Nýja dagblaðið - 05.01.1938, Blaðsíða 3

Nýja dagblaðið - 05.01.1938, Blaðsíða 3
NÝJA DAGBLAÐIÐ 3 NÝJA DAfíBLABIB Útgefandi: Blaðaútgáfan h.f. Ritstjóri: ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON. Ritstj órnarskrif stof urnar: Lindargötu 1,1. Símar 4373 og 2353 Afgr. og auglýsingaskrifstofa: Hafnarstræti 16. Sími 2323. kskriftargjald kr. 2.00 á mánuði. í lausasölu 10 aura eintakið. Prentsmiðjan Edda h.f. Sími 3948. Víð höium sctt nýtt andlít á landið. Við ætlum að setjanýttand- lít á Reykja- vík Framsóknarflokkurinn hefir í tuttugu ár starfað að því að setja sinn svip á landið. Ef Framsóknarflokkurinn hefði ekki verið til, myndi íslenzkum sveitum hafa blætt til ólífis á þessum aldarfimmtungi, eins og ensku sveitunum hvarf líf og þróttur á síðari helmingi 18. aldar í samkeppni við hina nýju vélamenningu og stóriðju. Vilji menn líta yfir íslenzkar byggðir má sjá túnaukann frá síðustu 20 árunum, áveiturnar, girðingarnar, garðræktina, húsabæturnar, mjólkurbúin, vegina, símana, brýrnar, sam- komuhúsin, skólana, embættis- mannabústaði og sjúkrahús. Þessar framkvæmdir hafa verið knúðar fram með sterkum á- tökum samvinnumanna í öllum byggðum og bæjum landsins. Þeir hafa gert fleira, en þetta er verk sem ekki verður um deilt í sögunni. Framsóknarflokkurinn bjargaði lífi íslenzkra byggða með hörkuátaki, meðan hættan var mest af samkeppni van- þroska vélaiðju. Nú snýr Framsóknarflokkur- inn sér að höfuðstaðnum, án þess þó að leggja til hliðar bar- áttu sína fyrir umbótum og aukinni menningu í hinum dreifðu byggðum og minni kauptúnum. En Framsóknar- flokkurinn snýr sér að málefn- um Reykjavlkur, af því að þess er full þörf, af því að Reykjavík er nú í jafn mikilli hættu um framtíð sína eins og hinar dreifðu byggðir voru fyrir 20 árum síðan. Með sókn sinni í bæjarmálum Reykjavíkur ætla Framsóknarmenn að koma með sin úrræði, sinar tillögur, sínar skapandi hugmyndir, og þeir vita að þeim muni takast, eins og í sveitunum, að setja nýjan svip á bæinn, að gera hann verðugan höfuðstað fyrir það land, sem hann á að vera til gagns og sæmdar. í Reykjavík býr nú nálega þriðjungur þjóðarinnar. Bærinn vex með ári hverju. Atvinnan minnkar og dýrtíðin vex. Stór- skipastóllinn, sem var undir- staða hins öra vaxtar, er stöð- ugt að minnka. Árlegt tap er Stærsta mál síðasta Alþíngís (Niðurlag). XI. Það myndi vanta tilfinnanlega kafla í þessa grein, ef ekki væri sýnd nokkur viðleitni að skýra þá gátu, hvers vegna Alþýðufl. hóf þessa herferð á hendur sam- starfsflokki sínum, sem nú er lokið með svo yfirlýstum ósigri þeirra, sem stóðu að þessari virðulegu styrjaldarbyrjun. Ef Jón Sigurðsson, Páll Þor- björnsson og Finnur Jónsson hefðu komið vel og sanngjarn- lega fram í verksmiðjustjórninni — ef þeir hefðu lagt stund á að hafa duglegan forstöðumann og gætilegan og framsýnan rekstur á verksmiðjunum, þá hefðu full- trúar þeirra í stjórn verksmiðj- anna setið þar enn með sæmd og friði, eins og Jón Baldvinsson í Útvegsbankanum. Öll skynsam- leg hyggja og almenn 'reynsla