Nýja dagblaðið - 24.09.1937, Síða 3
N Ý J A
DAGBLAÐIÐ
8
NÝJA DAGBLAÐH)
Útgeíandi: Blaðaútgáfan h.f.
Ritstjóri:
}>órarinn þorarinsson.
Ritstjómarskrifstofurnar:
Hafnarstr. 10. Sími 2323.
Afgr. og auglýsingaskrifstoía
Hafnarstr. 10. Sími 2353.
Áskriftargjald kr. 2,00 á mán.
{ lausasðlu 10 aura eint.
Prentsm. Edda h.f.
Sími 3948.
Er það satt?
Ætla „vinír Reykja-
víkur“ að okra á raí-
magninu i skjóli
væntanlegrar kola-
verðhækkunar ?
Það er býsna hljótt um raf-
magnsverðið í blöðum bæjar-
ins þessa dagana. Mbl. og Vísir
þegja. Alþýðublaðið þegir. Og
rafmagnsstjórinn er ófáanlegur
til að skýra bæjarbúum frá
því, hvert sé hið raunverulega
framleiðsluverð raforkunnar
frá Soginu.
Það, sem bæjarbúar hafa
verið að vonast eftir í þessu
máli, er að rafmagnsverðið
verði lækkað til muna. Menn
hafa látið sig dreyma um það,
að Sogsvirkjunin myndi marka
tímamót í bænum og áhrifa
hennar gæta meira og minna á
hverju einasta heimili. Menn
hafa búizt við, að hægt yrði að
nota Sogs-rafmagnið til suðu og
jafnvel til hitunar að meira eða
minna leyti. Menn hafa verið
að hrósa happi yfir því, að al-
drei framar myndu þeir tímar
koma, að reykvískar fjölskyld-
ur þyrftu að kaupa kolatonnið
fyrir 360 krónur, eins og dæmi
voru til á stríðsárunum.
En til þess að rafsuða eða
rafhitun geti komizt í kring að
nokkru verulegu leyti, þarf verð-
ið strax í byrjun að vera svo
lágt, að það sé alveg ótvíræð-
ur hagnaður að skipta um og
leggja í kostnað við þau nýju
tæki, sem umskiptunum fylgja.
Umskiptin taka alltaf nokkum
tíma. Og við vitum ekki hversu
langan tíma við höfum til að
þúa okkur undir eldsneytijsdýr-
tíð nýrrar heimsstyrjaldar.
En ýmsir fullyrða nú, þó ó-
trúlegt sé, að bæjarráðið líti
með nokkuð öðru móti á þetta
mál. Það er fullyrt, að þeir háu
herrar í bæjarráði, bollaleggi
nú sín á miíli á þessa leið:
Kolaverðið hefir hækkað og fer
enn hækkandi. Enginn veit,
hvað það hækkar mikið. En í
skjóli þessa hækkandi kola-
verðs, er okkur óhætt að á-
kveða hátt rafmagnsverð. Því
að þó að rafmagnið sé ekki
samkeppnisfært við kol nú, þá
verður það þó meira en sam-
keppnisfært þegar kolin halda
áfram að hækka. Og af tvennu
illu velja menn þó heldur þann
kostinn að kaupa rafmagnið. Á
þennan hátt getur bærinn
grætt á yfirvofandi eldsneytis-
U
Kommánistar vilja ekki að hinn nýi ilokk-
ur verði yfírlýstur lýðræðísílokkur, því
„borgaralegt lýðræði“ sé
„andstætt marxismanum“
Blöð Alþýðuflokksins og
Kommúnistaflokksins um þess-
ar mundir virðast bera þess
merki, að sameiningartilraun-
irnar, sem farið hafa fram
milli flokkanna, séu komnar út
um þúfur.
Það sem ætlar að valda frið-
slitum, er afstaðan til lýðræð-
isins, alveg eins og spáð var
hér í blaðinu fyrir nokkrum
dögum síðan.
Samkvæmt Alþýðublaðinu í
fyrradag, hefir samninganefnd
Alþýðuflokksins lagt megin-
áherzlu á tvö höfuðatriði í
stefnuskrá hins fyrirhugaða
nýja flokks. Fyrra atriði hljóð-
aði á þá leið, að takmark
flokksins væri að koma á sós-
iaíistisku þjóðskipulagi á Is-
landi, seinna atriðið að flokk-
urinn ætlaði sér að vinna að
valdatöku sósíalismans á lýð-
ræðisgrundvelli, eða eins og
það er orðað í tillögu nefndar-
innar, „viðurkenni rétt þjóðar-
meirihlutans til þess að ráða
málum þjóðarinnar og vinni á
grundvelli laga og þingræðis
að því að ná löggjafarvaldinu
og framkvæmdavaldinu í sínar
hendur, til þess að geta breytt
þjóðskipulaginu til samræmis
við stefnu sína“.
