Nýja dagblaðið - 02.09.1938, Blaðsíða 3
N Ý J A
DAGBLAÐIÐ
3
Hvað er borgflrzka sauðfjárpestin?
Eftir Sígurð H 1 í ða r, dýralæknir
\ÝJA DAGBLADHÍ
Útgeíandi: BlaSaútgiían hJ.
Rltstjórt:
ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON.
Rltstjómarskriístofumar:
Lindarg. 1 D. Símar 4373 og 2353.
Afgr. og auglýslngaskriíetofa:
ILindargötu 1D. Síml 2323.
Eftir kl. B: Slml 3948.
ÁskriftarverS kr. 2,00 á mánuðl.
í lausasölu 10 aura elntakiS.
PrentsmiSJan Edda h.f.
Símar 3948 og 3720.
Hversvegna vílja
heildsalarnír eila
kommúnísmann ?
Nazisminn getur ekki þrifizt
án kommúnisma. Hann byggir
fylgisöflun sína á því, að gera
fólkið hrætt við „rauðu hætt-
una“ og að telja því trú um að
hann sé eina bjargræðið gegn
henni. Eftir því, sem kommún-
isminn er öflugri í einhverju
landi og hefir fleiri óleyfileg
verkföll og skemmdarverk á
samvizkumni, gengur nazisman-
um betur að afla sér fylgis, þar
sem kommúnisminn er hinsveg-
ar næstum áhrifalaus eins og á
Norðurlöndum, nær nazisminn
heldur ekki neinum ítökum.
Undir slíkum kringumstæðum
hefir nazisminn um tvær leiðir
að velja. Önnur leiðin er sú, aff
búa til einhverja kommúnista-
hættu. Þessa aðferð reyndi
„breiðfylkingin" í seinustu kosn-
ingum og gafst hún illa hér eins
og annarstaðar, þar sem ríkir
fullt rit- og málfrelsi og ekki er
hægt að rugla dómgreind fólks-
ins með einhliða fréttaburði. Hin
leiðin er í því fólgin að efla kom-
múnismann, í þeirri von, að það
skapi upplausnarástand í þjóð-
félaginu, sem hjálpi nazisman-
um til valda.
Morgunblaðið sýnir það ljós-
lega í gær, að það er þessi leið,
sem heildsalarnir vilja fara nú.
Blaðið birtir langa ritstjórnar-
grein, þar sem sameiningarmál
socialista og kommúnista eru
túlkuð á nákvæmlega sama hátt
og í blöðum kommúnista. Það
segir að samningarnir strandi
eingöngu á foríngjum socialista,
þvi Framsóknarflokkurinn hafi
vald á ýmsum „feitum stöðurn",
sem þeir muni íá, ef þeir samein-
ist ekki kommúnistum.
Tilgangur þessara skrifa er
auðsær. Hann er sá, að gefa
kommúnistum byr í seglin, en
gera hina tortryggilega í augum
umbjóðenda sinna. Kommúnist-
ar eiga að eflast á kostnað Al-
þýðuflokksins og verða þess
megnugir, að gera mörg vitlaus
verkföll og skapa aukna ringul-
reið í atvinnulífi landsmanna.
En sjálfum sér ætla heildsalarn-
ir uppskeruna. Þetta ástand á
að fá fólk til að trúa því, að rétt
sé að veita heildsölunum og
fylgisveinum þeirra einræðisvald
til að kveða niður „rauðu hætt-
una“!
Heildsalarnir sýna bezt með
þessu, að þeir álíta sig ekki hafa
nein þau umbótamál að berjast
fyrir, er geti aflað þeim fylgis.
Þessari spurningu hafa menn
velt fyrir sér undanfarin ár og
staðnæmzt við þá lausn, að hún
sé nýr, innfluttur, bráðsmitandi
og ólæknandi sjúkdómur og þá
helzt af sama toga spunnin og
sauðfjárveiki sú í Suður-Afríku,
sem nefnist Jaagsiekte og fyrst
var lýst af Robertson 1904, Mit-
chell 1915, Cowdry 1925 og de
Kock 1929.
