Tíminn Sunnudagsblað - 02.09.1962, Side 2

Tíminn Sunnudagsblað - 02.09.1962, Side 2
r » AFGREIÐSLUSTULKA SKRIFAR: DAGUR / LÍFI NORÐLFNi BÚDARSTÚLKU Tvær árrisular konur biða iíið búðardyrnar, þegar ég opna. — Góðan daginn og gerið pið svo vel, segi ég og reyni að brosa eins alúðlega og ég get til þess að leyna því, hve syfjuð ég er. — Gott er nú að koma inn 1 blessaðan ylinn, segir önn- ur. — Hann er svo anzá kaldur núna. — Já, mér var orðið dauð- kalt, segir hin. — Ég mátti bara til með að ná í blaðið, áður en ég fékk mér morgun- kaffið. Mér finnst bara ekk- ert varið í kaffið, nema ég geti lesið söguna með því, svona er nú vaninn ríkur Eg hef snarazt úr kápunni og farið í sloppinn og blanda mér nú í umræðurnar. — Ja, ekki gæti ég hugsað mér að fara út án kaffisop- ans. Mér finnst ég ekki vera almennilega vöknuð, fyrr en ég hef drukkið tvo eða þrjá bolla af kalli. En hvor ykkar var á undan? — Við vorum víst alveg jafnar. En fyrst hún er ekki búin að drekka morgunkaff- ið, er bezt, að hún sé á undan. — Þrír af mjólk? segi ég og tek flöskurnar. Og svo auð- vitað blaðið. Það er Tíminn, er það ekki? — Jú, auðvitað, manneskja, í honum eru alltaf beztu sög urnar. Meðan ég afgreiði þær, röbbum við saman um daginn og veginn, því að þetta eru dagiegir viðskiptavinn. og ég er farin að þekkja þær. Þeg- ar þær eru farnar, set ég ávexti í skál og læt hana á áberandi stað á búðarborðið. Og þá er komið að blessuðu skyrinu. Á stólnum, sem ég sit á, þegar ekkert er að gera, stendur nú trékútur, fullur af skyri, sem ég á að vega, og það er nú leiðinlegasta verk dagsins. Eg andvarpa svolítið, en tek svo rögg á mig og byrja. Þetta er rólegur morgunn, svo að ég er fljót- lega búin að vega skyrið. Svo tek ég dallinn niður af stólnum. Nú er klukkan langt gengin tíu og húsmæðurnar farnar að kaupa í matinn. Þær koma við hjá mér á leið til fisksalans, og nú er búðin alltaf full. Húsbóndinn er kominn og afgreiðir með mér. — Eg er næst, segir fas- mikil frú við búöarborðið og lítur heiftaraugum á mann, sem rétt í þessu er að tína flöskur á borðið- Hann hreyfir engum mót- mælum, svo að ég sný mér að henni. — Fimm potta af mjólk og einn súrmjólk, segir hún. — Svo vantar mig ost, alveg ný- skorinn. — Eg skar þetta sundur í morgun, segi ég auðmjúk. Hún þreifar á ostinum tor- tryggin á svip og segir með þjósti: — Þetta er gamalt, svo vil ég fá stærri bita. Eg sæki ostinn og sker bita, en haim er of stór. En sá næsti verður hæfilegur. Hann er jafnstór fyrsta bitanum. Hún kaupir ýmislegt fleira og ég snýst við hana eins og snælda Loks er hún búin að kaupa nóg. Eg iegg þetta saman. \?ið höfum enga reikningsvél, svo að ég verð að leggja saman upp á gamla mátann. Eg segi henni upphæðina, 135.50. — Nei, þetta getur nú bara ekki verið, segir hún hvasst. Eg fer yfir þetta aftur, en fæ sömu töluna. Hún heimt- ar, að ég reikni þetta allt upp aftur. Eg geri það, en þolin- mæði minni er nú alveg að verða lokið. -- Jú, það eru 135.50 styn ég loks upp. En hún er nú ekki á þvi að gefast upp. i — Það getur bara ekki ver- ið. Þetta er ekkert, sem ég hef keypt, segir hún og er hin reiðasta. En nú missi ég þolinmæð- ina þótt mér hafi verið kennt, að viðskiptavinurinn hafi alltaf rétt fyrir sér Eg kalla í húsbóndann og bið hann að reikna þetta. Þegar hann fær sömu útkomuna, lætur hún loks undan og borg ar þetta. Hún tautar eitthvað um leiðinlegt búðarfólk og snarast svo út, auðsýnilega stórmóðguð yfir því, að ég skyldi dirfast að hafa á réttu að standa. Mig langar til þess að gefa henni langt nef. en auðvitað læt ég það ekki eft- ir mér. Þarna kemur inn snaggara legur maður. Hann fer strax að afgreiða sig sjálfur og er búinn að raða vörunum á borðið, þegar ég kem til þess að sinna honum. Eg reyni að hafa snör handtök, því að manninum hlýtur að liggja mikið á. En það virðist ekki vera, því að nú er hann kom- inn í ákafar samræður við annan mann, sem þarna er. Kannske hefur blessaður maðurinn bara verið að létta mér sporin! Upp úr ellefu fer að iækka í búðinni hjá okkur. Nú eru það mest krakkar, sem koma til að kaupa skyr og mjólk, og klukkan tólf fer ég í mat. Það er lítið að gera fyrst eftir matinn. Eg stelst til þess 626 TIMINN — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.