Nýja dagblaðið


Nýja dagblaðið - 17.06.1938, Qupperneq 2

Nýja dagblaðið - 17.06.1938, Qupperneq 2
2 N Ý J A DAGBLAÐIÐ Breytingar á lögreglusam- þykkt bæjarins IJnglingum innan við 16 ára aldur bannaður aðgangnr að almennum dansstöðum. Börnum bannað að vera á almannafœri eftir kl. 8 á kvöldin á veturna. Lógreglustjóri hefir undanfax- ið unnið að því, ásamt tveimur mönnum frá bæjarráðinu, Ste- fáni Jóh. Stefánssyni og Bjarna Benediktssyni, að gera tillögur um breytingar á lögreglusam- þykkt bæjarins. Hafa þeir nú lokið tillögum sínum og munu þær verða lagðar fljótlega fyrir bæjarstjórnina. Breytingartillögurnar eru alls 16 og eru flestar viðkomandi um- ferðinni, til samræmis því skipu- lagi, sem lögreglan er nú að koma í framkvæmd. Eitt helzta nýmælið mun þó vera það, að unglingum innan við 16 áxa aldur er bannaður að- gangur að almennum knatt- borðsstofum, dansstöðum og öl- drykkjustofum. Þeim er og ó- heimill aðgangur að almennum kaffistofum eftir kl. 8 að kvöldi, nema í fylgd með fullorðnum, sem ber ábyrgð á þeim. Enn- fremur er börnum yngri en 12 ára bannað að vera á almanna færi eftir kl. 8 að kvöldi frá 1. okt til 1. maí og ekki seinna en kl. 10 frá 1. maí til 1. okt, nema í fylgd með fullorðnum. Börn frá 12—14 ára mega ekki vera á almannafæri seinna en kl. 22 frá 1. okt. til 1. maí og ekki seinna en kl. 23 frá 1. maí til 1. okt., nema í fylgd með fullorðn- um. Nú mega börn yngri en 12 ára vera á almannafæri til kl. 10 á kvöldin að vetrinum og til kl. 11 á sumrin. Uppsögn Menntaskólans Menntaskólanum var sagt upp í gær kl. 1. Pálmi Hannesson rektor sagði frá starfi skólans síðastliðið skólaár og úrslitum prófa. Af- henti hann verðlaun og hinum ungu gagnfræðingum og stú- dentum prófskírteini sin. Beindi hann síðan nokkrum orðum til hinna ungu stúdenta og annarra er við voru staddir. Ræddi hann m. a. um fjölgun nemenda í skólanum og vandamál sem til athugunar kæmu i því sambandi. Undir stúdentspróf gengu 26 nemendur 1 máladeild og 16 í stærðfræðideild, alls 42. Ágætiseinkunn hlutu tveir nemendur, þeir Magnús Kjart- ansson, 9.24 stig og Jónas Har- alz, 9.07 stig, eru þeir báðir úr stærðfræðideild. Fyrstu einkunn hlutu 24 nem- endur, hæsta einkunn af þeim hlaut Ólöf Benediktsdóttir í máladeild, 8.68 stig. Aðra eink- unn hlutu 11 nemendur og þriðju einkunn 5 nemendur. Gagnfræðapróf fór nú fram í tvennu lagi, upp úr þriðja bekk samkvæmt gömlu reglugerðinni og upp úr öðrum bekk samkv. hinni nýju. Samkvæmt gömlu reglugerðinni gengu 37 nemend- ur undir próf, þar af 10 utan skóla, en samkvæmt þeirri nýju 48 nemendur, þar af 21 utan skóla, eða alls 85. Upp úr þriðja bekk hlutu þær beztu einkunnir Sigrún Sigur- björnsdóttir,8.96 stig, Valborg Sigurðardóttir, 8.93 stig. Upp úr öðrum bekk hlutu hæstar einkunnir Sigrún Sigur- stig og Stefán Haraldsson 8.13 stig. Happdrætti Sjósundlaugar Reykjaskóla. I dag selja skátar happdrættismiða á götum bæjarins. Happ- drætti þetta er til þess stofnað, að komið verði upp hitaðri sjó- sundlaug við Reykjaskóla í