Nýja dagblaðið - 30.08.1938, Blaðsíða 2

Nýja dagblaðið - 30.08.1938, Blaðsíða 2
2 N Ý J A DAGBLAÐIÐ í Þýzkalandi hafa verið sett ný lög ekki alls fyrir löngu, sem vakíð hafa mikla athygli. Allar opinberar útvarpstilkynningar hafa nú hlotið löggildingu, þannig, að hér eftir er fólk beinlínis skyldugt til að hlusta á útvarp. Afsakanir, s. s.: Ég á ekkert viðtœki, ég var úti á skemmtigöngu, verða því engan veginn teknar gildar. Jafnframt þessari lagasetn- ingu, voru settir upp hátalarar undir beru lofti víðsvegar um landið. í Þýzkalandi er naumast hœgt að komast undan því að hlýða á útvarp. — Einnig eru viðtœki undanþegin lögtaksrétti í Þýzkalandi. * Grímur l glugganum skrifar MOLUM eftirfarandi: „Mynd l Alþýðublaðinu (ný?) s. I. laugardag, af Guðmundi prófessor Hagalín, sýnir prófess- orinn með skegg samkvœmt Vil- mundartlzkunni. Virðist sem tizka landlœknis í skeggrœktun muni vera að breiðast út. Auk prófessors Hagalíns er mér kunnugt um, að Leifur Haralds- son hefir látið sér vaxa Vil- mundar-skegg.“ * Áttrœð, amerlsk kona, mrs. Carr að nafni, lézt nýlega í New York. Sjúkrahúsið, sem hún andaðist á, arfleiddi hún að báð- um augum sínum. Rétt eftir að andlát hennar bar að höndum, voru báðar hornhimnurnar teknar úr aug- um mrs. Carr og settar í augu tveggja sjúklinga, sem þar voru undir lœknishendi vegna blindu. Allt bendir til, að uppskurðurinn og yfirfœrsla hornhimnanna œtlí að lánast vel. Áður hafa verið gerðar til- raunir með að taka hornhimnur úr augum dáins fólks og setja í augu blindra manna, en þcer hafa yfirleítt misheppnast til þessa. * Fyrir skömmu síðan fór fram aðgerð á gömlu klaustri í Assisi á Ítalíu. Fannst þar þá innmúr- aður klefi, sem hafði inni að halda mikið af gullpeningum frá tímum Napóleons. Það er álitið, að þessir peningar hafi verið fólgnir þarna þegar Napóleon fór um ítaliu, og síðan gleymzt. Enda hafa gengið um það sögu- sagnir á Ítalíu, að stórar fjár- hœðir og dýrgripir hafi verið fólgnír i klaustrunum vegna ótta við Napóleon. * Skemmtiklúbbur einn hér í bœnum heitir „Arsenal". Skyldu þeir, sem skirðu klúbbinn, ekki hafa vitað, hvað nafn þetta þýðir? * Daily Express, blað Beaver- brooks lávarðar, mun vera stœrsta blað heimsins. Meðal upplag þess er 2.5 miljónir á dag. TIL ATHUGUNAR: Eins og gullhringur i svíns- trýni, svo er fríð kona, sem enga síðprýði kann. Salómon konungur. lambakjöt Matardeildín Hafnarstræti, sími 1211. Kjötbúð Austurbæjar Laugaveg 82, sími 1947 Matarbúðin Laugaveg 42, sími 3842 Kjötbúð Sólvalla Sólvallagötu 9, sími 4879 Kjötbúðin, Týsgötu 1 sími 4685. Garnir Kaupum saltaðar, vel verkaðar garnir og langa úr kindum, kálfum, nautum og svmum. Garnastöðin, Reykjavík, Sími 4241. Konan, sem ætlaðí að forða slysum Fyrir skömmu síðan andað- ist sérkennileg manneskja i Southampton í Englandi. Um margra ára skeið hafði hún aldrei látið nokkurn mann sjá sig, nema bréfbera og póst- menn, sem daglega komu til hennar með bréf og blöð og oft pakka af mismunandi stærðum. Hún lifði sem alger einsetu- kona í hinu virðulega húsi sínu, sem lá í auðmannahverfi borg- arinnar. Húsið sjálft var þó æði óásjálegt og hrörnaði ár frá ári. Fyrir einstaka tilviljun varð kunnugt um dauða hennar, að- eins fáum klukkustundum eftir andlátið. Lögreglunni var gert aðvart og við húsrannsóknina uppgötvaði hún safn, sem ekki finnst neitt til samjafnaðar við. Fljótt varð það augljóst hvers kyns var. Hin merkilega kona, frú Judith Colcott, hafði safnað að sér allskyns hlutum, sem valdið höfðu slysum hér og þar í