Nýja dagblaðið - 24.07.1938, Blaðsíða 1
6. ár
ID/ViIBIL^OIHÐ
Reykjavík, sunnudagurinn 24. júlí 1938.
168. blað
ANN ÁLL
204. dagur ársins.
Sólaruppkoma kl. 3,12. Sólarlag kl.
9,55. Árdegisháflæður í Reykjavík kl.
2,10. —
Veðurútlit í Reykjavík:
Suðaustan gola. Dálítil rigning.
Dagskrá útvarpsins:
Kl. 10,40 Veðurfregnir. 11,00 Messa í
Dómkirkjunni (séra Friðrik Hallgríms-
son). 12,15 Hádegisútvarp. 17,40 Útv.
til útl. (24,52m). 18,55 Útvarp frá hafn-
arbákkanum í Reykjavík: Lýsing á
landgöngu Friðriks ríkiserfingja og
Ingiríðar krónprinsessu. 19,30 Veðurfr.
19,40 Auglýsingar. 19,40 Fréttir. 20,15
Erindi: Frá París til íslandsmiða, II.
(Adolf Guðmundsson dómtúlkur). 20,40
Hljómplötur: a) Söngvar úr óperum.
b) (21.05) Svíta eftir Dohnany. 21,30
Danslög. 24,00 Dagskrárlok.
Stefán Guðmundsson
heldur kveðjukonsert í Gamla Bíó
á þriðjudagskvöldið og hefst hann
kl. 7,15. Söngskemmtun þessi verður
ekki endurtekin. Síðast þegar Stefán
söng í Gamla Bíó var hvert sæti skipað
og mjög margir urðu frá að hverfa.
Stefán fer af landi burtu á fimmtu-
daginn á leið til Kaupmannahafnar.
Eggert Guðmundsson
heldur málverkasýningu á Skóla-
vörðustíg 43 nokkra næstu daga. Sýn-
ingin er opin daglega frá kl. 1 til kl. 9.
Umhverfis Langjökul.
Ferðafélag íslands ráðgerir að fara
6 daga skemmtiferð umhverfis Lang-
jökul. Lagt á stað 27. þ. m. og ekið að
Húsafelli og gist þar. Næsta dag far-
ið ríðandi norður á Arnarvatnsheiði,
komið við í Surtshelli og víðar. Þriðja
daginn haldið kyrru fyrir á Arnar-
vatnsheiði. Það er skemmtilegt að
dvelja einn dag við heiðavötnin og í
mörgum þeirra er góð silungsveiði.
Fjórða daginn farið ríðandi norður
fyrir jökul og á Hveravelli. Fimmta
daginn farið í Þjófadali, líklega í
Karlsdrátt og í Hvítárnes. Sjötta dag-
inn í Kerlingarfjöll og til Reykjavíkur.
Fólk þarf að hafa með sér tjöld og við-
leguaðbúnað. Áskriftarlisti liggur
frammi á skrifstofu Kr. Ó. Skagfjörðs,
Túngötu 5, til mánudagskvölds kl. 5
og séu farmiðar teknir fvrir þann
tíma.
Síldarfregnir.
Til Siglufjaröar hafa komið síðan í
fyrradag tíu skip með 1130 mál síldar
— mest veitt í Skagafirði. í fyrradag
voru saltaðar í Siglufirði 260 tunnur,
þar af 14 tn. reknetasíld.
Vélbálurinn Ægir lagði á land á
Akranesi í gær 80 tunnur síld-
ar. Síldin veiddist 16 mílur út af
Garðskaga. Hún var fryst til beitu.
7 Reyðarfirði veiddust í fyrrinótt um
400 mál síldar. Þar af veiddi Gunnar
Bóasson rúmlega 300 mál, sem hann
flutti á bát sínum Stuðlafossi til Norð-
fjarðar í bræðslu. í Eskifiröi veiddust
í fyrrinótt 100 mál. Síldin veiddist í
landnætur. Mikil síld var talin við
Vattarnes í fyrradag. — Miklir óþurk-
ar hafa verið undanfarið í Eskifirði.
Töður manna liggja víðast óhirtar og
undir skemmdum.
Óðinn frá Gerðum kom í fyrradag
til Keflavíkur með 100 tn. síldar, sem
hann veiddi í reknet um 10—15 mílur
út af Sandgerði. Síldin var stór og feit,
en. þó nokkuð blönduð smærri síld.
Síldin var fryst til beitu.
f Sauðárkróki voru saltaðar 1000
tunnur síldar á síðastliðnum sólar-
hring. Fjöldi veiðiskipa er nú innar-
lega í Skagafirði. Veiðiveður er þar
ágætt og kyrrt í sjó. Túnasláttur er
aímennt hafinn í Sauðárkróki. Spretta
er slæm og sífelldir óþurkar. Lítið eða
ekkert er komið inn af heyi. —FÚ.
Skipafréttir.
Gullfoss var í Kaupmannahöfn í
gær. Goðafoss er á leið til Vestmanna-
eyja frá Hull. Brúarfoss var á Akur-
eyri í gær. Dettifoss var á leið til
Grimsby frá Vestmannaeyjum í gær.
