Nýja dagblaðið - 17.12.1936, Blaðsíða 2

Nýja dagblaðið - 17.12.1936, Blaðsíða 2
2 N Ý J A DAGBLAÐIÐ Islenzku sanðalitirnir eru að verða ráðandi tízka í margskonar prfónafatnaðí. Við framleiðum prjónagarn, þrefalt og fjórfalt með 8 mismunandi litum, s. s. hvítt, sauðsvart. grátt, mórautt o. s. frv. Peysur, vesti, trefla, sokka, vetlinga, hosur o.fi. er tilvalið að prjóna úr þessu garni. ípróttamenn kíæðast ísl. ullarfatnaði Verðið er nokkru lægra en á öðru kambgarni. Fæst hjá GEFJUN, Laugavegi 10, Reykjavík, og umboðsmönnum vorum úti um land. Klæðaverksm. Gefjun, A k u r e y r i. 2O°/0, 30%, 45% 2E a n p i d OST AEl frá Mjólkursamlagi Eyfirðirðinga, altaf fyrir- liggjaadi í heildsölu hjá Samband isl. samvínnufélaga tAUlðlfú Sitnf 1080 HappdræHi Háskóla íslands Greiðsla vinninga í 10. flokki fer fram 17., 18. og 19. des. í Alþýðuhúsinu Iðnó, gengið um suðurdyr, kl. 1,30—5. Þessa daga verða ekki greiddir vinningar frá fyrri flokkum. Frá næstkomandi mánudegi verða vinningar greidd- ir sem fyr í skrifstofu Happdrættisins, Vonar- stræti 4, kl. 2—3 daglega. » Vinningsmiðar verða að vera áritaðir af um- boðsmönnum. Fasteignasalan Aðalstræti 8. Hús og aðrar fasteignir jafnan til sölu. t. d. 1. Nýtízkn stein- ste3’’puhús, öll þægindi. 2. Járnvarið timburhús með sölubúð, eignar- lóö (hornlóð). 3. Tvílyft steinsteypuhús, sanngjarnt verð, góð greiðslu- kjór. 4. Myndarlegt, vel við haldið timburhús í miðbænum. 5. Hálft steinsteypuhús (efri hæð), sérraiðstöð, eignarlóð. 6. Steinstej’puhús, tvílyft, nálægt höfninni. 7. Einlj’ft timburhús, tækifæriskaup. 8. Stein- liús, tvær stærri og þrjár minni íbúðir. 9. Nýlegt steinsteypuhús, tví- lyft, öll þægindi. 10. J8rð, hæg, í Stafholtstungum, gjarnan í skiptum fyrir eign í úthverfi eða utanbæjar. 11. Steinstej'puliús, fjórar sraá- íbúðir. 12. Steinhús, ein hæð og ris, auk kjallara, eignarlóð við eina af breiðustu götum borgarinnar, skammt frá miðbæ. Einljft steinhús, stór lóð, tækifærisverð. 14. Flunkunýtt tvflyft steinhús, öll þægindi o. m. fl. Sumt af þessum eignum fæst í eignabýttum. Tek fasteignir í umboðss. - Annast eignaskíptí. Leitið frekari upplýsinga hjá mér sem fyrst. tcir, sem vildu fela mér sölu eigna til afhendingar næsta vor eða fyr, geri mér sem fyrst aðrart. — Viðtalstímí 11—12 og 5 — 7 daglega og á öðrum tímum eftir samkomulagi. Símar 4180 og 3518 heima. Helgi Sveinsson. „Kyssti mig sól“ Ljóð eStir Guðmund Röðvarsson Höfundurinn er ungur borg- firzkur bóndi. Þeim, sem þetta ritar er ókunnugt um menntun hans eða æfisögu að öðru leyti. En það þarf ekki að lesa marg- ar línur í bókinni tíl að sjá, að þetta er góð bók og að þama er meira en venjulegur erfi- íjóðasmiður á ferðinhi. Höf- undurinn er skáld — og másko meira skáld en þessi fyrsta bók hans vottar. Hann er ekki einn þeirra, sem endilega vilja yrkja bundið mál, en skortir til þess rímgáfuna og halda því svo að fólki, að rímlaus ljóð séu fín. Guðmundur Böðvarsson ræður vfir mikilli mýkt í máli og rími. Kvæðin eru þýð og inni- leg. Yrkisefnin eru ekki frum- Jeg eða sérlega eftirminnileg. Þau lýsa hinum hversdagslegu blæbrigðum mannlegs lífs í and- stæðum vors og hausts, ljóss og myrkurs. Þau eru um útþrá æskumanns í íslenzkri sveit, sambúð sveitafólksins við land- ið sitt í blíðu og stríðu, vina- missi, ástir og „lítil böm“, sem einhvemtíma eða „aldrei verða stór“. „Til þín Melcka“ heitir fyrsta