Nýja dagblaðið - 03.01.1937, Blaðsíða 3

Nýja dagblaðið - 03.01.1937, Blaðsíða 3
N Y J A D A GBLAÐIÐ S Á KROSSGÖTUM Hið nýja ár NtJA DAGBLAÐIÐ Útgefandi: Blaðaútgáfan h.f. Ritstjóri pórarinn pórarinsson. Ritstjórnarskrifstofumar: Hafn. 16. Símar4373 og 2353. Afgr. og auglýsingaskrifstofa Hafnarstr. 16 Sími 2323. Áskriftargjaid kr. 2,00 á mán. í lausasölu 10 aura eint. Prentsmiðjan Edda h.f. Sími 3948. ÓiaSur Thors víðurkcimír aö Kveldéifur eigi ekki Syrir skald- um Ólafur Thors birti „áramóta- hugleiðingar“ í Mbl. 31. des. s. 1. Er þar að ýmsu vikið, en hef- ir þó á sér ótvíræð einkenni bins „neikvæða“ flokks — að hvergi er þar bent á nein úr- ræði, er að gagni megi koma. Hér skal sérstaklega vikið að þeim kafla „hugleiðinganna“, sem fjallar um kreppuhjálp og skuldaskil. Þennan kafla virð- ist Ólafur raunar aðallega hafa skrifað til þess að reyna að ná sér niðri á einum höfuðóvini sínum, Finni Jónssyni á ísa- firði.Hefir hann áður gert ýms- ár tilraunir til að ráða niður- lögum Finns, og eru sumar þeirra spaugilegar, svo sem kveðskapurinn á Alþingi í fyrra! En um það skal liér ekki frekar rætt að sinni. Hitt er ef'tirtektarvert — úr þessari átt — sem Ó. Th. þarna lætur frá sér fara viðvíkjandi fjárhag stórútgerðarinnar. En þegar Ó. Th. talar um stórút- gérðina, á hann auðvitað fyi*st og fremst við Kveldúlf. ó. Th. talar um, að fram hafi komíð tillögur um „að stórút- gerðin væri tafarlaust gerð upp“. í framhaldi af því segir hann svo á þessa leið: „— — skyldu forstjór- arnir gerðir ábyrgir og sæta fangelsi samkvæmt gjaldþrotalögunum, fyr- ir að hafa ekki stöðvað reksturinn í tæka tíð meðan félagið átti fyrir skuldum*)“. Þessi ummæli Ó. Th. munu almenn't verða skilin sem opin- ber játning um það frá hans hálfu, að Kveldúlfur eigi nú ekki fyrir skuldum. Ó. Th. tal- ar um þann tíma „meðan félag- ið átti*) fyrir slculdum". En það ástand virðist að dómi hans sjálfs ekki lengur vera fyrir hendi, enda kæmi þá ekki til mála, að hægt væri að láta forstjórana „sæta fangelsi sam- kvæmt gjaldþrotalögunum". Eins og kunnugt er, hefir allmikið verið rætt og ritað um fjárhag Kveldúlfs nú undan- farið, enda engin furða, þar sem félagið hefir í vörzlum sínum 5 millj. króna af veltufé *) Leturbr. N. dbl. Enginn veit hvað gerist á næstu mínútu, enn síður um viðburði tólf ókominna mán- aða. En menn gera áætlanir um hvað gera þurfi og hvað þeir vilji láta verða að veru- leika. Árið byrjar þannig að tvö af þrem höfuðmarkaðslöndum fyrir stærstu útflutningsvör- una, saltfiskinn, eru að mestu lokuð. Og mjög ósennilegt er, að þeir markaðir verði á næstu árum, nokkuð svipaðir og þeir voru áður fyr. Þjóðin hefir á árinu sem leið bjargast á næstum yfirnáttúrlegan hátt fram úr þessum vandkvæðum. En segjum að á sama ári yrði lítil síldveiði, og þorskurinn tæplega seljanlegur, þá er keppt fótum undan lífi manna við sjóinn. Og svo ná'tengd er stétt við stétt, að ef hallæri er við sjóinn, þá nær það fljótt upp til dala. Hið mikla verkefni þessa árs, og margra næstu ára er að gera þorskinn aftur að markaðsvöru. Það mun þurfa að breyta um framleiðsluhætti. Það þarf að finna nýja mark- aði. Og það þarf að ala upp nýja menn til að vinna með dugnaði, þekkingu og heiðar- leika að því að koma íslenzkri sjávarvöru á markaði, sem nú eru ekki þekktir eða ekki not- aðir á réttan hátt. Árið 1930 vildu fulltrúar frá Framsóknarflokknum og Alþýðuflokknum, sem undir- bjuggu mál fyrir 1000 ára þingið, að Island gengi þá í Þjóðabandalagið. En Jón Þorl. fulltrúi íhaldsins neitaði því. En á Þingvöllum var ekki hægt að samþykkja neitt nema það sem allir flokkar voru sammála um. Tveim árum áður var íhaldsflokkurinn búinn að lýsa yfir, að ísland skyldi taka að sér utanríkismál