Nýja dagblaðið - 14.04.1938, Blaðsíða 4

Nýja dagblaðið - 14.04.1938, Blaðsíða 4
REYKJAVÍK, 14. APRÍL 1938. NYIA DAGBLAÐIÐ G. ÁRGANGUR — 87. BLAÐ ■.v.v.v n;/. v.v.w w/.v. wamla ísio v/.v.v Engin sýning ■: fyr en á annaii í í pásknm. ■; ’.W.V.V.'AWAW.VAVAV SlB „SKlRIV, SEM SEGIR SEX!st Gamanleikur í 3 þáttum, eftir OSKAR BRAATEN. Sýning á annan í páskum kl. 8. Aðgöngumiðar seldir á laug- ardag fyrir páska frá kl. 3 til kl. 6 og eftiT kl. 1 á annan í páskum. ísland - andstæðn- anna land (Frh. af 3. síSu.J smekklegasta, prýdd mörgum góðum myndum. í heild sinni er þetta vandaða og lærdómsrika rit því verðug viðbót við hin mörgu merkisrit bókmennta Norðurlanda og um norræn fræði, sem „The American-Scandina- vian Foundation“ hefir gefið út á liðnum árum. En í þeim flokki eru, auk annarra, enskar þýð- ingar á Eddunum báðum, VoZs- ungasögu og leikritum Jóhanns Sigurjónssonar (Fjalla-Eyvindi og Bóndanum á Hrauni). Verð- skuldar félagsskapur þessi því frekari athygli íslendinga en hann hefir átt að fagna fram að þessu. Löggjöf um aukna | ípróttastarlsemi j (Frh. af 1. siOu.) I eftir að hún hefir aflað sér þeirra upplýsinga, er hún telur þurfa, geri tillögur til ríkisstjórn arinnar fyrir næsta reglulegt Alþingi um það, hvernig hag- kvæmast verði að efla íþrótta- starfsemi og líkamsrækt meðal þjóðarinnar, fyrst og fremst með i það sjónarmið fyrir augum, að | gagnsemi íþrótta til þroska, ' heilsubóta og hressingar nái til ; sem flestra í þessu landi“. Eftirtaldir menn hafa verið skipaðir í nefndina: Aðalsteinn Sigmundsson, kenn ari, Erlendur Pétursson, for- stjóri, Erlingur Pálsson, yfirlög- regluþjónn, Guðmundur Kr. Guðmundsson, skrifstofustjóri, Jón Kaldal, ljósmyndari, Jón Þorsteinsson, íþróttakennari, Óskar Þórðarson, læknir, Pálmi Hannesson, alþingismaður, og Steinþór Sigurðsson, kennari. Pálmi Hannesson er skipaður formaður nefndarinnar. íþróttafélag kvenna heldur Skemmiiíund í Oddfellowhúsinu föstudaginn 22. þ. m. kl. 9 e. h. Áskriftarliisti iggur frammi í Hattav. Hadda, sími 4087, frá þriðjudegi. LEGUBEKKIR, mest úrval á Vatnsstíg 3. Húsgagnaverzlun Reykjavíkur. Málverkasýning Eyjólfs J. Eyfells I Goodtemplarahúsinu Opin í dag 10—7. — Aðra daga 10—10. Sundhöllin verður opin bænadagana Skírdag Föstudaginn langa Laugardaginn 16. p. m. Páskadag 2. páskadag eins og hér segir um og páskana: opið til kl. 4 e. h. lokað allan daginn opið til kl. 10 e. h. lokað allan daginn. opið til kl. 4 e. h. Betri horfur í Frakklandi Verklöllum lækkar og verðbrél hækka KALUNDBORG: Franska stjórnin virðist nú miklu fastari í sessí heldur en menn höfðu gert ráð fyrir. Þingið hefir þegar veitt Daladier og stjórn hans óskorað vald til þess að greiða fram úr öllum mál- um með tilskipunum, ef málin eru þannig vaxin að þau þola enga bið. Eru tilskipanirnar gefnar út upp á væntan- legt samþykki þingsins síðar. Stjórnin hefir þegar snúið sér að því að leiða verkfallsmálin til lykta og hefir það þegar haft þann árangur að fjölda verkamanna tók aftur upp vinnu í gærmorgun. Verðbréf hækkuðu í verði á kauphöllinni í París í gær og við- skipti urðu yfirleitt betri en þau hafa verið undanfarið. FÚ. Knattspyrnufé ög heija æilngar Síðastliðna viku hefir verið unnið að því að endurbæta um- gerzlur íþróttavallarins, sem miklar skemmdir urðu á í ofsa- veðri í vetur. Verður þar sett bárujárnsgirðing að nýju og er verið að grafa fyrir staurunum. Knattspyrnufélög bæjarins byrja útiæfingar eftir páskahá- tíðina og sum jafnvel þegar á skírdag, svo fremi sem veður spillist ekki. Knattspyrnufélagið Fram hef ir ráðið til sín danskan þjálfara, Peter August Petersen, og er hann væntanlegur hingað með Gullfossi 28. þ. m. Hann hefir verið þjálfari knattspyrnu- manna í heimalandi sínu og er sjálfur í landskappliði Dana. K. R. og Valur munu hafa sömu þjálfara og undanfarið. .v/.v.v AW.V .