Nýja dagblaðið - 09.09.1938, Side 2

Nýja dagblaðið - 09.09.1938, Side 2
2 N Ý J A DAGBLAÐIÐ Sœnsk-ameriski kvikmynda- leikarinn Warner Oland, þekkt- ur undir nafninu „Charlie Chan“ lézt á sjúkrahúsi í Stokkhólmi í ágúst sl„ 58 ára að aldri. Ekki löngu áður en hann lézt, hafði kona hans yfirgefið hann. Fékk það mikið á Oland og mun, ásamt ofnautn áfengra drykkja, hafa flýtt mjög fyrir dauða hans. * Danskt fyrirtœki, F. L. Smidth, hefir undanfarið látiö gera til- raunir til að búa til járn á kem- iskan hátt. Tilraunir þessar hafa farið fram í Portland sements- verksmiðju í Álaborg. — Ennþá er ekki kunnugt um endanlegan árangur af þessum tilraunum. * Lögreglustjórinn í Nœstved á Sjálandí heitir Schmidt og er mesti atkvœðamaður, eftir því sem Korsör Avis segist frá. Dag einn i ágúst s.l. átti hann í meiri- háttar erjum á baðströndinni í Oilleleje. Meðal baðgesta þar voru P. Bredsdorf húsameistari, kona hans, einkaritari og ung, ensk stúlka. Schmidt lögreglu- stjóri kom þar að, er þau voru, og bað þau að hypja sig á brott, þó ekki í embœttsnafni. Lagði hann hendur á frú Bredsdorff, og sló mann hennar með göngu- staf. Rétt i því bar föður frú Bredsdorff þarna að. Var hann einnig barinn með göngustafn- um, sem þeim Bredsdorff tókst að brjóta eftir allharðvítug áflog. Að loknum þessum ófriði urðu fjögur af þátttakendum, að leita lœknis vegna meiðsla. Bredsdorff húsameistari hafði fengið heilahristing og auk þess skaðast á öðru auga. * Tekjur ýmissa kvikmyndaleik- ara í Hollywood eru mjög háar. Slðustu fréttir um kaupgreiðslu þar eru þessar: Á slðastliðnu ári námu tekjur leikkonunnar Carole Lombard 93000 pundum sterling. Hreinar tekjur hennar voru þó ekki nema 4000 pund sterling. 79500 pund varð hún að greiða í skatta, en hitt gekk til greiðslu á auglýs- ingakostnaði, til umboðsmanna o. s. frv. „En 4000 pund sterling er mikil fjárhœð í mínum aug- um,“ er haft eftir leikkonunni. Carole keppir að því, að eiga það mikinn höfuðstól, þegar hún hættir að leika, að hún geti lifað góðu lífi af vöxtunum. Þessvegna hefir hún nú látið gljábrenna gamla bilinn sinn í stað þess að kaupa nýjan. Sonja Henie, norska skauta- drottningin, lék í kvikmynd í Hollywood á sl. ári. Beinar tekjur hennar af því námu 42.145 pund- um, en auk þess er talið, að hún hafi haft miklar aukatekjur. Tekjur Ronald Colmans sl. ár námu 72.500 pundum sterling. Claudette Colbert gaf 70166 stp. tékjur upp til skatts. * TIL ATHUGUNAR: Léttúðug kona er eins og fing- urgull, sem gengur millí manna, og allir mega reyna með því að draga á fingur sér. Sophie Arnould. alla dagfa nema mánudaga. Afgreíðsla í Reykjavík: Bífreiðastoð Islands, símí 1540. Bífreiðastöð Akureyrar. Ný k o m i ð Ýmsar nýungar I busáliöldum, svo sem: Allskonar borðhiínaðui* úr ryðfrín stáli. Termoflöskur, niargar nýjar g'erðir. Pottar úr Sieniens Martin stáli, fl. stærðir. Hrærivélar, ISjómaþeytarar, fleiri gerðir. Ostaskcrar, Eldhiishnífar. Sítrónupressur, Tesíur, fl. tegundir. Talsvert af emailleruðum vörum. Blikkfötur, Blikkbalar, Þvottabalar, og margt annað, sem of langt yröi upp að telja. Einunyis fyrsta flofcks vörur. Verzl. B. H. Bjarnason. Vínverzlun ríkisins í Reykjavík verður lokuð í dag frá kl. 12-4 e. hád. vegna jarðarfarar. Kjarnar — (Essensar) Höfnm birgðir af ýmiskon- ar kjörnnm til iðnaðar. — ÁFENGISVERZLUN RÍKISUVS Afbrotamaðurinn, sem varð lögreéluforingi í París Hér er enn sagt frá viðureign Vidocqs við afbrotalýðinn í París. Að launum fyrir atorku sína og hyggindi, var hann gerður yfirmaður einnar deildar lögreglunnar. Með miklum dugnaði tókst honum að binda enda á uppivöðslu glæpa- manna í borginni og skapa borgurúnum aukið öryggi. Vi- docq dó þó sem bláfátækur