Þegar rætt var um þetta á
seinasta fundi samninganefnd-
anna, kom í ljós að samninga-
nefnd Kommúnistaflokksins,
eða a. m. k. meirihluti hennar,
var mótfallinn því, að flokkur-
inn væri þannig yfirlýstur lýð-
ræðisflokkur, og hefir því
samninganefnd Alþýðuflokksins
krafizt skýrra svara um þetta
atriði, þar sem hún telur að það
séu undirstöðuatriði fyrir því
að hægt sé að ræða um nokkra
sameiningu milli flokkanna.
Kommúnistaflokkurinn: munl
ekki hafa svarað þessu form-
lega ennþá, en í blaði flokksins
í gær er því lýst yfir skýrt og
skorinort, að framangreint orða
lag í tillögum Álþýðuflokksins
sé „andstætt marxismanum"
og „veki aðeins tálvonir hjá al-
þýðunni um gildi hins borg-
aralega þjóðskipulags".
Með þessari yfirlýsingu í
blaðinu virðist ekki annað séð,
en foringjar kommúnista ætli
sér ekki að taka þátt í stofnun
sósíalistisks lýðræðisflokks, en
vitanlega munu sósíalistar gera
það að höfuðskilyrði að hinn
nýji flokkur starfi á lýðræðis-
grundvelli, ef af stofnun hans
verður. Sameiningartilraunin
virðist þar með vera úr sög-
unni, þó formlega verði henni
kannske ekki hætt næstu daga.
Engum, sem nokkuð þekkir
til kommúnismans, koma þessi
endalok á óvart. Það sem að-
skilur kommúnista og sósía-
lista er ekki takmarkið sjálft,
sósíalisminn, heldur vinnu-
brögðin, eða réttara sagt að-
ferðin til þess að ná þessu tak-
marki. Sósíalistar vilja byggja
það starf á lýðræðisgrundvelli.
Kommúnistar vilja steypa þjóð-
skipulaginu með byltingu og
knýja hið nýja stjórnarform
fram !með einræði og ofríki.
Sameining tveggja slíkra
flokka getur aldrei orðið, nema
annarhvor þeirra hverfi yfir á
grundvöll hins. Meðalvegur
milli lýðræðisins og byltinga-
stefnunnar er ekki til.
Hjal kommúnistaforingjanna
undanfarin missiri um vernd-
un lýðræðisins gegn ásókn fas-
ismans hefir orðið til þess að
draga úr tortryggni ýmsra lýð-
ræðissinna gagnvart þeim. —
Ýmsir menn hafa byggt á
þessu þær vonir, að kommún-
istaforingjarnir væru eitthvað
að vitkast og án efa unnu þeir
flest atkvæði í seinustu kosn-
ingum á þessum vinalátum við
lýðræðið.
Nú fá þessir táldregnu kjós-
endur kommúnistanna að vakna
við vondan draum. Nú fá þeir
að taka á því áþreifanlega, að
>allt hjal kommúnistanna um
lýðræðið voru blekkingar og
látalæti, gerð til að draga at-
hygli frá hinni óvinsælu bylt-
ingarstefnu og til að ginna lýð-
ræðissinnað fólk til að kjósa
flokkinn. Nú fá þeir að sjá
kommúnistaforingjana klædda
sínu raunverulega skarti, lýsa
yfir því, að hið „borgaralega
lýðræði“ sé „andstætt marx-
ismanum“ og hinn sameinaði
verklýðsflokkur, sem þeir hafa
gyllt svo mjög fyrir íslenzkri
alþýðu, verði þessvegna að af-
neita því. Nú fá þeir að sjá
það, að það er byltingarstefn-
an, sem kommúnistaforingjarn-
ir dýrka, og þeir eru, þrátt fyr-
ir lýðræðisskvaldur sitt, reiðu-
búnir til að beita lýðræðið sömu
níðingstökum og nazisminn, ef
þeim gæfist tækifæri til þess.
Það sýnir líka stjóm þeirra í
Rússlandi bezt. Hvergi er hug-
sjón lýðræðisins meira svívirt
og fótumti'oðin um þessar
mundir, með daglegum aftök-
um á pólitískum andstæðingum
stjórnarinnar.
Þó það hafi frá upphafi mátt
telja mjög áhættusamt og ó-
viturlegt tiltæki hjá Alþýðu-
flokknum, að leggja trúnað á
lýðræðisskvaldur kommunista-
dýrtíð, ef við erum nógu
hyggnir til að byrja að selja
dýrt nú.
