Nýja dagblaðið - 01.06.1938, Blaðsíða 1
ID/^GilBILf^lÐIHÐ
6. ár Reykjavík, miðvikudaginn 1. júní 1938. 123. blað
ANNALL
152. dagur ársins.
Sólarupprás kl. 2.30. Sólarlag kl. 10.23.
Árdegisháflæður í Reykjavík kl. 7.25.
Næturlæknir
er í nótt Halldór Stefánsson, Ránar-
götu 12, sími 2234. Næturvörður er í
Lyfjabúðinni Iðunni og Reykjavíkur
Apóteki.
Dagskrá útvarpsins.
10.00 Veðurfr. 12.00 Hádegisútvarp.
15.00 Veðurfr. 19.10 Veðurfr. 19.20
Hljómplötur: Lög eftir Mozart og Cho-
pin. 19.40 Auglýsingar. 19.50 Fréttir
20.15 Erindi: Indíánamenning í New
Mexico (Loftur Bjarnason magister —
dr. Einar Ól. Sveinsson). 20.40 Hljóm-
plötur: a) Nýtízku tónlist. b) ísl. lög.
c) Lög leikin á ýms hljóðfæri.
Póstferðir á morgun.
Frá Rvík: Mosfellssveitar-, Kjósar-,
Kjalarness-, Reykjaness-, Ölfuss- og
Flóapóstar. Hafnarfjörður. Seltjarnar-
nes. Þingvellir Nýibær. Laxfoss til
Akraness. Norðanpóstur. Fagranes til
Akraness.
Til Rvíkur: Mosfellssveitar-, Kjósar-,
Kjalamess-, Reykjaness-, Ölfuss og
Flóapóstar. Hafnarfjörður. Seltjarnar-
nes. Þingvellir. Nýibær. Laxfoss frá
Akranesi. Norðanpóstur. Fagranes til
Akraness. í
Dr. Niels Nielsen
hefir frestað för sinni til íslands,
vegna þess að hann telur líkur benda
til að annaðhvort verði ekkert úr gosi
í Vatnajökli, eða þá að um minniháttar
gos verði að ræða. — FÚ.
Fimleikamótinu í Oslo
er lokið, og lauk því með samsæti
fyrir alla þátttakendur. Vilhelm Fin-
sen sendisveitarfulltrúi flutti þar ræðu
fyrir íslands hönd. — FÚ.
Gullbrúðkaup.
Hin kunnu hjón, Ágúst Helgason
bóndi í Birtingaholti og Málfríður
Skúladóttir Thorarensen, eiga gull-
brúðkaup í dag.
Tónskáldakvöld
Eggerts Stefánssonar er annað kvöld.
Aðgöngumiðasala er þegar hafin og
réttara er fyrir þá sem hug hafa á að
hlusta á söngvarann að tryggja sér að-
göngumiða fyrr en seinna.
Ráðstefna
norrænna handiðnaðarmanna var
sett í Oslo í gær og eru þar auk full-
trúa'frá Noröurlöndunum, mættir full-
trúar frá 11 öðrum löndum. Frá íslandi
mæta þrír fulltrúar. — FÚ.
Nanna Egilsdóttir
heldur söngskemmtun í kvöld kl. 7 í
Gamla Bíó. Emil Thoroddsen aðstoðar
söngkonuna.
Skipafréttir.
Gullfoss fer til Breiðafjarðar og
Vestfjarða í kvöld. Goðafoss var á Ak-
ureyri í gær. Brúarfoss er á leið til
Leith frá Vestmannaeyjum. Dettifoss
fór frá Hamborg í gær áleiðis til Hull.
Lagarfoss var á Reyðarfirði í gær. Sel-
foss fór frá Aberdeen í gær, áleiðis til
Grimsby. Súðin fór frá Rvík í gær-
kvöldi í strandferð austur um land.
Söngfélagið Hekla
sem er samband norðlenzkra karla-
kóra, stofnað til minningar um Magn-
ús Einarsson söngstjóra, hélt þriðja
söngmót sitt á Akureyri dagana 28—29.
f. m. í mótinu tóku þátt fimm norð-
lenzkir karlakórar og söngmannatala
var um 170. Að upphafi mótsins minnt-
ist Snorri Sigfússon skólastjóri Magn-
úsar Einarssonar með ræðu. Eru í vor
90 ár liðin frá fæðingu hans. — FÚ.
Útgerðarfélagið Muninn
á ísafirði, hefir samið við Marsellíus
Bernharðsson skipasttnið um smíði
tveggja 15 smálesta báta og einnig
keypt nýsmíðaðan bát, 24 smálesta, af
Bárði Tómassyni. Dragnótaveiðar hófu
nokkrir ísfirzkir bátar þegar leyft var
um 15. f. m. Veiði hefir verið allgóð.
Selja þeir íshúsfélagi ísfirðinga afl-
ann. — FÚ.
