Nýja dagblaðið - 03.03.1937, Blaðsíða 3

Nýja dagblaðið - 03.03.1937, Blaðsíða 3
DAGBLAÐIÐ S N Y J A Sióffl; » I 8 III bV; Það gæií orðid iii þess að draga úr hmní miklu áfengisneyziu þar á sumrín Ósannindi Páls Þorbj örnssonar NtJA DAGBLAÐH) S Útgefandi: BlaSaútgáfan h.f. Ritstjóri: JJórarinn JJórarinsson. a Ritstjórnarskrifstofumar: 1 Hafnarstr. 16. Sími 2353. 1 Afgr. og auglýsingaskrifstofa i Hafnarstr. 16. Sími 2323. h Áskriftargjald kr. 2,00 & mán. | f lausasölu 10 aura eint. Preutsm. Edda h.f. Sími 3948. Blekkingar »varalíðsíns« í blaðinu „Framsókn“ 27. f. m. eru ýmsar bollaleggingar um viðskipti þjóðarinnar við útlönd árin 1933 og 1936, og eru ályktanirnar meira en lítið broslegar. Er þar sagt að þjóð- in hafi bætt hag sinn gagnvart útlöndum árið 1933 um nær 4 mlij. króna samkv. skráðu gengi o. s. frv., og telur blaðið sig hafa þessar upplýsingar úr skýrslum skipulagsnefndar a't- vinnumála. Skipulagsnefndin hefir 'birt yfirlit um skuldirnar við út- lönd um nokkur undanfarin ár, eftir heimildum frá Hagstof- unni. En í greinargerð sinni vekur nefndin athygli á því, að á árinu 1933 varð veruleg gengislækkun á dönskum krón- um, og varð það til þess að skuldir okkar við Danmörku urðu 3—4 milj. kr. lægri í ís- lenzkum krónum. Einnig tekur nefndin það fram, um skulda- hreyfingar samkvæmt uppgerð Iiagstofunnar, að það séu ekki fullkomlega öruggar tölur, sem stafi af því, að skuldir einstak- linga og stofnana hafi aldrei verið taldar allar frarn til Iiag- stofunar, og eru það einkum verzlunarskuidir, sem ekki eru taldar fram. Er þess t. d. getið í skýrslu skipulagsnefndai, að Iiagstofan hafði ekki talið með erlendum slculdum lári, sem tek- in hafi verið hjá útlendum tryggingarfélögum árin 1933 1934, a. m. k. á aðra milj. la-óna, og að eigi muni hafa verið talið til skuldar allt það erlent fé, sem eigi fékkst yfir- fært vegna greiðsluerfiðleika. En um allar þessar athuga- semdir þegir blað „varaliðsins“ auðvitað vandlega. 1 stað þess kemst það að þeirri niðurstöðu „að á engu öðru ári, síðan í góðærinu mikla 1928, hefir þjóðin bætt hag sinn gagnvart útlönduin eins mikið og á stj órnarári samsteypustj órnar- innar 1933“. Til þess að fá hugmynd um brey'tingar á hag þjóðarinnar gagnvart útlöndum, ber Vitan- lega fyrst og fremst að athuga verð innflutnings og útflutn- ings. Árið 1933 nam verðmæti útfluttrar vöru, umfram inn- ílutning, 2 milj. 460 þús. kr. Árið 1936 var verðmæti út- flutnings umfram innflutning, ■ samkvæmt bráðabirgðaskýrsl- I Nýja dagblaðinu 5. febr. sl. birtist kafli úr bréfi, er einn af skólamönnum norðanlands hafði ritað kunningja sínum hér í Reykjavík. Gerir bréfritarinn þar að umtalsefni ástandið í áfengis- málunum á Siglufirði, yfir sum- artímann. Þar sem greinarkafli þessi hefir vakið athygli manna á því, að nauðsyn er á skjótum umbótum í þessum efnum og margur hefir spurt mig að því, hvort siglfirskir bindindismenn reyndu ekki að gera eitthvað til að bæta úr þessu ástandi, tek ég mér penna i hönd til þess fyrst og fremst að svara þeirri spurningu. Ef einhver, sem er lítt kunn- ur ástandinu í áfengismálum á einhverjum stað, en fýsir að fá vitneskju um það, þá þarf sá sami maður ekki annað en að líta á upphæð þá, sem áfengi hefir verið selt fyrir á árinu á þeim stað, athuga þar næst allar aðstæður, fólksfjölda á staðnum o. s. frv., og draga síðan ályktanir sínar af því. Þegar litið er á þessa upphæð á Siglufirði, er hún nokkuð há, 227 þúsund krónur árið 1936. Að vísu skiptist hún á þrjá aðila, ef svo mætti segja, en það er bæjarbúa, aðkomufólk og svo þá, sem búa í nærliggj- andi sveitum Siglufjarðar. Því miður eru ekki til tölur, sem tala skýrt og greinilega um þessa skiptingu sölunnar, en það er víst, að höfuðsala á- fengisins er yfir sumartímann, enda fólksfjöldinn þá mjög mikill. Af þessu leiðir það að á