Nýja dagblaðið - 10.09.1937, Síða 3
N Ý J A
DAGBLAÐIÐ
8
NÝJA DAGBLAÐH)
Útgeíandi: Blaöaútgáían h.f.
Ritatjóri:
pórarinn pórarinsson.
Ritstjómarskrifstofumar:
Hafnarstr. 16. Sími 2323.
Afgr. og auglýsingaskrifstofa
Hafnarstr. 16. Sími 2353.
Áskriftargjald kr. 2,00 i mán.
í lausasölu 10 aura aint
Prentsm. Edda h.f.
Sími 3948.
Hvað dveiur „vim
Reykjavákur ?“
Mbl. og Vísir hafa sýnt í því
mestu ástundun í mörg ár, aö
telja fólki hér í bæ trú um, að
Framsóknarmenn væru „óvinir
Reykjavíkur“. Það er alveg
ótrúlegt stundum, hvað Fram-
róknarílokknum getur dottið í
hug — bara til að skaða Reyk-
víkinga — eftir því sem blöðun
um segist frá. Þegar kaup-
íélagið lækkaði kolaverðið um
6 krónur í s. 1. mánuði, átti
meira að segja það að vera
einn liðurinn í „hinni skipulags-
bundnu árás Framsóknar-
flokksins á Reykvíkinga“!
En hvað ætli Vísir og Mbl.
segðu núna, ef Framsóknar-
flokkurinn ætti að ákveða verð-
ið á nýja rafmagninu frá Sog-
mu og byði bæjarbúum upp á
þau kjör, sem íhaldsmeirihlut-
inn í bæjarstjórninni nú virð-
ist í þann veginn að ákveða?
Ætli Vísi og Mbl. þætti það
þá ekki lýsa nokkuð mögnuð-
um „fjandskap“ í garð Reyk-
víkinga að vilja heldur láta
vélai'nar strita til einskis aust-
ur við Ljósafoss og orkuna
hverfa gagnslausa út í geiminn
tn að leyfa almenningi hér í
bænum að nota sér hana fyrir
það sanngjarnt verð, að hún
geti verið samkeppnisfær við
kol sunnan úr Bretlandi og
austan úr Póllandi?
Virkjun Sogsins hefir lengi
verið hugsjón ýmsra merkra
manna hér í bæ. Á þeim tíma,
þegar íhaldið byggði gasstöðina
og Elliðaárstöðina vildu sumir
íramsýnir menn virkja Sogið.
Það var ekki gert þá, og um
það þýðir trautt að sakast. En
nú er Sogsvirkjunin orðin að
veruleika. Þó að hlálegt megi
virðast, hefði „vinum Reykja-
víkur“ í bæjarstjórninni raun-
ar aldrei tekizt að hrinda því í
l'vamkvæmd. Þeir urðu að biðja
um hjálp hjá „óvinum Reykja-
víkur“ í ríkisstjóminni, til þess
að geta fengið erlent lán. Og
það voru Framsóknarmenn,
sem komu vitinu fyrir forráða-
menn þessa verks, þannig að
horfið var frá hinni vanhugs-
uðu og rándýru virkjunaráætl-
un, sem á prjónunum var fyrir
nokkrum árum og í þess stað
virkjað á hagkvæmari hátt við
Ljósafoss.
En nú er sem sagt að því
komið, að þetta mikla og lang-
þráða verk ætti að geta farið
íð bera árangur fyrir almenn-
íng í þessum bæ.
En það er hætt við, að mörg-
Mannfjöldi a Islandi
Öll fólksfjölgun sídastliðið ár lendír
í Reykjavík
í seinustu .Hagtíðindum er
yfirlit um mannfjöldánn á öllu
landinu í árslok 1936. Sam-
kvæmt þeim hefir mannfjöld-
inn á því ári vaxið um 1078
manns og var alls lok ársins
116.948. Fjölgunin á árinu var
0,9% og er það mun minna en
ræstu ár á undan, 1935 var
hún 1,0%, 1934 1,2% og 1933
1,6%.
Reykjavík hefir fengið næst-
um alla fólksfjölgunina. Hefir
fólkinu fjölgað þar um 1069.
4 Isafirði, Akureyri, í Nes-
um Reykvíking bregði í brún,
ef niðurstaðan er sú, að ljósa-
rafmagnið lækki um eina 5
aura, og orkan verði að öðru
leyti seld svo dýrt, að ekki sé
mögulegt að nota hana til suðu,
jafnvel þótt kolaverðið fari
stórhækkandi.
Af „óvinum Reykjavíkur"
hefði kannske mátt búast við
öðru eins og þessu! En að hin-
iv einlægu „vinir Reykjavíkur“
i bæjarstjórninni skuli fara
svona að ráði sínu — það er
meira en lítil furða!
Það skyldi þó ekki fara svo,
að almenningur hér í bæ mætti
taka undir hið fornkveðna:
„Guð varðveiti mig fyrir „vin-
um“ mínum“!
