Nýja dagblaðið - 01.07.1937, Side 4
REYKJAVlK, 1. JÚLl 1937.
5. ÁRGANGUR — 149. BLAÐ
BHyjGamla BiógHHH!
Þrír
eíturdropar
Afar spennandi saka-
málamynd.
Aðalhlutverkin leika:
Elissa Landí
Kent Taylor og
Frances Drake
Aukamynd:
Fiskilí!
í Norðursjónum
Skaitafellssýsla
Fastar áætlunarferðir að
Kirkjubæjarklaustri. Frá Rvík
alla þriðjudagsmorgna kl. 8.
Farið alla leiðina sama daginn.
Frá Kbk. alla föstudaga til
Reykjavíkur.
Afgreiðslu annast Bifreiða
stöð íslands, sími 1540.
Frumvarp Chaut-
empsstjórnarinnar
Framh. af 1. síðu.
rikissjóðs væri nú komið, en lagði
mikla áherzlu á þaö, að þetta yrði
að gera án þess að draga úr
íramíögúm til vigbúnaðar, því að
það væri augljóst að á því sviði
yrði stjómin að koma fram öllum
nauðsynlegum framkvæmdum, án
]>ess að geta gripið tii lána 4
þessu ári.
Almennt er búizt við því, að
stjórnin muni lækka frankann,
enda hefir hún fengið leyfi Breta
og Bandaríkjanna til þess. — FU.
NYJA DAGBLAÐIÐ
Annáll
Næturlæknir er i nótt Eyþór
Gunnarsson, Laugavegi 98, sími
2111.
Útvarpað í kvöld: 19,20 Lesin
dagskrá næstu viku. 19,30 Hljóm-
plötur: Létt lög. 20,00 Fréttir. 20,30
Synódus-erindi í Dómkirkjunni:
Kirkjul.egt siðgæðisviðhorf (Björn
Magnússon dósent). 21,15 Útvarps-
hljómsveitin leikur. 21,45 Hljóm-
plötur: Danslög (til kl. 22).
Listasafn Einars Jónssonar hefir
nú verið opnað á ný og verður
það frá og með deginum í dag
opið frá kl. 1—3 daglega. Á
1 sunnudögum er aðgangur ókeypis,
< n aðra daga kostar hann eina
krónu.
Prestastefnan hefst í dag kl. 1
með guðsþjónustu í dómkirkj-
unni. Ólafur Magnússon prestur í
Arnarbæli stígur í stólinn, en sr.
Garðar þorsteinsosn þjónar fyrir
altari. Síðan hefjast sjálf funda-
böldin í liúsi K. F. U. M. við Amt-
maimsstíg. — í kvöld kl. 8,30 flyt-
ur Björn Magnússon dósent erindi
í dómkirkjnuni. Fjallar það um
1 ristilegt siðgæðisviðhorf og eru
allir velkomnir.
Stórstúkuþingið verður settá ísa-
lirði í dag. Fóru um 40 fuiltrúar
héðan mcð Dettifossi í gærkvöldi.
Til Siylufjarðar voru komin ki.
13 í gær 31 veiðiskip síðan í fyrra-
kvöld með samtals um 12000 mál
af síld. Mestan afla höfðu: Jökull
1000 mál, Síldin 900, Sæhrímnir
800, og Minnie 700. Önnur höfðu
50—600 mál. Langflest islenzku
skipin voru á svæðinu frá Horni
1 il Kögurs. Var þar mikil áta.
Sildin var gisin en þó fengust all-
góð köst. Allmikil ísspöng er sögð
grunnt af Gjögrum vestra. Sigl-
ingaleið er þó talin greiðfær. Eitt
vciðiskipið kom frá Langanesi.
Voru þar nokkur skip og talsverð
síld. Nokkur skip hafa fengið þar
góð köst. Síld er talin talsverð
viðast fyrir Norðurlandi, en kuldi
og óstillt tíð liamla voiðum. - FÚ.
Enskur togari sigldi á vélskipið
Ilrefnu frá Akranesi í Grímseyjar-
sunidi um miðnætti í fyrrinótt.
Stefni togarans gckk inn úr byrð-
ing Hrefnu bakborðsmegin. Skips-
höfninni tókst að halda skipinu á
íioti með því að halla því til
stjórnborðs moð nótinni og flciru
innanborðs — og varð ekkert slys.
Hrefna fór til Akureyrar til við-
gerðar. — FÚ.