heiminum, bersýnilega í þeim tilgangi að koma þannig í veg fyrir slysfarir. Árið 1922, stuttu eftir að frú Judith Calcotta varð ekkja, var bróðir hennar, John Glenvenar, sendur til Indlands, sem fyrir- liði fótgönguliðssveitar. Til í eftirfarandi grein er sagt frá konu einni, sem var gripin æði til að safna munum, sem valdið höfðu slysum og manntjóni. Hún var haldin þeirri trú, að á þann veg mætti koma í veg fyrir, að slys ættu sér stað, þar eð þau orsökuðust af einhverri dularfullri náttúru, sem fylgdi hlut- unum sjálfum. Eina ráðið væri því að loka þá inni í safni. þess að vernda hann fyrir hinu hættulega lofslagi þar eystra, gaf systirin honum að skilnaði dálítið tæki með vattsiu, eins og hvítir menn nota í sumum hitabeltislandanna, til þess að hreinsa drykkjarvatn með. — Indlandsvist John Glenvenors varð ekki langæ. Stuttu eftir að hann kom til Indlands, var hann drepinn í uppreisn inn- fæddra manna, skammt frá landamærum Afghanistan. — Hann var staddur við vatnsból eitt og var að sía drykkjarvatn í hreinsitæki, sem systir hans hafði gefið honum, þegar hann var skotinn til bana. Frú Judith hafði gefið bróður sínum þetta tæki til þess að hjálpa honum til að viðhalda lífi sínu og heilsu, en það olli honum bana. Þetta gekk henni svo nærri, að hún ákvarðaði að safna að sér öllum munum, sem hún kæmist yfir, er dreg- ið hefðu til slysa á einn eða annan hátt. Hún fékk hina um- ræddu síu senda frá Indlandi og varð hún fyrsti gripurinn í safni hennar. Á lítið, viðfest spjald, hafði hún skrifað: „Þetta var gjöf frá mér til elsku bróður míns. Hún átti að vernda líf hans, en leiddi hann til dauða.“ Fljótlega varð söfnun frú Judith að beinu æði. Hún safn- aði ekki einungis gripum, sem höfðu orðið orsök slysfara, held- ur taldi hún sér og trú um það, að hún gæti með tilstoð safns síns komið í veg fyrir öll slys og óhöpp. Eftir mann sinn, sem var bankaeigandi, erfði hún yfir hálfa milljón króna og þessa peninga notaði hún til þess að viða að sér munum í safnið. Er menn fundu hana dauða í fá- tæklegu og húsgagnasnauðu herbergi, sem var eina vistar- veran í húsinu, er enn var búandi í, voru tuttugu aurar í buddunni hennar; það var all- ur auður hennar. Hún hafði látið alla fjármuni sína af hendi rakna vegna söfnunar- innar. Hinu fyrrum skrautlega stór- hýsi hafði verið breytt í safn- hús. Allskonar munum, sem hún taldi að leitt hefði af sér slys, var raðað um borð og stóla, eða komið fyrir í skápum og hólfum. Allt var tölusett og inn- fært í bækur. Þarna voru kaðlar og snæri, sem lífsþreytt fólk eða örvænt- ingarfullt fólk hafði hengt sig í, veggskildir, sem fallið höfðu niður og deytt manneskjur, bifreiðaslöngur, er höfðu sprungið og leitt af sér slysfarir og fjörtjón, og pennar, sem með höfðu verið skrifuð bréf, er verið höfðu undirrót ógæfu og vanheilla. Þar voru hanzkar, sem kona hafði keypt einni mínútu áður en hún varð fyrir sporvagni og dó, farmiðar manna, sem farizt höfðu í járn- brautarslysum og gleraugu manns, sem orðið hafði fyrir bifreið, vegna þess að hann gleymdi þeim heima. í sérstökum skáp voru geymd- ir dýrgripir, gimsteinar, perlur og hringar, sem valdið höfðu ógiftu með einum eða öðrum hætti. í öðru hólfi voru vasaúr, sem höfðu stanzað á sama augnabliki og eigendur þeirra gáfu upp öndina, reipi, sem höfðu bilað í fjallgöngum, og eitur, sem fólk hafði dreypt á í misgripum fyrir lyf. Allt húsið varð fullt af þessu dóti, frá kjallara til efstu hæð- (Framh. á 4. síOu.)

x

Nýja dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.