sómafólks um sambúð andstæð- inga við vandasöm störf, hlaut að benda Jóni Baldvinssyni og félögum hans á algerlega gagn- stæða leið heldur en þeir fóru. Skýringin er auðsæ. Leiðtogar socialista í sildarmálunum komu þangað eins og nýríkir menn, sem erft hafa auð eftir aðra, og þeir hafa siglt upp á sama sker eins og nýríkir menn, sem týna skjótt auði, sem þeir hvorki hafa kunnað að afla eða gæta vel. Allir þessir menn hafa fengið mannvirðingar sínar í síldarmál- unum fyrir vinnu Framsóknar- manna. Ekki höfðu Jón Sigurðs- son eða Páll Þorbjörnsson upp- á hverju skipi. Aðalatvinna bæj- arins sýnist á undanförnum ár- um hafa verið rekin sem góð- gerðastarfsemi af bönkum landsins, sem sjálfir eru eins fátækir og fyrirtækin, sem þeir reyna að styðja. En eftir því sem atvinnan og framleiðslan minnkar, eru fleiri sem þurfa að lifa á því litla sem framleitt er. Útsvörin hækka gegndarlaust, ár frá ári. Allt af eru fleiri og fleiri sem þurfa að fá óarðbæra neyðar- vinnu, og fleiri og fleiri sem alls ekki vinna neitt fyrir brauði sínu og sinna, heldur kasta sér beint á sveitina. Þessi bær á engar opinberar byggingar nema fyrir skólabörn, og þó miklu minna en vera ætti í þeirri grein. Reykjavík á enga kirkju, ekkert sjúlcrahús, enga skóla nema fyrir börn, ekkert ráðhús eða skrifstofubyggingu, enga leikvelli, engin íþrótta- svæði, engin verkstæði, eða smiðjur til nokkurrar fram- leiðslu. Bærinn á ekki einu sinni skipulag um byggingar sínar. Eyrarbakki og Keflavík eiga skipulag, en Reykjavík ekki. Forráðamenn bæj arins hafa óskað að mega vera á eftir kauptúnum í þessu efni. Eftir aldarfimmtung mun mega sjá merki þeirrar baráttu, sem nú er hafin, að setja nýtt andlit á Reykjavík. J. J. hugsað verksmiðjugerð fyrir rík- ið á Siglufirði, ekki útvegað féð til þess, enn síður staðið fyrir byggingunni og stýrt rekstrinum á hinum örðugu byggingarárum. Þeir koma inn í stjórn þessa milljónafyrirtækis upp úr kosn- ingasigri Framsóknarmanna árið 1934. Þeir voru ókunnir öllu sem að verksmiðjurekstrinum laut. Annar fékk sæti í stjórninni sem venjulegt pólitískt bein, hinn til að vera atkvæðaleitandi fyrir flokk sinn noröanlands. Þeir höfðu hvorki tekið þátt í lang- vinnu baráttustarfi fyrir flokk sinn, eða haft nokkurn þann undirbúning, sem gerði það eðli- legt, að þeir kæmust í stjórn þessa stórfyrirtækis. Þeir voru í síldarbræöslumálunum algerlega sambærilegir við vanmentaða menn, sem án eigin tilverknaðar fengu skyndilega stórgróða á styrjaldarárunum, keyptu sér síðan gamla kastala og hugðust að lifa eins og herramenn. Slíkir menn vissu að heldra fólk hafði mikið af málverkum á veggjum í slíkum húsum, og bókaskápa, hlaðna bókum. Þess vegna keyptu þeir í kastalana málverk í fermetrum og bækur í smálest- um. Algerlega sama reynsla varð með þessa tvo fulltrúa Alþýðu- flokksins í verksmiðjustjórninni. Þeir komu alveg óviðbúnir inn í stórt fyrirtæki, sem Framsókn- armenn höfðu byggt upp, og þeir komu þangað sem stjórnarmenn eingöngu fyrir það, að Fram- sóknarmenn réttu stórlega við í