Nýja dagblaðið - 22.03.1938, Blaðsíða 2

Nýja dagblaðið - 22.03.1938, Blaðsíða 2
2 N Ý J A DAGBLAÐIÐ Frá Tengchow til Islands Ólafur Ólafsson trúboði scgír frá margra vikna fcrðalagi í Kína í haust og afleíðingum ófriðarins í Shanghai ÓlafurÓlafsson kristniboði var meðal þeirra, sem komu með Drottningunni í gærmorgun. Hefir hann verið austur í Kína í full níu ár samfleytt, en trú- boðsstarf sitt þar eystra hóf hann árið 1921. Fréttaritari Nýja dagblaðsins hitti Ólaf snöggvast að máli í gærkvöldi. Starf Uristniboðanna — Heimkoma mín, sagði hann, stendur ekki neinu sambandi við stríðið sem nú er háð í Kína. Hún var ákveðin áður. Ég hefði jafnvel fremur kosið að vera en fara, sökum þeirrar áhættu, sem er samfara ferðalögum þar eystra um þessar mundir. Hinar norsku trúboðsstöðvar, sem ég starfa við, hafa aðsetur sitt nyrzt í Mið-Kína, fjarri vígvöll- unum. Við kristniboðarnir erum samtals sjötíu og höfum stöðvar okkar í ellefu stórum bæjum. Bærinn, sem ég starfa í, heitir Tengchow. Starf okkar kristni- boðanna er þrennskonar, pré- dikunarstarf, fræðslustarf og líknarstarf. Við rekum t. a. m. eina sjúkrahúsið, sem til er á svæði, er sex milljónir manna byggja. Samgönguleiðir til miS-Kína Við lögðum af stað 27. okt. frá höfuðstöðvum kristniboðsins í Laohokow, ég, konan mín og börn okkar fimm, á kínverskum fljótabáti. Á bátnum var dálítið skýli. Lögðum við farangur okk- ar í botninn, breiddum sængur- föt ofan á hann og höfðumst þar við öll sjö þá átta daga, sem við vorum á leiðinni til Hankow. Urðum við að láta sem minnst á okkur bera, því að mikið er um ræningja á þessum slóðum, sem hyggja þar helzt von fanga, sem útlendingar eru. Kínverska stjórnin getur engri vernd heitið útlendingum, þegar langt inn í landið kemur. Þegar til Hankow kom, urðum við fyrst vör stríðsins. Borgin hafði þegar orðið fyrir nokkrum loftárásum og ein sprengja hafði drepið um tvö hundruð manns skömmu áður en við komum. Allsstaðar var verið að grafa skýli, þar sem óhult væri fyrir sprengjum og víða festar upp hegðunarreglur, þegar loftárás- ir bæri að. Frá Hankow eru þrjár leiðir til sjávar. Þaðan liggur járnbraut til Kanton og með henni er flutt mikið af hergögnum og vörum inn í landið og nú er hún eina samgönguleiðin, sem tengir Mið- Kína við umheiminn. Um þessar mundir gerðu Japanir daglega .loftárásir á járnbrautina. Einn dag, meðan við vorum í Hankow,var járnbrautin eyðilögð á 80 stöðum á 30 km. löngu svæði. En Kínverjar hafa til þessa dags gert jafnharðan við skemmdirn- ar og er það til marks um þraut- seigju þeirra. Vegna þessara tíðu loftárása, voguðum við ekki að fara með járnbrautinni. Með flugvélum var okkur ekki heldur kleift að fara, sökum kostnaðar, auk þess, sem við gát- um engan farangur tekið með okkur í flugvél, sem þó var nauð- synlegt, meðal annars vegna mismunandi loftslags. í Singa- poore vorum við til dæmis í 30 stiga hita og í Oslo í 20 stiga frosti. Þriðja leiðin var að halda niður Bláafljótið, en því höfðu Kín- verjar lokað með sprengjudufl- um neðan við Nanking, svo að herskip Japana kæmust ekki upp eftir því. Mörg ensk skip voru þannig innilokuð á fljót- inu. Vöruflutningar fóru þó sem áður fram, eftir glömlum og krókóttum skipaskurði. TSi&ur Blúafljótið Við fengum far niður fljótið með ensku skipi og töldum okkur tiltölulega örugg undir brezkum fána. Þó var ensku skipi sökkt um sama leyti og jafnvel tveim herskipum, ensku og amerísku, litlu síðar. Við komum til Nanking kvöldið eftir að 111. loftárásin var gerð á borgina. Frá Nanking fórum við á vélbát, með kínverskan fijóta- bát, sem flutti farangur okkar í eftirdragi, eftir skurðinum, sem ég minntist á áður. Ferðin stóð í tvö dægur