Hlutaskíptín
í blaði kommúnista er að því
vikið í gær, að það sé mjög
ranglátt að togarasjómenn'
skuli nú hafa sömu „prósentu
af síldarmáli, sem er 8 kr. og
þeir höfðu, er málið var aðeins
þrjár krónur".
Kallar blaðið þetta „himin-
hrópandi ranglæti“ og það sé
hér eins og venjulega „að þeir
sem verðmætin skapi beri
minnst úr býtum“.
En vitanlega gleymir blaðið
að geta þess, að það verður
a’drei algerlega hægt að fyrir-
byggja slíkt ranglæti. nema því
aðeins að tekin séu upp réttlát
hlutaskipti í útgerðinni. Hefðu
þau verið nú myndu sjómenn
ekki hafa þurft að kvarta und-
an því að þeir hefðu ekki feng-
. ið sinn skerf af verðhækkun-
inni og ef þau kæmust á,
, þyrftu þeir aldrei að kvarta
undan því, að þeir fengju ekki
þann skerf af arði framleiðsl-
unnar, sem þeim bæri fyrir
starf sitt.
Sjómenn ættu að athuga
þetta mál vel og án tillits til
þess, sem æsingaskjóður komm-
únista og socialista færa fram
ti! að ófrægja hlutaskiptin. Því
vitanlega er þeim mönnum,
sem vilja lifa á því, að „spekú-
lera“ í verkföllum, illa við
hlutaskiptin, því þau tryggja
aukinn vinnufrið á skipunum.
Sígnrður Þorsteinsson
á Rauðará sjötugur
kaupstað og Vestmannaeyjum
hefir orðið nokkur fjölgun eða
alls um 124, en í Hafnarfirði,
Seyðisfirði og Siglufirði hefir
samtals fækkað um 101 mann.
í kauptúnum með meira en
300 íbúa hefir fólkinu fjölgað
um 109 manns. I sjö kauptún-
um (Sandi, Ólafsvík, Þingeyri,
Suðureyri, Bolungarvík, Fá-
skrúðsfirði og Stokkseyri) hef-
ir fækkað um 156 manns, en
f jölgunin hefir orðið þeim mun
meiri annarsstaðar. Mest hefir
hún orðið á Akranesi (71), |
Patreksfirði (44), Flateyri
(22), Húsavík (25) og Sauðár-
króki (24).
í sveitum og kauptúnum með
færri en 30 íbúa var fólksfjöld-
mn alls 48.766 og hefir því
íækkað þar á árinu um 123
manns.
Ibúatala kaupstaðanna var í
árslok, sem hér segir:
Reykjavík 35.300
Hafnarfjörður 3.676
Isafjörður 2.671
Siglufjörður 2.638
Akureyri 4.519
Seyðisfjörður 950
Neskaupstaður 1.165
Vestmannaeyjar 3.541
Fjölmennustu kauptúnin eru
Akranes með 1.673 íbúa, Kefla-
vík með 1.073 íbúa, Húsavík
með 970 íbúa, Sauðárkrókur
með 923 íbúa, Eskifjörður með
763 íbúa, Ólafsfjörður með 716
íbúa og Patreksfjörður með
672 íbúa.
Sigui'ður Þorsteinsson á
Rauðará er einn þeirra manna,
sem ég sé næstum daglega.
Hann kemur og les dagblöðin
og spjallar um síðustu viðburð-
:na, útlit í verzlun og atvinnu-
rekstri og annað, sem ber á
góma. Iiann er aldrei myrkur í
máli og dregur enga dul á skoð-
anir sínar, heldur sínu máli
íast fram, þótt í móti sé mælt.
Einstaka sinnum ber það við,
að hann rifjar upp gamla at-
burði og liðna tíma.
Sigurður er sjötugur í dag.
Hann er fæddur að Flóagafli í
Árnessýslu 10. september 1867.
Austanfjalls dvaldist hann
fiam til ársins 1910, lengst af
á Eyrarbakka, en búskap rak
hann um skeið, fyrst að Flóa-
gafli og síðar að Helli i Ölfusi.
Ilann var hertur í baráttu fyr-
ir lífinu og sótti viðurværi sitt
og sinna bæði í jarðar skaut og
hafsins.
Sigurður hefir alla tíð látið
stjórnmál til sín taka. Fram til
ársins 1908 var hann mjög
starfandi maður í gamla Sjálf-
! stæðisflokknum, en snérist síð-
■ 8,n á sveif með Heimastjórnar-
. í'okknum, reyndist þar ötull
1 fylgismaður, allt þar til sá
| flokkur tvístraðist um 1918,
þegar landið öðlaðist algert
sjálfsforræði.
Árið 1910 fluttist Sigurður
vestur yfir fjall til Reykjavík-
ur og hefir dvalizt þar síðan.
Sigurður er kvæntur Ingi-
björgu Þorkelsdóttur frá Ós-
eyrarnesi, sem er þekktur
ferjustaður við ölfusá.
