Nýja dagblaðið - 29.05.1938, Blaðsíða 2
2
N Ý J A
DAGBLAÐIÐ
Islenzkt tónskáldakvöld
Eggert Stefánsson syngnr lög eftir 7
íslenzk tónskáld í Gamla Bíó.
• Það hlýtur að vekj a eftirtekt,
þegar fréttist að Eggert Stef-
ánsson ætli að halda „íslenzkt
tónskáldakvöld“ í Gamla Bíó.
Það er alltaf viðburður í tón-
listarlífi bæjarins, þegar þessi
listamaður • lætur þar til sín
heyra, og eru í fersku minni
hljómleikar hans í Dómkirkj-
unni í vetur. En einmitt þessi
listamaður hefir fyrstur allra
sungið lög ýmsra hinna yngri
tónskálda vorra, er síðan hafa
unnið sér vinsældir og nafn.
Þess vegna hlýtur tónskálda-
kvöld hans að vekja enn meiri
forvitni.
Tíðindamaður frá Nýja dag-
blaðinu fóx því heim til Eggerts
Stefánssonar, til þess að frétta,
hvað í vændum er. Listamaður-
inn situr í djúpum stóli með
nótnablað í höndunum — „Ser-
enade til Reykjavíkur", nýtt
lag eftir Sigvalda Kaldalóns,
síðasta lagið á söngskrá fimmtu
dagsins. Söngvarinn bendir oss
á, að það eigi að syngjast „alle-
gretto graxioso“.
— Hvað þýðir nú þessi latína?
spyrjum vér, í vorri músíkölsku
fáfræði.
— Frítt útlagt: í svífandi
yndisleik, svarar listamaður-
inn og hlær. Skyldi ég ná þvi á
fimmtudaginn? Ég vona, að sú
hliðin viti upp á mér.
— Þér ætlið að lofa okkur að
heyra eingöngu íslenzka tónlist
á fimmtudaginn?
— Fyrir mér hefir alltaf ver-
ið hrein nautn að syngja ís-
lenzk lög, ekki sízt í erlendum
stórborgum. Þar hefi ég alltaf
túlkað íslenzka tónlist, jafn-
framt því sem ég hefi sungið
verk eftir erlenda meistara. Ég
hefi alltaf fundið til þakklætis-
tilfinningar fyrir það, að vera
þess megnugur, að kynna ís-
land erlendis á sviði listanna.
Þegar það hefir getað orðið til
þess að vekja athygli og jafn-
vel hrifningu á minni litlu
þjóð, þá hefi ég glaðzt mest.
— Hefir yður virzt þér ná at-
hygli og hrifningu erlendra á-
heyrenda eins vel með íslenzku
lögunum og með erlendum
stórverkum?
— í því efni hefir mér alltaf
fundizt sannast það, sem tón-
skáldið og listdómarinn Peter-
son-Berger sagði í Dagens Ny-
heter, eftir eina hljómleika
mína í Musikalska Akademiet í
Stokkhólmi: „Om ett litet folk
med en underbar forntid börjar
höja sin röst för att visa att
det ocksá har en nutid, i tanke,
dröm och dád dá sker der nágot
och dá bör man lyssna“. Þetta
hefir verið reynsla mín bæði í
London og París, þegar ég hefi
sungið þar. Enginn listamaður
verður international, nema
vera national.
— Hvaða tónskáld eru það,
sem við fáum að heyra?
— Ég hafði skrifað vini mín-
um, Þórarni Jónssyni i Berlín,
og hefi verið að bíða eftir að fá
ný lög frá honum. Það er víst
ekki ofsögum sagt, að hann er
meðal hæfileikamestu tón-
skálda vorra. Því miður hefi ég
ekkert nýtt fengið frá honum,
og syng ég þvi eftir hann lag.sem
ég hefi sungið áður, Nótt. Þá
ætla ég að syngja nokkur ís-
lenzk þjóðlög, í útsetningu eft-
ir Sveinbjörnson og Karl Run-
ólfsson. Ég er alltaf að bíða eft-
ir, að íslenzku tónskáldin upp-
götvi, hvílík gullnáma íslenzk
þjóðlög gætu verið fyrir þau,
ef þeim tækist að blása í þau
nýjum anda virkilegrar kunn-
áttu, án þess þó að gera ís-
lenzka tónlist fáránlega. Út-
lendingar vilja gjarna fá héð-
an eitthvað skrýtið, og með því
að koma með slíkt, geta menn
vafalaust vakið athygli. En með
því vinna menn landi sínu ekk-
ert gagn. — Svo syng ég eftir
vin minn Pál ísólfsson, en því
miður ekki nema eitt lítið lag,
við kvæði Tómasar Guðmunds-
sonar: Söknuður. Þá má nefna
Markús Kristjánsson og Jón
Leifs. Og svo að lokum syng ég
auðvitað lög eftir Sigvalda
Kaldalóns bróður minn. Eftir
hann eru fjögur lög, öll ný,
sungin nú í fyrsta sinn.
— Já, þér endið á Kaldalóns-
lögunum, og gefið áheyröndun-
um bezta bitann seinast?
