Nýja dagblaðið - 05.02.1938, Blaðsíða 4
REYKJAVÍK, 5. FEBRÚAR 1938
NYJA DAGBLAÐIÐ
6. ÁRGANGUR — 29. BLAÐ
ÆXOKGamla BíóOKSft
l Hann rændi ji
brúðinni
V Fjörug og skemmtileg am- í
:
erísk gamanmynd. ,•
m* Aðalhlutverkin leika hinir /
jj vinsælu Ieikarar \
£ í
Joan Crawfortl I;
Og £
Clark Gablc. jf
WWWJVJWJWWJWJWJW
V. w
IfM
LEIINEIit UTUIfíUI
»Fyrírvínnan«
Eftir W. Sommerset Maugham.
Sjónleikur í 3 þáttum.
Sýning á morgun (sunnud.) kl. 8.
Aðgöngumiðar seldir í dag frá
kl. 4 til 7 og eftir kl. 1 á morgun.
LÉREFTSXTJSKCR
hreinar og heillegar,
(mega vera mislitar),
kaupir Prentsmiðjan
EDDA h.f., Lindar-
götu 1D.
>AAAAAAAAAAAA
Norðurlönd eru stórveldi ávíðskípíasviðínu
Framh. af 2. síðu.
mörk, Finnland og Noregur, hafa
lækkað skuldir sínar um 14—65%
á síðastl. 5 árum, en ísland og
Svíþjóð hafa aukið erlendu
skuldirnar. Svíþjóð úr 17 millj.
£ árið 1930 í 34 millj. £ 1935, en
þess ber að gæta, að Svíþjóð á
742 millj. £ útistandandi hjá
öðrum þjóðum í lánum. Skuldir
íslands hafa á árunum 1928—35
aukizt úr 2.4 í 4.5 millj. £. Þess
hefir láðst að geta í bókinni
hverjar eru orsakÍT til þessarar
auknu lántaka íslands. Að ís-
land er nú fyrst komið í tímabil
iðnbyltingarinnar. ísland er nú
fyrst á þessum síðustu árum að
byggja upp iðnfyrirtæki og önn-
ur þýðingarmikil atvinnu- og
menningartæki og að það er til
þess að skapa atvinnu og verð-
mæti á íslandi, sem lánin eru
tekin. En hin Norðurlöndin
gengu í gegnum þetta tímabil
fyrir aldamót.
Eins og ljóst verður af þeim
dæmum, sem tekin hafa verið
hér að framan, er mikill fróð-
leikur fólginn í bók þessari.
Hún mun hafa stórmikla þýð-
ingu fyrir Norðurlöndin, til
þess að kynna þau og auka
þeim álit um allan heim. Okkur
íslendingum er það án efa
mikill áviningur að vera þarna
með í starfi nefndarinnar og
útgáfu þessarar bókar. The
Northern Countries in World
Economy hefir verið gefin út í
75 þúsund eintökum í Englandi
og send í þúsundatali til allra
menningarlanda heimsins, og
hvarvetna þar, sem ég hefi frétt
vakið mikla athygli. Það hafa
víst fæstir gert sér í hugarlund
fyr, hve þýðingarmikill aðili
Norðurlöndin eru í raun og veru
i heimsviðskiptunum.
Af því að það er nokkuð skylt
mál, vil ég geta þess, að Norrænu
félögin beittu sér fyrir því nú í
vetur, að hafizt væri handa að
athuga möguleika fyrir auknum
viðskiptum innbyrðis milli Norð-
urlandaþjóðanna, og á hvern
hátt þau gætu stutt hvert annað
fjárhagslega. Félagið efndi til
verðlaunasamkeppni í öllum
löndunum og greiðir 23 þúsund
sænskar kr. í verðlaun fyrir beztu
ritgerðirnar. íslendingar hafa
niöguleika til þess að fá 4000 kr.
í verðlaun fyrir slíkar ritgerðir.
Ég vil nú um leið hvetja menn til
þess að taka þátt í þessari sam-
keppni, og benda þeim á, að bók
sú, sem ég hefi gert að umræðu-
efni hér, er einkar hentug til
þess að afla sér nauðsynlegs
fróðleiks um löndin, þegar skrifa
á um fjárhagslegt og viðskipta-
legt samstarf Norðurlandaþjóð-
anna.
Guðl. Rósinkranz.
Gula bandið
er bezta. og ódýrasta smjörlíkið.
í heildsölu hjá
Samband fsl. samvinnufélaga
Sími 1080.
Aðalfundur
FískiSélagsins
Framh. af 1. slðu.
úr þeirri spurningu, hvort murt-
an í Þingvallavatni væri bleikju-
uppfæðingur eða sérstakur kyn-
stofn. Óyggjandi úrskurður er
enn ekki fenginn, en mjög sterk-
ar líkur benda til þess, að murt-
an sé sérstakur kynstofn. Er
það í samræmi við skoðun þeirra
alþýðumanna, sem bezt þekkja
til fiskigangna í vatninu.
