Nýja dagblaðið - 17.06.1938, Side 4
REYKJAVÍK, 17. JÚNÍ 1938.
NYJA DAGBLAÐIÐ
6. ÁRGANGUR — 136. BLAÐ
K-XÍÍCamla BÍÓÍÍSSW
5 ?
Framhald
v ,granna mannsins‘ >
|
I
(Efter den tynde Mand)
Afar fjörug og spennandl
leynilögreglu-gamanmynd.
Aðalhlutverkin leika
af framúrskarandi snilld
MYRNA LOY
og
WILLLAM POWELL
ásamt hundinum ASTA.
Börn fá ekki aðgang.
Sýnd kl. 7 og 9.
Alþýðusýning kl. 5. ..
ORRFSTAN
um Port Arthnr
Börn fá ekki aðgang.
j!
I
!
í
V.V.V.V.W.V.V.V.V.V.W.1
Eltirlit með
útlendingum
(Framhald af 3. síSu.)
byltingum þeim, er á eftir því
fóru, urðu hundruð þúsunda
manna ríkisfangslausir og
hröktust land úr landi. Var fólk
þetta í fullkomnum vandræð-
um með sjálft sig og flest á
vonarvöl og átti í engu landi
greiða aðkomu.
Þjóðabandalagið tók mál
þessa fólks til meðferðar og
freistaði að greiða úr þeim,
Forgöngu þess starfs hafði hinn
norski íshafsfari, Friðþjófur
Nansen. Kenniskírteini það, er
fólk þetta fékk og kom í stað
vegabréfs, var kennt við hann
og kallað Nansens-vegabréf.
Þetta starf allt er eitt hið
merkilegasta og mikilsverðasta
mannúðarstarf nútímans.
Af þessu fólki munum við
íslendingar yfirleitt ekkert
hafa haft að segja, enda var
það flest austrænt. Hingað til
lands munu ekki hafa leitað
aðrir, en Rússar þeir, er áður
var getið.
En við stjórnarbreytingunna í
Þýzkalandi 1933, reis upp nýr
vandi. Fjöldi manna fór þaðan
landflótta, með því, að það
taldi sér þar ekki frítt vegna
skoðana sinna eða ættemis.
Fólk þetta streymdi til ná-
grannalandanna og olli þar
miklum vanda.
Sumt af þessu fólki hefir
leitað hingað til íslands, eins
og kemur fram í tölu þeirra
Þjóðverja, er hér dvelja, enda
þótt um mestan hluta þeirra sé
ekki svo ástatt. Eins og áður
segir, munu 3—4 menn, er glatað
hafa ríkisfangi sínu með þessum
hætti, hafa komizt hingað, og
auk þess munu vera hér örfáir
menn, sem ekki telja sér fært,
að fara til ættlands síns, Þýzka-
lands, annara orsaka vegna,
enda þótt þeir njóti þar borg-
araréttar. Það er því áreiðan-
lega ofmælt að tala um „hættu“
af flóttamönnum, sem hingað
eru komnir. En annað mál er
það, hvort hér séu ástæður til
að taka við þeim framvegis.
Á vegum þjóðabandalagsins
hafa ýms ríki gjört með sér
samþykkt um að greiða fyrir
I. S. 1. t. R. R.
Hátíðísdagur íþróttamannal Iþróttamótíð 17. júxiá
D A G S K R A í
Kl. 1.30 Lúðrasveit Reykjavíkur leikur framan við Menntaskólann.
— 2.00 Lagt af stað suður á íþróttavöll. Staðnæmzt við leiði Jóns Sigurðssonar forseta. Ræða: Haraldur Guðmundsson, for-
stjóri. — Forseti í. S. í., Ben. G. Waage, leggur blómsveig á leiðið.
— 2.45 Mótið sett með ræðu af Ben. G. Waage, forseta f. S. í.
— 3.00 fþróttir hefjast. — Fimleikar, úrvalsflokkur kvenna úr Ármann (Noregsfaramir), 100 metra hlaup, 80 metra hlaup
stúlkna. Spjótkast. Hástökk. 5000 metra hlaup. Pokahlaup (stúlkur). 1000 metra boðhlaup. Langstökk.
-------H L É.-------
— 8.30 Lúðrasveit Reykjavíkur spUar á fþróttavelUnum. — Fimleikar: Úrvalsflokkur drengja úr Ármanni. 800 metra hlaup.
Kringlukast. Boðhlaup kvenna. Hástökk (stúlkur). Stangarstökk. Pokahlaup (piltar).
REIPTOG: — REYKVÍKINGAR—KEFLVÍKINGAR. — Hvorir vinna?
— 10.30 Hefst DANSLEIKUR í Iðnó. — Harmonikumúsik og hljómsveit Blue Boys.
Reykvíkingar! Það er þjóðlegt að skemmta sér á fþróttavellinum 17. júní. Fjölbreyttasta íþróttamótið sem nokkru sinni hefir verið
haldið 17. júní. — Aðgöngumiðar seldir að mótinu kl. 3, og aftur kl. 8.30.
Stjórn Glímufélagsins Ármann.
