Nýja dagblaðið - 04.03.1937, Blaðsíða 3

Nýja dagblaðið - 04.03.1937, Blaðsíða 3
N Ý J A DAGBLAÐIÐ 8 NÝJA DAGBLAÐH) Útgefandi: Blaðaútgáfan h.f. Bitstjóri: þórarinn pórarinsson. Ritst j ómarskrif stof umar: Hafnarstr. 16. Sími 2353. Afgr. og auglýsingaskrifstofa Hafnarstr. 16. Sími 2323. Áskriftargjald kr. 2,00 á mán. f lausasölu 10 aura eint. Prentsm. Edda h.f. Sími 3948. »Fjáraflaplön« Jensenssona á Hjalteyrí Það stendur ómó'tmælt, að Jensenssynir muni skulda yfir 6 milljónir króna, og af hallan- um á rekstri þeirra undanfar- in ár, virðist mega álíta að arðberandi eignir standi varla undir nema hálfri skuldinni. Þegar slíkar skuldir hafa safn- azt, hlaða þær á sig ótrúlega fljótt, og í fátæku landi mun- ar um fyrir almenning að taka á sig að bera slíkar skulda- byrðar fyrir s'tórspekulantana. Nú í vetur hefir Mbl. haldið því fram, að Kveldúifur væri að undirbúa síldarbræðslustöð á Hjalteyri, og myndi hún kosta eina milljón. Er að skilja á blaðinu, að Jensenssynir geti fengið þessa uppliæð að láni erlendis. Þykir Mbl. þetta bera vott um að Kveldúlfur sé rikur og í miklu áliti. Kveldúlfur mun hafa beðið Harald Guðmundsson um leyfi til að reisa verksmiðjuna í sumar, og lofað að sýna milj- ónina fyrir lok febrúar. Sú sýn. ing mun ekki hafa farið fram enn, hvað sem veldur. En allt- af telja þeir sig vongóða að geta fengið milljónina lánaða hér á landi eða ytra. Nú eru ýmsir möguleikar um Iljalteyrarmilljónina. Fyrst að hún sé hvergi til, og allt þetta umtal sé „umsigsláttur“ manna sem hafa ekki getað framlengt milljónalán sín um undanfarinn tíma. Önnur tilgáta er að Thor Jensen og þeir bræður, sem ekki eru í ábyrgð fyrir Kveld- úlf um hinar vanræktu skuldir, eigi spariskildinga í útlendum bönlcum, og grípi nú til þeirra í sambandi við útlendinga. Þriðja tilgátan er að enginn þeirra feðga eigi peninga eða vilji þá ekki hætta þeim, en að þeir ætli að aðstoða útlent auð- félag til að koma upp bræðslu á Hjalteyri. Útlendingamir legðu þá fram féð mest eða allt, en á yfirborðinu væri það 'talið eign Jensenssona. Hinir erlendu eigendur ættu ekkert á hættu, þó Kveldúlfur færi á höfuðið rétt á eftir. Þeir hefðu fullkominn veðrétt í verksmiðj- unni og eignuðust hana opin- berlega við gjaldþrot félagsins. Innan 6 mánaða yrðu hinir er- lendu eigendur búnir að gera fyrirtækið ísienzkt á sama hátt og „Shell“ á íslandi er íslenzkt fyrirtæki. Ályktanir flokksþíngfsins um skólamál, kirkjumál og önnur menning’armál Kapphlaup bæjarílokkanna um opínbera atvinnuhjálp ííl ungra manna Úr ræðu ijármálaráðherra. Fimm'ta flokksþing Fram. sóknarmanna samþykkir að skora á fulltrúa flokksins á Al- þingi og í ríkisstjóminni, að undirbúa og koma í fram- kvæmd eftirfarandi mennta- og menningarmálum, eftir því sem fjárhagur ríkisins og aðr- ar ástæður leyfa; og í þeirri röð, sem þeir telja mest aðkall- andi á hverjum tíma: l I. Skólamál 1. Á grundvelli Háskólalag- anna, þar sem gert er ráð fyrir háskólamenntun kennara, sam- þykkir flokksþingið eftirfar- andi ályktun: Fjórða skýringin er sú, að síldarverksmiðjan á Hjalteyri eigi að rísa upp af gröf Kveld- úlfs, eins og Kveldúlfur sté upp úr líkkistu milljónafélags- ins. Samkvæmt þeirri skýringu ætla eigendur Kveldúlfs að láta bankana fá hinar jarðnesku leifar félagsíns, hina hálfgerðu bryggju og port; hin ónothæfu hús, og að lokum ryðkláfana sjálfa. En sjálfur rísi Kveldúlf- ur upp eins og fuglinn Fönix, úr brunarústum sínum, og sú upprisa gerist norður á Hjalt- eyri í sambandi við útlent fjár- magn. Vitanlega yrði íslenzku bönkunum gefinn kostur á að lána þeim endurfæddu nokkrar milljónir af veltufé landsmanna í þennan nýja rekstur. En ef einhver kynni að halda, að plan Kveldúlfsfeðga um síldarbræðslu á Hjalteyri benti á að Útvegsbankinn og Landsbankinn eigi þeirra vegna von á greiðslu upp í skuldir sínar, þá er það misskilningur. Sennil. er allt umtalið