— Um það er ekki mitt að
dæma, heldur áheyrendanna.
En eðlilega hefir mér alltaf
verið kærast að syngja lög bróð-
ur míns. Mér finnst ég hafi á
fagran hátt komizt í samband
við íslenzka þjóðarandann við
að syngja lög hans.
— Maður heyrir oft vitnað í
Kaldalónskvöldin.
— Ég vona, að ekki líði á
löngu, að út komi heildarútgáfa
af lögum Kaldalóns, svo að
verk þessa vinsæla tónskálds
verði aðgengileg fyrir fjöldann.
— Og undirleikurinn?
— Ég. hefi verið svo heppinn,
að fá herra Carl Billich til að
aðstoða mig. Hann hefir sett sig
svo einstaklega vel inn í ís-
lenzka músik, að slíkt er aðdá-
unarvert.
Mig langar til, segir söngvar-
inn að lokum, að hlaða mig með
ísl. náttúrustemningum og ísl.
tónlist, áður en ég fer aftur
heiman frá íslandi. Allt nýtt,
sem kemur fram á sviði tón-
listarinnar, og hefir í sér verð-
leika og ísl. sérkenni, er mér
gleði að túlka erlendis. Og ég
vil mega benda íslendingum á
eitt: Margir erlendir söngvarar
hafa tekið íslenzk lög á söng-
skrár sínar, á seinní árum,
vegna fordæmis míns.
(Frh. á 3. siöu.)
Teikníngar
barnaskólabarna
frá Norðurlöndum eru sýndar
í Kennaraskólanum þessa daga,
og er sýningin opin daglega kl.
10—22. Mun sýningin áður hafa
verið í hinum löndunum. —
Fræðslumálastjórinn sér um
hana hér.
Sýning þessi er allstór — all-
ar þrjár kennslustofur og göng
skólans þéttskipað. Og það er
mjög gaman að athuga verk
þeirra ungu „listamanna“, sem
þarna koma fram. En það eru
skólabörn á aldrinum frá 6 upp
í 14—15 ára. Er þarna margt
skemmtilegra ag vel gerðra
teikninga, með fjöri, litagleði,
leikni og mikilli kunnáttu eftir
aldri, einkum frá Noregi, Sví-
þjóð og Finnlandi. Dönsku
teikningarnar eru yfirleitt flat-
ari og svipminni. Mjög gaman
er að hreindýrateikningum
Lappabarnanna, en þær verða
fyrst fyrir, þegar inn er komið.
íslenzka deildin þarna nýtur
sín alls ekki, í þröngum stiga-
ganginum. Og hún gefur al-
ranga hugmynd um íslenzka
skólateikningu, eða er a. m. k.
langt frá því að vera úrval úr
henni, eins og þeim má ljóst
vera, sem skoðað hafa sýningar
í barnaskólum Reykjavíkur, í
vor og áður. Er leitt, að ekki
skuli hafa verið vandað meira
til sýningar, sem farið hefir út
um lönd.
Menn ættu að bregða sér suð-
ur í Kennaraskóla og sjá þessa
sýningu. Það er svo gaman að
henni, að engan mun iðra þess.
A. S.
^jújrvýí) í 1383
0RUGGAR BlfRGIDAR
ÁMÆGOIR VI03KIPTAVINIR^
flflflLSTOÐin I383
'ptn$ðE5>
uðeins Loftur.
Þingvailaíerðir
byrjaðar
Bifreiðastöð Steindórs
Gula bandið
er bezta og ódýrasta smjörlíkið.
í heiidsölu hjá
Samband ísl. samvinnuféiaga
Sími 1080.
VERÐ VIÐTÆKJA ER LÆGRA HER A
LANDI, EN I ÖÐRUM LÖNDUM ALF-
UNNAR.
Viðtækjaverzlunln veitlr kaupendum viðtækja meirl
tryggingu um hagkvæm viðskipti en nokkur ðnnur
verzlun mundl gera, þegar bilanir koma fram í tækj-
unum eða óhðpp bera að hSndum.
Ágóða Vlðtækjaverzlunarinnar er lögum samkvæmt
eingBngu varið til reksturs útvarpsins, almennrar út-
breiðslu þess og tll hagsbóta útvarpsnotendum.
Takmarkið er: Viðtæki inn á hvert heimili.
Víðtækjaverzlun ríkisíns
Lækjargötu 10 B. Sími 3823.
Nýtízku búd
undir naininu HLIF er opnuð við Brekkustíg 1
Aðeins 1. flokks matvörur og hreinlætisvörur
með bæjaríns lægsta verði. Vörur sendar heim.
HLÍF, Brekkusfígf 1. -- Sími 1419.
ANNAÐ ÞING
Farmanna- og fisklmannasamb. lslands
verður sett priðjudaginn 31. maí kl. 8 síðd. í
Oddfellowhúsínu uppi. — Fulltrúar mæti með
kjörbréf.
STJÓNIN.
Borgíð Nýja dagblaðíð.
Fyrír hvítasunnuna
verður hvert einasta
heimili að eignast bíta af
Hólsíjalla hangíkjötí.