Nýja dagblaðið - 22.12.1936, Síða 3

Nýja dagblaðið - 22.12.1936, Síða 3
N í J A DA GBLAÐIÐ 6 NÝJA DAGBLAÐIÐ Útgefandi: Blaðaútgáfan h.t. liitstjóri þórarinn þórarinsson. Bitstjórnarskrifstofurnar: Hafn. 16. Símar 4373 og 2353. Afgr. og auglýsingaskrifstofa Hafnarstr. 16 Sími 2323. Áskriftargjald kr. 2,00 á mán. í lausasölu 10 aura eint. Prentsmiðjan Edda h.f. Sími 3948. Jarðhíta- notkun Mbl. er dag eftir dag fullt af hugleiðingum um það, hve viturlegt það sé að hita Reykjavík með hveravatni frá Reykjum, hvað loftið verði hreint í bænum, þegar leiðslan sé komin, og hvað Jón heitinn Þorláksson hafi verið fram- sýnn að sjá að þetta megi gera. Mbl. er ennfremur dauð- hrætt um að umbótaflokkarnir rnuni ekki skilja þetta, og jafn- N'el vinna á móti þessari fram- kvæmd. Þetta er undarleg ímyndun að því er snertir Framsóknar- menn, því að það er flokkur okkar, sem hefir haft alla for- göngu um hagnýtingu jarðhit- ans til almannaþarfa. Ihaldið veitti, meðan málið stóð tæpt, alla þá mótstöðu, sem það gat, bæði leynt og ljóst. Það sem íhaldið er nú að basla við, er sjálfsögð og óhjákvæmileg eft- irlíking. I jarðhitamálinu geng- ur íhaldið, eins og áður í troðna slóð okkar Framsóknar- manna. Árið 1923 hreyfðum við Framsóknarmenn því á Al- þingi, að hita tilvonandi land- spítala með vatni frá Laugun- um, og sú hugmynd var á því þingi samþykkt í tillöguformi og hefir verið framkvæmd eins og við ætlUðum. Árið eftir er Laugaskóli byggður og hitað- ur við jarðhita, þrátt fyrir inegnan fjandskap íhaldsins utan og innan sýslu. Einkum var Jón Þorláksson fjandsain- legur málinu. Litlu síðar er Kristneshæli byggt við jarð- hita fyrir forgöngu Framsókn- armanna, og öll sú framkvæmd gerð í trássi við Jón Þorláks- son. Um það leyti réði Jón heit- inn íhaldsmönnum í Mosfells- sveit eindregið frá að nota hveravatn til upphitunar í húsum. — 1928 er byrjað að byggja Laugarvatnsskólann og staðurinn valinn vegna jarðhit- ans. Er alkunnug barátta ihaldsins móti því og allur sá rógur, sem borinn var um Framsóknarmenn fyrir að vilja nota vatnshitann. M. a. gerði íhaldið harða hríð á þingi út af því að skólanefnd virti hit- ann sem eign móti framlagi ríkissjóðs. Ihaldið áleit á árun- um 1928—32, að jarðhiti sem nægir til að hita stóran bæ, væri einkisvirði. Um sama leyti koma kaup ríkisins á 5 jörðum í Ölfusi fyrir 100 þús. kr. Þar eru 100 jarðhitaaugu og geysimikil orka. Ihaldið hafði óvönduðustu orð um Framsóknarmenn fyrir þessi kaup. En nú nýlega hafa þeir gefið 150 þús. fyrir að fá vatn frá Reykjum í Mosfellssveit, þó að ekkert land fylgi. Framsóknarmenn knúðu fram lögin um Sundhöllina 1928, höfðu forustu um byggingu Reykjaskóla við Hrútafjörð, Reykholtsskóla og berklahælis a Reykjum. Um sama leyti keyptu þeir jarðhitann á Laugalandi, þár sem nú er að iísa kvennaskóli og Reykjar- lcot í Skagafirði, þar sem von bráðar kemur héraðsskóli Skag- firðinga. Allar þessar framkvæmdir voru gerðar að óvilja íhalds- leiðtoganna í Reykjavík. Þeir voru of þröngsýnir og fáfróð- ir til að skilja.að Framsóknar- menn voru hér að byrja nýtt tímabil í sögu landsins með íorgöngu sinni í jarðhitamál- um. Með þrálátri baráttu frá 1923 fyrir notkun jarðhitans til almanna þarfa, var málið unnið. íhaldið sá að vonlaust var að ætla að stöðva jarðhita- notkun til almanna þarfa. Þegar íhaldið byrjaði að kaupa réttinn til að bora á Reykjum, var jafn lítil hug- kvæmd í því að nota jarðhita til að hita hús, eins og fyrir menn sem lifa á 20. öldinni, að nota vasaúr eða áttavita. Samt mun íhaldinu varla verða nóg að fá ruddan veginn um jarðhitanotkun. Ihaldið mun tæplega fá nokkurt lán til hitaveitu, nema með því að fjármálaráðherra veiti aðstoð sína. Jakob Möller mun enn kannast við, að hami gat alls ekki fengið lán í rafveituna nema Framsóknarflokkurinn veitti ráð og aðstoð við lánið. íhaldið hefir af engu að miklast í jarðhitamálunum. Það hefir verið jafn treggáf- aður nemandi eins og venju- íegur