Nýja dagblaðið - 11.08.1938, Side 2
2
N Ý J A
DAGBLAÐ IÐ
Niévce hét franskur maður,
sem lifði á 19. öld. Hann var vís-
indamaður og ötull örautryðj-
andi á sviði myndatöku. Hann
rauð asfalti á myndaylöturnar
og notaði teryentinu til að fram-
kalla myndirnar.
Nú er asfaltið notað til vega-
gerðar um heim allan. Þó fer
fjarri því, að það sé ný uyygötv-
un. Nebukadnesar notaði
ðrenndan múrstein og jarðbik
í sviyuðu augnamiði austur í
Babýlon fyrir 25 öldum og
Egyytar höfðu þá þekkt það í
margar aldir og notað það til að
verja hina dauðu rotnun.
*
Austur i Kina er þory eitt, er
heitir Kwai Tong, sem byggt er
eintómu kvenfólki. Ástæðan til
þess, að þetta þory hefir risið
uyy er sú, að Kínverjar kœra sig
oft ekki um að ala uyy stúlku-
börn, sem þeim fœðast, heldur
bera þau út.
Trúboðar hafa margskiytis.
tekið þessi yfirgefnu börn að sér
og fóstrað þau. Á fullorðins ár-
um hafa þó mœtt þeim erfiðleik-
ar, þar eð kona, sem ekki til-
heyrir neinni fjölskyldu, getur
ekki gifzt. — Fyrir alllöngu
síðan keyyti amerikanskt trú-
boðsfélag stórt landflœmi og
lét reisa þar bœinn, sem getið
var um í uyyhafi máls þessa.
Nú búa þar 3500 konur, sem
miskunnarlausir foreldrar báru
út. Þœr hafa rœktað akra um-
hverfis þory sitt, reist háa og
trausta múra til varnar gegn
rœningjum og byggt virki búin
vélbyssum og öðrum nýtizku
voynum. íbúum þorys þessa fer
fjölgandi, því að Kinverjar hafa
enn ekki lagt niður hinn forna
sið, barnaútburðinn.
*
Eftirfarandi saga gerðist í
Rússlandi. Lítil stúlka tók mynd
af þilinu, virti hana fyrir sér
stundarkorn og syurði mömmu
sína af hverjum myndin vœri.
— Hún er af afa þínum, sem
er löngu dáinn, svaraði móðirin.
Telyan horfði á myndina um
stund og mœlti siðan:
— Hverjir skutu hann?
*
Oft er íslenzku máli misboðið.
Ung stúlka var að tala við ömmu
sína. Orðaskiyti þeirra voru á
þessa leið:
Ó, guð, sagði stúlkan, ég þarf
so mikið oní bœ.
Þart oní bœ, sosum, svaraði
sú gamla. Attli það sé ekki bara
einhvert béað útstáelsið?
*
í enskum kirkjum er það sið-
ur að lúta höfði í hvert skiyti,
sem frelsarinn er nefndur. Kerl-
ing ein hafði þann sið, að lúta
einnig höfði, þegar fjandinn var
nefndur. Aðsyurð hverju þetta
sœtti, svaraði hún:
— Kurteisin kostar ekki neitt.
Og maður veit aldrei hvað að
kann að bera.
*
TIL ATHUGUNAR:
Vináttan verður að eiga rœtur
sínar í virðingu, en ástin getur
lifað á sjálfri sér. Ouida.
Kjötverzlanir
Seljum hreinsaðar kindagarnir.
GARNASTÖÐIN, Reykjavík.
Sími 4241.
Kjarnar — (Essensar)
Höinm birgðlr af ýmiskon-
ar kjörnnm til iðnaðar. —
ÁFENGISVERZLUN
RlKISINS
Reykjavík - Akureyri
Næsta hraðferð til Aknreyrar um Rorg-
arnes, er á fimmtudag.
Bifreiðastöð Steindórs.
Stmf 1580.
HÁRVÖTN og iimvötn frA Afeagis-
VERZLUN RÍKISEVS ERU MJÖG IIEIVT-
UG R TÆKIFÆRISGJAFIR
Síðun er föt/ur sveit.
Fastar áætlunarferðir frá Rvík
að Kirkjubæjarklaustri alla
þriðjudaga. Frá Kirkjubæjar-
klaustri til Reykjavíkur alla
föstudaga. Vandaðar bifreiðar.
Þaulæfðir bílstjórar. Afgr. Bif-
reiðastöð íslands. Sími 1540. —
,,Dettí$oss“
fer annað kvöld vestur og norð-
ur.
Aukahaf nir: Önundarf jörður
í suðurleið, Húsavík og Þórshöfn.
Farseðlar óskast sóttir í dag.
„Gullfoss”
fer annað kvöld kl. 8 um Vest-
mannaeyjar til Leith og Kaup-
mannahafnar.
Pantaðir farseðlar óskast sótt-
ir í dag, verða annars seldir öðr-
um.
