Nýja dagblaðið - 19.01.1937, Blaðsíða 4
KEYKJAVÍK, 19. JAN. 1937.
NYIA PAGBLAÐIÐ
5. ARGANGUR — 14, BLAÐ
(G&mla Blól
A m o r
í skollaleík
Afar skemmtileg og
fjörug þýzk gaman-
mynd í 10 þáttum,gerð
undir stjórn snillingsins
Willy Forst.
Aðalhlutverkin leika:
Renante Miiller og
Adolf Wohlbríick.
„Mesti snjór í 30 ár((
Framh. af 1. síðu.
Kunnugir menn telja, að þegar
snjóinn leysi, eða sérstaklega, ef
rignir í snjóinn, þá muní hœtt við
skemmdum af vatni í húsum inni
og eins á götum úti hér í bæ. þess-
vegna virðist full ástæða til að
molta snjónum strax frá þeim
stöðum, þar sem hætt er við slíku.
Mikill snjór er nú „austan fjalls“
og öll bifreiðaumferð algerlega
stöðvuð. Önnur umferð er erfið.
Á Hellisheiði er geysi snjór og
eins ofan við Lögberg. Snjóbifreið,
sem fór frá Lögbergi að Kolviðar-
hóli var 9 klst á leiðinní. Er logn-
‘'.njórinn svo mikill að heita má
ófært.
Hláka á Norðaustur>
landí
I gær var austan hvassviðri og
rigning með 4—5 stiga hita á
Norðaustur- og Austuriandi. Snjór
er þar lítill og mun hafa minnkað
til muna í gær.
En allt útlit er fyrir að hér
muni enn bæta á hinn mikia snjó.
Samt var veður breytiiegt sunnan-
lands í gær, sem sést bezt á því,
aö rigning var og slagviðri í gær
bjá Sogi þótt hér væri stundum
hríðarveður.
Annáll
Veðurspá fyrir Reykjavík og ná-
grenni: Vestankaldi. Snjóél.
Næturlæknir er í nótt Páll Sig-
urðsson, Hávailagötu 15, sími 4959.
Næturvörður er í Laugavegs- og
ingólfsapóteki.
Dagskrá útvarpsins: Ki. 8,00
idorgunleikfimi. 8,15 Enskukensla.
8,40 Dönskukennsia. 10,00 Veður-
fregnir. 12,00 Hádegisútvarp. 15,00
i’eðurfregnir. 19,10 Veðurfregnir.
!5,20 Hljómplötur: Lög úr „Rósa-
mundu“, eftir Schubert. 20,00
Fréttir. 20,30 Erindi: Uppeldismái,
V: Refsing og umbun, II (dr.
Símon Ágústsson). 20,55 Hljóm-
plötur: Létt lög. 21,00 Húsmæðra-
tími. 21,10 Opinberir útvarpstón-
icikar í Dómkirkjunni: a) Söng-
félagið „Heimir" syngur (sðng-
stjóri: Sigfús Einarsson); b) Orgel-
leikur (Páll ísólfsson). — Dagskrá
lokið um kl. 22,30.
Rigning, austanhvassviðri og 4—
5 stiga hiti var á Norðaustur- og
Austurlandi í gær. Norðanátt og
snjókoma var vestanlands.
25 ára starísafmælí. Sigríður
Brynjólfsdóttir, bankaritari í
Lándsbankanum á tuttugu og fimm
ára starfsafmæli í dag. Hún kom
i þjónustu bankans 19. janúar
1912.
í happdrætti Skíðaskála Ár-
inanns var dregið af fulltrúa lög-
manns á laugardagskvöldið. Upp
komu þessi númer: 217 Safn af
tókum. 1248 Sldði og skíðaföt. 1139 '
Frakkaefni. 355 50 kr. í pening-
um. 327 Málverk. 523 25 kr. í
peningum. 995 Útskorin hilla. 412
25 kr. í peningum. — Munanna sé
vitjað til Ólafs þorsteinssonar, í
Tóbakseinkasölunni.
Reikningar fyrir álfadansinn og
treftnuna verða greiddir á mið-
vikudag og fimmtudag kl. 10—12
hjá Olafi þorsteinssyni, Tóbaks-
einkasölunni.
Nokkrir bátar hafa róið frá
Keflavík undanfarna daga, og er
afli nú talsvert að glæðast. Hafa
bátarnir aflað frá 3—6000 kíló-
grömm. Vertíð er þó ekki byrjuð
almennt. FÚ.
Arshátið Samvinnuskólamanna í
tyrrakvöld var vel sótt og í alla
staði hin ánægjulegasta. Vegna
snjóþyngslanna gat hún þó ekki
byrjað fyrr en kl. 10. þegar fólkið
var sezt að borðum, setti form
Nemendarsamb. Samvinnuskólans
samkomuna og gaf síðan Jónasi
■Tónssyni skólastjóra orðið. Skóla-
stjórinn talaði um þann gleðilega
vott um vaxandi fylgi samvinn-
unnar hér í höfuðstaðnum, sem
birtist í farsælu starfi hinna
tceggja ungu kaupfélaga bæjarins.
