Nýja dagblaðið - 17.06.1938, Blaðsíða 1

Nýja dagblaðið - 17.06.1938, Blaðsíða 1
 - —« ^ Hafið þér notað t BLITS þvottaduft? Reynið það í næsta þvott, og þér sann- færizt um gæðin. ID/^GrlBIL^iÐIMÐ 6. ár Reykjavík, föstudaginn 17. júni 1938. 136. blað mmmmmmgmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmiammmmmmtKmuammmummmmmmmmmmammmtmmmmmammmamsamBmmsammmBmiss ANN ALL Fáheyrðar tillögur íhalds- ins i bæjarstjórn Það vill loka Syrír raSmagníð hjá þeim, sem ekki geta greitt útsvör og önnur bæjargjöld á gjalddaga Varasjóð Sogsvirkjunarinnar víll íhaldið fá að nota sem eyðslufé fiyrír bæjarsjóð Sólarupprás kl. 2.03. Sólarlag kl. 10.54. Árdegisháflæður í Rvík kl. 7.55. Næturlæknir er í nótt Gísli Pálsson, Laugaveg 15, sími 2474. Næturvörður er i Lyfjabúð- inni Iðunn og Reykjavikur Apóteki. Dagskrá útvarpsins: 10.40Veðurfr. 12.00 Hádegisútvarp. 14.30 Ræða við leiði Jóns Sigurðssonar (Haraldur Guðmundsson f. ráðherra). 19.10 Veðurfregnir. 19.20 Hljómplötur: ísl. lög. 19.40 Auglýsingar. 19.50 Prétt- ir. 20.15 Ávarp (Herm. Jónasson for- sætisráðh.). 20.30 Karlak. Rvíkur syng- ur. 21.05 Erindi og ávörp II. M. P. í.: a) Eysteinn Jónsson ráðherra. b) séra Eiríkur J. Eiríksson. c) Einar Kristjánsscm, Leysingjastöðum. ÍTt- varpshljómsveitin leikur. 22.15 Dans- lög. Póstferðir á morgun. Frá Rvík: Mosfellssv.-, Kjalarness-, Reykjaness-, Ölfuss- og Flóapóstar. Hafnarfj. Seltj arnarnes. Þrastalundur. Þingvellir. Laugarvatn. Álftanespóstur. Grímsness- og Biskpustungnapóstar. Breiðafjarðarpóstur. Norðanpóstur. Laxfoss til Akraness og Bargamess. Fagranes til Akraness. Brúnarfoss til Akureyrar. Selfoss til Antwerpen. Til Rvikur: Mosfellssv.-, Kjalarness-, Reykjaness-, Ölfuss- og Flóapóstar. Hafnarfj. Seltjarnarnes. Þrastalundur. Þingvellir. Laugarvatn. Álftanespóstur. Fljótshlíðarpóstur. Breiðafjarðarpóst- ur. Norðanpóstur. Fagranes frá Akra- nesi. Laxfoss frá Borgarnesi og Akra- nesi. Austanpóstur. Skipafréttir. Gullfoss er á leið til Leith frá Vest- mannaeyjum. Goðafoss er í Hamborg. Brúarfoss er í Rvík. Dettifoss kom að vestan og norðan í gær. Lagarfoss fór til Austfjarða -og útlanda í gærkvöldi. Selfoss er í Rvík. Súðin var á leið frá Vestm.eyjum til Hornafjarðar í gær. Esja fer frá Glasgow í kvöld áleiðis til landsins. Ferðafélag íslands ráðgerir að fara tvær skemmtiferðir um næstu helgi. Önnur ferðin er gönguför á Skjaldbreið. Útsýni af Skjaldbreið er mjög tilkomumikið, ekki aðeins fjallahringurinn, heldur líka inn til jöklanna og Hagavatns. Farið í bílum austur Mosfellsheiði um Hof- mannaflöt meðfram Meyjarsæti niður Kluftir og inn með Gatfelli og gengið þaðan á fjallið. Hin ferðin en gönguför í Dyrfjöll og á Hengil. Ekið í bílum austur að Þingvallavatni og suður með vatninu um Hestvík að Nesjavöllum, en gengið þaðan „gegnum dyrnar" í Dyradal og Dyrfjöll, Þá farið um Spor- helludal og Skeggjadal og upp á Heng- il vestan við Skeggja. Af Hengli verður farið um Innstadal og Sleggjubeins- skarð að Kolviðarhóli og ekið í bflum til Reykjavíkur. Þeir, sem ekki kæra sig um að ganga á Hengil, geta farið um Marardal, Engildal og Bolavelli til Kolviðarhóls eða um Innstadal. Lagt á stað kl. 8 árdegis. Farmiðar seldir á Steindórsstöð á laugardag tfl kl. 7. Mót fyrir móðurmáls- og sögukennara af Norðurlöndum, verður haldið á veg- um Norræna félagsins að Laugarvatni, dagana 11.