Hrútafirði, til sjóbaða og eflingar sundíþróttinni. Allir þér, sem unnið íþróttum, heilsu og heilbrigffi þjóðar- innar, styðjið þetta stórmerka fyrirtæki með því að kaupa miða og fá aðra til þess. Á leiðinni Reykjavík—Akureyri verður Reykjaskóli glæsileg- asta sumar-gistihúsið, þegar sjósundláugin er komin. Lítið á vinningaskrána í búðargluggunum. Kaupendur Nýja dagblaðsíns eru vínsamlega beðnír að fílkynna afgr. fafarlausf öll vanskíl af hálfu blaðsíns. Stórstúkn Islands verður sett í Templarahúsinu á morgun (laugardag 18. júní). Fulltrúar og aðrir templarar komi saman í Templarahúsinu kl. iy2 e. h. og verður gengið þaðan í Fríkirkjuna og hlýtt messu. Séra Sveinn Ögmundsson frá Kálfholtl prédikar. Séra Árni Sigurðsson fríkirkjuprestur þjónar fyrir altari. Að messugjörð lokinni verður þingið sett, fulltrúar samþykktir og stórstúkustig veitt þeim fulltrúum, sem það vantar og öðrum, sem þess óska og rétt hafa til þess, enda hafi þeir meðmæli frá stúkum sínum. Þeir, sem hafa verið fullgildir félagar umdæmisstúku í sex mánuði, hafa rétt til stór- stúkuþings. Fulltrúar afhendi kjörbréf sín á skrifstofu stórstúkunnar í kvöld eða í fyrra málið fyrir hádegi. — Trúnaðarstig og Umdæmisstúkustig verður veitt í Templarahúsinu í kvöld kl. 8 y2. UNGLEVGAREGLUÞINGIÐ verður sett i Templarahúsinu, sunnudaginn 19. júní kl. 10 árdegis. Kjörbréfum á það þing sé skilað til stórgæzlumanns unglingastarfs við þingsetningu á laugardag. Reykjavík, 17. júní 1938. Friðrih A. Brehhan. Jóhann ögm. Oddsson. Steindór Björnsson. „Brúaríoss“ fer á laugardagskvöld 18. júní vestur og norður. Farseðlar ósk- ast sóttir fyrir hádegi í dag. „Dettiíoss“ fer á mánudagskvöld 20. júnf um Vestmannaeyjar til Grimsby og Hamborgar. Farseðlar óskast sóttir fyrir hádegi á mánudag. Reykjavík - Akureyri : IVæsta hraðferð um Akranes til Akur- eyrar er á mánudag. Bifreiðastöð Steindórs. Sími 1580. BmnfflronmfflmtamiwwwwwKwnmtmmmntnnmnnroanntmtmnuumi Sel j um í heilum skrokkum frosið kjðt af veturgömlu fé. O PRENTMYN DASTOFAN IESFTUR Hafridritræti 17, (yppi), býr li! 1. ílol<l<s prenlmyndir. Sími 3334 aðeins Loftur. ÚTBREIÐIÐ MÝJA DAGBLAÐIÐ! Ishúsið HERÐUBREIÐ Fríkirkjuveg 7, sími 2678. Kærur út af úrshurðum niðurjöfnunamefndar á út- svarshœrum shulu homnar á shrifstofu yfir- shattanefndar í Alþýðuhúsinu við Hverfis- götu (Shattstofuna) í síðasta lagi föstudag- inn 1. julí nœsthomundi. Reykjavík, 17. júní 1938. Yfirskattanefnd Reykjavíkur. Sundnámskeið í Austurbæjarskólanum hef jast mánud. 20. þ. m. og verður kennt í 10 manna flokkum fyrir fullorðna og 10—15 í barnaflokkum. Kennslugjald fyrir 20 kennslust. í y2 klst. er kr. 10.00 fyrir full- orðna og kr. 5.00 fyrir börn. (Engin námskeið verða fyrir börn undir 7 ára aldri.) ATH. Þátttakendur verða að hafa heilbrigðisvottorð, og eiga að sækja kennslukortin á föstudag og laugardag í Sundhöllina kl. 9—11 f. h. eða kl. 2—4 e. h. Upplýsingar á sömu tímum í síma 4059. Sundhöll Beyhjavíhur.

x

Nýja dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.