maður og flestum gleymdur. mmnttnntntm NIÐURLAG Á þessum árum var óaldar- flokkurinn einn mjög uppi- vöðslusamur í Parísarborg. For- ingi hans hét Constantin. Þeir frömdu hvert innbrotið og rán- ið á fætur öðru og tefldu oft ærið djarft. Allax tilraunir lög- reglunnar til að hafa hendur í hári þeirra misheppnuðust. Loks var Vidocq falið það vandaverk að leiða Constantin í gildruna og að launum var honum því heitið, að hann skyldi náðaður, ef honum tæk- ist að leysa þetta af hendi. Vidocq tók þetta orðalaust að sér. Hann dulbjó sig og lagði síðan leið út í Saint Germain. Þar gekk hann milli knæpanna og hleraði eftir skrafi gestanna. Eitt sinn sat hann um mið- næturskeiðið á alræmdri krá einni. Þá heyrði hann nefnt nafn Constantins. Með mestu gætni hóf hann samtal við knæpugestina og bauð síðan upp á brennivín. Stúlka ein, sem hélt, að hann væri inn- brotsþjófur og vinur Constan- tins, fræddi hann um hagi Constantins og sagði, að hann væri vanur að sitja tímunum saman í þessari krá. Vidocq lagði leið sína þangað að nýju hið næsta kvöld. Vin- | stúlka hans frá fyrra kvöldinu sagði honum óðara, að nú sæti Constantin í litlu afherbergi og þar væri hægt að ná tali af honum. Síðan fylgdi hún honum þangað inn. Við lítið borð sat ungur maður, prýðilega búinn, er ekki bar hinn minnsta keim af venjulegum glæpamönnum. Vidocq laug nú að honum smell- inni sögu og lét óspart brydda á kunnleika sínum á lífi og mál- efnum bófa og afbrotamanna. Árangurinn varð sá, að Con- stantin bauð honum að ganga í félagsskap sinn. Þeir fóru nú í aðra knæpu og mötuðust þar, ásamt nokkrum nánustu vinum Constantins. Þegar máltíðinni var lokið, sagði Vidocq, að hann ætti hvergi höfði sínu að að halla og vissi ekki hvar hann ætti að leita sér hælis. Con- 1 stantin bauð honum óðar heim til sín í Saint Jacques, þar var höfuðaðsetur óaldarlýðsins. Daginn eftir, þegar allir höfðu sofið úr sér ölæði kvölds- ins, spurði Constantin hinn nýja fylginaut sinn, hvað hann ætl- aðist fyrir. En Vidocq hristi höfuðið sorgmæddur. Hann átti sér hvergi hæli og lögreglumenn voru á hverju strái í borginni. Constantin hló háðslega aö kjarkleysi hans og harmatölum. — Lögreglan, sagði hann fyrirlitlega. Hér er aðeins einn maður, sem þarf að óttast og það er Vidocq. Ef hann hefir engan pata af því, að þú sért hér, þá þarftu ekkert að óttast. Sjálfur þekki ég þann fugl dá- vel. Vidocq varð ærið hverft við. Honum gat ekki annað skilizt en að þorpararnir hefðu leikið á hann, og væru að draga dár að honum. Sú var þó ekki raunin. Constantin hélt áfram: — Gættu þín fyrir Vidocq. Sá fjandi getur birzt hvar sem vera skal og skiptir um ham oft á dag. í gær sá ég hann búinn sem herforingja og þekkti hann þó á augabragði. Hann getur dulbúið sig hvernig sem hann vill; ég þekki hann ávalt. Og ef mínir menn hefðu ekki brugð- izt, værum við fyrir löngu bún- ir að koma honum fyrir kattar- nef. — Já, það er meiri fjandans maðurinn, sagði Vidocq og glotti við. Þú ert ekki sá fyrsti,, sem varar mig við honum. En hvernig væri hægt að losna við hann? Constantin spurði aðeins stuttlega: — Eigum við að freista gæf- unnar? — Því ekki þaö, svaraði Vi- docq. Um kvöldið lögðu þeir af stað í fyrirhugaða veiðiför. Vidocq varð þrumulostinn, þegar það kom á daginn, að Constantin vissi nákvæmlega hvar hann bjó. Þeir biðu tímum saman utan við húsið, en vitanlega kom Vidocq aldrei. Constantin gerðist brátt næsta ókyrr og þegar leiö að miðnætti, tapaði hann allri þolinmæði. Hann gat ekki sóað dýrmætum tíma. Hann ætlaði að fremja innbrot í Rue Lassette um nóttina. Vi- docq var boðið að taka þátt í (Framhald á 3. síðu.)

x

Nýja dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.