Nýja dagblaðið - 09.09.1938, Blaðsíða 3

Nýja dagblaðið - 09.09.1938, Blaðsíða 3
/ \ÝJA DAGBLAÐIÐ ÚtsjefHndl: Blaðaútgáfan h.f. Rltatjórl: ÞÓRARINN ÞÓRARIN88ON. RitstJ órnarskrtfstof umar: Lindarg. 1 D. 8imar 4373 og 2353. Afgr. og auglýslngaskrlfstofa: Lindargötu iD. Siml 2323. Eftir kl. 6: Ríml 3948. Áskriítarverð kr. 2,00 á mánuðl. í lausasölu 10 aura eintakið. Prentsmiðjan Edda h.f. Bimar 3948 og 3720. Hefir Kveldúlfur grætt ? Skyldi nokkur hafa látið sér detta það í hug, að í mörg ár hafi verið á launum hjá Sölusam- bandi ísl. fiskframleiðenda mað- ur, er ekki virðist hafa minnstu hugmynd um aflaleysi og sölu- vandræði undanfarinna ára? En þessi er þó raunin. Árni frá Múla hefir verið á launum hjá Fisksölusambandinu í mörg ár. Það er þó ekki vitanlegt, að hann vinni þar neitt að gagni. Þeim stundum, þegar hann er vinnu- fær, ver hann til að skrifa róg- greinar um rikisstjórnina í Mbl. í skrifum sínum gerir Árni aldrei tilraun til að rökræða málin. Til slíks vantar hann áhuga og dugnað. En hann ritar léttan stíl og getur stundum verið fynd- inn, eins og títt er um ýmsa drykkjumenn. — íhaldsfólkinu finnast því skrif hans mun skemmtilegri en pex Jóns og Valtýs. í gær hefir Árni valið sér það hlutverk, að skrifa um skattamál og atvinnurekstur. 'Hann kemst að þeirri niðurstöðu, „að síðasta ár mátti heita veltiár og árið í ár verður ekki undir meðalári". En skattarnir, segir hann, hafa „snúið góðæri í illæri, því sann- leikurinn er sá, að kreppan er heimatilbúin vara“. Það er í sannleika sagt ó- skemmtilegt að þurfa að eiga í blaðadeilum við mann, sem ann- aðhvort reynir ekkert til að fræðast um ástandið í landinu eða er yfirleitt þannig fyrir kall- aður, að hann fylgist ekki með því, sem gerist í kringum hann, og er því fáanlegur til að skrifa allt, sem honum er sagt. Það er líka öllu nær að snúa sér til hús- bænda hans, sem hafa hann á launum til að prédika þessar kenningar og borga honum fyrir það af fé fyrirtækis, sem hann vinnur raunverulega ekkert við. Vilja þessir menn, forstjórar Sölusambands íslenzkra fisk- framleiðenda, staðfesta opinber- lega þá frásögn undirmanns síns og málgagns, að hér hefði verið veltiár fyrir sjávarútveginn á síðastl. ári, ef ráðið hefði í land- inu önnur fjár- og skattamála- stefna? Telja þeir sig geta full- yrt, að þá hefði fiskaflinn orðið t. d. helmingi meiri eða eins og var á meðalári áður? Hefðu þeir þá getað náð meiri markaði og hærra söluverði erlendis? Er aflaleysið, verðfallið og mark- aðahrunið ekki öðru að kenna en fjármálastefnu ríkisstjórn- arinnar, og því „heimatil- búin vara“? NÝJA DAGBLAÐIÐ 3 Það má spyrja þessa vísu menn ennfremur: Fyrst það voru skattarnir, sem sneru góðæri seinasta árs í illæri, hafa þá ekki þau útgerðarfyrirtæki grætt, er ekki hafa þurft að greiða neinn tekju- og eignarskatt á síðastl. ári, eins og t. d. Kveldúlfur? Hef- ir Kveldúlfur kannske grætt og minnkað skuldir sínar á síðastl. ári? Er það kannske vegna þessa gróða, sem einn forstjóri Kveld- úlfs getur nú byggt einhverja dýrustu „villu“ landsins og fjöl- skylda hans getur haft tvo einkabíla til umráða? í áframhaldi af þessum skrif- um um fjármálastefnu ríkis- stjórnarinnar og útgerðina, er líka full ástæða til að spyrja forstjóra Fisksölusambandsins: Hvað græddu útgerðarmenn mikið á fjármálastefnu íhalds- stjórnarinnar 1924—27? Hvað telst þeim til, að t. d. Kveldúlfur og Proppé-bræður hafi grætt mikið á gengishækkuninni 1925 og 1926? Er það helzti viðreisn- arvegur útgerðarinnar, að taka þessa stefnu upp aftur og fylgja henni út í yztu æsar? Að lokum skulu forstjórar Fisksölusambandsins spurðir: Hvaðan kemur þeim heimild til að nota fé efnalítilla útgerðar- manna til að framfæra þurftar- frekan mann, sem ekkert vinnur við fyrirtækið, en ætti að taka laun sín hjá Morgunblaðinu? Og