Nýja dagblaðið - 03.09.1938, Blaðsíða 1

Nýja dagblaðið - 03.09.1938, Blaðsíða 1
í Y erðbr éf abaiikinn. Austurstr. 3. Sími 3652. Opið kl. 11—12 og 1—3. Annast öll verðbréfavióskipti. i iwjia ID/^GfIBIL^CHC 6. ár. Reykjavík, laugardaginn 3. september 1938. 202. blað ANNALL 246. dagur ársins. Sólaruppkoma kl. 5.15. Sólarlag kl. 7.35. Hádegisháflœður í Reykjavík kl. 12.10. Næturlæknir er í nótt Halldór Stefánsson, Ránar- götu 12, sími 2234. Næturvörður er í Ingólfs Apóteki og Laugavegs Apóteki. Dagskrá útvarpsins: 10.00 Veðurfr. 12.00 Hádegisútvarp. 15.00 Veðurfr. 18.00 Endurvarp frá nor- rænu tónlistarhátíðinni í Kaupmanna- höfn: íslenzk tónlist. 19.10 (eða í næsta hléi) Veðurfr. Endurvarp frá Kaup- mannahöfn; framhald. 20.00 Auglýs- ingar. 20.05 Préttir. 20.30 Upplestur: Á efsta bænum (Unnur Bjarklind). 20.45 Hljómplötur: a) „Keisara-kvart- ettinn", eftir Haydn. b) Kórsöngvar. Aths. Ef endurvarpið misheppnast, verður tímaskipun dagskrárinnar ó- breytt, eftir venju. Skipafréttir. Súðin er væntanleg til Reykjavíkur í dag. Esja fór frá Reykjavík í gærkvöldi í strandferð vestur um land. Gullfoss er í Reykjavík. Goðafoss er á Akureyri. Brúarfoss er á leið til Kaupmanna- hafnar frá Grimsby. Dettifoss kom til Hull í fyrrakvöld og fer þaðan í dag. Lagarfoss er á Akureyri. Selfoss er á leið til Leith frá Antwerpen. Síldveiðin. Lítil síldveiði er nú norðanlands. Þó er veiðiveður dágott. Við Rauðunúpa fengu þó fáein skip sæmileg köst. Einn- ig varð lítilsháttar vart síldar á Húna- flóa. Annars var megin veiðiflotinn á svæðinu milli Grímseyjar og Melrakka- sléttu. Um þrjú hundruð mál bræðslu- sildar bárust til Siglufjarðar í gær og söltunin nam nálegt 2750 tunnum, mest reknetasíld. Jón Halldórsson að Reykjavöllum í Biskupstungum, varð níræður í gær. Hefir hann frá barnæsku dvalið þar í sveitinni og alla tíð verið búlaus og ókvæntur. Hann hefir verið dável efnum búinn og verið sveit sinni haukur í horni. Hann gaf á sínum tíma land undir barnaskóla og hver honum til afnota og síðar gaf hann hreppnum tvær jarðir. Tónlistarhátíðin í Höfn. Borizt hefir dagskrá norrænu tón- listarhátíðarinnar, sem nú stendur fyr- ir dyrum í Kaupmannahöfn. Á hátíð- inni fara meðal annars fram fimm hljómsveitartónleikar — einir tónleik- ar frá hverju Norðurlandanna. Fyrstir eru íslenzku tónleikarnir, og hefjast þeir kl. 6 i dag eftir íslenzkum tíma. Verða leikin „Trilogia" fyrir hljóm- sveit og lög úr Galdra-Lofti, með fram- sögn danska leikarans Eyvind Johan- Svendsen — bæði tónverkin eftir Jón Leifs. Þessum hluta tónleikanna stjórn- ar Jón Leifs, en síðara hlutanum stjórnar Páll ísólfsson. Sá hluti hefst með „Forleik í klassiskum stíl“ eftir Sigurð Þórðarson. Síðan syngur María Markan íslenzk lög með undirleik hljómsveitar. Þá verða leikin íslenzk þióðlög útsett fyrir hljómsveit af Karli Runólfssyni, íslenzk þjóðlög, útsett fyrir hljómsveit af Sigfúsi Einarssyni og loks „Introduction og passacaglia“ fyrir hljómsveit, eftir Pál ísólfsson. — Tónleikunum verður útvarpað um Norðurlönd og verður reynt að éndur- varpa