Nýja dagblaðið - 28.04.1938, Blaðsíða 4
REYKJAVÍK, 28. APRÍL 1938.
5CwCví;GamIii IIío-Xvvw
í
SWING
TIME
Fjörug og glæsileg söng-
og dansmynd.
Aðalhlutverkin leika hin-
in vinsælu leikarar
í
í
FRED ASTIRE
Og
GINGER ROGERS.
v.v.v.v.v.v.v.v.v.vv.v.w
SlrB
„SKÍM,
SEM SEGIR SEX!“
Gamanleikur í 3 þáttum,
eftir OSKAR BRAATEN.
Sýning í kvöld kl. 8.
AÐGÖNGUMIÐAR
seldir f Iðnó eftir kl. 1.
LÉREFTSTTSKIJR
hreinar og heiilegar,
(mega vera mislitar),
kaupir Prcntsmiðjan
EDDA h.f., Lindar-
götu 1D.
NYJA DAGBLAÐIÐ
6. ÁRGANGUR — 95. BLAÐ
DE VALERA
þakkar Chamberlaín
Segír að hann hafi
bezi greitt tram úr
ágreiningsmálunum
LONDON:
De Valera lagði brezk-írska sáttmál-
ann fram til lögfestingar í þingi frí-
ríkisins í gær. í ræðu, sem hann flutti
við það tækifæri sagði hann m. a. að
ef hann hefði ekki notið aðstoðar
Chamberlains forsætisráðherra, mundi
þessi samningur aldrei hafa verið gerð-
ur. Forsætisráðherra Breta hefði hvað
eftir annað greitt fram úr erfiðleik-
um, sem samningaumleitanirnar virt-
ust ætla að stranda á.
De Valera hélt því einnig fram, að
nú væri ekki nema stutt skref eftir,
þangað til írland væri orðið algerlega
sjálfstætt og óháð ríki.
Brezka stjórnin hefir einnig lagt
fram frumvarp til lögfestingar á sátt-
málanum. FÚ.
- Kaup og sala -
BIFREIÐAR. Notaðar fólks-
og vörubifreiðar til sölu.
Stefán Jóhannsson, simi 2540.
annast kaup og sölu allskonar
verðbréfa.
G ó ð s t ö r
til sölu.
Samband isl. samvinnufélaga
Simi 1080.
■WWW 1»ÍA ■■•'•’.V.V
.v.w.v ivyja I5io .*.*.*.w.-
j: Sjóræníngjar víð |:
j: Kínastrendur :■
Spennandi og æfintýra- ;■
rík amerísk kvikmynd um
hugdjarfan flugmann, er £
bjargaði vinum sínum úr I;
klóm kínverskra ræn- !;
ingja. í;
Aðalhlutverkin leika: %
í; Fay Wray, V
í; Ralph Bellamy o. fl. C
j; AUKAMYND: í
j: HÚSBÓNDINN VIÐ í
j: HREINGERNINGAR. .‘j
í Amerísk skopmynd, leik- <
:j in af Andy Clyde. j:
í; Börn fá ekki aðgang. ;í
V.V.W.V.V.V/.VAV.'.V.V.V
Reykjavíkurannáll h.f.:
REVYAN |
1 Foriir Oiir
ií: 26. SÝNING. jij
Annað kvöld (föstudag) ji:
:| k. 8 í Iðnó. |:
Aðgöngumiðar seldir kl. 4 j j
:: —17 I dag og á morgun eftir jjj
kl. 1.
j Venjulegt leikhúsverð eftir : :
j': kl. 3 daglnn, sem leikið er. jjj
jjj Aðeins örfá skipti ennþá. : :
FESTARMEY FORSTJÓRANS 68
seinni blómgunin. Ég þekki mann, sem sagði einu
sinni, að það væri eins og að verða ástfanginn á ný.
