Nýja dagblaðið - 12.04.1938, Side 1

Nýja dagblaðið - 12.04.1938, Side 1
Fallegustu og beztu SKÍÐAPEYSURNAR fyrir alla fjölskylduna. V E S T A Laugaveg 40. o (i o (I <) ' I o Síml 4197. 11 o ID/^G.IBIL?MÐH€) 6. ár. Reykjavík, þriðjudaginn 12. apríl 1938. 85. blað ANN ALL Niðurskurður á ijárpestarsvæðínu 102. dagur ársins. Sólaruppkoma kl. 5,12. Sólarlag kl. 7,48. — Árdegisháflæður í Reykjavík kl. 3,50. Ljósatími bifreiða er frá kl. 8 e. h. til kl. 5 að morgni. Dagskrá útvarpsins. Kl. 8.30 Dönskuk. 10,00 Veðurfr. 12,00 Hádegisútvarp. 13,00 Skýrsla um vinn- inga í happdrætti Háskólans. 15,00 Veðurfr. 18,45 Þýzkuk. 19,10 Veðurfr. 19,20 Þingfr. 19,40 Augl. 19,50 Préttir. 20,15 Erindi: Berklaveiki og berkla- varnir á heimilum, III. (Sig. Magnús- son prófessor). 20,40 Hljómpl.: Létt lög. 20,45 Húsmæðratími: Innlendar fæðu- teg., III. (ungfrú Sigurborg Kristjáns- dóttir). 21,05 Symfóníutónleikar: a) Tónleikar Tónlistarskólans. b) (21,45) Kvartett Op. 131, eftir Beethoven (plötur). 22,15 Dagskrárlok. Veðurútlit í Reykjavík: Stinningskaldi á suðvestan. Dálítil rigning. Næturlæknir er í nótt Kristján Grímsson, Hverf- isgötu 39, sími 2845. — Næturvörður er í Ingólfs apóteki og Laugevegs apóteki. Póstferðir á morgun: Frá Rvík: Mosfellssveitar-, Kjalar- ness-, Kjósar-, Reykjaness-, Ölfuss- og Flóapóstar. Hafnarfjörður. Seltjarnar- nes. Til Rvíkur: Mosfellssveitar-, Kjalar- ness-, Kjósar-, Reykjaness-, Ölfuss- og Flóapóstar. Hafnarfjörður. Seltjamar- nes. Helgi P. Briem tók sér far utan með Dettifossi I gærkvöldi. Karlakórinn „FóstbræðUr" syngur í seinasta sinn á morgun í Gamla Bíó kl. 7,15. Hefir kórinn sungið þrisvar við húsfylli og ágætar við- tökur. Þýzki sendikennarinn dr. Betz, flytur næsta háskólafyrir- lestur sinn í kvöld kl. 8. Efni: Hanns Johst, E. W. Möller og útisjónleikir. Orrafundur verður haldinn í kvöld að Hótel Borg, herbergi 110, og hefst kl. 8,30. — Áríðandi að félagsmenn mæti allir réttstundis. Bæjarstjóm Reykjavíkur hefir fengið boð frá bæjarstjórninni í Stokkhólmi um að senda fulltrúa á afmælishátíð Stokkhólmsbæjar þann 3. maí n. k. Hefir bæjarstjórnin ákveðið að senda Guðmund Ásbjörnsson. Á seinasta bæjarráðsfundi var samþykkt að gefa 33 mönnum kost á leigulóðum, sem þeir höfðu ósk- að eftir, enda hefðu þeir sýnt fram á það innan eins mánaðar, að þeir muni byggja á lóðinni. Umferðarslys. í gærkvöldi varð fimm ára drengur, Gunnar að nafni, sonur Hákonar Jóns- sonar, Stýrimannastíg 3, fyrir bifreið og fótbrotnaði. íslenzk-sænska félagið Svíþjóð heldur aðalfund kl. 8% í Oddfellow-húsinu. Til skemmtunar verður: sænsk kvikmynd, einsöngur og danz. Húsráðendur í Oddfellow hafa óskað þess getið, að ljósin í salnum hafi slokknað vegna bilana á innleggsöryggi, þegar Hvatar-fundur- inn frægi var haldinn þar. í öðru lagi skal það tekið fram, að fregnin af fundinum var ekki eftir starfsfólkinu í Oddfellow-húsinu, enda heyrir það fátt eitt af því, sem fram fer á slíkum fundum. — Hvatar-konur héldu fund i gærkvöldi, þó ekki eins sögulegan og þann næstsíðasta. Ný stjórn í Frakklandi Verða jafnaðar- menn og komm- únistar á móti henni? London: Daladier hefir myndað stjórn og mun leggja stefnuskrá sína fyrir þingið í dag. DALADIER Stjórn Daladiers er ekki eins rót- tæk og stjórn Blums. Plestir ráðherr- arnir eru úr radikala flokknum, en hinir úr flokkunum til hægri og vinstri. Daladier er áfram hermálaráðherra, Bonnet er utanríkismálaráðherra, Marchandean