Kærur
út af úrshurðum skattstjóra á skattkœrum
skulu komnur á skrifstofu yfirskattanefndar
í Alþýðuhúsinu rið Ilverfisgötu (Skattstof-
una), í síðasta lagi föstudaginn 1. júlí nœst-
komandi.
Reykjavík, 17. júni 1938.
Yfirskattanefnd Reykjavíkur.
þýzkum flóttamönnum. Lönd
þau, er að samþykktinni standa
skuldbinda sig til að veita þeim
nokkru greiðari aðgang að
landsvist og atvinnu, en öðrum
útlendingum. Þau gefa og út
kenniskírteini — einsk. vega-
bréf — handa þeim og skuld-
binda sig til að taka slík skír-
teini jafngild og önnur vega-
bréf. Norðurlönd, nema ísland,
eru aðiljar þessarar samþykkt-
ar.
Eins og áður var drepið á,
mun það vera flestra manna
mál að við íslendingar megum
illa við þvi, eins og nú standa
sakir, að taka við erlendum
mönnum, til aðseturs, vegna
Tillögur íhaldsina
(Framhald af 1. slðu.)
Rafmagnsveituna að einskonar
innheimtustofnun fyrir aðrar
stofnanir bæjarins eða bæjar-
sjóð sjálfan. Innheimta útsvar-
anna væri tryggð með lögtaks-
réttinum og Gasstöðin hefði
nægilega góða aðstöðu til þess
að heimta inn útistandandi
skuldir sínar. Með þessari ráð-
stöfun væri gengið á rétt borg-
aranna í bænum á mjög ósæmi-
legan hátt. — Sigurður taldi
einnig hæpið að loka fyrir raf-
magn hjá mönnum vegna brota
á reglugerðinni. Hún væri löng
og yrði vafalaust aldrei almennt
kunn til hlítar, þess vegna gætu
menn brotið gegn henni í smá-
atriðum alveg óviljandi. Það
væri því meiri en lítil ónærgætni
að ætla að loka fyrir strauminn
hjá þessum mönnum. Lagði þvi
Sigurður til að þessi ákvæði
væru felld í burtu. Ennfremur
örðugra atvinnuhátta. Sú á-
stæða tekur til þessa fólks ekki
síður en annara útlendinga.
En annað atriði kemur einnig
til þess, að við höfum sízt á-
stæðu til að greiða fyrir lands-
vist þessa fólks, enda þótt
mannúðarmál sé í sjálfu sér. ís-
land er ekki aðili áðurgreindr-
ar samþykktar. Við getum því
ekki gefið út kenniskírteini
handa því, sem gild eru tekin af
öðrum þjóðum og getum því átt
á hættu, að verða að sitja uppi
með það, enda þótt vandræði
hljótist af því. Þegar af þeirri
ástæðu er miður ráðið að taka
við slíku fólki frekar en orðið
er. Ragnar Jónsson.
taldi hann að það ákvæði fyrir
enduropnun, „að trygging sé
sett fyrir greiðslu framvegis“
væri óviðunandi. Þessi trygging
væri ekki bundin við neinn viss-
an tíma, samkv. reglug., og efna-
minna fólki væri ekki kleift að
setja slíkar tryggingar um lengri
tíma.
Þá stóð upp Bjarni Benedikts-
son og var óvenju hógvær 1
fyrstu. Taldi hann sjálfsagt að
athuga þessar tillögur milli
funda og ræða þær síðan nánar.
En þegar hér var komið, mun
Bjarna hafa fundizt nóg komið
af „sunnudagaorðbragði“ sínu
og snerist í lok ræðu sinnar gegn
Sigurði Jónassyni með persónu-
legan skæting.
Síðar kvaddi Bjarni sér hljóðs
aftur og flutti þá aðalræðu sína
í málinu. Taldi hann ekki veita
af ákvæðum sem þessum, þegar
við væri að eiga menn, sem færu
svíkjandi hús úr húsi og engar
skuldir greiddu. Útmálaði Bjarni
þetta mjög_og lýsti megnri van-
þóknun sinni á þessu fólki. Var
það nokkuð önnur lýsing á
Reykvíkingum en Bjarni hefir
í sambandi við kosningar. Að
þessu loknu flutti Bjarni hina
venjulegu ræðu sína um ríkis-
stjórnina.
Síðan var umræðunni og at-
kvæðagreiðslunni um breyting-
artillögurnar frestað til næsta
fundar.
Reglngerð fyrir
Sogsvlrkjuiima.
Þá lá fyrir fundinum ný reglugjörð
fyrir Sogsvirkjunina.
Sigurður Jónasson bar fram nokkr-
ar breytingartillögur. Þær merkustu
ganga í þá átt að tekjuafgangur Sogs-
virkjunarinnar, þegar búið er að
greiða reksturskostnað, vexti, afborg-
anir, viðhald og endurnýjanir virkja,
skuli lagður í varasjóð, sem eigi megi
nota til annars en aukningar raf-
stöðvarinnar eðá rafveitukerfa Sogs-
virkjunarinnar. í reglugerðinni er að
vísu á einum stað gert ráð fyrir vara-
sjóði, en hinsvegar er opin leið fyrir
bæj arstj órnarmeirihlutann að nota
tekjuafgang stöðvarinnar sem eyðslu-
eyri á sama hátt og hún hefir notað
tekjuafgang Rafmagnsveitunnar, Gas-
stöðvarinnar og annarra slíkra fyrir-
tækja.