Gísli Guðmundsson alþm. talaði
fvrir minni samvinnunnuskólans.
Stefán Jónsson rithöfundur las
sögu úr nýútkomnu smásagna-
safni sínu. — Karlakór Samvinnu-
skólans söng nokkur lög tvisvar;
undir stjórn hins góðkunna söng-
stjóra, Jóns ísleifssonar. þótti
söngurinn takast prýðilega, eftir
atvikum. — Borð voru rudd kl.
rúml. 11 og var dansað af miklu
fjöri til kl. 3 um nóttina. — Gefur
samkoma þessi góðar vonir um
vaxandi starfsemi sambandsins, ef
liið unga samvinnufólk reynist
eins samtaka um að vinna hug-
sjón sinni gagn og það var að
vkemmta sér á þessari árshátíð
sinni.
U. M. F. Velvakandi heldur
fund í Kaupþingssalnum í kvöld
lcl. 9.
Síldveiðin
vid Austfirdi
ESKIFIRÐI:
Síldarvart varð í Eskifirði um
siðustu helgi. Tómas Magnússon
veiddi í fyrradag 5 tunnur í 3
net og i gær álíka mikið í 5 net,
en aðrir minna, enda haft færri
net í sjó. Síldin veiddist innarlega
í firðinum. Hún er feit en smá og
íara 11 til 12 í kílógrammið. Síld-
in er talin ágæt beita og vel sölt-
unarhæf. Ráðgert að efna til neta-
lagna ef veiðin helst. Storma-
samt hefir verið á Austfjörðum og
hefir skipzt á vestanstormur og
sunnanrok, áþekkt því, segir frétta-
ritari, sem var hér eystra aflavet-
urna 1880 til 1890. FÚ.
Sleðaíerðir bama. Lögreglan hef-
ir nú fengið brekkuna suðvestan
tii á Bráðræðistúni til sleðaferða
fyrir börn. Eruþví eftirleiðis bann-
aðar sleðaferðir bama um Granda-
veg.
Júpiter seldi afla sinn í Grims-
by i gær fyrir 1546 sterlingspund.
Aðrir togarar, sem vænzt var að
seldu í dag, náðu ekki til hafnar
i Englandi í tæka tíð.
2—3 herbergi og eldhús með ný-
tízku pægíndum óskast frá 14. maí
n. k. Uppl í síma 3948 eftir kl. 4.
Athngið!
»Nýja |>vottahúsid»9 Sími4898,
hefir fullkomnustu þvottavélar, hitaðar með
gufu — (ekki með gasi) — þvotturinn guln-
ar því ekki við að liggja og lyktar sem
útiþurkaður.
Þið sem þvoið heima, látið okkur þurka og
rulla þvottinn, — Spyrjist fyrir um verð.
»Nýja pvottahúsið((, Grettisgötu 46.
Nýja Bló
Kvennaskóla-
síúlkur
(Hirls Darmitary)
ljómandi falieg amer-
ísk kvikmynd frá Fox-
fólaginu.
Aðalhlutverkin leika:
Ruth Chatterton,
Herbert Marchall
og hin fræga franska
leikkona
Simone Simon,
er hér birtist i fyrsta
sinni í amerískri kvik-
mynd,fegurriennokkru
sinni áður.
Aukamynd:
Kvenfólkið og fízkan
amerísk kvikmynd er
sýnir síðustu nýjungar
í klæðaburði kvenna,
Síðasta sinn.
II
Ksup og sals
i
Daglega nýtt íisklars í Pöntun-
arfélagi verkamanna, Skólavörðu-
stíg 12.
Norðlenzkt ærkjöt, ódýrt og
gott.
Kjötverzl. Herðubreið,
Fríkirkjuveg 7. Sími 4565.
LinuvelSarínn Slgríður kom af
veiðum í fyrrakvöld með rúmlega
20 tonn af þorski, sem fryst er og
flakað í Sænska íshúsinu fyrlr
Fiskimálanefnd. Auk þess var
skipið með nokkuð af ýsu. Línuv.
Sigríður fór aftur á veiðar í gær.
M E L E E S A. 57
fólk eins og okkur, — veiðimenn, indíána og eskimóa.
Sagan er um kaupmanninn, herra minn, og konuna
hans. Við kölluðum hana L’A n g e B 1 a n a (Hvíta
engilinn. M o n D i e u, við elskuðum hana, en ekki
á syndsamlegan hátt. Við tilbáðum hana á svipað-
an hátt og hina heilögu Maríu. En ást okkar á
henni komst þó ekki í neinn samjöfnuð við ást þá,
er kaupmaðurinn bar til hennar og hún til hans.