Rannsókn horgfírzku fjárpestarínnar
Framh. af 1. síðu.
með borgfirzku veikina, og'
víða er hún mjög' skæð þar sem
lítið er um lungnaomia. Þess-
ari tilgátu, sem reyndar var
farið að draga dálítið í efa
vegna nýjustu athugana Guð-
mundar Gíslasonar og prófes-
sors Dungals, varð því að
hafna.
— Teljið þér yður þá hafa
j komizt að einhverri niðurstöðu
1 um orsakir veikinnar?
— Að sinni kýs ég sem
minnst um það að segja. En
þegar ljóst var að hafna varð
tílgátunni um að veikin staf-
sði frá lungnaormum, snéri ég
mér að rannsókn á smitunar-
Happdrætti Sumargjafar. Eins og
áður hcfir verið frá skýrt hér í
blaðinu, stofnaði Barnavinafélagið
Sumargjöf til happdrættis til að
standast kostnaðinn við hið nýja
barnaheimili Vesturborg. Sam-
kvæmt því, sem upphaflega var
tii ætiazt, átti að draga út vinn-
ingana nú þessa dagana, en með
leyfi dómsmálaráðuneytisins hefir
því vcrið frestað til 20. júlí. Viljið
þér ekki kaupa einn miða í þessu
iiappdrætti ög styrkja gott mál-
efni?
leiðum. Mig langar til að geta
þess, að greind og athygli ís-
lenzku bændanna hefir létt
mikið undir með mér við það
starf, enda hygg ég að nokkr-
ar vonir séu til þess að það
komi að endanlegu haldi. Ég
| mun þó leita tilgátum mínum
j um þessi efni nánari s’taðfest-
i ingar í ferð þeirri, sem ég á
morgun tekst á hendur, ásamt
prófessor Dungal, i Grímsnes-
ið og Laugardalinn, því að ég
vil leggja áherzlu á það, að ég
tel mig ekki enn hafa fengið
nægileg gögn fyrir tilgátum
mínum fyrr en ég hefi fleiri at-
huganir og svör við ýmsum
fyrirspurnum að styðjast við.
Að því loknu verð ég enn að
gagnrýna ályktanir mínar áður
en ég legg þær undir gagnrýni
annarra, og þá verður senni-
lega, eða réttara sagt alveg á-
reiðanlega, að prófa þær í
þaula hér á rannsóknastofunni.
* * *
Hvernig sem fara kann um
þessar rannsóknir, virðist auð-
sætt, að heppilegri ráðstöfún
hefðu íslenzk stjórnarvöld ekki
getað gert í þessu máli en að
Nýja Bió
Stundu fyrír
míðnættí
(Adventure in
Manhattan)
Amerísk sakamála-
gamanmynd.
Aðalhlutverkin leika:
Joel McCrea
og Jean Arthnr.
Fyndin og vel leikin
mynd.
Böm fá ekki aðgang.
fá dr. Taylor hingað. Hann er
talinn fremstur sníkjuorma-
fræðingur á Bretlandseyjum
og sérstaklega langfremstur
sérfræðingur þar um orma í
sauðfé. Hæverskur, að hætti
margra afburða vísindamanna,
vill hann ekkert um æfiferil
sinn segja annað en það ,að
vísindanámið hóf hann heima-
fyrir við handleiðslu hins á-
gæta sérfræðings um hitabelt-
issjúkdóma Warrington-Yorke,
og hélt því síðan áfram í París
og í höfuðborg Bandaríkjanna,
Washington, við Bureau of
Animal Industry. Sérstakan
áhuga hefir hann alltaf haft á
íarsóttafræði (epidemiology)
— „sem ég tel að hafi komið
mér að góðu haldi undanfarna
daga“, segir hann að síðustu.
Dr. Taylor er ungur maður;
varð 43 ára á sunnudaginn var.
— Um leið og vér óskum
honum venjulegra heilla í því
tilefni, óskum vér honum og
íslandi þeirrar sameiginlegu
hamingju, sem honum að þessu
sinni mundi þykja bezt afmæl-
isgjöf: Að honum megi auðn-
ast að ráða niðurlögum þeirr-
ar forynju, sem hann er nú
að þreyta fang við.