þeim hér. Endurvarpið hefst kl. 6 og á að verða lokið um kl. 8 í kvöld. Af síldveiðum kom í gærmorgun togarinn Baldur og í gærkvöldi togararnir Hannes ráð- herra og Bragi. Pétur Eiríksson sundkappi þreytti Engeyjarsund í fyrradag og var eina klukkustund og sex mínútur úr eynni og að stein- bryggjunni. Haustmót annars flokks knattspyrnumanna hófst í fyrrakvöld með kappleik milli K. R. og Fram. K. R. vann með 1 : 0. í dag kl. 6 keppa Valur og Víkingur. Rakarastofurnar verða opnar til kl 7 í kvöld. Garðyrkjusýninéín S extugur Víðræðum Henleín og Hítlers lokið Hitlcr samþykkur Henlein, en haiin er talinn fylgjandi friðsamlegri lausu deilunnar. LONDON: Henlein, leiðtogi Sudeta, fór á fund Hitlers á heimili hans, Berghof, í Ber- chtesgaden, kl. 11—11.30 árdegis í gær. Von Ribbentrop, utanríkismálaráð- herra Þýzkalands, var viðstaddur við- ræður þeirra. Henlein lagði af stað til Prag laust fyrir kl. 3. í gær. Þýzka fréttastofan birti tilkynningu um viðræður þeirra Henleins og Hit- lers skömmu eftir brottför Henleins. Segir í tilkynningunni, að Hitler hafi hlýtt á skýrslu Henleins um viðræður þær, sem leiðtogar Sudeta hafa tekið þátt i, með frekari samkomulagsum- leitanir um deilumálin fyrir augum. Hitler féllst á skoðun Henlains viðvíkj - andi þessum málum, eins og sakir standa. Ekkert liggur enn fyrir opin- berlega um hverja skoðun Henlein hafi látið í ljós við Hitler. Göring, Göbbels og Hess tóku þátt í umræðunum í fyrradag, en þá var Heniein ekki við- staddur. Samkvæmt áreiðanlegum heimildum í London, átti Runciman lávarður hlut að því, að Henlein fór á fund Hitlers og skýrði honum frá samkomulagsum- leitunum og þeim tillögum, sem nú er reynt að ná samkomulagi um. Það er fullyrt, að Runciman lávarður hafi beðið Henlein þessa, vegna þess að hann hafi sannfærzt um, að Henlein hafi einlægan áhuga fyrir því, að deilan verði leyst friðsamlega. Búizt er við að Hitler haldi kyrru fyrir í Berchtesgaden þar til á mánu- dag, en þá leggur hann af stað til (Framh. á 4. síöu.) opnuð í Athyglisverð og falleg sýning Garðyrkjusýningin í Grænmetisskálanum var opnuð í gær að viðstöddum allmiörgum boðsgestum. — Fluttu þeir við það tækifæri stuttar ræður, Ingimar Sig- urðsson í Fagrahvammi í Ölfusi og Eysteinn Jónsson fjármálaráðherra, í fjarvist landbúnaðarráðherrans. — Verður sýningin opin í dag og á morgun. í ræöu sinni rakti Ingimar Sigurðsson sögu garðyrkjunnar hér. Minntist hann Gísla Magn- ússonar sýslumanns, sem fyrstur manna hóf ræktun ýmissa garð- jurta að Munka-Þverá í Eyja- friði, í Fljótsdal og að Hlíðar- enda í Fljótshlíð, Björns Hall- dórssonar í Sauðlauksdal, Jóns Kjærnested frá Skriðu og fleiri. Dvaldi hann nokkuð við merkilegustu áfangana í sögu garðræktarinnar. Um miðja 19. öld var tekið að rækta kartöflur í heitum jarðvegi. 