Frá byrjun hefi ég hiklaust
haldið því fram, að borgfirzka
sauðfjárveikin væri hvorki nýr,
innfluttur né bráðsmitandi og
ólæknandi sjúkdómur hér á
landi. En þar er einmitt um
kjarna þessa mikla máls að
ræða„ því að, ef sýkin væri ekki
ný hér á landi og bráðsmitandi,
sem dræpi allar sauðkindur er
hún næði til, þá hefir þeim
milljónum verið á glæ kastað,
sem varið hefir verið til rann-
sókna, tilrauna, girðinga og
vörzlu og sá ótti og felmtur, sem
vakinn var með öllu þessu glamri
og gauragangi, með öllu ástæðu-
laus. Af þessu verður séð, að hér
ber mikið á milli mín og þeirra
manna, sem ráðin hafa lagt á í
þessu máli og farið hefir verið
eftir hingað til. Mér var það
strax ljóst, að ráðunautar lands-
stjórnarinnar voru rangstæðir í
þessu máli og mér hraus hugur
við því hugarvíli, erfiði og fórn
um, sem einstaklingar urðu á sig
að leggja vegna hinnar ríkjandi
stefnu í málinu og því feikna
fjármagni, sem varið var til þess
að ráða niðurlögum sýkinnar.
Okkar fátæka þjóð hafði sízt ráð
á þeim fórnum, sem fjárpestin
olli, nema í þeirri vissu von, að
góður árangur næðist, en vitan-
lega var engin fórn of stór, ef
rétt var stefnt. Hingað til hafa
mörg víxlspor verið stigin í þessu
máli og mistök mörg, enda hefir
árangurinn, sem fengizt hefir,
farið þar eftir.
Að þessu athuguðu taldi ég
mér skylt að andæfa opinberlega
mestu f j arstæðunum, sem haldið
var að mönnum, og reyna að fá
fólkið til að trúa því rétta í þessu
máli og þá um leið að gera til-
raun til að kveða niður þann
draug, sem vakinn var. Var þar
við ramman reip að draga, því
aðstöðumunur var mikill: Ann-
ars vegar Rannsóknarstofa Há-
skólans undir handleiðslu sjálfs
rektors Háskóla íslands með nóg
fé til rannsóknatilrauna og
ferðalaga hérlendis og erlendis.
(Það skipti minna máli, hvort
hæfir fagmenn væru hér að
verki eður eigi), og að ógleymdri
auglýsingástarfsemi vissra blaða
og tímarita fyrir kenningar
Þeir þurfa því að hafa eitthvað
það til að berjast á móti, sem
þjóðin er líkleg til að óttast
meira en þá sjálfa. Þess vegna er
kommúnisminn og efling hans
það, sem þeir telja nú mest áríð-
andi fyrir framgang stefnu sinn-
ar. í þessu sem öðru sverja þeir
sig í ættina til fasismans.
Rannsóknarstofunnar, en hins-
vegar umkomulítil og fámenn
dýralæknastétt, sem lengst af
var haldið utan við þetta mál og
hafði hvorki fé til umráða, né
ráð á rúmi í blöðum landsins til
þess að birta skoðanir sínar. Hefi
ég orðið að fara bónarveginn, og
það með misjöfnum árangri, til
þess að birta skoðanir mínar í
blöðunum. Það var fyrst eftir að
ég komst á þing á síðastliðnu ári,
að mér gafst kostur á að láta til
mín heyra á þeim stað, sem ekki
var hægt með öllu að slá skolla-
eyrum við því, sem miður hljóm-
aði í eyrum forráðamanna þessa
máls. Enda fór svo, að þó að ég
stæði einn uppi með skoðanir
mínar á haustþinginu 1937, þá
voru margir þingmenn á mínu
máli á vetrarþinginu 1938, eða að
minnsta kosti töldu sjálfsagt að
fá úr því skorið, hvort staðhæf-
ingar mínar væru á réttum rök-
um reistar eða firrur einar. Er
ástæða að ætla, að hér sé ekki
hallað réttu máli, því að á áliðnu
síðasta þingi bauð hæstvirtur
landbúnaðarráðherra mér fé til
utanfarar til þess að fá rannsök-
uð þau gögn, sem ég kynni að
hafa í þessu máli, af þar til
hæfum fagmönnum erlendis. —
Þáði ég eðlilega boð þetta og
lagði af stað frá Reykjavík 2.
júní s. 1., fór fyrst til Noregs og
var þar nokkra daga, enda átti
ég þar hauk í horni þar sem
próf. Slagsvold var, en hann er
helzti sérfræðingur Norömanna
á sviði sauðfjársjúkdóma og
kennar i við dýralæknaháskóla
Noregs í Oslo. Sýndi ég honum
öll sjúk lungu, er ég hafði með-
ferðis og rannsakaði hann þau,
en taldi sig þó eigi nógu færan
til þess að kveða upp opinberan
dóm í málinu. Sagði mér hins-
vegar álit sitt, sem reyndist sam-
hlj óða rannsóknarniðurstöðum
þeim, sem ég fékk síðar í för
þessari. — Prófessor Slagsvold
lagði ráðin á, hvernig ég skyldi
haga mér og hvert ég skyldi leita
um rannsókn í þessum efnum.