sín 1940—43. íhaldið skildi ekki, að fyrsta sporið á þeirri braut var að komast með atkvæði sem þjóð, á hinu f jölmenna þjóðaþingi, og að nota þá samkomu til að kynna landið og venja íslend- inga við að hafa utanríkismál sín í eigin höndum. Or . þessu má bæta enn og verður að bæta, ef íslending- um er alvara að stjórna sér sjálfir. Mun ég síðar víkja að því máli við annað tækifæri. En ísland vantar tilfinnan- lega æfða, vel undirbúna menn við verzlunina og markaðsleít- ina fyrir sjávarafurðir. Við þjóðarinnar og mikið er undir því komið, hversu með slíkt fjármagn er farið. Og það verður að teljast ákaflega eft- irtektarvert „innlegg“ í málið, þegar einn af forstjórum fé- lagsins sjálfs, ótvírætt gefur í skyn, að það eigi ekki lengur fyrir skuldum. Ekki er ástæða til að ætla, að Ólafur segi fjárhag Kveldúlfs verri en hann er. skulum játa hreinskilnislega, að það er ekki ýkja langt síðan að Laugi „landi“ og Fritz Kjartansson hafa verið utan í þýðingarmiklum erindum. Ég álít, að næsta haust ætti að byrja hér í Reykjavík 3—1 vikna námskeið í stjórnfræði og viðskiptamálum. Síðar mundi það verða deild í háskól- anum. En nú vantar háskólann bæði hús og stjóm, sem trú- andi er fyrir nýjum verkefnum. í bili gæti þessi deild vel starf- að í bókasafni Menntaskólans. Og það væri eðlilegast að Stef- án Þorvarðarson væri yfirmað- ur hennar. í þessa deild ætti að taka 6— 10 menn á ári fyrst um sinn, en gera strangar kröfur um heilsu, útlit, framkomu, reglu- semi, háttprýði og vinnudugn- að. Úr slíkri deild ætti fyr og síðar að reka tafarlaust hvern nemanda, sem léti sjá á sér áhrif áfengis. I skólanum ættu þessir piltar að nema sæmi- lega vel tvö eða þrjú af sex útlendum málum: Ensku, þýzku, frönsku, spönsku, pólsku og rússnesku. Auk þess nokkuð í lögfræði, hagfræði, félags- fræði og ýmsa færni, sem verzlunarmenn þurfa að kunna. Á sumrin ætti að koma þessum nemendum að starfi í síldar- verksmiðjum ríkisins, bönkum landsins, hjá kaupfélögum og kaupmönnum, og Eimskipafél. Islands. Þeir yrðu að fá verk- lega æfingu og mikla þekkingu a að fara með allar sjávarvör- ur, í öllum þeim myndum, sem þeir geta verið í á erlendum markaði. Hvað eiga mennimir að gera ? Þeir eiga að verða ísl. kaup- menn í löndum þar sem ísl. vörur eru seldar. Þeir eiga að dreifa sér um fjölmörg lönd eins og Norðmenn gera um sína kaupsýslumenn. Sumir verða síðar ræðismenn Islands, og erindrekar þess. — Sumir myndu starfa hér heima sem forráðamenn í fjármálum og verzlun, bæjarstjórar í kaup- stöðum o. s. frv. Tillaga mín er sú, að byrjað sé að ala upp þjóðrækna dugnaðarmenn, og gefa þeim síðan verkefnin. Ef þessi tillaga verður framkvæmd er byrjað að efna heit allra flokka á Alþingi 1928 um að Island búi sig undir að getn tekið að sér s'tjórn sinna eig.in mála út á við, þegar samning- urinn við Dani er útrunninn. J. J. E a a p i ð [; hf1 Állt með Islenskum skipum! 31 Nýársræða forsætisráðherrans. Eins og venjulega flutti forsætisráðherra ávarp til þjóðarinnar í útvai*pið á nýj- ársdag. Minntist hann þar fyrs't liðna ársins og sýndi fram á, að þrátt fyrir margvís- lega ytri erfiðleika, hefði þjóðin stefnt fram á leið og gróandinn í þjóðlífinu haldið á- fram, bæði á sviði verklegra framfara og bóklegrar menn- ingar. Höfuðatriðið í ræðu ráð- herrans var þó um eflingu þ j óðernistilf inningarinnar og sterk hvatning til yngri og eldri um það, að láta íslendings sjónarmiðið ráða mes'tu, þegav á reyndi. Þjóðinni yrði að lær- ast það ■ að standa saman sem heild í erfiðleikunum, koma fram samtaka út á við, og vera reiðubúin til þess að inna af höndum fórnir, ef hags- munir heildarinnar og sjálf- stæðisins krefðust þess. Var ræða ráðherrans tví- mælalaust sú langsterkasta hva'tning