Nýja dagblaðið - 16.06.1938, Side 1
V EN U S-ræsíiduit
í næstu báð.
Aðeins 25 anra
pakktnn.
rwji/\
ID/^GrlBlli^ÐIHÐ
6. ár Reykjavik, fimmtudaginn 15. júní 1938. 135. blað
1 Æskan hyllír
| Jónas Jónsson i
| Mann var kjörinn :
fyrstl heiðursfé-
ij: lagi S. U. F.
| Á seinasta fundi stofn- : :
þings ungra Framsóknar- i:
;í; manna, bar Baldvin Tr. :j:
;í; Stefánsson, Stakkahllð, N.- í
;í; Múlasýslu, fram svohljóð- :j:
*:•; andi tiilögu:
„1. þing sambands ungra
:? Framsóknarmanna sam-
<:•: þykkir að kjósa Jónas Jóns- ij:
: j son, formann Framsóknar- ;j;
í flokksins, sem fyrsta heið- ?
ursfélaga sambands ungra :|:
: j Framsóknarmanna, f við- jj:
::; urkenningarskyni fyrir :
'I hans miklu og góðu störf í :;:
;i; þágu alþjóðar, og þá eink- :
;i; um æskunnar í landinu.“ :
Fundarmenn samþykktu :
•i; þessa tiliögu með lófataki j;
« sem aldrei ætlaði að linna.
Ennfremur samþykkti ;:;
::; fundurinn að fela stjórn ;j;
:i: S. U. F. að vinna að því að ;
;í| hafizt yrði handa um út-
| gáfu safns af ritgerðum :i|
: J ónasar J ónssonar.
J«S««J$««5«S«$««S«S*5S*Í«®Í$ͫͫÍ$Í«
ANNÁLL
167. dagur ársins.
Sólaruppkoma kl. 2.01. Sólarlag kl.
10.56. Árdegisháflæður í Rvik kl. 7.20.
Næturlæknir
er í nótt Daniel Pjeldsted, Hverfis-
götu 46, sími 3272. Næturvörður er í
Lyfjabúðinni Iðunn og Reykjavíkur
Apóteki.
Dagskrá útvarpslns:
10.00 Veðurfr. 12.00 Hádegisútvarp.
15.00 Veðurfr. 19.10 Veðurfr. 19.20 Les-
in dagskrá næstu viku. 19.30 Hljómpl.:
Lög úr óperettum. 19.40 Auglýslngar.
19.50 Préttir. 20.15 Prá Ferðafél. ísl.
20.25 Prá útlöndum. 20.40 Einleikur á
eello (Þórh. Ámason). 21.00 Útvarps-
hljómsveitin leikur. 21.30 Hljómplötur:
Andleg tónlist.
Póstferðir á morgun.
Frá Rvík: Mosfellssveitar-, Kjósar-,
Kjalarness-, Reykjaness-, Ölfuss- og
Flóapóstar. Hafnarfjörður. Seltjarnar-
nes, Þrastarlundur, Laugarvatn,
Þingvellir. Breiðafjarðarpóstur. Norð-
anpóstur, Dalapóstur. Barðastrandar-
póstur. Laxfoss til Borgarness. Pagra-
nes til Akraness. Fljótshlíðarpóstur.
Austanpóstur.
Til Rvíkur: Mosfellssveitar-. Kjósar-,
Kjalarness-, Reykjaness-, Ölfuss og
Flóapóstar. Hafnarfjörður. Seltjarnar-
r.es. Þrastalundur. Laugarvatn. Pagra-
nes frá Akranesi. Þingvellir, Laxfoss
frá Borgarnesi. Þykkvabæjarpóstur.
Norðanpóstur. Breiðafjarðarpóstur.
Strandasýslupóstur. Barðastrandar-
póstur. Kirkjubæj arklaustur-póstur.
Grímur Magnússon
læknlr hefir opnað lækningastofu i
Suðurgötu 4. Viðtalstími hans er kl.
2—3 daglega.
Signrstelnn Magnússon
framkvstj. við skrifstofu Sambands
ísl. samvinnufélaga í Leith og frú hans
voru meðal farþega með e.s. Brúarfoss
frá útlöndum sl. þriðjudag.
(Framhald á 4. slðu.)
104 íulltrúar sóttu stoínfund Sambands
ungra F ramsóknar
manna, auk gesta
Frá seinusm fundum píngsins
og úrslitum stjórnarkosningar
Stofnþingi Sambands
ungra Framsóknarmanna
að Laugarvatni lauk um kl.
2Vz 1 fyrradag.
Alls sátu það um 104 full-
trúar auk margra gesta, og
er það því lang fjölmenn-
asta pólitíska landsmótið,
sem ungir menn hafa enn
haldið hér á landi.
Um kl. 3 1 fyrrdag fóru full-
trúarnir frá Laugarvatni til
Gullfoss og Geysis. Við Geysi
var beðið lengi eftlr gosi, sem
kom að iokum, og var síðan lagt
af stað heimleiðds. Til bæjarins
var komið á þriðja tímanum í
fyrrinótt.
Verður síðar sagt nánara frá
ferðalaginu, sem öllum mun
hafa þótt hið skemmtilegasta.
Síðara hluta mánudagsins
voru lög sambandsins samþykkt
eftir talsverðar umræður. Síðan
voru tekin fyrir ýms nefndar-
álit og afgreidd. Stóðu fundir
nær óslitið allan mánudaginn
frá því kl. 10 að morgni til kl.
11 að kvöldi, að frádregnum
matartímum.