Taldi hann málinu bezt borgið,
ef mér tækist að fá próf. Mag-
nus Christiansen, forstöðumann
„Statens veterinære Serum-
laboratoriums“ í Kaupmanna-
höfn til þess að taka að sér
rannsóknirnar, því að hann væri
tvímælalaust færasti maðurinn
á Norðurlöndum á þessu sviði, og
þótt víðar væri leitað, enda
heimskunnur gerlafræðingur.
Lét ég mér þetta vel lynda, vissi
sem var, að minn gamli vinur og
skólabróðir gaf mér þetta ráð af
þekkingu og heilum hug. Fór ég
þvínæst til Kaupmannahafnar.
Hitti próf. Christiansen strax
næsta dag og sagði honum erindi
mití. Tók hann mér ágætlega, og
enda þótt hann væri önnum kaf-
inn, sérstaklega vegna gin- og
klaufaveikinnar, sem um þessar
mundir geisar um ýms héruð í
Danmörku, tjáði hann sig fúsan
að taka að sér rannsóknir á
gögnum þeim, er ég hafði með-
ferðis og þeim, er ég síðar kynni
að senda honum í þessu sam-
bandi. Byrjaði hann strax sama
dag ásamt aðstoðarmönnum sín-
um á rannsóknunum og hélt
þeim áfram um þriggja vikna
skeið. Að þvi búnu gaf hann mér
rannsóknarskýrslu sína og nið-
urstöður, er ég svo afhendi land-
búnaðarráðherra ásamt skýrslu
minni að ferð lokinni.
Með álitsgerö próf. Christian-
sens er fyrst og fremst því slegið
föstu, að „mæðiveikin“ svokall-
aða er ekki nýr sjúkdómur í ís-
lenzku saufffé, heldur eru
lungnaormar affallega valdir aff
þeim sjúkdómslegu breytingum í
lungnablöffunum, sem mest hafa
þótt auffkenna sýki þessa. Þar er
þá og ekki um næman sjúkdóm
að ræða, sem fórna þurfi mill-
jónum króna til tálmunar út-
breiðslu hans. Þetta tvennt, sem
í rauninni skiptir mestu máli,
sannar ótvírætt mína skoðun og
þeirra íslenzku dýralækna, sem
mér hafa fylgt að málum. Það
er ennfremur í fullu samræmi
við skoðun okkar dýralækna og
álitsgerð í fyrra, að lungnaormar
séu að sjálfsögðu miklu valdir
um sýki þessa, þó að ég hinsveg-
ar teldi, að nýmyndanirnar í
lungnablöðunum væri bakteríu-
gróðri frekar en ormum að
kenna. Líkar breytingar geta og
komið á þekju öndunarfæra,
slímhúð magans og ýmsra kirtla,
þegar líkaminn líður af A-víta-
mínskorti. Þessar breytingar
hafa Ameríkumenn auðkennt
sem „keratíniserandi Metaplasi“.
T. d. voru slíkar breytingar í
maga og smálungnapípum líkar
sterkum „adenomatösum“ vexti,
svo að menn héldu í byrjun
rannsóknanna, að hér væri um
krabbameinskenndan vöxt að
ræða, en framhaldsrannsóknir í
þessum efnum hafa þó afsannað
það.
Á ferðinni hafði ég meö mér
10 lungu úr íslenzku sauöfé. 5
lungu voru úr Eyjafirði, sýkt af
lungnadrepi eða eftirstöðvum
lungnadreps. í flestum þeirra
fundust lungnaormalirfur, en þó
tiltölulega fáar. Hin 5 lungun
voru úr Vestur-Húnavatnssýslu,
valin af þar til kvöddum mönn-
um úr greinilegum „mæðiveikis-
sjúklingum“. í öllum þessum
lungum var mikið af lungna-
ormum og ormalirfum og tiltölu-
lega miklu fleiri í þeim lungum,
sem mestar nýmyndanir sáust í.