í marz í fyrra mætti Árni af
hálfu íslands á fiskifriðunar-
ráðstefnu 1 London, þar sem
meðal annars var rætt um al-
gerða friðun Faxaflóa um á-
kveðið árabil í sumar hélt haf-
rannsóknarráðið svo ráðstefnu í
Kaupmannahöfn, þar sem kosin
var nefnd til að lirinda þessu
máli fram. Á Árni sæti í henni.
Er slík friðun Faxaflóa hugsuð
í tilraunaskyni.
Þorsteinn Loftsson vélfræði-
ráðunautur gerði grein fyrir
ýmsum leiðbeiningum, sem hann
hafði mönnum í té látið, og
námskeiðum, sem haldin hefðu
verið.
Þórður Þorbjörnsson fiskiðn-
fræðingur skýrði frá rannsókn-
um á gæðum og gildi ýmissa
sjávarafurða, sérstaklega lýsis
og fiskimjöls og tilraunum á
vinnslu á brjóskfiskum, háfi og
hákarli. Það þykir sýnt, að háfs-
búkurinn sé feitari en hákarlinn,
en enn er ekki full rannsakað
hvort vinnsla á þessum fiskum
getur borið sig.
Fiskiþingið mun hefjast inn-
an fárra daga og verða ýms
merkileg mál tekin þar til um-
ræðu.
ÚTBREIÐIÐ
NÝJA DAGBLAÐIÐ!
SWSS? Nýja Bíó SSSSSS.
í í
:;Ungmærín|;
:■ I r e n e :■
Áhrifamikil þýzk kvikmynd jj
frá Ufa, um þroskaferil
tveggja ungra stúlkna, sem
eru að vakna til lífsins.
Aðalhlutverkin leika
í Lil Dagover, Sabine Peters, V
[I Karl Schönböck o. fl. í
I; Börn fá ekki aðgang. /
'.V.V.V.V.VAV.V.V.V.V.V.V
Úr öllum áttum
Rauðu norðurljósin, sem sáust
hér fyrir nokkrum dögum, sáust
um mest alla Evrópu og í Nýja
Sjálandi varð þeirra einnig vart.
Á sumum stöðum vöktu þau
skelfingu, því menn héldu, að
þau boðuðu heimsendir.
Sérfræðingar segja, að mest
beri á rauðum norðurljósum þau
ár, sem sólblettirnir eru minnst-
ir. 1926 sáust t. d. oft rauð norð-
urljós, en þá var óvenjulega lít-
ið af sólblettum. Ennfremur spá
sérfræðingarnir því að rauð
norðurljós muni sjást aftur í
vetur eða eftir 27—30 daga frá
þvi þau sáust fyrst.
*
Norski fréttaritarinn, frú Lise
Lindbæk, er nýkominn frá
Spáni, en þar hefir hún dvalið
meðal hersveita stjórnarinnar í
nokkra mánuði. Hún telur að
um 10 þús. útlendingar séu í liði
stjórnarinnar, en á sjálfum víg-
stöðvunum sé ekki nema helm-
ingur þeirra. Hinir séu allskonar
fagmenn. Um 800 af þessum út-
lendingum eru frá Norðurlönd-
um, flestir frá Danmörku og
Svíþjóð og 100 frá Noregi.
FESTARMEY FORSTJÓRANS 19
ina. Það var eins og ég hefði sök á samvizkunni, og
herti upp hugann til þess að segja það, sem mér lá á
hjarta.
7. KAPITULI.
Hringurinn er valinn.
„Viðvíkjandi þessum trúlofunarhring, hr. Waters."
„Já?“
„Ég býst við, að ég eigi að setja hann upp, strax og
þér hafið keypt hann?“
„Það var hugmyndin," sagði hann og sneri sér að
mér og leit á mig. Ég horfði á stóru.hvítu og blámáluðu
strætisvagnana, sem mjökuðust eftir götunni. Þó sá
ég, skýrar en umferðina, fyrir mér andlitin á stúlkun-
um þremur, fyrirlitningarsvipinn, eða öllu heldur
reiðisvipinn, — svip, sem félagsbundinn iðnaðarmaður
þættist hafa rétt á að sýna verkfallsbrjót, meðan á
verkfalli stæði.
„Já, auðvitað. Þér eigið að setja hann upp strax.
Hvað annað?“
„Og sýna hinum?“
„Auðvitað." Hann horfði á mig enn meira hissa,
líka dálítið óþolinmóðlega. Ég held að honum hafi
fundizt, sem nú ætti með ergilegu tali að breyta hinum
þrauthugsuðu fyrirætlunum hans.