Börn þeirra hjóna eru séra
Árni fríkirkjuprestur, Ásgeir
f'kipstjóri á Esju, Sigrún
Bjarnar húsfreyja að Rauðará,
Þorkell vélstjóri á Tryggva
gamla, Sigurður Ingi, er nú
stundar landbúnaðarnám í
Ðanmörku, og Þórunn Stein-
unn, gift á Siglufirði. J.
By ^gíngarkostn-
aðnr stórhækkar
á Norðurlöndum
Hver verdur knatlspyrnu
meistari 1937?
Á aldarfjórðungsafmæli I. S.
J. síðastliðinn vetur gaf knatt-
spyrnufélagið Víkingur bikar,
er veita skyldi bezta knatt-
spyrnumanninum 1937. Var
skipuð nefnd til að dæma um
hver skyldi fá gripinn. Er
nefndin þannig skipuð: Einar
E. Guðmundsson. Guðmundur
Halldórsson og Lárus Sigur-
björnsson.
Verk það, sem nefnd þessi
á að leysa af höndum er vanda-
samt. Ég veit ekki hvort henni
eru markaðar nokkrar ákveðn-
f i reglur til að starfa eftir, t.
d. um það, hvort veita skuli
þeim manni bikarinn, sem er
beztur á einhverjum einum
stað eða þeim manni, sem get-
nr leikið á mörgum stöðum í
h'ðinu með góðum árangri.
Það er mjög erfitt að dæma
um hvort þessi eða hinn leiki
betur t. d. Þorst. Einarsson
sem bakvörður, ennfremur
Björgvin Schram sem miðfram-
vörður eða Hermann Her-
mannsson sem markvörður.
Þessir menn koma þó til greina.
Auk þessa má nefna þá Ellert
Sölvason, Plögna Ágústsson og
Jóhannes Bergsteinsson. Jó-
liannes er tvímælalaust fjölhæf-
asti leikmaður ársins. Hann
hefir leikið prýðilega miðfram-
vörð; ágætlega bæði hægri
útframherja og vinstri inn-
framherja. Ennfremur hægri
framvörð. Þessum mismun-
andi leikstöðum hefir hann
gert hin beztu skil, og verði
dæmt eftir fjölhæfni er ekki
hægt að ganga fram hjá Jó-
hannesi.
1 Verði hinsvegar dæmt eftir
því, hver hafi verið beztur á
ákveðnum stað hlýtur Hennann
að koma fyrst fram. Leikir
hans á íslandsmótinu og þó sér-
staklega á Skotamótinu voru
svo sérstaklega góðir, að eng-
inn leikmaður hér hefir sýnt
| betra á þessu ári. Að vísu voru
leikir hans á Reykjavíkunnót-
inu ekki góðir, en það hendir
beztu leikmenn að eiga sína
slæmu leiki.
! Björgvin hefir ekki verið
eins góður og undanfarin ár,
en Þorsteinn Einarsson aftur á
móti betri og er gaman til þess
að vita, þar sem hann hefir nú
tekið þátt í íslandsmóti í 15 ár,
„Svenska dagblatet“ skýrir
frá því, að samkvæmt útreikn-
ingum fasteignaski'ifstofunnar
í Stokkhólmi hafi byggingar-
iiostnaðurinn hækkað þar á
skömmum tíma um 20%. Innan
ýmsra byggingargreina hefiv
hækkunin verið talsvert meiri.
T. d. hefir hækkunin á sumum
tegundum af járn- og trjávöru
numið allt að 100%. Verð á
rafmagnsvörum hefir hækkað
um 25%. Að heildarhækkunin
hefir þó ekki orðið meiri en
20% stafar af því að einn
helzti útgjaldaliðurinn, vinnu-
laun, hefir næstum staðið í
stað.
Sömu sögu er að segja frá
Noregi. I Oslo er nú í smíðum
myndarlegt Stadshús (ráðhús),
sem var áætlað að myndi kosta
10 millj. kr. Nú þykir fyrir-
sjáanlegt að það muni fara um
4 millj. fram úr áætlun og staf-
ai það fyrst og fremst af verð-
hækkuninni.
HeSir Trotski sannSœrt
Chapiin ?
Charles Chaplin, sem hafði
tilkynnt þátttöku sína á móti,
1 er halda átti í Rússlandi 1 nóv-
| ember til að ræða um kvik-
myndir o. fl. hefir nýlega
i *
skrifað forstöðunefndinni og
I sagt að ekkert myndi verða úr
komu hans. í bréfinu segist
1 hann hafa talað oft við Trotski,
sem hafi sannfært sig um að I
Rússlandi ríkti ekki sosialismi
heldur einveldi og sökum þess
geti hann ekki þegið boðið.
(Politiken).
cn sem afmælisgjöf er ekki
hægt að veita honum bikarinn.
Ég gizka á að Hermann eða
Jóhannes hljóti bikarinn. Ann-
' ars fellur úrskurður nefndar-
! innar bráðlega, og verður gam-
| an að sjá hver heiðurinn hlýt-
ur. Mr. X.