500 manns
iarasf í loítárás
Brezku flutninga-
skipi sökkt.
LONDON:
Á sjötta hundrað manns biðu bana
í gær, er flugvélar uppreistarmanna á
Spáni gerðu loftárás á bæ einn 40
kílómetrum fyrir norðan Barcelona.
Flestar sprengjurnar féllu á torg í
miðjum bænum. í tilkynningu sem
stjórnin í Bareelona gaf út síðdegis í
gær var sagt, að 43 lík hefðu þegar
fundist, en gera mætti ráð fyrir að
tala hinna dauðu færi fram úr 500.
Bær þessi taldi 10 þúsund íbúa, en auk
þessu höfðu allmirgir flóttamenn frá
Barcelona og öðrum hafnarborgum
leitað þarna hælis.
í gær var einnig gerð loftárás á höfn-
ina í Valencia. Brezku skipi, „Penz-
anze“, var sökkt. Áhöfninni var bjarg-
að. — FÚ.
Tékkar draga úr
varaliðmu í bili
Þýzklr flugmeiui
kærðir fyrir her-
njósnlr.
London:
í frétt frá Prag er sagt, að nokkrir
þeirra, sem kvaddir voru til herþjón-
ustu fyrir 10 dögum, hafi verið leystir
frá þeirri syldu, þar sem þeir höfðu
öðrum nauðsynlegum störfum að
gegna. Þeim hefir þó verið skipað að
vera við því búnir að gegna herþjón-
ustu ef þess verður krafizt.
Sendiherra Tékkoslóvakíu í Berlín
hefir verið falið að leggja fram mót-
mæli út af því að þýzkir flugmenn hafi
flogið inn yfir landamæri Tékkosló-
vakíu. — FÚ.
FLUGFERÐIR
TIL ÍSLANDS
EINKASKEYTI frá KHÖFN:
Flugstjóri norska flugfélagsins, Bernt
Balchen, skýrir fréttaritara útvarpsins
í Kaupmannahöfn frá því að félagið
muni ekki á þessu sumri láta fara nein-
ar flugferðir til íslands. Hann segist
og ekkert þekkja til þeirra fyrirætlana,
sem Niclasen landsþingsmaður hafi ný-
lega gert að umtalsefni í dönskum
blöðum um þátttöku Norðmanna í fyr-
irhugaðri flugleið yfir Danmörku, Nor-
eg, Shetlandseyjar, Færeyjar og ísland.
— FÚ.
Fyrlrætlanlr Nufficlds
lávarðar í flnginálum.
LONDON:
Borgarstjórnin í Birmingham hefir
ákeðið að selja Nuffield lávarði all-
stóra landspildu í útjaðri borgarinnar
undir flugvélaverksmiðju. Land þetta
hafði áður verið ákveðið að nota til
þess að koma þar upp fyrirmyndar í-
búðarhverfum. Salan var samþykkt
með því að við flugvélaverksmiðjurnar
myndu 15000 manns geta fengið at-
vinnu. — FÚ.
Islandsglíman
verður háð í kvöld
ANNA B0RG
ráðín að Konunglega
leikhúsínu
14 pátttakendur:
Íslandsglíman verður háð í kvöld á
íþróttavellinum og hefst kl. 8y2. Þátt-
takendur eru 14 og fara nöfn þeirra
hér á eftir:
Axel Magnússon (KV), Ágúst Krist-
jánsson (Á), Bernotus Þorkelsson
(KV), Engilbert Jónasson (KV), Har-
aldur Sigurðsson (KV), Húnbogi Þor-
kelsson (KV), Jón Bjamason (UMF
Skeiðamanna), Lárus Salómonsson
(Á), Sigurður Guðjónsson (KV), Sig-
urður Hallbjörnsson (Á), Skúli Þor-
leifsson (Á), Steindór Gíslason (UMF
Samhyggð) og Vagn Jóhannsson (Á).
Þetta er fjölmennasta Íslandsglíman
sem haldin hefir verið nú um fjölmörg
ár. Virðist það benda á aukinn áhuga
Skemmtiför til Snæ-
fellsness um hvíta-
suiumna.
Ferðafélag íslands ráðgerir að fara
skemmtiför til Snæfellsness um hvíta- j
sunnuna, ef þátttaka og veður leyfir. i
Farið verður á e.s. „Eldborg" á laugar-
dag eftir miðdag, 4. júní og siglt til
Arnarstapa.
Til baka verður farið seinni hluta
annars dags og komið til Reykjavíkur
um kvöldið, og er þetta því tveggja
sólarhringa ferð. Á Snæfellsnesi er
margt að sjá. Þeir, sem koma þangað
einu sinni, hafa löngun til að koma
þangað aftur. Þetta er ágætt tækifæri
til að kynnast hinu einkennilega og
tröllslega Snæfellsnesi, t. d. Búðum,
Búðahrauni, Breiðuvík, Arnarstapa,
Hellum, Lóndröngum og Dritvík og þá
ekki sízt að ganga á Snæfellsjökul. Fyr-
ir skíðafólk er einstakt tækifæri. Aust-
an í jöklinum eru ágætar skíðabrekkur
og enn er jökullinn að mestu sprungu-
laus.