1888 var fyrst gerður hér vermireitur og 1923 var fyrsti gróðurskálinn byggð- ur. Langmestar hafa framfarir verið hin siðari ár. Á þessari öld hefir uppskera úr görðum fjór- faldazt og margar nýjar tegund- ir garðjurta verið teknar til rækt unar. Fyrir tíu árum voru rækt- Frá Garðyrkjusýningunni i Markaðsskálanum. Ingimar Sigurðsson, í Fagrahvammi. uð hér innan við 500 kg. af tóm- ötum á ári, en nú koma á mark- aðinn um 40 smálestir. Því næst vék hann orðum að sýningunni sjálfri, sem fyrst og fremst væri ætlað það hlutverk að sýna, hvað hér sé hægt að rækta, jafnvel í fremur óhag- stæðri veðráttu, eins og í sumar. Þessu næst tók Eysteinn Jóns- son til máls. Fór hann nokkrum orðum um garðræktina og þær framfarir, sem hún hefði tekið, þótt enn væri flutt inn í landið garðávextir, sem hér væru auð- ræktanlegir og goldnar fyrir há- ar fjárupphæðir. En þrátt fyrir þetta ástand væri hér allmikið um atvinnuleysi um hásumartíð- ina og ennþá meira um það skrafað. Fólk heimtaði forgöngu ríkisins um allar framkvæmdir. En lítilsvirði væri allur stuðning- ur þess, ef á skorti raunveruleg- an áhuga einstaklinganna. Væri þessi sýning ekki sízt merkileg fyrir þá sök, hvað hún sýndi mikinn og óeigingjarnan áhuga í verki. Þá talaði hann um sýning- una sjálfa og þakkaði for- stöðumönnum hennar, hve mikið þeir hefðu lagt sig fram um að sýna hvað' hér væri hægt að rækta, ef einarður vilji væri til 1 þess og rétt að farið. i Lýsti hann því síðan yfir, að sýningin væri opnuð. Garðyrkjusýning þessi er öll hin myndarlegasta og ber þess glögg merki, að mikið starf hefir verið innt af höndum við undir- búning hennar. Það er stjórn Garðyrkjufélagsins, sem þar á mest þakklæti skiliö. Á miðju gólfi sýningarsalsins hefir verið komið fyrir litlum Sigurður Guðmundsson, skólameistari. Einn af merkustu og þekktustu skólamönnum landsins, Sigurður Guö- mundsson, skólameistari á Akureyri, er sextugur í dag. Munu nemendur hans og ótal aðrir senda honum hugheilar árnaðaróskir. gosbrunni og umhverfis hann er græn flöt, umgirt litlum bekk, gerðum úr grámosa. Niður í hann hefir verið stungið ýmsum blómjurtum og er öllu haglega niöur raðað. Þarna eru og burkn- ar og aðrar blómlausar skraut- jurtir. Við vesturvegginn eru skraut- jurtir, sem helztu blómaverzlan- ir bæjarins sýna. Er í salnum mjög fjölbreytt úrval skraut- jurta, svo sem Alpafjólur, nellik- ur, begonia rex, aurelia, agara- tum, venushár, anemónur, ran- unklur, calla, Aronsskegg, chrys- anthemum og margar fleiri. Þar eru og íslenzkar villijurtir not- aðar til skreytingar, svo sem beitilyng. Fyrir miðjum norðurvegg er allskonar garðávöxtum og græn- meti komið fyrir. Þar eru sýndar káltegundir allskonar, næpur og hreðkur, agúrkur, salat og spín- at, tómatar og vínber. Á borð, sem stendur við aust- urvegg, er raðað 23 kartöfluteg- undum og eru á hjálögðum spjöldum tilgreindir helztu kost- ir og léstir afbrigðanna. Þar er (Framh. á 4. síðu.) Héðínn V aldimarsson og skipti hans við Framsóknaril. Hér í blaðinu hefst í dag niðurlag á grein Jónasar Jónssonar um Héðinn Val- demarsson og skipti hans við Framsóknarflokkinn. Sökum annríkis, gat Jónas eigi Iokið við greinina áður en hann fór til Ameríku. — Framhald greinarinnar mun birtast í tveim næstu blöðum.

x

Nýja dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.