fjármálaráðherra og Reynaud dómsmálaráðherra. Daladier hefir skorað á þjóðina, að sameinast í stuðningi við hina nýju stjórn, til þess að hún geti leyst vanda- mál, sem eru mest aðkallandi, en þau sagði hann, að væru landvarnamálln. Við þau væru öll önnur vandamál tengd, fjárhagsleg, viðskiptaleg og félagsleg. Það er gert ráð fyrir að öldunga- deildin sætti sig við þessa stjórn. Aft- ur á móti er óttast að verkamenn í landinu taki afstöðu gegn henni, og þegar eftir að stjórnarmyndun hafði verið tilkynnt, hófust ný verkföll. Lögðu 35 þús. verkamenn í málmiðn- aðinum niður vinnu í gær og eru þá um 100 þús. verkfallsmenn í höfuð- staðnum. Jafnaðarmenn neituðu að styðja stjórnarmyndun Daladiers, þrátt fyrir áskorun Leon Blums um að þeir að- stoðuðu hann til að mynda þjóðstjórn. Paul Boncour fyrv. utanrikismála- ráðherra hefir sagt sig úr flokki sín- um og neitað að veita stjórninni stuðn- ing. Flokkurinn, sem hann var i, er rót- tækur milliflokkur milli jafnaðar- manna og radikala flokksins. Pari hann að dæmi Boncour og sameinist jafnaðarmönnum og kommúnistum gegn stjórninni er vafasamt hvort hún fær meirihluta í þinginu. FÚ. Kona slasast Frú Valgerður Gísladóttir frá Mos- felli varð fyrir bifreið á Lækjartorgi í gær og handleggsbrotnaði. Skíðaskálarnir verða fiullskipaðir næturgestum yfiir páskahelgina Pjöldamargir Reykvíkingar ætla sér að dvelja upp til fjalla um páska- vikuna og hafa færri en vildu getað fengið bólstað í skíðaskálunum. Um 90 manns hafa pantað húsnæði í skíðaskálanum í Jósfsdal. Er mikill snjór í Ólafsskarði og nægur i Blá- fjöllum. í skálanum í Skálafelli munu 70 manns hafast við helgidagana, en jafnmörgum hefir orðið að neita vegna þrengsla. Snjór er mikill þar upp frá og verður nægur lengi enn, þótt haldi áfram að hlána. í skíðaskálanum í Hveradölum hafa 30 menn pantað herbergi og auk þess munu að minnsta kosti 60—70 hafast þar við í legupokum. í skála kaupfélagsins hafa um 60 manns pantað húsnæði. Yfir 70 manns hafa keypt farmiða með Súðinni til ísafjarðar og allmiklu fleiri hafa pantað sér far. Góður aflí á grunnmíðum víð Reykjavík Síðastliðna viku hafa nokkrir opnir vélbátar héðan úr Reykjavík haft net úti og veitt dável. Afiahæsti báturinn hefir fengið fjórar og allt upp í fimm smálestir á dag. Einu sinni tvíhlóð hann, eftir að umvitjun hafði fallið niður einn dag sökum storms. í gær kom bátur að með V-k—2 smálestir af þorski, sem hana hafði veitt i eina gamla netatrossu um hálfr- ar stundar ferð norðvestur af Gróttu. Það eru þó tiltölulega fáir bátar, sem hafa þorskanet, og hafa sumir reynt með færi, en aflað misjafnlega. Á einn bát aflaðist í gær nokkur hundruð pund af vænum þorski hér skammt undan, vestur af Akureyjarboðunum. Að sögn fiskimanna hefir loðna gengið í stórum torfum hér inn á sundin síðustu tvo eða þrjá dagana. í fyrra vor gekk talsvert af fiski inn á sundin og jafnvel alla leið inn á móts við Laugarnestanga. Stodug sókn hjá Kínverjum Missa Japanir Nanking innan skamms ? London: Kínverjar segjast hafa tekið Yi- hsien, og tvo bæi í grennd við þá borg, en þessir staðið eru allir á eystri Lung-hai-vígstöðvunum. Fréttaritari Reuters segir að ekki sé heldur neinn vafi á því, að Kinverjar hafi náð Tai-erh-chang á sömu vig- (Frh. á 4. siau.) Fertugur VALDIMAR K. GUÐMUNDSSON Valdimar K. Guðmundsson prent- ari í Eddu er fertugur í dag. Hann er af austlenzkum bændaætt- um kominn, fæddur