um þetta efni, sem flutt hefir verið af íslenzkum stjórnmálamanni um langt skeið. Ræða ráðherrans var þó sannarlega orð í tíma töluð. Sterkrar þjóðernis- og sjálfstæð isvakningar hefir ekki gætt hér sem skyldi síðan deilunni lauk við Dani, og sjónarmið öfga og aðfluttra villukenninga skipa orðið æðri sess hjá mörg- um. Slíku verður að breyta og aldan, sem brýtur þetta niður, verður fyrst og fremst að koma frá æsku alþýðuheimil- anna í sveit og við sjó. Hún verður að styrkja og efla þau samtök, pólitísk og ópólitísk, sem vílja bæta lífskjör fólksins og 'tryggja sjálfstæði þjóðar- innar, fjárhagslega, andlega og stjórnarfarslega. Hún verður að rísa gegn hinum óþjóðlegu, aðfluttu blóðþorstakenningum kommúnista og nazista, en það- an stafar hinni andlegu menn- ingu þjóðarinnar og efnalegri viðreisn alþýðustéttanna mest hætta. Ræða ráðherrans verður birt í næsta blaði Tímans. Iþróttir og „vínleyfi“. Fyrir nokkru birtu blöðin auglýsingu, sem ýmsum mun hafa þótt býsna kynleg. Hún var frá knattspymufél. Vík- ingur, og var um áramótadans- leik þess. Það sem forstöðu- mönnum þótti sjálfsagðast að taka fram í auglýsingunni, var eftirfarandi: „Vínleyfi. Bar uppi“. Um næstsíðustu áramót varð félagið að fresta skemmtun sinni vegna þess, að það fékk þá ekki vínveitingaleyfi. Fyrir nokkru reyndu áhuga- menn í íþróttafélögunum að stofna bindindisfélag meðal ;- þróttamanna. Þátttakan á stofnfundinum var sáralítil og gengu þá innan við tuttugu menn í félagið. Þetta tvennt varpar ömur- legu ljósi yfir lífsvenjur og íþróttamenningu reykvískra íþróttamanna. í þjóðfélögum, þar sem íþróttir eru komnar á hát't stig, þykir bindindi, reglu- semi og ástundun vera óhjá- kvæmileg undirstaða allrar í- þróttamennsku og íþrótta- sigra. íslenzkir íþróttamenn virðast því eiga eftir að læra margt á þessu sviði. Afrek þeirra gefa þeim líka ekki góðan vitnis- burð. „ Lúsaf y rirkomulag1* íhaldsins. Hér í blaðinu hefir opt verið víttur hinn klaufalegi umbún- aður á fatageymslunni í sund- laugunum, sem ásamt hinum nýja sundlaugarskatti, hefir stórlega dregið úr aðsókninni. Vegna ábendingar fi*á ýmsum lesendum sínum, og sem hjá sumum hefir ekki verið gerð að ástæðulausu, vill blaðið enn einu sinni rifja upp ei'tt atrið- ið, sem flestum finnst einna ó- geðfeldast og segjast alls ekki vilja sækja sundiaugarnir, of ekki verði við því gert. í bréfi, sem stjórn í. S. I. hefir skrifað bæjarráðinu, er þessu þannig lýst: „Herðatrén, sem föt manna eru hengd á, eru alveg þétt saman, svo fólk getur á'tt á hættu, að fá bletti og óþrif í föt sín úr fötum annara". Hér er orðum mjög gætilega hagað, en reynslan hefir þegar sýnt, að menn „geta meira an átt á hættu“ að fá lús og önn- ur óþrif, vegna þessa fyrir- komulags. Sé íhaldinu ekki í huga að fæla menn frá sundlaugunum með lús og öðrum óþrifnaði, ætti það ekki að láta dragast að ráða bót á þessari vand- ræðalegu framkvæmd sinni. En víst er það, að íhaldið hefir ætlað að vera trútt þessu lúsafyrirkomulagi sínu, því það ætlaði um tíma að hafa það líka í sundhöllinni. CHOMOLUNGMA Framh. af 2. síðu. kanna allar brellur Monsúr- vindanna. Loftbelgir með alls- konar mælitækjum voru sendir upp í háloftin. Lestir klyfj- aðra burðarmanna og yakuxa flu'ttu allskonar nauðsynjar að rótum fjallsins og til stöðv- anna sem reistar höfðu verið upp eftir hlíðum þess. Tuttugu tonn af vistum voru flutt á þennan hátt yfir vegleysur Suður-Tibet. Engir, sem ekki hafa reynt, geta gert sér í hug- arlund, hve gangan er erfið, þegar komið er í 15000 feta hæð, og þó er það aðeins rúm- lega hálfnuð leið að hátindi fjallsins. I þeirri hæð á lág- lendingurinn erfitt með að anda. Framh.

x

Nýja dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.