■.v.v.v Nýja Ríó .v.w.v :\ Engiii sýníng í fyr en á annan í í páskum. ■.v.v.v.v.v.v.vv.v.v.v.v.v Nýja »Dana« Nýja hafrannsóknarskipið „Dana“ hefir verið á reynsluferð í Norðursjónum og er komið til Kaupmannahafnar. Þaðan fer það 20. þ. m. í fyrsta leiðangur- inn til Færeyja, íslands og Græn- lands. (Sendiherrafrétt.) Lán til hitaveitunnar (Frh. af 1. síðu.) að vera of djarforður að þessu sinni tel ég mér óhætt að fullyrða, að mögu- leikar til lántöku séu þar fyrir. Um væntanlegar lánveitendur eða lánskjör vil ég þó ekkert segja að svo stöddu. Svíar hafa efni til hitaveitunnar, en Danir ekki og myndi því aldrei, nema nokkur hluti lánsins geta fengist í Danmörku. Borgarstjóri sagði, að gjaldeyrisörð- ugleikar okkar hefði gert undirtektir fjármálamanna daufari en ella. Kvaðst hann hafa reynt að sýna þeim fram á hina miklu erfiðleika, sem hrun markaðanna hefði skapað, og að okkur hefði tekizt betur að komast yfir þá en vænta hefði mátt. Að lokum lét borgarstjóri svo um mælt, að hann gerði sér góðar vonir um að nýjar leiðir myndu opnast í þessu máli fljótlega og framkvæmd hitaveitunnar þá geta byrjað. í Vísi í gær er sagt, að sænskur verkfræðingur muni koma hingað á næstunni til að kynna sér málið og lítist honum vel á það sé von um lán í Svíþjóð. Borgarstjóri gat ekkert um þetta í viðtalinu við blaðamennina, og skýrði borgarstjóri N. dbl. svo frá í gærkveldi, að þetta væri ekki eftir sér haft. FESTARMEY FORSTJÓRANS 60 vilt heldur fara til vinstúlku þinnar í London og vera þar á meðan, þá gætir þú komið seinna. En ef þú villt fara þangað með Theo, Blanche og mér — þá veiztu, að það myndi gleðja okkur mikið“. Er hún hafði þetta mælt, svarið ég strax: „Leyfðu mér þá að fara með þér og stúlkunum". „Það er ágætt“, sagði móðir forstjórans. „Þá skrifa ég frú Roberts og bið hana að útbúa aukaherbergi handa þér“. „Og ég ætla að skrifa Cicely Harradine — það er unga stúlkan, sem ég bý með“, sagði ég. „Ég held að ég verði að fara einhvern dag í vikunni og líta eftir henni og íbúðinni og tína ýmsa hluti saman, sem ég vil gjarnan hafa með mér“. „Farðu þangað á laugardaginn, vina mín“, lagði hún til, „þá getur Billy ekið þér í bílnum sínum; það myndi gleðja hann“. Hún hefir oft sýnt, að hún lifir í þeirri góðu trú, að sonur hennar leiti eftir tækifærum til að vera einn með mér. Að vísu er það ekki eins mikill misskilningur af hennar hálfu eins og var fyrir viku. Er forstjórinn sagði: Nú, það var ágætt“, þegar han heyrði að ég ætlaði að vera í sumarfríinu hjá þeim í Anglesey.á staðnum með merkilega nafninu, þá held ég að hann hafi meint það eins hreinskilnis- lega og Theo, sem kallaði: „Hæ, en hvað það er gam- an“. Hann varð að minnsta kosti ekkert leiður, er frú Waters stakk upp á, að hann æki mér til bæjarins. „Já. Það var ágæt hugmynd“, sagði hann glaðlega. „Hvernig lízt þér á að fara af stað eftir miðdegisverð og á einhvern skemmtistað seinnipartinn í dag? Þú hefir enn ekki komið með mér í leikhúsið, Nancy, og — við vorum nú að tala um það um daginn. „Já, það er satt“, sagði ég alvaTlega, því að mér kom í hug hinn hræðilegi dagur á Carlton. „Langar þig?