Tjöld, viðleguútbúnað og mat þarf
fólk að hafa með sér. Ferðin verður ó-
dýr. Áskriftarlisti liggur frammi á
skrifstofu Kristjáns Ó. Skagfjörð,
Túngötu 5, og gefur hann frekari upp-
lýsingar.
Tveir fyrrv. glímukóngar, Lárus Saló-
monsson og Ágúst Kristjánsson, sem
báöir taka þátt í keppninni í kvöld. —
Ágúst hefir auk þess unniö Stefnis-
hornið til fullrar eignar 1936.
. fyrir þessari fögru íþrótt og er gott til
þess að vita. Reykvíkingar eru aðeins
5 af 14, en Vestmannaeyingar 7 af 14.
Er þetta heiður fyrir Vestmannaeyinga
að þeir skuli senda fleiri keppendur til
Íslandsglímunnar en Reykvíkingar, sem
um mörg ár hafa svo til setið einir að
hitunni.
Margir þátttakendur eru taldir mjög
vaskir glímumenn, og má því búast við
ánægjulegri og fjörugri glímu.
Handhafi íslandsbeltisins er nú Skúli
Þorleifsson, en handhafi fegurðarverð-
launanna Sigurður Hallbjörnsson.
Nefndarskipun
Ríkisstjórnin hefir skrifað þremur
stærstu stjórnmálaflokkunum, Sam-
bandi isl. samvinnufélaga, Verzlunar-
ráði íslands, Landsbankanum og Út-
vegsbankanum og óskað eftir tilnefn-
ingu í nefnd, sem geri tillögur um við-
búnað af íslands hálfu, ef kæmi til
heimsstyrjaldar, sem hefði áhrif á
utanríkisverzlun og siglingar hingað
til lands.
Er ætlazt til, að framangreindir að-
ilar tilnefni einn mann hver í nefndina
og yrði hún þá alls skipuð 7 mönnum.
Nefndarskipuninni á að verða lokið
fljótlega.
LEIFSFRtMERKl
Á minningardegi Leifs heppna Ei-
ríkssonar, sem Bandaríkin halda hátíð-
legan 9. október næstkomandi, áform-
ar íslenzka póststjórnin að gefa út ný
frímerki með mynd af Leifs-styttunni,
er Bandaríki Norður-Ameríku gáfu ís-
landi á Alþingishátíðinni 1930.
Út verða gefin 3 frímerki, 30, 40 og
60 aura. Merkin verða sennilega á frí-
merkjablaði, og gengur ágóði þeirra í
Pósthússbyggingarsj óð.
í dönskum blöðum, sem
komu hingað með Lyru, var
skýrt frá því að frú Anna
Borg myndi verða ráðin við
Konungl. leikhúsið í Kaup-
mannahöfn næsta leikár.
Tíðindamaður Nýja Dagblaðs-
ins átti símtal við frúna í gær og
spurði hana hvort þessi frásögn
dönsku blaðanna væri ekki rétt.
— Jú, hún er rétt. Ég er ráðin
þar næsta ár, frá 1. ágúst að
telja. Þessi ráðning hefir gerzt
hér heima. Það var ekki afráðið
um þetta, þegar ég fór frá Kaup-
mannahöfn, en eftir að ég kom
hingað, fékk ég tilboð og nú er
þetta ráðið.
— Getið þér frætt okkur um
nokkur sérstök leiðrit, sem þér
munið leika í?
— Nei, það er ekki ennþá búið
að ákveða það. Ég veit ekki fyrir
víst um nema eitt. Það er Oth-
ello eftir Shakespeare.
„Politiken“ telur það vel farið
að frú Anna Borg sé aftur ráðin
að Konunglega leikhúsinu, því
þar hafi hún fengið menntun
sína og getið sér mesta frægð.
Fræðsla um íslenzk-
an landbúnað
erlendís
Nýja dagblaðinu hefir borizt sér-
prentun á grein eftir Árna Eylands
framkvæmdarstjóra, úr danska ritinu
„Tidskrift for Landökonomi". Greinin
heitir: „Spredte Oplysninger om det
islandske Landbrug".
í greininni er gefið mjög greinargott
yfirlit um íslenzkan landbúnað og
framfarir hans á síðari árum. Fylgja
margar ágætar myndir og töflur til
skýringar. Ein taflan sýnir framleiðslu
landbúnaðarafurða á hvern íbúa sveit-
anna á ýmsum tímum. Árið 1901 var
talið að 45.993 manns hefði framfærslu
sína af landbúnaði, en 1934 ekki nema
(Framhald á 4. síðu.)