Hershöfðiugítm
á svarta hestinum
(Niðurlag)
Fyrir ríkisstjórnina var þetta sannarlegt þrauta-
kvöld. Allir ráðherrar höfðu safnast saman og haft
á prjónunum margbreytdegar ráðagerðir um það,
hvernig þeir ættu að mæta hættunni, sem þeir töldu
yfirvofandi. Að lokum urðu þeir ásáttir um að láta
stefna Boulanger fyrir herrétt fyrir samsæri gegn
landsstjórninni. Þetta var líka gert síðar meir. En
innanríkismálaráðherrann Constans hafði uppi ein-
kennilegar ráðagerðir. „Ef við aðeins getum losnað
við Boulanger, þá er flokkur hans úr sögunni", sagði
hann. Honum var mjög vel kunnugt um hina
óstjómlegu ást, sem hershöfðinginn bar í brjósti til
hinnar veiku Marguerite de Bonnemain. Allar hans
fyrirætlanir byggðust á því, að ógna Boulanger með
viðskilnaði við hana. Constans lét skrifa fyrirskip-
un um að handtaka Boulanger og þegar menn, sem
innanríkisráðherrann vissi að voru góðvinir hers-
höfðingjans, komu í heimsókn í ráðuneytið, lét hann
þá eins og af ólieppilegri tilviljun sjá fyrir-
skipunina og lét þá jafnframt í Ijós hryggð sína
yfir því, að ríkisvaldið skyldi vera neytt til að neyta
þessara bragða. Þetta hreif. Vinir Bouianger hröð-
uðu sér á hans fund og skýrðu honum frá, hvað í
ráðum væri, en hann flýði óðar til Belgíu án frek-
ari umsvifa.
Og Constans hafði reiknað sitt dæmi rétt. Fylgið
hrundi af Boulanger í einu vetfangi, þegar kunn
ugt varð um flótta hans. Og hvað bjargaði það
honum, þótt hann gæfi út yfirlýsingu, þar sem
hann afsakaði sig með því, að sá dómstóll, sem
settur yrði á laggimar til þess að taka mál sín til
meðferðar, mundi áreiðanlega verða skipaður mönn-
um, sem blindaðir væru af persónulegu hatri, og
þótt hann kvæðist í útlegðinni ætla að gefa góðar
gætur að útlitinu um næstu kosningar.
Málsvarsmenn hans í París fjarlægðust hann æ
meir og þegar ríkisrétturinn kvað upp yfir honum
útlegðardóm byggðum á veigalitlum forsendum,
vakti sá dómur enga verulega andúð. Við þingkosn-
ingarnar í september 1889 biðu flolcksbræður Bou-
langer ægilegan ósigur. Við bæjarstjórnarkosning-
amar í París 1890 vár útkoman enn verri.
16. dag júlímánaðar árið 1891 gerði dauðinn enda
á þjáningar Marguerite de Bonnemain. Hún var
jarðsett í kirkj ugarðinum í Ixelles í Bryssel. Á
hverjum einasta degi í tvo og hálfan mánuð sá fólk
hershöfðingjann ganga til kirkjugarðsins. Hinn 30.
september kom hann ekki til baka þaðan. Lik hans
fanst í kirkjugarðinum. Höfuðið hvíldi á gröf Mar-
guerite, en hendin var lcreppt utan um skammbyssu,
sem hann hafði gert enda á líf sitt með. I híbýlum
hans fannst langt bréf, sem var dagsett „daginn
fyrir andlátið". Þar stóð skrifað styrkri hendi:
„Margurite, hvernig hefi ég getað lifað tvo mán-
uði án þín. Þú bíður mín. Þú kallar á mig. Hér endur-
heimtir þú mig“.
Þetta dauðsfall vakti enga sérstaka athygli meðal
stjórnmálamannanna í París. Böulanger var fyrír
alllöngu dauður maður á stjórnmálasviðinu. Og tím-
inn er fljótur að líða 1 París. Forleikurinn að næsta
hneyksli, Panamahneykslinu, var tekinn að draga að
sér athyglina. Fjöldamargir fylgdust þó með þessum
atburði sér til dægrastyttingar og heit tár féllu líka
úr mörgu smámeyjarauga, yfir frásögnunum um
þennan æfintýralega og glæsilega hershöfðingja, sem
dó fyrir eigin hendi á gröf unnustu sinnar.
„Fylgjendur George Boulanger misskildu skaphöfn
hans“, stóð í blaði einu, „þegar þeir kölluðu hann
le général Revanche. Hann hefði fremur átt að ebar
nafnið le général Romance“.