og var þreytandi og erfið, þvi að hinn þröngi og krókótti skurður var yfirfullur af vöruflutningabátum. Þegar aftur kom út á Bláa fljótið, fórum við um borð í enskt skip, sem flutti okkur til Shanghai. Á þremur stöðum sá- um við japönsk herskip, mörg hundruð saman. Þau voru flest máluð svört með hvitum tölum á síðunum. Þau hétu Kalifornia Maru, Australia Maru o. s. frv., og réðum við af því, að þau hefðu áður verið flutningaskip eða far- þegaskip, en verið dubbuð upp til hernaðarins. Önnur voru grá að lit og lágu í löngum röðum meðfram ströndinni. Það voru hin eiginlegu herskip. I Shanghai Það fyrsta, sem við sáum frá Shanghai, var reykur frá brenn- andi borgarhlutum. Þá var eldur laus víða í borginni og stórbrun- ar á tólf stöðum. Þegar til Shanghai kom, frétt- um við, að borgin hefði fallið í hendur Japönum þremur dögum áður. Það var ömurleg sjón, sem við okkur blasti. Húsin meðfram ánni, sem borgin stendur við, Soochow-lækinn, voru öll í rúst- um. Kínverjar gera gys að Jap- önum fyrir það, hversu lélegir skotmenn þeir séu, en hér virð- ast þeir eigi að síður hafa hitt og hitt vel. Sumstaðar stóðu reykháfar stórra bygginga einir eftir. Eina byggingu sá ég lítt skemmda. Á hana voru letruð árnaðarorð til Japana, á ensku, stórum, rauðum bókstöfum. í erlenda borgarhlutanum voru allar götur þaktar fólki. Þar höfðust um 700 þúsundir flóttamanna við. Þetta fólk hafði : flest verið á flækingi í þrjá mán- i uði. Á hverjum degi fann lög- reglan yfir tvö hundruð lík manna, sem látizt höfðu úr ves- öld. Sjúkrahús öll og skýli voru yfirfull af særðu fólki. Tugir þúsunda höfðust við á hjálpar- stöðvum Rauða krossins. Kólera hafði geisað í borginni og höfðu 90 manns dáið úr henni í einu sjúkraskýlanna á einni nóttu. Ég hafði meðferðis kvik- myndavél og i Shanghai tók ég myndir á síðustu filmræmuna. Þessar myndir, ásamt öðrum, er ég tók í Peking áður en stríðið hófst, og víðar, mun ég sýna hér í Reykjavík á næstunni. Engin erlend skip komu til Shanghai um þessar mundir og urðum við að bíða í átta daga. Þá vorum við loks svo heppin, (vrh. á 4. síðu.J Ólafur og Herborg Ólafsson kristniboðar og börn þeirra. Hiðl venjulega sumaraámskeið fyrír stúlkur á Laugarvatní hefst 25. apríl næstkomandí. Nánari upplýsingar gefur Bjarní Bjarnason. m n»Hi ii fáum vér með m.s. „Dr. Alexandrine** þ. 26. næstk. Pantanír sendíst oss fyrír þ. 24. þ. m. Samband fsl. samvinnufélaga Sími 1080. Tílkynnmg frá Gjaldeyrís- og innflutnlngsnefnd. Hér með er skorað á alla þá, eða aðstandendur þeirra, sem óska að fá yfirfærslur vegna náms erlendis á yfir- standandi ári, að senda oss hið fyrsta, og í síðasta lagi fyrir 15. apríl n.k., skýrslu um eftirgreind atriði: 1. Námsgrein, og einnig við hvaða skóla eða stofnun námið er stundað. 2. Hve langan tíma er gert ráð fyrir að námið taki og hve langt því er komið. 3. Hve mikið fé í ísl. krónum viðkomandi gerir ráð fyrir að þurfa mánaðarlega þann tíma, sem um er að ræða. Það skal tekið fram, að umsóknir um gjaldeyrisleyfi fyrir námskostnaði þarf að senda á venjulegan hátt, þótt skýrsla hafi verið gefin samkv. ofanrituðu og jafnframt að þeir sem ekki senda skýrslu, mega búast við að um- sóknir þeirra verði ekki teknar til greina, aðeins af þeirri ástæðu. Jafnframt eru þeir menn, sem kunna að hafa í hyggju að byrja nám erlendis á þessu ári, varaðir við að gera nokkrar ráðstafanir þar að lútandi, nema hafa áður tryggt sér leyfi til yfirfærslu á námskostnaðinum. Gildir þetta einnig um aðra, er óska yfirfærslu vegna dvalar erlendis, þótt eigi séu þeir við nám. Reykjavík, 18. marz 1938. Gjaldeyris- og innílutningsnefnd.

x

Nýja dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.