Hún var guðdómlega falleg, eins og Meleesa, sem
var yngst af börnum þeirra.
Þeta var bezta verziunarstöðin er við þekktum í
þessari víðáttu hér norðurfrá, og það var eingöngu
þeirra vegna. Aðallega hennar vegna. Þegar litla
Meleesa fæddist, þá varð aðdáun okkar á henni og
móður hennar svo taumlaus, að ég hefði næstum
getað óttazt að guðsmóðir sjálf hefði fyllst afbrýði,
ef slíkt væri mögulegt. Ef til vill getur þú ekki
skilið slíka aðdáun, og ég veit að fólk sem lifað
hefir ætíð í menningunni, getur ekki skilið það.
Meleesa litla var fyrsta hvíta smástúlkan er við
höfðum séð, og við hefðupi fegnir látið lífið fyrir
hana, ekki síður en Meleesu móður hennar. Og ef
að okkar eigin bræður hefðu talað illa um þær, eða
horft á þær öðrum augum en við gerðum, þá hefði
okkur virzt það heilög skylda okkar að stytta þeim
aldur. Þannig var ást okkar á þeim mæðgunum
fyrir sextán árum síðan, nú í vetur, og þannig elsk-
um við minningu hennar ennþá.
— Er hún dáin? spurði Howland.
— Já, hún er dáin. Á ég að segja þér, herra
mínn, hvernig hún dó?
Croisset spratt á fætur. Augun glömpuðu og
hann varð stæltur eins og hann væri viðbúinn að
stökkva á Howland.
— Á ég að segja þér hvemig hún dó? sagði Jean
aftur, eins og við sjálfan sig, um leið og hann lét
fallast ofan í stólinn á ný. Það var á þessa leið:
Fyrir sextán árum síðan, þegar Meleesa litla var
fjögra ára, og elzti bróðirinn fjórtán, þá kom mað-
ur með son sinn með sér upp að Churchill. Hann
hafði meðmælabréf frá manni er kaupmaðurinn
þekkti, og þau tóku honum opnum örmum, og
breyttu við hann og son hann eins og þeir væru af
þeirra eigin fjölskyldu.
M o n D i e u. Þessi maður kom frá þessari
merkilegu menningu ykkar, þar sem að guðshúsin
standa á öðruhverju götuhomi, en hann skildi ekki
trúarbrögð og tilfinningar okkar. í langan tíma
hafði hann verið einn og án þess að vera í sam-
neyti við kvenfólk, og Meleesa, kona kaupmannsins,
var hunang fyrir augu hans, eins og blómin eru
fyrir augu eyðimerkurfarans. En honum var ekki
nóg að njóta þess að sjá hana. Hann var ekki með
sjálfum sér, en honum fannst hann þurfa að slíta
blómið upp, og drekka döggina úr bikar þess-------
og hann-------herra minn-------þú skilur víst hvað
hann gerði?
Croisset leit upp og horfði á Howland. Svipur
hans var sambland af hatri og sorg. Hann las í
augum Howlands hina hræðilegu ágizkun, og
spurningu um, hvort sú ágizkun gæti verið rétt.
Hann hóf mál sitt á ný.
— Það var síðla vetrar, þegar við vorum flestir
úti með gildrur okkar, — nokkrum dögum áður en
veiðimennirnir fóru að koma inn með skinnavöru
sína. Þær voru einar heima. Skilurðu? Hún var ein
heima með Meleesu litlu — —. og þegar við komum
heim um kvöldið, þá var hún dáin. Já, herra minn,
hún hafði fyrirfarið sér. Við hlið hennar lá bréf
með örfáum orðum, er hún skrifaði honum, mann-
inum sínum, þar sem hún skýrði frá hvað komið
hafði fyrir.
Maðui’inn hafði flúið með dreng sinum á sleða,
eftir glæpinn. Við veittum honum eftirför. Menn
voru sendir í allar áttir að lýsa honum og skýra
frá þessu, og allar slóðir út frá Churchill voru rakt-
ar. Það var kaupmaðurinn sjálfur með yngsta syni
sínum, sem fann þá, og hvað kom þá fyrir? Að-
eins það, herra minn, að meðan manndjöfullinn
keyrði hundana áfram, snéri sonur hans sér við á
sleðanum og skaut á þá með riffli föður síns, og
ein kúlan hitti hann í hjartastað, svo á sama sólar-
hring rændi þessi ókunni manndjöfull Meleesu litlu
báðum foreldrum hennar, á svo hræðilegan og eft-
irminnilegan hátt. Það sem við höfum þekkt hrein-
ast og bezt á þessari jörð, var að engu gert af
þessum manni, og Meleesa litla auk þess svift öllu
því er henni var kærast. Herra minn, þú fölnar.
Veiztu nú hvað ég á við? Heyrirðu hvellinn af