bekkjarlalli. Og hinn heimskulegi gorgeir vanþekk- ingarinnar, er íhaldið hælir sér af framgöngu sinni í þessu máli, minnir á hin viturlegu orð Einars Benediktssonar um vissar persónur í kjördæmi Thor Thors. Þeirra venja var, segir skáldið: „Að verma sín hræ við annara eld. Að eigna sér bráð, sem af hinum var felld“. Mbl.liðið endurtekur daglega sorgarsögu drauganna á Fróðá. Síðasti þáttur er jarðhitamál Reykjavíkur. J. J. K a u p i ð Om inMilli ig uuisgn gnnn EStir Hermann Jónasson, íorsætisráðherra Framh. Hvað tryggir vinnulöggjöfin? Það er vitanlega, eins og sagt er hér að framan, mjög villandi, sem haldið hefir verið fram, úr sumum áttum, að vinnulöggjöf muni tryggja full- an vinnufrið í landinu. Slíkar tyllivonir mega menn ekki gera sér um árangur hennar, og það er ekki rétt að telja fólki trú um neitt þvílíkt. En hitt er jafnvíst, að hún myndi fækka vinnustöðvunum • til mikilla muna. Og reynslan hefir sýnt, að vinnudeilurnar eru háðar með allt öðrum hætti í þeim löndum, þar sem vinnulöggjöf hefir komizt á. Má þar fyrst og fremst benda á Norðurlönd og Bretland. Þar sem engin vinnulöggjöf er, þai: sem vinnustöðvun er lýst yfir fyrirvaralaust, þar sem engin takmörk eru fyrir því, hve fáa menn þarf til að lýsa yfir vinnustöðvun, þar sem ekkert er hugsað um, þó að stórkostleg verðmæti fari til spillis, og þar sem lítilfjör- legustu ágreiningsatriði út af gerðum samningi eru látin valda vinnustöðvun — þar get- ur ekki hjá því farið að fyr eða síðar skapist alvarlegur glundroði í. þjóðfélaginu. Sé þessi aðferð stöðuglega notuð af öðrum aðilanum, hefir af- leiðingin alltaf orðið sú, að hinn aðilinn hefir tekið upp samskonar aðferð eða harðvít- ugri. Á þennan hátt fer deilun- um stöðugt fjölgandi og and- stæðumar magnast þangað til ekki verður við neitt ráðið. Hingað til hefir niðurstaðan yfirleitt orðið sú, að þessi við- ureign hefir um síðir endað með algerðu niðurbroti verka- mannasamtakanna — eða al- veg gagnstætt við það, sem gerst hefir á Norðurlöndum og Bretlandi, þar sem verka- mannasamtökin hafa í tíma skilið rás viðburðanna og unn- ið með öðrum að því að setja deilunum skynsamleg takmörk með samningum eða lögum. Það er vitað nú, að í sumum þeim löndum, þar sem nú er komið einræði, var þeirri að- ferð m. a. beitt af andstæðing- um verkamanna, að skipu- leggja hin svokölluðu „hvítu verkföll“, sem gerð voru af fylgismönnum andstæðingannlt. innan verklýðshreyfingarinnar. Með þessu móti urðu verkföll svo tíð og umfangsmikil, að forystumenn verklýðssamtak- anna réðu ekki við þau. Við þetta skapaðist ástand, sem nálgaðist upplausn í atvinnulíf- inu og var óþolandi fyrir þjóð- félagið. En verklýðssamtökin í heild voru talin ábyrg fyrir þessu og gegn þeim reis ugg- ur og andúð alls almennings og jafnvel ótrú meðal veykamann- anna sjálfra. Á þennan hátt fékk krafan um hinn .„sterka mann“, sem yrði að skakka leikinn og skapa „frið“ í þjóð- íélaginu, byr undir báða vængi. Þessi saga er svo ný, að dæmin þarf ekki að nefna. Og hún hefir endurtekið sig svo oft, að mönnum ætti að skilj- ast það, að hún er yfirvofandi liætta í hverju þjóðfélagi, sem dregur það um skör fram að gera ráðstafanir gegn henni. Framh. Jólagjafir Skínnfatnadur á dömur og herra CrEFJUN, Lan^aveg ÍO. Jólabækurnar! Grísirnir á Svínafelli. Edison. Grimms æfintýri 1—4. örkin hans Nóa. Mamma litla. Kak 1—2. Æfintýrið í tshafinu. Kátir krakkar. Róbinson Krusóe. Kvæðasafn D. Stefánss. Að norðan. t óbyggðum. Sögur og kvæði. Hrannir. Hafblik. Það mælti mín móðir. Hnitbjörg P. V. Kolka. Lampinn. Dalafólk. Anna frá Heiðarkoti. Kynslóðir koma. Hraun og malbik. Ilmur daganna. Gott land. Urvalssögur Maupassant. Anna í Grænuhlíð. Frá Malajalöndum. Frá San Michele til Parísar. Séð og lifað. Þættir úr sögu Reykjavíkur. Isienzkir þjóðhættir. Bindindishreyfingin á tslandi. B ókaverzl. Guðm. Gamalí elssonar Lækjargötu 6.

x

Nýja dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.