láta þeir sér þaö raunverulega til hugar koma, að t. d. sjómenn fáist til að trúa þvi, að fiskleysið sé „heimatilbúin vara“, og stafi af fjármálastefnu ríkisstjórnar- innar, enda þótt Árni frá Múla af þekkingarleysi eða öðrum á- stæðum fáist til að skrifa um það í Morgunblaðið? Afbrotamaðurinn (Framliald aj 2. siSu.) verkinu, en hann færðist undan því og kvaðst ekki þora að vera á götum úti að næturlagi. Lög- reglan myndi óðar grípa sig. Constantin bauð honum þá að hafast víð heima hjá sér, þar til þeir hefðu lokið erindi sínu. Þar með skildu þeir. Vidocq fór í Rue Saint Jacques og gerði sig heimakominn í húsakynnum Constantins, en Constantin hélt með sína förunauta út í æfintýri næturinnar. Þeir komu heim í dögun með mikið þýfi. En þegar þeir voru að skipta feng sínum, var knúið á hurð- ina, nokkuð harkalega. Vidocq tróð sér á svipstundu undir sængina, en Constantin reif op- inn gluggann og ætlaði að stökkva út. En áður en hann gæti það, höfðu lögregluþjónar, sem inn ruddust, gripið hann höndum. Constantin var dæmdur til margra ára hegningarvinnu. Þegar hann var fluttur i fang- elsið, þar sem hann skyldi vist- aður, sá hann mann, er hann kannaðist við, standa hjá varð- mönnunum. Það var Vidocq. Vidocq hló, þegar Constantin gekk hjá. Þá rann fyrst upp fyrir Constantin, hver hefði á- netjað hann. Vidocq leysti marga slíka vanda af höndum og þótti hinn (Framh. á 4. síðu.) Færeysku búnaðarlögin Framkvæmdastjjórf „Föroya búnaðarfo- Iags“ og ráðunautur biiiiaðarráðsins, Hans Jacob Jacohscu (saguaskáldið Heð- in Brú) gerir grein fyrir undirbáiiiii^i og tilgangi lagaima. í Nýja dagblaðinu 24. ágúst s. I. birtist viðtal, sem Aðalsteinn Sigmundsson átti fyrir blaðsins liönd við Jóannes Patursson kóngsbónda í Kirkjubæ, um færeysk stjórnmál, og einkum um búnaðarlöggjöfina nýju, sem nú er mikið rædd og mjög um deilt í Færeyjum. Setur Jó- annes Patursson þar fram skoð- un sína og „Jarðamannafelags- ins“, sem hann hefir stofnað, á því máli, en J. P. er höfuðand- stæðingur laganna. í lok við- talsins var þess getið, að lesend- um blaðsins mundi síðar gefast kostur á að kynnast málinu einnig frá sjónarmiði formæl- enda laganna, því að H. J. Jac- obsen framkvæmdastjóri „För- oya búnaðarfelags“ hafði lofað A. S. greinargerð um þau. Birt- ist hún nú hér á eftir. Hans Jacob Jacobsen er 37 ára gamall, ættaður frá Skála- vík á Sandey. Sem unglingur stundaði hann skútuskak úti við ísland, eins og algengt er um Færeyinga. Síðan stundaði hann búnaðarnám í Danmörku og lauk kandidatsprófi frá búnaðarháskólanum í Kaup- mannahöfn. Réðist hann síðan í þjónustu færeyska búnaðar- félagsins, og landbúnaðarráðs- ins, er það var stofnað, sam- kvæmt lögum þeim, sem hér er rætt um. Jafnframt annamikl- um störfum og sífelldum ferða- lögum um eyjarnar, hefir H. J. J. skrifað skáldsögur og birt þær undir höfundarnafninu Heðin Brú. Hafa komið út eftir hann þrjár bækur: „Lognbrá“, „Fastatökur" , (framhald af Lognbrá, gerist að nokkru leyti á skútu við ísland) og „Fjalla- skuggin" (smásagnasafn). — Heðin Brú skrifar afburðafagr- an stíl, og fáir menn standa honum á sporði um meðferð færeysks máls. Er hann vafa- laust í tölu hæfileikamestu rithöfunda, sem nú skrifa á Norðurlöndum, og er mikill skaði, að hann getur ekki, starfa sinna vegna, gefið sig meira að skáldsagnagerð en raun er á. Hér hefst þá greinargerð H. J. Jacobsens: „Áður en lög þau, er Jóannes Patursson ræðst svo sterklega á móti, (Lov om Jordbrugets Fremme, frá 24/5. 