litl- um stað, þar sem fjöldi fólks er samankominn og áfengissala mikil, myndast miður fagurt skemmtana- og félagslíf og því fremur þar sem flestir þeir um Hagstofunnar, 6 milj. 600 þús. kr., en þar við má bæta rúml. 2 milj. kr. vegna inn- fíutnings til Sogsvirkjunar og annara raf stöðva. V erzlunar- jöfnuðurinn er því raunveru- lega rúml. 6 milj. kr. hagstæð- ari 1936 heldur en 1933, en þrátt fyrir þá s'taðreynd heldur „varaliðið“ því fram, að hagur þjóðarinnar gagnvart útlöndum hafi batnað meira árið 1933 heldur en 1936. Og útlit er fyrir, að „vara- liðið“ sé að reyna að koma mönnum til að trúa. því, að samsteypustjórnin sáluga, sem sat að völdum hér á landi árin 1932—1934, hafi valdið gengis- læklcun dönsku krónunnar árið 1933! einstaklingar, er til Siglufjarð- ar koma yfir síldveiðitímann, eiga við að búa lítt skemmtileg húsakynni, og enginn þeirra á | þar sannkallað heimili. Ég held einmitt að þetta at- riði, ásamt ýmsum öðrum, skapi að einhverju leyti það á- stand, sem nú er ríkjandi í þessum efnum á Siglufirði yf- ir síldveiðitímann. Hver sem hefir séð aðbúð sjómannsins, er skip hans bíð- ur í höfn vegna veöurs eða eftir að fá afgreiðslu, undrast það ekki þó þessir menn leiti einhvers betra eða einhvers í- myndaðs fagnaðar í hringið- unni á þessum landlegudögum. Það fyrsta sem þeir rekast á eru kaffihúsin — enda er það eð'ilegt, hvert á annað að fara? Kaffihúsin geta ef til vill verið augnabliks gaman einu sinni í mánuði eða svo, en að þau verði mannsins annað eða eina heimili, slíkt er ekki heil- brigt. Þegar þessum fyrrnefndu húsum er lokað kl. Hi/2 á kvöldin, þá 'tekur gatan við eða annað ámóta. Áfengið er eklci langt undan landi. Ómenningar- braginn gefst líka fljótt að líta. Höfuðorsakir að drykkjuskap þeim, sem mikið hefir verið talað um á Siglufirði yfir síld- veiðitímann, eru tvær. önnur er sú, að einstaldingarnir vilja drekka, álíta það hressandi, lífgandi — álfta það heyra til þeim tíma, sem þeir lifa á. Hin ástæðan er sú, að fjöldi manna neytir áfengis til þess að fjarlægja sig um stund því leiðinlega umhverfi, sem þeir eiga við að búa. Við hinn fyr- greindu orsök er því miður ekki hægt mikið að gera, að minnsta kosti ekki í skjótri svipan. Því einu verður að treysta, að með vaxandi sjálfs- virðingu 'takist hverjum og ein- um að verða sinn rétti og sanni húsbóndi í þessum efn- um sem fleirum. Við hinni síðargreindri ástæðu er hægt að gera og verður að gera. Siglfirskir bindindismenn (stúkan Framsókn nr. 187) hafa nú þegar athugað mögu- leikana fyrir byggingu sjó- mannaheimilis á Siglufirði. Stúkan á lóð á góðum stað í bænum, að vísu á hún lítið af fé, en hún hefir vilja til að framkvæma með aðstoð ann- ara, þessa fyrirætlun. Bæjarstjórn Siglufjarðar hef- ir verið spurð um álit sitt á þessu máli, og jafnframt hvort hún mundi sjá sér fært að. leggja fé til byggingarinnar. í Alþýðublaðinu 1. þ. m., þyk- ist Páll Þorbjörnsson vera að skýra tildrögin til þess að skipt var um umboðsmann í Noregi árið 1935 fyrir Síldarverk- smiðjur ríkisins, og telur hann að ég hafi átt þar mikla hlut- deild í að svo var gert. Gefa ósannindin í þessum grein ■ arstúf P. Þ. tilefni til að skýrt sé opinberlega frá með hvaða l’.ætti breytt var um umboðs- mann við verksmiðjurnar og var það á þessa leið: Sumarið 1935 kemur norskur agent að nafni Chr. Hol'ter- man upp til Reykjavíkur og hittir þar að máli Svein Bene- diktsson. Holterman og Sveinn verða síðan samferða til Siglu- íjarðar. Þar dvelur Holterman ea. vikutíma 0g á sama tíma er þar staddur Páll Þorbjörns- son, sem var þá í stjórn síldar- verksmiðja ríkisins. Einn dag skeður það á með- an Holterman var á Siglufirði, að haldinn var fundur í her- bergi Holtermans á Hotel Siglu fjörður, og þar var auk Holter- mans mæ'tt öll verksmiðju- stjórnin nema formaður stjórnarinnar, Þormóður