—19. júlí. Upphaflega var á- kveðið að 10 þátttakendur væru frá hverju landi, en svo fór, að þátttaka varð miklu meiri en mögulegt var að sinna. Verða 14 þátttakendur frá Nor- egi, 14 frá Svíþjóð, 10 frá Danmörku, 3 frá Finnlandi og 10 frá íslandi. Koma þannig margir frægir erlendir fræðimenn sem fyrirlesarar á mótið. Skrifstofa Landsfundar kvenna verður opin föstudag og laugardag frá kl. 10—6 í Þingholtsstræti 18. Á- ríðandi að fulltrúar gefi sig fram á skrifstofunni fyrir kl. 6 á laugardag. Trúlofun Nýlega hafa opinberað trúlofun sína Margrét ívarsdóttir, Hafnarfirði og Baldvin Trausti Stefánsson, Stakka- hlíð, Loðmundarfirði. Rakarastofur verða opnar til kl. 2 1 dag. CASTELLON FALLIN Uppreistarmeim halda áfram sókniimi til Va- lencia. — Sex þúsund stjórnarhermenn flýja yfir til Frakklands. LONDON: Stjórnin játar nú að Castellon sé fallin. Hefir her stjórnarinnar hörfað á árbakka sunnan við borgina. Er bú- izt við að uppreistarmenn geri tilraun til að brjótast í gegn um herlínu þeirra þar í átt til Valencia. Eru nú engar náttúrlegar hindranir á vegi þeirra, nema nokkrar hæðir. í frétt'frá upp- reistarmönnum segir í dag að þeir hafi tekið þorp 16 km. fyrir sunnan Casti- llon. Sex þúsund manns af hinni svo- nefndu töpuðu herdeild spönsku stjórnarinnar, sem varizt hefir í Pyre- neafjöllum, hörfaði í gær inn yfir frönsku landamærin. Voru hermennirn ir afvopnaðir og sendir til borgar einn- ar skammt frá landamærunum. Nokk- ur hluti herdeildarinnar verst enn. — FÚ. Svíar hylla konung sinn Stórkostleg hátíðahöld I Stokkhólmi. KALUNDBORG: Klukkan 11 í gær afhenti forsætis- ráðherra Svía, Per Albin Hanson, Gu- stav Sviakonungi afmælisgjöf sænsku þjóðarinnar, en það eru 5 milljón kr. Hefir fénu verið safnað með samskot- um meðal allrar þjóðarinnar. Athöfn þessi fór fram í Ríkisþinginu og flutti forsætisráðherrann ræðu, þar sem hann bað konung að þiggja þessa gjöf sem vott þeirrar ástar og virðing- ar er þjóðin bæri til konungs síns. Konungur þakkaði fyrir með ræðu og lauk máli sínu með því að biðja Guð, sem einn væri þess megnugur, að vernda hið sænska ríkl og hina sænsku þjóð á komandi tímum. Stórkostleg hátíðahöld fara nú fram í Stokkhólmi í tilefni af afmæli kon- ungs. Var konungurinn í gær hylltur af mörgum hundruðum þúsunda, er söfnuðust samán után við konungs- höllina. — FÚ. íþróttamót er haldið í dag á íþróttavellinum. Allsherjarmótið er ekki haldið nú fyrr en dagana 10.—12. júlí. Mótið í dag er mjög fjölbreytt og um dagskrá skal visað til auglýsingar á 4. síðu. Ársþing Ársþing stórstúku íslands verður sett á morgun í Templarahúsinu kl. 1% og verður þaðan gengið í fríkirkj- una og hlýtt messu. Að öðru leyti skal vísað til auglýsingar á 2. síðu blaðsins. Fyrir bæjarstjórnarfund- inum í gær lágu nýjar reglugerðir fyrir Rafmagns- veituna og Sogsvirkjunina. Á reglugerðum þessum eru slík missmíði, að fádæmi má telja. Það er mjög fróð- legt fyrir almenning að kynnast ýmsum ákvæðum þessara fyrirhuguðu reglu- gerða. Hér fer á eftir út- dráttur úr umræðmn fund- arins. Reglngerð fyrir Rafmagnsveituna. Fundurinn ræddi reglugerð fyrir Rafmagnsveitu Reykjavík- ur. Áður en umræður hófust, var samþykkt að hafa lokaumræðu á næsta fundi, því að bæjarfull- trúum hafði ekki enn gefizt kostur á að kynna sér breyting- artillögur bæjarfulltrúa Fram- sóknarflokksins, Sigurðar Jón- assonar, sem mætti á fundinum í stað Jónasar Jónssonar. Sigurður Jónasson lýsti þvl- næst breytingartillögum sem hann hefði borið fram við reglu- gerðina, tvær við 14. og 17. gr. reglug., en eina við reglugerðina í heild, þess efnis að í stað orð- anna rafmagnsstjóri og raf- magnsveita, kæmu orðin raf- veita og rafveitustjóri. — í 3. lið 14. greinar reglugerðarinnar segir svo: „Notendur, sem hafa hemil eða rofa, eiga ekki rétt á neinni endurgreiðslu á föstu verði, þótt þeir telji sig ekki hafa náð því afli, sem fasta greiðslan er miðuð við, en Raf- magnsveitunni er skylt að leið- rétta skekkju hemilsins eða rofans, svo fljótt sem við verður komið.