Lagarfoss var á Akureyri í gær. Sel-
foss er á leið til Aberdeen.
Ríkisarfí og droftningarefni í heimsókn
í dag heimsækja landið, Friðrik ríkiserfingi Islands |
og Danmerkur og Ingrid krónprinsessa.
Kl. 7 í kvöld er skipið, sem flytur þessa gesti væntan-
legt hingað til Reykjavíkur, og legst þá við Grófar-
bryggju vestanverða.
Forsætisráðherrahjónin taka á móti gestunum, en síð-
an er þeim fagnað af borgarstjóra Reykjavíkur.
Strax eftir landgöngu halda hinir konunglegu gestir
til heimilis forsætisráðherra, þar sem þeim er búinn
kvöldverður.
Þetta er í þriðja sinn sem Friðrik ríkiserfingi heimsækir
ísland. í fyrsta sinn þegar hann kom hingað, árið 1921,
var hann í fylgd með foreldrum sínum, konungshjón-
unum, Kristjáni X. og Alexandrine drottningu. í næsta
sinn, 1923, kom hann hingað einn. En nú í þriðja sinn,
fylgir honum Ingrid drottningarefni. Er þetta í fyrsta
sinn, sem hún kemur til íslands.
Ingrid krónprinsessa er sem kunnugt er, dóttir Gustafs
Adolfs ríkiserfingja Svíþjóðar og fyrri konu hans,
Margaret, dóttur hertogans af Connaught, en hann var
þriðji sonur Victoríu Bretadrotningar. Ingrid er fædd
28. marz 1910.
Friðrik ríkiserfingi er fæddur 11. marz 1899, og kvænt-
ist Ingrid 24. maí 1935. Fór brúðkaup þeirra fram í Stokk-
hólmi. Var þessum tengdum fagnað um Norðurlönd.
Vonandi er að heimsókn þessara tignu gesta hingað,
verði þeim á allan hátt ánægjuleg.
Málverkasýningm
í Miðhæjarskólanum
hraðlrystiadferd
Jón Þorleifsson: Kappsiglingarbátar á Reykjavíkurhöfn.
Ný
K AUPMANN AHÖFN:
í dönsku vélaverksmiðjunni „Atlas“
hefir að undanförnu verið reynd ný
ensk hraðfrystiaðferð, sem menn gera
sér miklar vonir um. Nokkur dönsk
félög hafa í sameiningu keypt einka-
leyfisréttinn fyrir Norðurlönd.
Á nýafstöðnum fundi í „Dansk-
Fiskeriforening" var skýrt frá hrað-
frystingu með frystivökva, sem hægt
er að kæla niður í 30—40 stig, án
þess, að hann frjósi. Með aðferð þess-
ari vinnst það, að hægt er að fram-
kvæma frystingu á einum stundar-
fjórðungi, en við frystinguna lokast
allar holur á yfirborði vöru þeirrar,
sem fyrst er, svo að hún missir ekk-
ert af næringarefnum sínum. Ýmsar
afurðir, svo sem síld og kjöt, er hægt
að frysta samtimis — að því er haldið
var fram á fundinum — án þess, að
nokkrar skemmdir hljótist af. Á það
var ennfremur lijgð áherzla, að
fiskur og kjöt, fryst með þessari að-
ferð, varðveittist óskemmt með öllu,
svo að mánuðum skipti, en af því
myndi leiða mjög bætt skilyrði um
það, að koma vörum óskemmdum á
markað í fjarlægum löndum. — Mað-
ur sá, sem fundið hefir upp hraðfrysti-
aðferð þessa, er enskur verkfræðingur,
Bland að nafni, en hann er einn af
starfsmönnum Rosshafen kælihúsanna
í Hamborg. Það félag á mestu kælihús
Evrópu. —FÚ
Listsýningin í Miðbæjarskól-
anum hefir nú verið opin um
rösklega tveggja vikna skeið og
verið sótt af nálægt 500 gestum.
Má telja , að þessar undirtekt-
ir almennings mótsvari alls
ekki þeim stórhug, sem lista-
mennirnir sjálfir ala i brjósti.
Þrátt fyrir mjög slæma að-
stöðu, hafa þeir ákveðið að efna
árlega til listsýningar fram-
vegis, þar sem fólki verði gef-
inn þess kostur að kynnast og
fylgjast nýsköpuninni á sviði
íslenzkrar listar.
Ef þessar sýningar gera bet-
ur en að borga þann kostnað,
sem af þeim leiðir, veröur hagn-
aðurinn lagður í sjóð, sem á
sínum tíma skal verja til bygg-
ingar myndarlegs og hentugs
sýningarhúss.
Þessi sýning, er nú stendur
yfir i Miðbæjarskólanum, gefur
ánægjulega hugmynd um þau
verk, sem listamenn okkar,
einkum hinir yngri, hafa skap-
að síðustu árin, eitt, tvö eða
máske þrjú.
Nokkurir hinna eldri málara
hafa ekki getað tékið þátt í sýn-
ingunni. Ásgrímur Jónsson hef-
ir legið sjúkur í næstum heilt
ár, Jón Stefánsson undirbýr
eigin sýningu í Kaupmanna-
(Framhald á 3. síðu.)