn um Ulescas liggur vegur til norð- vesturs, í áttina til Valmajado. Er nú búist við, að Valmajado verði tekin innan skamms og mun þá uppreisnarmönnum veitast auðvelt að komast að baki stjómarhersveitunum í Escorial. Uppreisnarmenn tilkynna, að þeim miði nú óðum áfram í áttina til Madrid frá Hlescas, og að hersveitir þeirra séu nú innan 24 kilometra frá höfuð- borginni á þessum stöðvum. — Þá er talið ómögulegt, að hjá því verði komizt að stjórnar- Hðið í Escorial verði umkringt, ef það ekki getur bjargað sér þaðan í tæka tíð. í útvarpi sínu tilkynna upp- reisnarmenn, að þeir hafi al- gerlega náð yfirhöndinni í O- viedo, og að 4000 astúriskir námumenn hafi fallið, í viður- eigninni við hjálparhersveitim- ar, sem komu til bjargar upp- reisnarmönnum, er höfðu varið borgina í tvo mánuði. Aranda herforingi, sem stjórnað hefir her uppreisnar- manna í borginni, hefir hlotið I bið mesta hrós fyrir frammi- ; stöðu sína. Til marks um það, hve grimmilega hefir verið barizt, er þess getið, að lið upp- Framh. á 4. síðu. Þingkosningarnar í Noregi ióru fram í gær Jafnaðarmenn hafa tinnið mest á 19/10. FU. Kosningar fóru fram í dag til norska Stórþingsins og var, kl. 18.20, samkvæmt norska út- varpinu, búið að telja nokkuð af atkvæðum, og eftirfarandi tölur þá birtar. Tölurnar í svig- um eru atkv.tölur hlutaðeig- andi flokka við síðustu kosn- ingar: Fundur nngra Framsóknar- manna á Skeggjastöðum í Árnessýslu Ungir Framsóknarmenn héldu sl. sunnudag fund að Skeggja- stöðum í Flóa. Var þar mætt ungt fólk úr Ölfus- og Sand- víkurhreppum og ennfremur nokkrir menn úr Félagi ungra Framsóknannanna hér í Rvik. í Ámessýslu eru nú þrjú fé- lög ungra Framsóknarmanna. í ráði er að stofna fleiri, og er góður áhugi fyrir flokkstarf- inu meðal ungra manna í sýsl- unni. 10 ræðumenn tóku til máls á fundinum, og var hann yfirleitt hinn ánægjulegasti á allan hátt. Hægri flokkurinn 6966 ( 6099) Frisinnet, Folke- parti og Fedre- landslaget 292 ( 186) Bændaflokkurinn 19008(19247) Vinstrifl. 11870(11866) Borgerlige Fælles- liste (nýr listi) 2658 National Samling 668 ( 950) Verkamannafl. 20118(14717) Samfundspartiet 870 ( 194) Kristeligt Folke- parti 150 ( 89) Þessar atkvæðatölur eru úr nálægt 95 héruðum í landinu. Tjón af völdum fárveðurs Eimreið iýkur af sporinu London í gær. FU. Fregnir um slysfarir berast nú víða að. Fárviðrið, sem í gær geysaði í Þýzkalandi, feykti járnbrautarlest út if sporinu, og meiddust sjö menn lítilsháttar. Veðurhæð í Oslo var 11—12 stig og mörg skip voru í hættu stödd, þ. á m. þýzka skiið Lúbeck. I dag hefir veðurhæð -verið 3—4 stig, en sjógangur svo mikill, að jafn- vel stærstu skip hætta sér ekki úr höfn. Framh. á 4. síðu.

x

Nýja dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.