kosningunum 1934, þó að allir aðrir flokkar væru á móti þeim. Menn eins og Jón og Páll eru átumein ungum lýðræðisflokki. Þeir komast, fyrir vinnu annarra til skjótra mannvirðinga, án þess þroska, sem aðeins fæst með margháttaðri baráttu og tamn- ingu við meöferð áhugamála, sem eftir er að framkvæma. Á Alþýðuflokkinn hefir á síðustu árum hlaðizt talsverður liðsauki af þesskonar fólki, sem flýr burtu við fyrstu hret, og flokk- urinn er betur farinn að missa, heldur en að hafa við tjaldskar- ir sínar. Frh. á 4. síðu. „F £ ii g£:r a,fö n“ Það hefir löngum verið draum ur sumra Alþýðuflokksforingj - anna, að Framsóknarflokkurinn hyrfi af stj órnmálasviðinu og þeir fengju einir að takast á við íhaldið. Þrátt fyrir stjórnarsamvinnu við Framsóknarflokkinn á und- anförnum árum hafa þessir menn líka gripið flest hugsanleg tækifæri til að vinna að því, að þessi draumur þeirra gæti rætzt. í þeim tilgangi var stofnað til friðslita við Framsóknarflokkinn á síðastl. ári. Framsóknarflokkn- um var ætlað að tapa á Kveld- úlfsmálinu. Alþýðuflokkurinn átti að stækka í kosningunum á kostnað Framsóknarflokksins. Um það var ekki hirt, að láta kosningarnar frekar snúast, um mál, sem drægu úr fylgi íhalds- ins. í sama tilgangi var ofsóknin hafin gegn Framsóknarflokkn- um á Siglufirði. Þar átti að upp- ræta allt fylgi Framsóknar- flokksins og færa það yfir til Alþýðuflokksins. Framsóknar- flokkurinn átti að tapa sýslunni, Garðar Þorsteinsson að verða kjördæmiskosinn og Alþýðuflokk urinn að fá uppbótarmann. Það var fyrir öllu að eyðileggja Framsóknarflokkinn og ekki um það hirt, þó íhaldið græddi líka á ósigri hans. Ný herferð gegn Framsóknar- flokknum er nú enn einu sinni hafin í blöðum Alþýðuflokksins. í þetta sinn er sótt að þeim manni, sem öðrum fremur er brautryðjandi Framsóknar- flokksins og unnið hefir með mestum árangri að því að fram- kvæma stefnumál flokksins; þeim manni, sem vegna baráttu sinnar fyr og síðar verðskuldar mest traust flokksmanna sinna til að hrinda áhugamálum þeirra í framkvæmd. Alþýðublaðið veit það mæta- vel, að takizt því að gera þennan mann tortryggilegan og draga úr áhrifum hans muni það hafa varanlegt tjón í för með sér fyrir Framsóknarflokkinn. Þessvegna er nú að honum vegið á hinn ódrengilegasta og ómaklegasta hátt. Svo langt er gengið að talað er um það eins og smánarblett á Nýja dagblaðinu, „að fingraför Jónasar Jónssonar" sjáist á greinum þess! En hvaða áhrifamikið blað, sem stutt hefir Framsóknarflokkinn, hefir ekki fyrst og fremst hlotið einkenni sín, áhrif og vinsældir af fingraförum Jónasar Jóns- sonar? Eru það ekki hin glæsi- legu skrif hans, sem átt hafa drýgstan þátt í því að kynna stefnu flokksins? Er það ekki þær hugsjónir, sem hann hefir gert að málum Framsóknar- flokksins, er aflað hafa flokkn- um mestra áhrifa? Og hvaða stórmál í landinu, sem framkvæmt hefir verið á seinustu tveim áratugum, ber ekki meira og minna af „fingra- förum“ Jónasar Jónssonar, sem hafa oft átt mestan þáttinn í því að koma þessum málum í framkvæmd? Nei, Alþýðublaðið