“ Sigurður taldi að ekki væri rétt að ætla notendum að greiða það afl, sem þeir ekki notuðu, en þó væri mun meira gengið á rétt notenda með orðunum: „svo fljótt sem við verður komið“. Benti hann réttilega á, að með þessu væri engin trygging fyrir, að skekkjan væri leiðrétt tafar- laust, heldur væri Rafmagns- veitunni í sjálfsvald sett, hvort þetta væri dregið um lengri eða skemmri tíma. Lagði því Sigurð- ur til, að þessi orð féllu niður, en í staðinn kæmi: „Þegar eftir að henni hefir borizt kvörtun frá notanda.“ 17. gr. frv. fjallar um „lokun fyrir veitu og enduropnun“. Þar er að finna ýmis furðuleg á- kvæði, sem almenningi mun ekki þykja ófróðlegt að kynnast. Húsið Bustarfell i Vestmannaeyjum brann í fyrrinótt og verð eldurinn þremur mönnum að bana. Mennirnir, sem brunnu inni, voru Árni Oddsson, umboðsmaður Brimabótafélagsins í Vestmannaeyjum, Stefán sonur hans, 12 ára gamall, og dóttursonur hans, 7 ára gamall. Árni var um fimmtugt. Bustarfell var lítið timburhús, sem stóð á háum steinkjaflara, með mið- hæð og rishæð. Er þéttbyggt í kring, en logn var og heppnaðist því bruna- liðinu að hindra útbreiðslu eldsins. Er framkoma þess sögð hafa verið mjög vaskleg, þótt aðstaða hafi verið erfið. Fólk bjó á öllum hæðum hússins, en það mun hafa verið komið allt í íasta svefn, þegar eldsins varð vart um tólfleytið aí manni, sem sá hann út um glugga á næsta húsi. Þóttist hann sjá reyk út um forstofudymar og brá því óðara við og gerði fólkinu aðvart með þvi að kalla og berja húsið utan. Komst fólkið, sem var i kjaUaranum, strax út, og sömuleiðis Árni og kona hans, sem bjuggu á miðhæðinni. Hins- vegar vantaði tvo drengi, sem sváfu uppi á loftinu, og konu og barn, sem voru á miðhæðinni. Var hún dóttir Árna og var komin þangað í stutta heimsókn, en hún er ekki búsett í Vestmannaeyjum. Þannig er gert ráð fyrir að loka fyrir rafmagn, „þegar bæjar- ráð óskar stöðvunar á raf- magnssölu til notenda, vegna ó- greiddra bæjargjalda hans,“ „þegar Gasstöð Reykjavíkur bið ur Rafmagnsveituna um að loka fyrir strauminn vegna þess að notandi hefir ekki greitt fyrir gas, koks eða annað til Gasstöðv arinnar“ og „þegar notandi hef- ir gerzt brotlegur við reglugerð þessa“. Þetta eru þau ákvæði, sem menn mun furða mest á. Sig. Jónasson deildi fast á þá ráðstöfun að ætla að gera (Framhald á 4. síðu.) Þegar Árni varð þess var, að þetta fólk vantaði, stökk hann inn í húsið til að freista að bjarga fólkinu, en um líkt leyti komst konan með barninu út um glugga á annarri hæð hússins. Var það þá orðið alelda og brunaliðið | byrjað á slökkvistarfinu. Engin tök j voru þá á því að komast inn í húsið. Eftir nokkra stund tókst þó að vinna svo bug á eldinum, að komizt varð inn í húsið. Fannst lík Árna þá 1 forstof- unni, mikið brunnið. Hafði hann auð- sjáanlega ætlað sér að komast upp til drengjanna, en orðið að snúa við og ætlað að reyna að bjarga með sér pen- ingakassa og skjölum, þvi þetta fannst við hlið hans. Lík drengjanna fundust uppi á lofti, ekkert brennd. Hafa þeir sennflega aldrei vaknað, en kafnað af reyknum. Húsið stendur enn uppi, en er allt brunnið að innan. Allir innanstokks- munir á miðhæð og rishæð eyðilögðust. Enn er ekki vitað um upptök eldsins, helzt gizkað á, að kviknað hafi út frá rafmagni í forstofunni. Réttarhöld hófust í gær, en var ekki lokið. Brunaslys hafa verið mjög fátíð í Vestmannaeyjum og er þetta mesta brunaslys, sem orðið hefir þar í manna minnum. Sorglegt brunaslys í Vestmannaeyjum — Þrír menn brenna inni.-

x

Nýja dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.