loddara- bragð til að blekkja fáráðlinga. En ef einhver veruleiki er í þessu brölti á Hjalteyri, þá verða öll þau fjármál, gegnum sér veðsetningu, óviðkomandi Kveldúlfi, og snerta á engan hátt skil hans við bankana. Allir, sem eitthvað þekkja til þeirrar varasemi, sem er- lendir fjármálamenn beita, er þeir lána fé cil fjarlægra smá- þjóða, munu renna grun í, að það er alveg óhugsandi að fyr- irtæki, sem er í slíkri aðstöðu, sem Kveldúlfur hefir verið í um nokkur undanfarin ár, þ. e. með stöðugu og stórfelldu Lapi, fái lánsfé eða rekstursfé óveðtryggt inn í reksturinn. ,Sú staðreynd að Kveldúlfur getur ekki staðið undir sínum gömlu lánum, gerir það óhugs- andi, að hann geti á nokkurn eðlilegan hátt reist milljóna- fyrirtæki á grundvelli síns eig- in getuleysis. Hjalteyrarplön Jensenssona eru enn ein sönnunin fyrir því hve mikil sýking stafar af þeirra einkennilega brölti í íjármálum íslendinga. J. J. Með því að starf kennaranna verður að telja með þýðingar- mestu störfum 1 þágu þjóðfé- lagsins og uppeldi barna og unglinga hvílir æ meir og meir á kennarastéttinni, þá telur flokksþingið nauðsynlegt að vinna að umbótum á mennt- unarskilyrðum kennaraefna á grundvelli eftirfarandi tillagna: a. Hin uppeldisfræðilega sér- menntun fari fram í Háskóla íslands. b. í stað núverandi kennara- skóla verði stofnaður sérs'tak- ur kennaraskóli eða mennta- skóladeild til undirbúnings sér- náms í kennaradeild Háskólans, þar sem lögð væri sérstök á- herzla á teikning, handavinnu, garðyrkju, íþróttir, verklega eðlisfræði og efnafræði. c. Verði sérstakur skóli stofnaður í þessu skyni, telur flokksþingið æskilegt að hann verði í sveit. d. Námi og inntökuskilyrð- um í menntaskóla kennara, ef stofnaður yrði, skal hagað þannig, að efnilegu fólki, hvar sem er á landinu, verði gert sem allra auðveldast að stunda þar nám. Athuga skal hvort ekki sé hagkvæmt að héraðs- skólar landsins fái aðs'töðu til að undirbúa nemendur til þessa náms. 2. Flokksþingið beinir þeirri áskorun til kennslumálastjóm- arinnar, að hún láti fara fram ýtarlega rannsókn á því, með hvaða hætti mætti tryggja það sem bezt, að gáfuðustu og efni- legustu börn og unglingar, livar sem þeir eru á landinu, fái sem jafnasta aðstöðu til að njóta hinna beztu menntunar- skilyrða á hverjum tíma. 3. Flokksþingið telur mikla nauðsyn á því, að húsmæðrum og húsmæðraefnum verði veitt aðstaða til fræðslu í uppeldis- fræði og barnasálarfræði. Sé einnig nokkurri fræðslu í upp- eldisfræði og bamasálarfræði komið á í sem flestum skólum og sérstök foreldranámskeið haldin um þau efni. 4. Flokksþingið lítur svo á, að með stofnun og starfrækslu héraðs- og gagnfræðaskóla hafi verið stefnt í rétta átt og beri að halda svo áfram eftir því, sem fjárhagsástæður leyfa og óskir um skólafjölgun fram koma, en leggur áherzlu á að hagnýtt, verklegt nám sé aukið og vinnudeildir starfræktar í sambandi við kaupstaðaskól- ana, þannig að unglingamir fái nýtileg viðfangsefni, sem jafn- framt skapi þeim verðmæti. Ennfremur að Alþingi og ríkis- stjórn leitist við af fremsta megni að fullnægja óskum sveitanna um byggingu heima- vistarbarnaskóla. II. Kirkjumál. Flokksþing Framsóknar- manna heitir stuðningi sínum í neðri deild urðu í gær mikl- ar umræður, aðallega milli íhaldsmanna og socialista, um atvinnubótavinnu ungra manna í kaupstöðum. Hefir Sigurður Einarsson á tveim undanföm- um þingum flutt frv. um nám- skeið og vinnu fyrir atvinnu- lausa unga menn, en í þetta sinn hugðust íhaldsmenn að verða fyrri 'til og bám fram fyrir nokkrum dögum hliðstætt frv. Risu út af þessu miklar deilur í þinginu í gær, og þótt- ust bæði íhaldsmenn og jafn- aðarmenn eiga upptökin að þessu máli. Hvorirtveggju tóku það þó fram, að þeir álitu þær tillögur, sem fælust í frum- vörpunum, enganveginn endan- lega eða sjálfsagða lausn máls- ins, heldur yæru þau fyrst og fremst til að vekja á því at- bygli! Eysteinn