„Ég á að sýna hinum hann og láta þær vita, að ég
hafi lofazt yður?“
Hann svaraði þessu með annari spurningu.
„Segið mér, ungfrú Trant, hafið þér orðið fyrir
nokkrum vandræðum á skrifstofunni vegna þess, að
þér hafið farið með mér út í mat?“
„Ne-i.“ Svo bætti ég fljótlega við: „Náttúrlega ekki.
Það hefir verið óþægilegt. Þér gátuð búizt við, að það
yrði nokkuð óþægilegt, — að minnsta kosti fyrir
mig!“
„Ha? Hafa þessar stúlkur valdið yður óþægindum.“
„Nei, nei, nei,“ flýtti ég mér að segja. Því aftur
virtist mér mega heyra í athugasemd hans hið misk-
unnarlausa: Jœja, þá geta þær bara farið! Og ég gat
ekki látið reka stúlkurnar, þótt ég hefði haldið stundu
áður, að ég gæti róleg horft á þær kyrktar. „Það er að-
eins dálítið erfitt að gefa útskýringarnar."
„Þetta mun skýra allt,“ mælti húsbóndi minn kulda-
lega, um leið og bifreiðin staðnæmdist fyrir utan
skartgripaverzlunina.
Vikadrengur, í grænum, silfurbryddum einkennis-
búningi, opnaði glerhurðina fyrir okkur. Waters lét
mig ganga á undan sér inn í búðina, er var lögð mjúk-
um gólfteppum. Þar voru löng sýningarborð úr gleri
og likön klædd hvítu flaueli og á þeim tindruðu, blik-
uðu og glóðu perlur og demantar — gimsteinar af
öllum gerðum.
„Þegar kona sér blóm, mýkir það og blíðkar skap
hennar. Hinsvegar hvetja og æsa gimsteinar hana.
Ef til vill er það af því, að þeir eru tákn þess takmarks,
er aldrei næst, og að hún veit ennfremur, að ef hún
fengi þessa hálsfesti að gjöf, eða þvílíka gimsteina,
eða svona eyrnahringa, þá myndi fegurð hennar tí-
f aldast.... “ Þannig mælti Sidney Vandeleur eitt sinn
við mig. Eftir að hann vann í listiðnaðarsamkeppninni
um teikningar að belti, smíðuðu úr silfri, greipt perlum
og gimsteinum, hefir hann haft mikinn áhuga fyrir
skartgripum. Og Cicely, stúlkan með rauðu lokkana,
gaf einu sinni þá játningu, að hún skyldi giftast átt-
ræðum öldungi, ef hann gæti gefið henni reglulega
fallega festi úr svörtum perlum!
En þetta var nú allt í gamnl. Hér var um hrein við-
skipti að ræða--------
Lítill maður, fitugljáandi í framan, í lafajakka og
með hrokkið hár, hneigði sig yfir búðarborðið og brosti
smeðjulega við okkur. í huga mér nefndi ég hann
herra Leví. Ungfrú Robinson hefði þurft á öllum leik-
arahæfileikum sinum að halda, til þess að geta hermt
eftir smeðjulegu röddinni.
„Má mér hlotnast sá heiður að þóknast yður?“
„Okkur langaði til að líta á nokkra hringi,“ mælti
húsbóndi minn.
„Trúlofunarhringi, auðvitað herra.“
„Já, auðvitað," sagði Waters og starði kuldalegum,
stálgráum augunum á úfið höfuðið á kaupmanninum.
„Jæja------“
Ég fann, að hann var nærri búinn að segja þetta
venjulega: „Jæja, ungfrú Trant,“ en hann áttaði sig.
„Hvaða steina viljið þér helzt,“ spurði hann mig
áfjáður.
„Ég? Ó, hvað hefir það að segja? — Ég meina, mér
er alveg sama!“
Ég minntist þess að ýmsar vinstúlkur mínar höfðu
sagt mér frá því í gamla daga, er þær voru að velja trú-
lofunarhringa sína; ég hafði séð þá marga. Ein stúlka,
sem átti unnusta, er hafði Zigeunablóð í æðum, hafði
valið Zigeuna-silfurhring. Önnur hafði húðaðan tin-
hring, með áletruninni: „Gjöfin er lítil, en ástin er
allt."
Ég fór að hugsa um, hvílík ósvinna það væri af for-
stjóranum, að ætla að senda mig eina til stúlknanna,
til að hampa hringnum hans framan í þær.
Aftur sauð upp í mér reiðin við Waters, eins skyndi-
lega og mjólk 1 skaftpotti, sem ekki er gætt. Svo, er ég
heyrði að hann sagði kæruleysislega: „Við skulum
segja demanta, er það ekki?“
„Já, demanta. Demantar eru alltaf peningar eftir á.