Á þriðjudaginn hófst fundur
kl. 8 og var þá áfram rætt um
nefndarálit og aðflar tillögur,
sem fram komu. Að því loknu
var gengið til stjórnarkosning-
ar. Fyrirkomulag stjórnarlnnar
er þannig, að aðalstjórnina
skipa fimm menn búsettir í
Reykjavík eða grennd, en auk
þess eigi hver sýsla og kaup-.
staður, þar sem starfandi eru
samtök ungra Framsóknar-
manna, einn fulltrúa í stjórn-
inni. Skal öll stjórnin halda
einn aðalfund árlega, þar sem
teknar séu helztu ákvarðanir á
milli þinga.
Úrslit kosníngarinnar urðu
þessi:
Formaður stjórnarinnar var
kosinn Þórarinn Þórarinsson
ritstjóri, gjaldkeri Egill Bjarna-
son innheimtúmaður Tímans,
ritari Guðmundur Hjálmarsson
skrifstofumaður og meðstjórn-
endur Valdimar Jóhannsson
kennari og Jón Helgason blaða-
maður.
í varastjórn voru kosnir:
Varaformaður Þórður Björns-
son stud. jur, vararitari Vil-
hjálmur Heiðdal, varagjaldkeri
Bjöm Guðmundsson viðgerðar-
maður hjá landssímanum og
varameðstjórnendur Auður
Jónasdóttir skrifari og Valgerð-
ur Tryggvadóttir skrifari.
Kosningar á fulltrúum fyrir
sýslur og kaupstaði féllu á þessa
leið:
Borgarfjarðarsýsla: Elaukur
(Framhald á 4. siðu.)
Nokkrar ályktanir frá
stofnfundi S. U. F.
Samvinna ungra
ntaima um lausn
sambandsmálsins.
Þing Sambands ungra Fram-
sóknarmanna telur að segja
beri upp samningi þeim, sem
felst í sambandslögunum, eins
fljótt og unnt er. Sérstaklega
leggur þingið áherzlu á, að
hraðað sé undirbúningi undir
það, að þjóðin taki utanríkis-
málin í sínar hendur.
Þar sem þingið telur,að þessi
mál eigi að vera hafin yfir
flokkadeilur, felur það stjórn
sambandsins að leita samvinnu
um þau við samtök ungra
manna í öðrum lýðræðisflokk-
um, að því leyti, sem ungir
menn geta haft áhrif á lausn
þeirra.
ÞjóðaraÉkvæði um
sölubann á áfengi.
Sambandsþing ungra Fram-
sóknarmanna að Laugarvatni
11.—14. júní, skorar á Alþingi
að láta fara fram, i sambandi
við næstu alþingiskosningar,
atkvæðagreiðslu um það, hvort
leyfa skuli innflutning og sölu
áfengis og hvetur alla
flokksmenn til drengilegrar
baráttu fyrir útrýmingu áfeng-
is úr landinu.
Bann við stjórnmála-
áróðri meðal barna.
Stofnþing S. U. F. beinir
þeirri áskorun til þings og
stjórnar, að þegar á næsta þingi
verði sett iög, er banni pólitíska
starfsemi meðal barna innan
14 ára aldurs.
Bindindi og reglusemi.
Sambandsþing ungra Fram-
sóknarmanna að Laugarvatni
11.—14. júní, brýnir félög ungra
Framsóknarmanna að vanda
sem bezt til skemmtana sinna
og fyrirbyggja, að ölvun eigi
sér þar stað.
Ennfremur hvetur þingið alla
unga Framsóknarmenn að vera
fyrirmynd annarra um bindindi
og almenna reglusemi.
Ungir Framsóknar-
menn og íþróttastarf-
semin.
1. þing S. U. F. skorar á unga
Framsóknarmenn um land allt
að beita sér fyrir aukinni lík-
amsrækt og útiíþróttum, s. s.
skauta- og skíðaferðum, fjall-
göngum, knattspyrnu, sundi og
þó sérstaklega hinni fornu
þjóðaríþrótt, glímunni.
Allar þessar tillögur voru sam-
þykktar í einu hljóði.
Valur
varð Islandsmeístari
Sigraði Víking með
3 s 2
Úrslitaleikur íslandsmótsins fór
fram í gærkvöldi. Kppptu þá Valur og
Víkingur og vann Valur með 3 : 2.
Veður var kalt og allmiklll vindur.
Höfðu Valsmenn undan vindi að sækja
í fyrri hálfleik, og lá þá mjög á Vik-
ing. Valsmönnum fataðist illa fyrir
framan mark Víkinganna. Fengu þeir
til dæmis tvær vitaspyrnur, en hvorugt
skotið hitti á markið. Tókst þó Vals-
mönnum að setja tvö mörk í þessum
hálfleik.
Þegar síðari hálflelkur átti að hefj-
ast, kom fyrir atvik, sem vægast sagt
var leiðinlegt. Það voru sem sé engir
linuverðir til taks, Loks fundust þó
tveir þjónustufúsir menn og var nú
hægt að hefja leikinn.
Vlkingar áttu nú undan vindi að
sækja og gerðu mörg upphlaup og
hröð, en vörn Vals var sterk. Vals-
menn gerðu einnig upphlaup og tókst
þeim 1 eínu upphlaupinu að setja
mark. Víkingar hertu nú sóknina og
settu þeir tvö mörk í hálfleiknum.
Endaði því leikurinn með sigri Vals,
3 mörk gegn 2, og hlaut hann þar með
heitið „bezta knattspyrnufélag ís-
Fulltrúar á stofnþingi S. U. F.
Myndin var tekin við Geysi í fyrrakvöld. Á myndina vantar allmargt fulltrúa, sem ekkl gátu tekið þátt i
ferðinni, en hinsvegar eru um 14 gestir á myndinni.
lands“.
Leikurinn var skemmtilegur, þegar
(Framhald á 4. siðu.)