hræðir ekki Framsóknarmenn með „fingra- förum“ Jónasar Jónssonar. Hitt skal viðurkennt, að það er full- komin ástæða fyrir andstæðing- ana að óttast þau, því þau hafa venjulegast nægt til að hrinda nátttröllum úr vegi góðra mál efna, hvort heldur sem þessi nátttröll hafa verið í mynd íhalds eða socialisma. Alþýðublaðið þykist kannske hafa enn frekari ástæðu til þess aö ráðast gegn Jónasi Jónssyni vegna þess að hann gengur nú fremstur til baráttu gegn meiri ÚTLÖND: Mjólkurdeílan í Noregí Fyrir áramótin leit út fyrir að mjólkurverkfall myndi verða í stærstu borgum Noregs. Bíl- stjórar, sem önnuðust mjólkur- flutninga, og starfsmenn mjólk- urstöðva, heimtuðu kauphækk- un. Til samanburðar við kaup- gjald hér má geta þess að í Oslo voru laun verkamanna við mjólkurstöðvar kr. 71.50 á viku og laun bílstjóra kr. 75.00 á viku. Laun kvennanna vorú kr. 46.20 á viku. Alls munu þessir starfsmenn, sem hótuðu vinnustöðvun, hafa verið um 660. En bændurnir, sem selja mjólk til hlutaðeig- andi mjólkurstöðva, eru 35.000. Tekjur fjölmargra þeirra eru mun minni en starfsmannanna, sem heimtuðu kauphækkun. í þessari deilu voru því at- vinnuveitendurnir miklu fleiri og margir ver settir fjárhags- lega en verkfallsmennirnir. Til að afla sér ekki óvinsælda í borgunum, sögðu verkfalls- menn, að þeir myndu veita bændum leyfi til að flytja mjólk sína í bæinn og koma henni til neytenda. Var von þeirra sú, að bændum yrðu slíkir flutningar svo erfiðir, að þeir myndu fljót- lega gefast upp á þeim. Bændur svöruðu þessu líka þannig, að þeir myndu ekki þiggja þetta boð og meðan verk- fallið stæði yfir, myndu þeir ekki flytja einn einasta mjólk- urdropa til borganna. Ef ein- hverjir bændur ætluðu að sker- ast úr þeim samtökum, myndu þeir hjálpast að um að stöðva það. Borgarbúar fengu því full- komlega aö verða fyrir barðinu á verkfallinu. Þegar málið var komið á þetta stig fór verkfallsmönnum ekki að lítast á blikuna. Fyrir at- beina ríkisstjórnarinnar frest- aði norska Alþýðusambandið verkfallinu fyrst í stað í þrjá daga. Þegar sá frestur var út- runninn, var hætt við að gera nokkurt verkfall og fallizt á að þriggja manna gerðardómi yrði falið að kveða upp bindandi úr- skurð. Tilnefndu aðilar sinn manninn hvor og hlutlaus aðili þann þriðja. Með því samkomulagi var mjólkurdeilan úr sögunni. Um úrskurð gerðardómsins hafa enn ekki borizt fréttir hingað. hlutavaldi íhaldsins í Reykjavík. Það getur meira en vel verið, að blaðið óttist, að það hjálpi ekki til að láta þann draum social- ista-leiðtoganna rætast, að Framsóknarflokkurinn sé minnk andi flokkur. Það er engan veg- inn ólíklega til getið hjá Alþýðu- blaðinu, að mörgum fleiri borg- urum þessa bæjar en Framsókn- armönnum þykir orðið nóg um hin dáðlausu tök íhaldsmanna og socialista á bæjarmálum Reykjavíkur og óski einmitt eft- ir að á þeim sjáist þau fingra- för Jónasar, sem oftast áður hafa reynzt drýgst í því að koma stærstu hagsmunamálum al- þýðunnar í framkvæmd.

x

Nýja dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.