“ „Já, sannarlega. Ég veit ekki, hve langt er síðan ég hefi farið í leikhúsið. Ég hefi ekkert leikrit séð, ekki einu sinni „Milusteinana". „Langar þig til að sjá það?“ „Já, það er alveg sama, bara að það sé sjónleikur“. „Jæja, þá ætla ég inn og hringja til að panta sæti“. Ég hrökk við, er ég heyrði rödd forstjórans í sím- anum inni í herbergi hans. Mér fannst hún gerbreytt. Og þó ætti ég að þekkja þessa hörkulegu rödd, þvi þangað til nýlega hafði ég ekki þekkt annan tón frá honum en þann. * * * Þegar við ókum fram hjá fólksröðinni við inngang- inn að The Royaty, þá horfði ég kæruleysislega á allt þetta fólk, sem hafði víst staðið og biðið þarna meira en klukkutíma til að fá shillings sæti. Meðal þessara áhorfenda var ég fyrir mánuði. Og þó hafði mér aldrei fundizt að ég væri ein af þeim .... Um þetta var ég að hugsa, þegar allt í einu þrjú andlit þyrpingunni snéru sér að okkur. Litlu hatt- arnir voru ódýrir, en stúlkuandlitin ljómuðu af gleði yfir að sjá okkur. Þær kinkuðu kolli og brostu, og með því að halla mér út úr vagninum gat ég með naumindum veifað til þeirra. „Vinir yðar“, sagði forstjórinn, leit aftur fyrir og tók ofan. „Já, þekktuð þér þær ekki?“ „Nei, hvernig átti ég að gera það?“ „Þér sjáið þær annars daglega", sagði ég hlæjandi, „það voru ungfrúrnar frá skrifstofu yðar, Robinson, Holt og Smith“. „Nei — var það“, sagði Waters vandræðalega. Ég var hissa á því, og þess heldur, er ég mundi eftir á- kafa hans fyTir, að hinar vélritunarstúlkurnar yrðu endilega að vita, með hverjum ég fór út í fyrsta sinn. Ég var alveg viss um,að þótt ég gæti ekki séð, hvar á þaksvölunum þær sátu, þá horfðu þær stöðugt yfir í stúkuna til okkar. Öll okkar framkoma var í fyllsta máta eðlileg — við vorum ósvikið dæmi upp á ham- ingjusamt, trúlofað fólk úr einhverri útborginni. Ég, vel klædd, með hina óhjákvæmilegu súkkulaðiöskju í keltunni; hann, elskulegur og kurteis, sýnir mér ala nærgætni, hjálpar mér úr yfirhöfninni, sér um að ég hafi kíkir, bezta sætið o. s. frv. — en, ef sleppt var þeirri hlið málsins, sem leyfði okkur að vera saman sem opinberlega trúlofuð, þá var aðstaða okkar hvers til annars í hæsta máta óvenjuleg. Tjaldið var dregið frá og salinn fylltu angurblíðir tónar úr lagi, sem ég þekkti ekki. . . . En fyrir aftan okkur, til hliðar heyrði ég margar eldri konur hvísla: „Ó, það er „Krýnd er hún sveig úr rauðum rósum“.“ Sjónleikurinn hófst. Ég gleymdi öllu um stund. í fyrsta hléi skemmtum við okkur við að athuga áhorfendur. Þeir voru flestir eldri konur. Eins og for- stjórinn sagði með réttu: „Höfuð okkar, Nancy, eru þau einu á þessari hæð, sem ekki eru gráhærð“. „Þær hafa komið hingað til að endurlifa fortið sina“, sagði ég og um leið komu fyrstu tónarnir úr verkinu „Mikadó“, á undan öðrum þætti. Þá komst ég úr jafnvægi. Mér fannst, sem liðnir væru margir klukkutímar, þegar ég heyrði Waters segja kæruleysislega, að þeir , léku vel og blíðlega, að þetta væru viðkvæmustu leik- húsgestir í heimi. En svo sagði hann allt í einu ótta- sleginn: „Hvað er að, Nancy? Eruð þér veik?“ „Nei — nei, það er ég ekki. Mér þykir svo gaman“, snökkti ég rólega, og tárin hrundu niður á kragann á blússunni minni. „Mér finnst þetta svo óumræðilega fallegt“, og ég strauk púðursvampinum, sem ég hafði í vasaklútnum, yfir andlit mér. „Einkennilegur gleðivottur", sagði forstjórinn van- trúaður. „Nei, alls ekki“, svaraði ég. Nú var ég aftur búin að ná mér. „En þér þekkið þá ekki ungar stúlkur — þær

x

Nýja dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.