Það er nú sjálfsagt út af
fyrir sig nokkuð vafasamt, að
svona bollaleggingar muni ræt-
ast að öllu leyti. Það er nokkuð
óvíst, að, til þess væru heppi-
legar kringumstæður að skipta
um suðu- og hitunartæki í
húsum, eftir að aðal eldsneyt-
isdýrtíðin er skollin á. Og í
lengstu lög myndu menn vona,
að hún stæði stutt yfir.
En annað er þó höfuðatriði
í þessu máli. Það er algerlega
óverjandi framkoma og raun-
ar einstakt hneyksli, ef bæjar-
ráðið er að brugga þau launráð
gagnvart bæjarbúum, að láta
Sogsstöðina taka óeðlilegan
gróða í skjóli hækkandi kola-
verðs.
Rafstöðin við Ljósafoss er
þegar byggð. Hún er byggð á
ódýrum tíma. Stofnkostnaður-
inn er greiddur með láni. Vext-
ir og afborganir af því láni
verða nákvæmlega eins þó að
verðlag allt kunni að fara stór-
hækkandi á næstu árum. Útlit
fyrir verðhækkun á kolum eða
öðrum vörum, á því ekkj að
hafa nein megináhrif á ákvörð-
un rafmagnsverðsins nú.
Bæ j arst j órnar-meirihlutinn
hefir hingað til dyggilega fylgt
fram okurstefnunni í verzlun
sinni með gas, vatn og raf-
magn. En ef það er meiningin
að byrja nú á nýju og enn ó-
skammfeilnara okri á Sogs-
rafmagninu, í skjóli hugsan-
legrar kolahækkunar, þá fyrst
vita Reykvíkingar, hvað það
hefir að segja, að eiga „vini“
í bæjarstjórninni!
M á 1 v e r k
Þessa dagana er opin sýning
á 28 málverkum eftir Kristján
heitinn Magnússon listmálara,
Kristján H. Magnússon málari.
í vinnustofu hans á Skóla- |
' vörðustíg 43. Er þetta senni-
lega síðasta tækifæri, sem al-
! menningi gefst til að sjá á ein-
| um stað svona stórt safn af
verkum þessa efnilega og vin-
sæla listamanns, er lézt á bezta 1
aldri. Ætti • slíkt tækifæri að
! vera notað miklu betur en i
Óður
til Alverunnar
Alveruundrið stóra,
afl-lind þína ég teiga.
Þetta óráðsóra
aðrir kalla mega.
Allar bylgjur brotna
á bátnum litla mínum.
Ég er,. drottinn drottna,
drukkinn af mætti þínum, —
drukkinn af dagsins ljósi, —
drukkinn af húmi nætur.
Líf, þínu ljúfa hrósi
lauga ég hjartans rætur, —
fórna þér fegins huga
fögnuði mínum og tárum, —
öllu, sem átti að duga,
unaði og hjartasárum.
Okkar ég ástir næri:
Allt, sem ég tala og skrifa,
er þakklætisfórn, sem ég færi,
fyrir það eitt — að lifa!
Eftir dag margra dáða
draumský í vestri að eygja
gott er — og ganga til náða. .
Gaman verður — að deyja!
Kvíð ei, kvikur lýður,
þótt kvöldi og húmi um völlinn.
Sól og birta bíður
bak við Heljarfjöllin. . . .
Grétar Fells.
foringjanna og reyna til þess
að hafa samneyti við þá, verð-
ur það þó að teljast nokkur á-
vinningur, ef blekkingar þeirra
verða augljósari hér eftir en
áður. Og ótrúlegt er, ef afhjúp-
un þeirra blekkinga, hefir ekki
í för með sér verulega rýrnun
á fylgi kommúnistaforingjanna,
því vitanlegt er, að margir
hafa fylgt þeim af því þeir
tóku lýðræðisskraf þeirra al-
varlega, en ekki vegna bylt-
ingarstefnunnar.
asýning
raun er á, þessa daga sem sýn-
ingin hefir þegar verið opin.
Á sýningu þessari munu
vera flestöll þau málverk, sem
Kristján Magnússon átti óseld.
En verk hans seldust jafnan
vel, bæði heima og erlendis, svo
að hér er ekki um miklar
birgðir að ræða. Flest málverk-
in eru nýleg. Ber mest á mynd-
um frá Þingvöllum (14) og frá
Fjallabaksvegi (5). Stærsta
myndin og ein hin glæsilegasta
er Skaftafell með Öræfajökul í
baksýn, sterk mynd í litum og
formum. Er hún þegar seld.
Sýningin verður opin fram
að mánaðamótum, og ættu þeir,
sem unna fögrum listum, ekki
að láta hjá líða að sjó hana.
A. Siffm. ;
Xkvyll