„Hvernig þá“, spurði ég, þegar hann þagnaði. „En
heyrið þér, viljið þér ekki mála vænginn á hattinum
hennar, meðan nógur svartur litur er í burstanum?"
„Jú, rétt strax. — En svo við snúum okkur aftur að
því, sem við vorum að tala um. Hann sagði, að fyrri
blómgunin væri undraverð — eins og fyrsta ást og —
og allt því um líkt; en það er ekkert eins yndislegt og
í annað skipti. Finnst yður þetta rétt hjá honum?“
„Hvernig ætti ég að vita það?“ svaraði ég nokkuð
stutt í spuna, til að dylja hina miklu undrun mína
yfir að Billy skyldi eiga vin svo ólíkan sjálfum sér, og
meira að segja vitna í orð hans. „Ég held, að þér ættuð
nú að þekkja mig svo vel að vita, að ég er ekki ein af
þeim stúlkum!"
„Hvaða stúlkum? Þeim, sem ekki verða ástíangnar
tvisvar?"
„Þeim, sem yfirleitt verða ástfangnar", sagði ég á-
kveðin. „En annars finst mér þyrniblómin, alveg án
líkinga, fara vel við bláma hafsins.“
„Já, það er satt. Ég man, að þér eruð mjög hrifin af
að sjá blóm bera við blátt hafið. Þér sögðuð það kvöldið
sem frændi borðaði heima,“ sagði Billy stríðnislega.
„Þá nefnduð þér bara Miðjarðarhafið og sígræn tré.“
„Svei, Billy! Þessu hefði ég aldrei trúað á yður,“
greip ég fram í ásakandi. „Ég hefði aldrei trúað, að
þér gætuð fengið af yður að minna mig á þetta hræði-
lega kvöld.“
Nú varð þögn. Hann horfði niður til mín. Ég vildi
ekki horfa framan 1 hann. Ég sneri mér við og skoðaði
býflugu, sem var að suða eitthvað inn í eyrað á einu
blóminu. Þá heyrði ég hann segja — hægt:
„Hræðilega, segið þér?“
„Já, náttúrlega!“
„Jæja,“ sagði hann enn hægar. „Yður svíður þetta
ennþá. Þér hafið ekki gleymt.... Þér eruð enn reið,
þótt við höfum ákveðið að vera vinir.... Þrátt fyrir
að þér hafið látið mann halda, að.... Nú jæja, halda,
að það væri ekki svo kveljandi fyrir yður nú. Þó eruð
þér gröm. Þér eruð að hugsa um....“ loks kom það,
sem ég hafði sízt búzt við, að hann myndi nefna,
„þennan koss“.
„Ó, hann,“ svaraði ég fljótt og hló. Mér fannst ég
einungis með því geta kveðið niður þá lamandi kennd,
sem gagntók mig. „Hann. Ég hefi aldrei hugsað hið
minnsta út í það, Billy. Ég skildi vel, hvernig á stóð.
Þar að auki getur maður ekki kallað þetta koss.“
„Jæja, ekki það,“ svaraði hann, sömuleiðis fljótlega.
Hann gekk skrefi nær, tók um axlir mér og sneri mér
að sér. Andartak hélt ég, að hann ætlaði loksins að
svala þeirri löngun, sem ég þóttist oftar en einu sinni
hafa lesið í augum hans fyrstu vikuna, sem ég var
heima hjá honum.
Ég hélt, að hann ætlaði að lumbra á mér, en svo var
eigi.
Á skemmri tíma en þarf til að segja frá því, þutu
hendur hans af öxlum mér og gripu í hökubandið á
hatti mínum. Hann leysti það og þeytti hattinum á
næsta þyrnirunna. Svo tók hann báðum brúnu hönd-
unum undir höku mér og sneri andliti mlnu upp til sín.
Og áður en ég gat svo mikið sem andað, beygði hann
sig niður yfir mig og kyssti mig, um leið og hann
hvíslaði: „En hvað kallarðu þetta — og þetta — og
þetta?“ Þrisvar sinnum — ástriðufullt — beint á
munninn.
