Tíminn Sunnudagsblað - 02.09.1962, Blaðsíða 3

Tíminn Sunnudagsblað - 02.09.1962, Blaðsíða 3
að tylla mér og líta yfir fyrir- sagnirnar í blöðunum — um meira þýðir ekki að hugsa. því að nóg er að gera. Það þarf að vega sykur, rúsínur og fleira. Nú fer aftur að aukast ösin í búðinni. Eg hef lítinn frið við að vega, en með því að nota hverja stund, saxast smám saman á sykursekk- inn. Þarna kemur ein frú hlaupandi. Hún er með lcáp una flakandi frá sér og ég sé hveitiblett á svuntunni henn ar. — Æi, mig vantar svo rúsin ur. Eg er með köku inni í ofn inum, en svo á ég bara eng- ar rúsínur. Hún litla dóttir min hefur komizt i þær hjá mér, segir hún móð af hlaup unum. Þannig líður dagurinn, og svo nálgast lokunartimi. Nú er eilíf ös, og allir kaupa heil ósköp. Þarna er ein frúin kom in aftur, hefur senrölega gleymt einhverju. Eg spyr hana, hvað hana vanti, en hún segist ætla að bíða. Það líður góð stund, þar til búðin tæmist, en þá loks seg ir hún: — Getur ekki verið, að þú hafir gleymt að reikna rjóm- ann áðan? Eg reikna aftur það, sem hún keypti, og þetta er rétt til getið: Eg hef gleymt að reikna rjómann. — Já, mér fannst þetta. og þegar ég kom heim, fór ég að reikna þetta. Eg flýtti mér aftur til þess að leiðrétta þetta, en vildi síður, að aðrir heyrðu það. Eg reyni að stama fram þakkarorðum, en satt að segja var ég aiveg orðlaus af undrun og þakklæti Sumir hefðu neytt rjómans af beztu lyst og ef tii vill með mun meiri ánægju. af því að þeir fengu hann ókeypis. Flestir hefðu þó leiP”élt þetta næst, er þeir komu í búðina Það er einmitt þetta tólk, sem gerir búðarstarf ánægju legt Þetta var seinasti viðskipta vinurinn þennan daginn, en ég á eftir að gera ýmislegt. Klukkan er orðin sjö, þegar ég hef lokið störfum mínum og held heim á leið, þreytt en ánægð með lífið og starf- ið. J Agúst Slgurðsson/ stnd. theol.: Gamlir legsteinar fundnir á Möhruvöllum í sumar varð nokkurt rask í kirkju garðinum á Möðruvöllum í Hörgárr dal vegna lagfæringar kirkjuhússins utan. Komu þá upp í garðinum tvær hellur stórar, (90x180 sm. og 75x150 sm.). Hér fundust legstaðir Lárus- ar Schevings sýslumann og Þórunn- ar Þorleifsdóttur fyrri konú hans. Var hann jarðsettur árið 1722, en hún 1696, svo að nokkuð eru stein- arnir gamlir orðnir. Áletranir steinanna eru nokkuð vel læsilegar, steinn matrónunnar samt æði sprunginn, en steinn sýslu- manns brotinn um þvert. Öll brot- sárin eru forn. Grafskriftir á steinhellunum eru þessar: HER UNDER HVILER DEND HOJAGTBARE OG VELFORNEMME MAND SEIGNr LARS HANSSON SCHEVING HANS KONGLIGE MAYst TIL DANMARK OG NORGE SYSSELMAND OVER OEFIORDS SYSSEL OG KLOSTERFORVALTER OVER MODREVELLE KLOSTER SOM PAA SIT . . . ALDERS AAR DEND 5te AUGUSTI AAR 1722 FRA DETTE TIMELIGE TIL DET ÆVIGE LIV AF HERREN BLEV HENKALDET OG TIL SIT HVILESTÆD NEEDLAGT DEND 13te EIUSDEM. 10B XIX, V 25, 26 OG 27. IEG VED AT MIN FRELSER LEVER OG HAND SKAL HEREFTER OPVÆKKE MIG AF IORDEN OG EFTER AT DE HAR IGIENNEM STUKKET DENNE MIN HUD DA SKAL IEG SEE GUD AF MIT KIOD HVILKEN IEG SKAL BESKUE FOR MIG OG MIN OYNE SKAL SEE OG IKKE EN FREMMED. ★ HER UNDER HVILER DEND GUD ELSCHENDE MATRONE NU SAL. UDI HERREN TORUNN TORLEIFS DATER HUIS LEGEME HER TILL SIT HVILESTÆD BLEF LAGT AAR 1696 DEND 20. 9br. PAA HENDES 41. ALDERS AAR GUD GIFUE HENDE EN GLÆDE LIG OPSTANDELSE PAA DEND YDERSTE DAG. Lárus Scheving kom hingað frá Danmörku. Afi hans var Lárus Scheving prófastur í Schevmge á Sjálandi, en þar af er ættarnafnið dregið. Lárus sýslumaður er ættfað- ir Schevinganna á íslandi. Faðir hans var skrifari í Björgvin og dó þar aldr- aður 1701, en móðir hans, Margrét Pétursdóttir Gam, norskrar ættar, dó á Möðruvöllum í Hörgárdal 9. marz 1716, 84. ára. Er Lárus Scheving kom út hingað gerðist hann ritari og fullmektugur hjá Jóh. Klein á Bessastöðum og lög- sagnari í Gullbringusýslu Ekki síðar en 1694 fékk fógetinn honum Möðru- vallaklaustur. Vaðlasýslu hélt hann til 1721, en klaustrið til 1722, er hann lézt, 58 ára að aldri. Lárus tjáist hafa verið gæflyndur og góð- hjartaður, búþegn og forsjármaður Framhald á 646. síðu. T í M I N N SUNNUDAGSBLAÐ 627

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.