Sigurður sýndi fram á, að allan
varasjóð virkjunarinnar ætti að nota
til stækkunar á stöðinni og aukningar
1 rafveitukerfanna. Virkjunin ætti sjálf
að leggja háspennulínu til þeirra
staða, þar sem sölumöguleikar væru
fyrir rafmagn hennar. Þannig væri
hag hennar árelðanlega bezt borgið,
og jafnframt komið i veg fyrir notkun
rándýrs lánsfjár eins og Hafnarfjarð-
arlínan hefði verið lögð fyrir.
Þá stóð Guðm. Ásbjörnsson upp og
las upp úr lögum um virkjun Sogsins.
Kvað hann tillögu Sigurðar brjóta í
bága við þessa grein.
Eftir að Sigm'ður hafði mótmælt að
svo væri, sagði Guðm. að þetta væri
líklega nokkuð rétt hjá Sigurði, tillaga
hans bryti ekki i bága við umrædda
grein.
Teljandi umræður urðu ekki um
málið umfram þetta og var umræðu
og atkvæðagreiðslu síðan frestað til
næsta fundar.
Rrunatryggingar
bæjarins.
Á fundinum var samþykkt að segja
upp samningunum við þýzka félagið
Albingia, frá 1. apríl 1939. Upplýst
var á fundinum að iðgjöldin til félags-
ins hefðu numið 300 þús. kr. á ári en
félagið hefði sjaldan þurft að greiða
meiri brunabætur árlega en tæpar 100
þús. kr. Félagið hefir því grætt á aðra
milljón króna á samningunum á síð-
ustu nlu árum.
Sigurður Jónasson skoraðl á bæjar-
ráð að undirbúa málið vel, svo að það
færi betur úr hendi en 1929, þegar K.
AVAW Nýja Rió wwjw
Rússnesk ðrlög ji
Spennandi og áhrifamikil !j
ensk stórmynd, er gerist i ;I
Rússlandi fyrir og eftir 5|
byltinguna og sýnir við- 5
burðaríka sögu um rúss- í
neska aðalsmær og enskan !;
blaðamann. ;I
Aðalhlutverkin leika í
Marlene Dietrich í
og 5
Robert Donat í
Sýnd í kvöld kl. 7 og 9. ;I
Böm fá ekkl aðgang. ■;
Aðgöngumiðar seldir frá 5
5 kl. 4. í
AWV.V.WWAV.V.’.V.V.V.V
Zimsen gerði sinn fræga samning við
Albingia og hefir síðan sjálfur verið
umboðsmaður þess gagnvart bænum,
einnig meðan hann var borgarstjóri.
Benti Sigurður á, að rétt væri að at-
huga möguleika á þvl, að bærinn
tryggði sjálfur að mestu eða öllu leyti
og ennfremur að leitað væri samninga
við Brunabótafélag íslands, sem nú
mætti takast slíka samninga á hendur.
Bjami Benediktsson umhverfðist út
af ræðu Sigurðar og bar orðbragð hans
ekki vott um að hann væri prófessor i
lögum og varadómari í hæstarétti. —
Annars hafði hann ekkert til málanna
að leggja annað en það að Pétur Hall-
dórsson hefði verið að undirbúa málið
undanfarið. Bæjarráði eða bæjarstjórn
hafði þó ekkert verið frá þessu skýrt
og er hér enn eitt gott dæmi um pukur
Péturs. Stefán Jóhann sagðist varla
trúa því, að Pétur gerði mikið í mál-
inu I þessari utanför. Honum myndi
ekki líða svo vel út af hitaveituferð-
um sínum, enda færi það að vonum.
Vatnsflóðin í Kina
Ekkert lát er á vatnsflóðunum í
Kína. Stórkostleg rigning er á flóða-
svæðinu og Gulafljót heldur áfram að
vaxa. Bæði japanskir og kínverskir
hermenn hjálpa bændunum í baráttu
þeirra við að gera við skörð á flóð-
görðunum. Flóðið er 5—14 m. djúpt.
Fregnir um það, hve margir af íbú-
unum hafi drukknað, eru ákaflega
mótsagnakenndar, en öllum ber saman
um það að það hljóti að vera margar
þúsundir.
Japanski herinn við Lung-hai hefir
orðið að hætta við sókn sina og þykir
líklegt að hann verði að hætta alger-
lega við hana þar. — FÚ.
Nazistar greiða ekki
rikisskuldir Austur-
ríkis
Þýzki fjármálaráðherrann Funk, til-
kynnti í gær, að þýzka stjórnin gæti
ekki borið ábyrgð á hinum pólitísku
skuldum Austurrikis, en hinsvegar
muni Þýzkaland greiða allar viðskipta-
skuldir Austurrikis til fullnustu. — FÚ.