George Clemenceau
Iuttuutututtttttmtttttttxuttmttttutttmmtuutuuuuttmtutttuimttmtmtttmtmtu
Hér birtist niðurlag greinarinnar um Clemenceau. |
Er hér sagt frá seinni árum hans, stjórnarstörfum hans I
um ófriðinn og ennfremur frá ritstörfum hans eftir að j
hann hætti að taka þátt í stjórnmálabaráttunni. j
Framhald.
1906 varð Clemenceau innan-
ríkismálaráðherra í ráðuneyti
Sarrien’s. Hann var þá 66 ára
gamall og getur ekki fyrr en 13
árum síðar aftur helgað sig bók-
menntunum og heimspekinni, og
þá í tíu úr.
Clemenceau nær hátindi
frægðar sinnar á þessum þrettán
árum. Hann hafði gert mikið
fyrr á æfinni, í hinum ýmsu á-
hlaupum, en það fölnar þó allt
ef það er borið saman við það,
sem hann afrekaði sem öldung-
ur.
Meðan Clemenceau er innan-
ríkisráðherra, má heita óslitið
þrumuveður, sem ýmist bitnaði á
þinginu eða undirmönnum hans.
Gamli lýðveldissinninn er svo
ungur, stundum frábær, og beitti
svo mikilli harðneskju í virð-
ingu sinni fyrir lýðveldinu, og
hann fyrirleit þvaður og kveif-
arskap. Vínuppskeran brást í
Suður-Frakklandi, uppreist er
að brjótast út. Clemenceau kall-
ar forsprakka uppþotsins, Mar-
cellin Albert, á sinn fund,
skammar hann blóðugum
skömmum, svo hann skelfur sem
skóladrengur, og uppreistin er
þar með kveðin niður. Vesalings
Marcellin Albert er hart leikinn,
en hann fær líka 200 franka til
þess að komast aftur heim í friði.
Þjóðverjar vildu koma þýzku
flóttamönnunum úr útlendinga-
herdeild Frakklands undan
franskri réttvísi. Clemenceau
gerði út um það mál á viðlíka
viðfeldinn hátt. Vilhjálmur keis-
ari lét ófriðlega og vildi afdrátt-
arlaust láta taka sitt álit til
greina. Þýzki sendiherrann í
París gekk á fund Clemenceau
og tjáði honum að ef ekki yrði
látið að kröfum keisarans, þá
óskaði hann eftir því að fá vega-
bréfið sitt. Þetta var ákveðin
hótun, en Clemenceau svaraði
með því að draga úrið upp úr
vestisvasanum, líta á það og
segja síðan: „Ef þér hraðið yður,
herra minn, þá getið þér náð
hraðlestinni til Berlín.“ Clemen-
ceau fór sínu fram. Vilhjálmur
keisari varð að láta í minni pok-
ann.
Clemenceau viðurkennir sjálf-
ur (í Grandeur et Misére d’une
Victoire) að hann hafi vakað
nokkrar nætur á meðan á þess-
um átökum stóð, „en heiður
Frakklands var öruggur í mínum
höndum,“ bætir hann við. Heið-
ur Frakklands var leiðarstjarna
hans alla æfi.
Clemenceau lendir í hörðum
kappræðum í þinginu við Del-
cassé, en er svo illvígur í orða-
kastinu, að það leiðir til falls
ráðuneytisins 1909. 1917 verður
hann aftur forsætis- og her-
málaráðherra, þar eð óvinur
hans, Poincaré, er neyddur til
þess að kveðja hann til ráðu-
neytismyndunar.
Hneykslin höfðu dunið yfir
eitt af öðru. Caillaux og Malvy
voru sakaðir um leynileg sam-
bönd við óvinina.
Úti á vígvöllunum virtust föð-
urlandssvikin breiðast út. Her-
mennirnir voru hættir að heilsa
herforingjunum, hvað þá annað.
Örvænting fólksins var mikil og
ágerðist vegna hinna stöðugu á-
rása „feitu Bertu“, og hins sí-
endurtekna herflugs yfir Paris.
Clemenceau hafði með blaði
sínu, „Hinn frjálsi maður“, unn-
ið sér mikið álit um gervallt
Frakkland. (Blað þetta var síðar
nefnt upp og kallað „Hinn
hlekkjaði maður“.) Clemenceau
var í hermálanefnd þingsins, og
hafði lagt mikið á sig til þess að
efla viðnámið þegar á reyndi og
orðið töluvert ágengt.
Menn önduðu léttara þegar
hann var kominn til valda.
Painlevé, fyrirrennari Clem-
enceau, reyndi að mæla með
samstarfsmönnum sínum, en „sá
gamli“ svaraði bara: „Eg brenni
húsgögnunum.“ Hann átti með
þessu við að hann tæki ekki til-
lit til neins, sem ekki miðaði að
því að koma fram hans eigin á-
formi, sem sé að vinna ófriðinn.
Veigamesta starf hans var að
koma æðstu yfirráðunum yfir
her bandamanna í hendur eins
manns og velja Foch til þess
(Fravih. á 4. síðu.)