að Hnitbjörgum í Jökulsárhlíð 12. apríl 1898. Hann hóf ungur prentnám á Seyðisfirði, en hvarf bráðlega til Reykjavíkur til framtíðardvalar þar. Þar giftist hann Vilborgu Þórðardóttur, prófasts að Söndum í Dýrafirði, Ólafssonar. Valdimar hefir lengst af starfað í prentsmiðjunum Acta og Eddu. Prá því að útgáfa Nýja dagblaðsins hófst, hefir hann annast allt umbrot þess og handsetningu. í næstum fimm ár hefir varla það kvöld komið, að hann hafi ekki farið höndum um dálka Nýja dagblaðsins og sett sinn svip á það, hvað allt ytra útlit þess snertir. Allar skemmtanir, öll frí hefir hann látið víkja fyrir hinu yfir- lætislausa starfi sínu í prentsmiðjunnl. En tómstundum, sem gefast, ver hann til smíða og tréskurðar og er hverjum manni hagari. Einmitt slíkir menn, þeir, sem aldrei láta skyldustörfin þoka úr sessi, eru máttarviðir þjóðfélaganna. Héradsbókasaln á Sellossi Þingmenn Rangæinga og Árnesinga sækja um 3000 kr. styrk til héraðsbóka- safns á Suðurlandsundirlendi, gegn jafnháu framlagi annarstaðar frá. Undirbúningurinn er hafinn i þessu málí í hlutaðeigandi héruðum. Hefir Ungmennasambandið Skarphéðinn og Kennarafélag Rangárvallasýslu og Kennarafélag Árnessýslu haft forgöng- una á hendi. Ætlazt er til að safnið hafi aðsetur sitt á Selfossi og njóti styrks frá sýslusjóðum Rangárvalla- og Árnessýslu, Búnaðarsambandi Suður- lands og starfandi samvinnufélögum, kennarafélögum og ungmennafélögum á bókasafnssvæðinu, sem verður Ár- ness- og Rangárvallasýsla. Tilgangur safnsins er að gefa mönn- um á bókasafnssvæðinu kost á að fá til lesturs þær bækur, sem ætla má, að lestrarfélögum sveitanna sé ofurefli að afla sér, einkum bækur á Norðurlanda- málunum, sem séu fagurfræðilegar bók- menntir og fræðilegs efnis. Bændur verða látnir greíða atkvæði í þessari viku í þessari viku verða haldnir fundir í öllum sveit- um á fjárpestarsvæðinu og verða bændur þar látnir greiða atkvæði um það, hvort þeir séu meðmæltir niðurskurði. Landbúnaðarnefndir þingsins hafa fengið eftirtalda menn til að ferðast um fjárpestarhéruð- in og halda fundina: í Árnessýslu: Teitur Eyjólfs- son í Eyvindartungu. í Gullbringu- og Kjósarsýslu: Björn Birnir, Grafarholti. í Borgarfjarðarsýslu: Jón Hannesson, Deildartungu. í Mýrasýslu: Sverrir Gísla- son, Hvammi. f Dalasýslu: Jón Sumarliða- son, Breiðabólstað. í Vestur-Húnavatnssýslu: Frið- rik Arnbjarnarson, Ósi. í Austur-Húnavatnssýslu: Jón Pálmason, Þingeyri. í Skagafjarðarsýslu: Jón Sig- urðsson, Reynistað. Til þess mun ætlast að niður- skurðurinn taki þrjú ár, þannig, að ekki verði framkvæmdur nið- urskurður, nema á þriðja hluta fjárpestarsvæðisins árlega. Gert er ráð fyrir að ríkið styrki bænd- ur jafnóðum til að kaupa nýjan fjárstofn. Nefndin, sem hefir haft með höndum aðalframkvæmdir í þessum málum, hefir samið frumvarp, sem nú er til athug- unar hjá landbúnaðarnefndum Alþingis. í frv. er öllum fyrri lagaákvæðum, sem varða veik- ina, steypt saman í eina heild, auk ýmsra nýrra ákvæða eins og um heimild til niðurskurðar. í nefnd þessari eiga sæti Guð- mundur Árnason í Múla, Jón Sigurðsson á Reynistað og sr. Ingimar Jónsson. Sumarfnglarnir að koma Ýmissa farfugla hefir orðið hér vart seinustu dagana. Lóur hafa sézt í stórum hópum á túnum innan við bæinn tvo síðustu daga. Skógarþrestir eru einnig komnir og hettumáfar hafa sézt á flögri við ströndina hér í grendinni.

x

Nýja dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.