Augnablik varð ég að hjúfra mig upp að öxl hans,
til að detta ekki, því að sjórinn, kletturinn og þyrni-
runnarnir snerust á ringulreið fyrir augum mér.
En svo reif ég mig lausa, horfði beint í andlit honum
— án þess að sjá greinilega hvað var fyrir augum mér.
„Segið ekki neitt,“ heyrði ég sjálfa mig segja með
röddu, sem virtist óeðlilega róleg. „Þetta — þetta er
ekki hægt að fyrirgefa. Biðjið ekki um það.“
Ég heyrði að hann sagði eitthvað: „Haldið þér að ég
sé úr steini?“
„Gerið svo vel að tala ekki við mig,“ sagði ég í sama
óeðlilega rólega rómnum. „Haldið þér að skrifstoíu-
stúlkur séu vélar?“
Ég hrifsaði hattinn af runnanum, tróð honum fast
á höfuð mér og batt hann undir höku, svo þétt að mér
lá við köfnun. Svo sneri ég mér við og sagði: „Ég banna
yður að koma á eftir mér,“ og skildi hann eftir við
hliðina á trékonunni.
Ég gekk áfram, unz ég hélt að hann sæi ekki til min,
og svo fór ég aö hlaupa, án þess að horfa til hægri eða
vinstri, þvert yfir ströndina og upp eftir sendna veg-
inum, sem lá upp að húsunum.
Á þröskuldi þess, sem nær var, sat Theo. Hún var að
hella sandi úr hvítu strígaskónum sínum.
„Góðan daginn, Nancy. Veiztu, að Cariad leiddist
svo hjá ykkur, að hann kom hlaupandi heim? Hvað
hefirðu gert af Billy, þeim heittelskaða? Er hann....“
„Má ég komast inn?“ sagði ég rólega og gekk hratt
inn í húsið. Eldhúsdyrnar stóðu opnar og frú Roberts
var að bera hádegisverðinn á borðið. Hún tók til máls:
„Eruð þið búin að mála.... “ en ég gat ekki staðnæmzt
núna til að tala við hana. Ég hljóp upp brakandi
stigann, upp á svefnherbergi mitt. í hurðinni er engin
skrá, svo ég varð að króka henni aftur. Svo settist ég á
rúmið mitt, sem var yfirbreitt með tuskuteppi, sem var
saumað saman úr daufum, ljósrauðum og fjólubláum
ferhyrningum. Ég strauk hendinni eftir því eins og í
leiðslu. Ég held, að ég hafi ekki hugsað um neitt.
Hversu lengi ég hefi setið þarna, veit ég ekki, en svo
heyrði ég gengið hægt upp stigann og barið að dyrum.
Ég mælti allhátt:
„Enginn má koma inn.“
„Nancy,“ það var Blanche, „maturinn er kominn á
borðið.“
„Þakka fyrir, en mig langar ekki I neitt. Ég kem
ekki niður.“
„Ó, en hvað er að, góða?“ spurði Blanche kvíðin.
„Þú ert ekki veik?“
„Nei, ég er ekki veik
„Ertu með höfuðverk?"
„Nei, ég er heldur ekki með höfuðverk. Ó, farðu nú.
Ég vil ekki tala við neinn.“
Ég heyrði, að hún gekk hægt niður stigann — svo
voru eldhúsdyrnar opnaðar og þá heyrðist hvísl og
skraf.
Röddin hans!
Hún olli því, að reiði mín brauzt fram á ný eins og
flóðbylgja. Ég sat keik á rúminu og þreif handfylli
mína í teppið og kreisti.
Hvernig þorði hann. Hvernig gat hann vogað sér ...
Að misnota þannig kringumstæðurnar. Þetta sam-
þykki ég aldrei, er ég gekkst inn á að trúlofast hon-