kvæðið. Það gefur í skyn, að yrkisefnið sé nokkuð framandi, en auðvitað getur það eins ver- ið íslenzkt og hvað annað. Þetta er fyrsta erindið í kvæð- inu og um leið í bókinni: Til þín Mckka, hjaríans hungur hugann lciðir brautir ríms. Til þín Mekka dátt mig dreymir draum ’ins hrjáða pílagríms, Ópalliti undra þinna augun sjá um dimma nátt. Heyri ég þjóta þúsund vængi þungum niði um loftið blátt. Næsta kvæði heitir „I októ- ber“. Þar er þetta erindi: Haustdægurs morgun er hljóður og kaldur, hvítmálar klettanna svörtu þil. lin kyrrðin og hélan hvísla saman: baustið lcom, því það mátti til, það á að syngja Bí, bí og blalca við börnin, sem mega ekki lengur vaka. í kvæðinu „Þú veizt það“: Hví kemur þú ennþá mcð augun blá innst inn í hjartans drauma. Hví kemur þú barn mcð hið bleika hár sem bylgjandi geislastrauma? Sjá, það var aðeins sumarást og sumarið eitist og dó, það vciztu, það vciztu þó. Eitt af lengri kvæðunum heitir: „I minningu bónda- manns". Þar yrkir höf. um hugstætt efni, draum bóndans unga: Drauminn um eigin arin, sem biður einyrlcjans hlýr og bjartur seint um kvöld. Skiist engum þeim, er dansar ílökkufótum, | iarvegalausum sveimi á gatnamótum. Hann lýsir þeirri dapurlegu | stund, er Við bárum þig sjúkan burt úr þínu inni, við bændur heima i þinni eigin sveit. Vissum, að þar var hafin hæpin leit að hreystinni miklu og starfagetu þinni. Bóndi, hér varð of bratt í þfnu spori, hér brást þín von og sú varð raunin þyngst. Steintaksins lúa þráir orkan yngst, unir ei hleklcjum, glói sól á vori, á óslitna krafta selda dauðadómi, hin dreymdu störfin kalla hryggum rómi. Jarðyrlcjumaður, á þig svartir sóttu siúlcleikans slcuggar, umhvcrfið var breytt; viðnámið þraut, og vorsól gat ei ncitt, og vonir þínar dóu á hverri nóttu, unz tún þitt var urið, fé þinu var fargað, felldur þinn bær í rúst og engu bjargað. Eitt fallegasta kvæðið er „Vögguvísa": Norðrið byrgja næturtjöld, nóttin er á sveimi, hylur moldu myrk og köld, mikil eru hennar völd yfir heimi, yfir manna heimi. Oft ég hef þér yndisspá ofið 1 söng á kveldi, margri ástarósk og þrá um þig hef ég vafið þá eins og feldi, eins og hlýjum feldi. Hann yrkir um hið glæsi- lega jólahald í borginni, sem verður þó fátæklegt hjá minn- ingunni um dýrðlega kvöldið, sem kom — og leið, um kertið, scm brann on’l stjakann. Úr kvæðinu: „Þar uxu tvö tré“: En munið það böm, sem þjáist í þys þeirra daga, er þyrla yður til og kippa yðar trú úr skorðum, að hversu sem fer, er hin heilaga gamla saga um hjartnanna tryggð eins ný og sönn eins og forðum. Úr kvæðinu: „I sólskini": 1 sólskini var það að sumri til, að sat ég hjá dánum manni Og hugur minn spurði ’iö hljóða tóm: Ef hylur þú land í kafi — — hví bera ei til strandar strá eða blóm straumar af dauðans hafi? í kvæðinu: „Um eitt gaml- árskvöld" birtist liðna árið í gerfi öldungs, sem kominn er að fótum fram: Á lúafótum sínum i kvöld hann kom og fór lijá kofadyrum mínum. Ég óskaði honum íriðar: þin sorg er sár og stór, er sól þín fer til viðar. Hann mælti — og til baka svo mæddum augum leit: Nei, mig er ekki að salca. Hvort gáfust þér ei rósir og sól í þína sveit cg sumardagar ljósir? Hver grund varð gyllt af blómum, liver leið varð ljós og bein og loítið fullt af hljómum, og gamlar raunir bættust, þá greru fúamein og glæstar vonir rættust. Frh. á 4. síðu.

x

Nýja dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.