Slíkum ormanýmyndunum í
sauðfjárlungum á Bretlandi er
lýst af Sir Mc. Fadyean 1894, og
enn nánar 1920. Birtir hann þá
myndir af þessum breytingum,
sem þekja lungnablaðranna tek-
ur á sig og eru þær á að líta eins
og séð verður í „mæðiveikislung-
um“.
Nú sé ég „Morgunblaðið" hafa
það eftir próf. Dungal, að þessi
frægi, brezki dýralæknaöldungur
hafi glúpnað, er hann hitti hr.
Dungal og hlýtt á mál hans og
útskýringar, og má helzt ráða af
frásögn blaðsins, að gamli Sir
Mc. Fadyean sé reiðubúinn að
eta ofan í sig fyrri kenningar og
viðurkennd sannindi. Mikið má
bjóða íslenzkum bændum, ef
þeir eiga að gleypa þessa flugu,
dýralæknar, að minnsta kosti,
verða ekki svo gleypigjarnir.
Þá taldi próf. Christiansen
mjög sennilegt, að ég hefði rétt
fyrir mér í því, aö „Hæmorr-
hagrik septicæmi“ slægist inn í
ormaveikina og væri valdandi
hinni háu dauðatölu, sem viða
hefir orðið vart á pestarsvæðinu.
En um þetta atriði þorði hann
ekkert að fullyrða, þar sem ekki
var hægt að framkvæma reglu-
legar bakteríurannsóknir á þeim
lungum, sem ég hafði meðferðis
vegna þess að þau voru öll varin
í formólblöndu, en slikar rann-
sóknir ætlar hann að gera, þegar
ég hefi náð í lungu hæfilega var-
in til þeirra hluta.
Þess er vert að geta i þessu
sambandi, að snemma sumars
1937 sendi Dungal prófessor dr.
Gilles de Kock, sem þá var
staddur í Kaupmannahöfn, 2
frosin „mæðiveikislungu" til
rannsóknar. Kom de Kock með
lungu þessi á rannsóknarstofu
próf. Christiansens og byrjaði að
útskýra fyrir viðstöddum fræði-
mönnum hina íslenzku Jaag-
siekte í sauðfjárlungum. Próf.
Christiansen spurði hann, hvort
ekki væri ástæða til að rannsaka
nánar lungun, sem fyrir lágu, og
ganga úr skugga um það, hvort
ekki væri um lungnabólgu að
ræða af orma völdum, því að
þessi lungu minntu sig á orma-
sýkt lungu, sem hann sagðist
þráfallt hafa séð í rá- og dádýr-
um í Danmörku. Kom þessi fyr-
irspurn de Kock mjög á óvart,
en hann lét þó strax tilleiðast.
Voru nú gerðar nokkrar bráða-
birgðarannsóknir, er sýndu, að
allsstaðar var orma eða orma-
lirfur að finna, þar sem sýnis-
horn voru tekin og skoðuð í smá-
sjá. Hætti de Kock þá útskýring-
um sínum á hinni íslenzku Jaag-
siekte, en hélt í þess stað áfram
rannsóknum á lungum þessum
allan þann eftirmiðdag. Nokkr-
um dögum síðar hélt hann tli
London á leið heim til sín, en
ekki til íslands, sem þó mun
hafa verið ætlunin og getið var
í íslenzkum blöðum. En áður en
hann fór frá Danmörku mun
hann hafa sent ríkisstjórn Dana
skýrslu yfir rannsóknir sínar á
þessum íslenzku sauðfjárlungum
og niðurstöður, því að danska
ríkisstjórnin skrifar sendiherra
sínum í Reykjavík um málið og
býður honum að fylgjast með
gangi þess og láta sig vita, hvað
því líði.
Úr því að de Kock fór nú að
senda dönsku ríkisstjórninni
rannsóknarskýrslu sína — hefði
annars alveg eins, og öllu frem-
ur, mátt senda hana íslenzku
ríkisstjórninni — þá mætti segja
mér það, að hann hafi einnig
sent próf. Dungal einhverja
greinargerð um þessar rann-
sóknir sínar, og það fyrir ári síð-
an, það var þó hann, sem sendi
lungun, en vendilega hefir þá hr.
Dungal legið á þeim upplýsing-
um, hefir þó ekki verið sparað
að vitna í þenna sérfræðing,
þegar samanburðarþörf var á
„mæðiveiki“ og Jaagsiekte. En
hversvegna var þá ekki jafn-
framt skýrt frá niðurstöðum Dr.
de Kocks og rökum fyrir þeim í
(Framh. á 4. síðu.J