Eyj- ólfsson konsúll, hann var ekki látinn vita um fundinn og held- ur ekki ég. Að vísu var mér skýrt frá fundinum síðar gegn fyrirfram þagnarheiti, þar til ákvörðun fundarins mætti yerða almenningi kunn. En at- mál og var aldrei gefinn kost- ur á að gera tillögur um það. Á þessum fundi var Holter- man ráðinn umboðsmaður verksmiðjanna í Noregi, þó það væri ekki formlega gert fyr en nokkru seinna. Þannig skeði það, sem víst er einsdæmi í ís- lenzkum atvinnurekstri að mjög þýðingarmikil ákvörðun sé tekin fyrir stórfyrirtæki á leynifundi, á laun við formann og framkvæmdastjóra fyrir- tækisins. Páll getur ef hann Þegar þetta er skrifað, er und- irrituðum ekki kunnugt um svar hennar. Þá munu á þessum vetri verða sendar áskoranir til Al- þingis um fjárveitingu í þessu skyni. Er það einlæg trú þeirra manna, sem fyrir þessu máli beitast, að öll bindindisfélög á landinu, ásamt sjómanna- og verkamannafélögum, ljái þessu máli ekki einungis liðsyrði, heldur beinan stuðning. Ég á ekki þar við fjárframlög, held- ur það, að þessi félög láti ekk- ert 'tækifæri ónotað til að koma þessu máli í örugga höfn. — Rekstri þessa sjómannaheimil- is yrði hagað, eftir því sem nú er hugsað, eitthvað á þessa leið: Fáist styrkur frá bæjar- stjórn Siglufjarðar og Alþingi, ásamt því sem stúkan Fram. sókn leggur til, þá ráða þessir þrír aðilar framkvæmdas'tjórn. Ileimilið yrði að vera vistlegt í alla staði, og búið út nýtízku vill, eignað sér heiðurinn af þessum fundi til jafns við Svein, en hann á þá líka hlut- deild í þeim heiðri, að Ilol'ter- man seldi fyrir skömmu lýsis- framleiðslu verksmiðjanna á sumri komanda fyrir eitt sterlingspund pr. tonn lægra verð en Alliance seldi fyrir sama dag og til sama lands. Sá, sem sá um söluna fyrir Alli- ance, var fyrverandi umboðs- maður síldarverksmiðjanna, einmitt maðurinn, sem Páll er að gorta af að hafa rekið. Þessi verðmismunur á fyrr- nefndri sölu munar fyrir verk- smiðjurnar ca. 120 þúsund krónum, sem þýðir að sjómenn og útgerðarmenn munu fá ca. 48 aur. lægra fyrir hvert mál síldar en þeir myndu fá, hefði verið selt með sama verði og Alliance seldi fyrir. ; Rétt er það hjá Páli, að ég var á sínum tíma óánægður 1 með upplýsingar frá fyrverandi ! umboðsmanni verksmiðjanna, | og samdi ég stutt yfirlit yfir í símskeytaskipti verksmiðjanna ' við umboðsmanninn. En að sú skýrsla hafi tekið af „öll tví- mæli um það, að þar var ekki allt með feldu“, eru ósannindi og ósæmilegar aðdróttanir. — Skýrslan sýndi aðeins að það hefði verið æskilegra fyrir verksmiðjurnar að fá tíðari og fullkomnari upplýsingar um verðsveiflur afurðanna, heldur en umboðsmaðurinn, á tímabili, sendi verksmiðjunum. Að atvinnumálaráðherra liafi verið send fyrnefnd skýrsla, er án minnar vitundar, en vel má vera að Páll hafi farið með hana til hans, en hafi svo verið, þá hefir atvinnumálaráð- herra ekkert haft við umboðs- manninn að athuga, því aldrei heyrði framkvæmdastjórn verk- smiðjanna neitt frá honum í þá átt. þægindum. Þar yrði að selja mat og kaffi. Lestrarsalur yrði | að vera í húsinu með þægileg- um húsgögnum og þar yrði að liggja frammi til afnota blöð og tímarit. Vaxi stofnun þess- 1 ari fiskur um trygg, er eklci ó- sennilegt, að hafa megi bóka- safn í sambandi við hana. Ár- legt rekstrarfé, sem yrði ekki mjög mikið, samkvæmt út- 1 reikningi, yrði ríkissjóður að annast. Yrði það lítill hluti af þeim miklu 'tekjum, sem fást af útsölu áfengisverzlunarinnar á þessum eina stað. Þar sem ég geri ráð fyrir að þetta mál hljóti, því miður, ekki óskiptan stuðning þeirra manna, sem um það fjalla, þá skal ég gera hér grein fyrir þeim tveim ástæðum, sem hafa verið taldar andstæðar hug- mynd þessari. Önnur er viðvíkjandi reks'tr- arfénu. Þetta yrði baggi á Framh. á 4. síðu. J. Gunnarsson.

x

Nýja dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.