Jónsson sýndi fram á það, að þær umræður, sem orðið hefðu um málið milli full- trúa tveggja stærstu bæjar- flokkanna, bentu ljóslega til þess, að þeir legðu miklu meira kapp á það að eigna sér hinar og þessar tillögur, sem fram hefðu komið, heldur en að fá málið leyst. Þeir hefðu deilt um það fram og aftur, hvor þeirra hefði átt hugmyndina, hvor þeirra hefði átt frum- kvæði að þeim litlu til- raunum, sem gerðar hefðu ver- ið í þessa átt, og hvort frv. íhaldsmanna nú væri betra en frv. Sigurðar Einarssonar í fyrra, enda þótt að þau væru næstum eins að efni til. Þetta sýndi að það sem fyrir flokk- unum vekti væri kapphlaupum það að geta eignað sér 'tillögur þjóðlegri og frjálslyndri þjóð- kirkju, sem vinnur á mannúð- legum og meningarlegum grundvelli, án öfga og ofstækis. III. ■ ■ Onnur menningarmál 1. Að s’tofna til námskeiða í íþróttum í sambandi við hér- aðsskólana og fá til þess þá beztu kennslukrafta, sem völ er á. 2. Að auka fjárframlög til íþróttastarfsemi, enda gangi aukningin til þess að bæta að- stöðu til íþróttaiðkana við héraðsskólana. 3. Að ríkisstjómin noti heim- ild frá síðasta Alþingi til þess að auka sendiorku útvarpsins, svo að það komi að fullum not- um, hvar sem er á landinu. 4. Að haldið verði áfram að greiða fyrir útvarpsnotkun til sveita og í sjávarþorpum með því að veita styrk til hleðslu- stöðva, með eftirlitsferðum og með því að selja rafhlöður með innkaupsverði. 5. Að haldið verði áfram að vinna að smíði þjóðleikhússins og þá fyrst og fremst þess hluta, sem nota má fyrir skrif- í málinu, en einlægur áhugi fyrir skynsamlegri lausn máls- ins virtist vera minni. Fjármálaráðherrann sagði ennfremur, að hann óttaðist mjög afleiðingamar, ef inn á þá braut yrði gengið, að taka upp atvinnubætur fyrir ung- linga í s'tórum stil. Það gæti orðið til þess að draga huga þeirra frá framleiðslustarfsem- inni ,ef fyrstu kynni þeirra af starfi væri atvinnubótavinna, og hin stöðugu yfirboð bæjar- flokkanna um meiri þesshátt- ar atvinnu ungum mönnum til | handa væri líkleg til þess að ala upp í þeim kröfur um ! að hið opinbera sjái þeim fyrir vinnu. Sú stefna væri beinlínis hættuleg. Það, sem umfram allt yrði að leggja áherzlu á í atvinnuleysismálun- um væri að efla atvinnuvegina og framileiðslustarfsemina til sjós og sveita og skapa þar at- vinnumöguleika fyrir unga •fólkið. Dyggði það ekki, væri sam't ekki ráðlegt að veita hin- um ungu mönnum hjálp með atvinnubótavinnu, heldur veita þeim sæmilega aðstöðu til íræðslu, sem gerði þá færari til þátttöku í framleiðslustarf- seminni og yki áhuga þeirra fyrir henni. Atvinnuleysismálið, sagði ráðherrann að lokum, er ei'tt örðugasta viðfangsefni þjóðar- innar. Það er hættulegt að vera þar með þarflaust kapphlaup og yfirboð. Það sem verður að gera er að athuga með ró og gaumgæfni öll líkleg úrræði og fá málið leyst á skynsamlegan hátt. Þó Framsóknarflokkurinn Framh. á 4. síðu. stofur, samkvæmt áætlun próf. Guðjóns Samúelssonar. 6. Að hlutast til um að lög- giltir eftirlitsmemi séu í hverju héraði til umsjónar við opin- bei’ar skemmtanir. Skulu þeir valdir af sýslumanni að fengn- um tillögum áfengisvama- nefnda í viðlcomandi sveit eða kauptúni, enda eigi þeir kost á að sækja stutt lögreglunám- skeið. 7. Að ríkið leggi fram á- kveðna fjárupphæð árlega til þess að styrkja umbætur á gististöðum, einkum þar sem ætla má, að erlendir ferðamenn leggi leið sína um á næstu ár- um, meira en verið hefir. 8. Að undirbúningur verði hafinn að nýrri ráðuneytis- byggingu, þar sem núver- andi stjómarráðshús verður að teljast með öllu óviðunandi og ósamboðið æðstu stjórn ríkis- ins. 9. Að ríkissjóður leggi fram áltveðna fjárupphæð árlega, er slciptist sem styrkur milli lestr- arfélaga í hreppum ogkauptún- um gegn að minnsta kosti jafnháu framlagi úr viðkom- andi sveitarsjóði.

x

Nýja dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.