1937) gengu í gildi 1. apríl þ. á„ var meira en helmingur allra jaröeigna í Færeyjum dönsk ríkiseign, færð í eignadálkinn á dönsku ríkis- reikningunum og lá undir stjórn danskra embættismanna. Með nýju lögunum var stofnaður sjóður, Jarðasjóður Færeyja, sem er sjálfseignarstofnun. Hefir sjóðurinn fengið afhentar allar þessar jarðeignir, og verð- ur að telja það greinilegan þjóðernislegan ávinning fyrir færeysku þjóðina. (Aðrar jarð- eignir á Færeyjum eru einka- eign, svonefndar óðalsjarðir, og kirkjujarðir). í þenna nýja Jarðasjóð Fær- eyja var auk þess lögð fjárhæð, sem nemur meira en einni millj- ón króna, og á einvörðungu að verja því fé til styrktar land- búnaðinum. Ennfremur rennur í sjóðinn öll landskuld af áðux- nefndum jörðum, en hingað til hefir hún farið í ríkissjóðinn. Ennfremur skal tekið fram, að með þessum nýju jarðalögum er sett reglubundin löggjöf um stjórn þessara „kóngsjarða“. Áður var engin slík löggjöf til, aðeins nokkur dreifð ákvæði, mjög gömul, svo að jarðamál- unum hefir verið stjórnað eftir hefð, sem amtmennirnir hafa brotið, eftir því sem þeim gott þótti. Með nýju lögunum er komið á fót útlánastofnun, sem fær- eyska landbúnaðinum var brýn þörf á, og auk þess skapaðir miklir möguleikar fyrir styrk, bæði til ræktunar og bygginga á nýbýlum. Jarðasjóðnum nýja stjórnar þriggja manna land- búnaðarráð, og eru þeir allir Færeyingar. Öll stjórn jarð- eigna hins opinbera er þannig komin í færeyskar hendur, og verður það að teljast mikið framfaraspor, frá færeysku þjóðernissjónarmiði. Hitt er formsatriði, sem enga teljandi þýðingu hefir í framkvæmd, að danski landbúnaðarráðherrann fer með æðstu völdin sam- kvæmt lögunum. Markmið laganna. Eftirfarandi skal tekið fram um markmiðið með þessari nýju skipun: Ríkisjarðir þær, sem að framan getur, hafa ver- ið og eru áfram byggðar út í stærri eða minni hlutum, hin- ar svonefndu „kongsfestir". Hingað til hafa ábúendurnir, hinir svonefndu kóngsbændur, notað ábýli sitt að mestu leyti til frumstæðs sauðfjárhalds, en af því leiddi, að meginhluti landsins var óræktaður. Hin örlitla akuryrkja, sem menn hafa hingað til stundað, hefir líka verið næsta frumstæð. Hinar úreltu venjur um hagnýt- ingu landsins gátu átt rétt á sér á þeim tímum, þegar ibúatala Færeyja var um 8000 (nú er hún um 26000) og sjórinn kring um eyjarnar moraði í fiski. En það leiðir af sjálfu sér, að lengi hefir verið aðkallandi nauðsyn á endurbótum. Þróunin hefir orðið hér svipuð og í Noregi, en þar voru tilsvarandi endurbæt- ur gerðar um 1920, því að mönn- um var þar ljós nauðsynin á því að skapa atvinnumöguleika fyr- Hans Jacob Jacobsen, búnaðarmálastjóri Fœreyinga. ir aukningu þjóðaTinnar. í Fær- eyjum voru ástæðurnar enn meira aðkallandi en í Noregi, til að skapa nýja möguleika fyrir hagnýtingu landsins, þar sem hafið kring um eyjarnar er raunverulega fisklaust, vegna vegna ránveiða erlendra togara, og fiskveiðarnar, sem stundað- ar eru við strendur íslands og Grænlands, veita þeim, sem stunda þær, ekki nægilegt lifs- framfæri. Það liggur því í aug- um uppi, að hin nýju jarðalög hafa stórfellda þýðingu fyrir þrif þjóðarinnar í framtíðinni, bæði með því, að veita almenn- ingi kost á að fá ræktarjörð, og með hinu, að gefa kost á ódýru rekstrarfé. Ef til vill er rétt að skýra is- lenzkum lesendum frá því, að það er upphaf þessa máls, að færeyska Lögþingið bar fram kröfu við danska stjórnarráðið, um fjárframlög til ræktunar í Færeyjum. X því tilefni var stungið upp á því frá danskri hálfu, að skipuð yrði nefnd til að semja landbúnaðarlöggjöf á breiðum grundvelli og skýrari en gilt hafði að þessu. Þetta leiddi til þess, að sett var á laggirnar fimm manna nefnd, og til þess að búa sig sem bezt undir starf sitt, ferðaðist hún til Noregs og íslands og kynnti sér búnaðarlöggjöfina og fram- kvæmd hennar i þeim löndum. Ávöxtur af starfi þessarar nefndar varð svo frumvarpið að framannefndri búnaðarlöggjöf, og það var samþykkt, dálítið breytt, á Lögþingi Færeyja, með miklum meirahluta. Framhald. Beztu kolin Síniar: 1964 og 4017.

x

Nýja dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.