Tíminn Sunnudagsblað

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Tíminn Sunnudagsblað - 02.09.1962, Qupperneq 4

Tíminn Sunnudagsblað - 02.09.1962, Qupperneq 4
JKK! ER VERT AÐ FLANA XI, Það olli ekki neinum fögnuði, er það spurðist, að danska stjórnin hefði á ný veitt Eðvarð Ehlers ríflegan far- areyri til rannsókna og ferðalaga á íslandi. Sum blöðin létu ótvírætt að því liggja, að erindi hans myndi helzt að viða að sér nýjum sögum um óþrifn að íslendinga, og það skein í gegn, að þau kysu frekar, að íslendingar sætu að holdsveiki sinni í friði, ef það fylgdi rannsókninni, að sagðar væru héðan Ijótar sögur í útlöndum. Blaðið Stefnir á Akureyri skar sig þó úr, því að-það hrósar Dönum fyr- ir fjárveitinguna: „Er það stórlega vel gert oss til handa“. Ehlers var sízt af öllu smásmugu- legur. Hann kveinkaði sér ekki við að fara á ný til íslands, þótt þar væru veður válynd. Að sönnu gramdist hon- um, að Guðlaugur sýslumaður Guð- mundsson hafði fengið að koma því á framfæri í ísafold, að hann væri ekki starfi sínu vaxinn, en að öðru leyti tók hann létt á öllu. Hann kom til landsins um miðbik sumars 1895 og hafði að þessu sinni með sér frítt föruneyti — dr. Gross- mann, augnlækni frá Liverpool, dr. med. Cahnheim frá Dresden og dr. Eichmúller frá París. Höfðu tveir þessara manna komið til íslands áður, svo að þeir voru ekki með öllu ókunn- ugir landshögum, frekar en Ehlers sjálfur. Þeir læknarnir höfðu mikinn far- arbúnað — mörg tjöld, hermanna- bedda, samanbrotinn bát og ,sírcnu- flautur, sem nota átti til þess að þeyta í þoku á fjallvegum, ef einhver yrði viðskila við lestina og færi af- vega. Var það ætlun þeirra að gefa sér nokkurn tíma til þess að skoða staði, er þá fýsti að sjá, og hafði Eng- lendingurinn einkum mikinn hug á jarðfræðilegum athugnnum. En Ehlers kom ekki aðeins vel búinn til iangra ferðalaga. Hann kom einnig með nýjar hugmyndir. Hann stakk upp á því, að íslendingar færðu sér í nyt sívaxandi áráttu frímerkja- safnara og öfluðu á þann veg fjár til byggingar sjúicrahúss handa holds- veiku fólki. Hann skrifaði grein um þessa hugmynd sína í ísafold. Lagði hann tii, að prentuð yrðu ný frímerki, sem aðeins væru í gildi stuttan tíma, nokkra mánuði eða kannski eitt ár, og taldi hann, að með þessum hætti mætti draga saman verulega fjárhæð, ef vel væri á haldið um sölu frímerkj- anna. Hann kom einnig til landsins með myndir af holdsveiku fólki, er hann lét hafa til sýnis í Landsbókasafninu í þvi skyni að glæða skilning bæjar- búa á því, við hvílíkan voða var að glíma. Þeir félagar héldu af stað úr Reykjavík upp úr miðjum júlímánuði, með þrjátiu og sex hesta og lögðu leið sina austur yfir Hellisheiði og síðan austur sveitir allt að Jökulsá á Sólheimasandi., Þeim félögum var sæmilega tekið, þar sem þeir fóru um, en nokkuð kenndi þó Ehlers meiri fáleika en sumarið áður. Hann leitaði holdsveikisjúklinga sem fyrr, en nú bar mjög á því, að þeir leit- uðust við að dylja sig. Olli því hvort tveggja, ótti við óyndislegar lýsingar á heimilum þeirra og vitundin um það, að Ehlers stefndi að því að ein- angra þá. Samt komu enn nokkrir holdsveikisjúklingar í leitirnar á Suðurlandi. Aftur á móti vildu marg- ir, sem annarra meina kenndu, þiggja ráð og hjálp af þeim félögum, og sat fólk ekki sízt um að ná fundi augnlæknisins. í fjölbýli streymdu sums staðar tug- ir augnsjúklinga til hans og veitti hann þeim öllum einhverja úrlausn, án þess að taka fé fyrir. Á vesturleiðinni fengu þeir dug- legan mann, Kristófer Jónsson í Vind- ási, til þess að fylgja sér inn að Hrafn tinnuhrauni. Ætluðu þeir síðan norð ur Kjöl, en hurfu frá því ráði. Héldu þeir úr Biskupstungum sunnan Skjald breiðar vestur á Kaldadal og að Kalm anstungu, en gerðu í leiðinni mis- heppnaða tilraun til þess að ganga Geitlandsjökul og komast í Þóris- dal. Frá Kalmarstungu fóru þeir norður Grímstunguheiði í Vatnsdal og síðan sem leið lá til Eyjafjarðar. Kom Ehlers við hér og þar á bæjum og spurði fólk eftir holdsveiki. Bar það þá eitt sinn til, er hann gerði sér slíkt til erindis á bæ í Öxnadal eða Norðurárdal í Skagafirði, að óttasvip- ur kom á fólkið, þegar hann bar fram spurningu sína, og einhver hrópaði: „Drottinn minn! Er sá sjúkdómur líka kominn til landsins?“ Þótti honum ófróðlega svarað og óvenjulega, því að honum hafði að jafnaði reynzt íslendingar vera allvel að sér um margt. í Eyjafirði beið Ehlers mikið starf, og þar var honum hlýlegar tekið en annars staðar þetta sumar. Hann heim sótti sjúklinga þá, sem hann hafði fundið þar árið áður, og leitaði nýrra sjúklinga. í Hörgárdal fékk hann fregnir, sem honum blöskraði. Þar hafði hann hið fyrra sumar skoðað stúlku, með stór holdsveikisár í and- liti og vota og vessandi hnúta á vör- um og hálsi, ósjálfbjarga niðursetn- ing. Þessi kröm stúlkunnar hafði þó ekki staðið í vegi fyrir því, að heil- brigður vinnumaður þar á bænum gerði henni barn, og var það nú í heiminn fætt. Jóhann, Nider, sem hélt, að guð léti ógiftar konur verða holds- veikar til þess að vernda skírlífi þeirra i þessum heimi girnda og freist inga, hefði áreiðanlega undrazt makt djöfulsins í Hörgárdalnum. Þegar út í Svarfaðardal kom, tók séra Kristján Eldjárn á Tjörn hann mjög upp á sína arma. Reið hann með honum um sóknir sínar á þá bæi alla, þar sem nokkur líkindi voru til, að holdsveiki leyndist. Þar gerðist það þá á bæ einum, þar sem lækn- irinn var að skoða mjög illa farir.n sjúkling, að afbæjarkona kom til þess að leita ráða við lasleika, er þjáði hana. Gekk hún á röðina, þegar hún kom inn í baðstofuna, og heilsaði öll- um með kossi nema séra Kristjáni og Ehlers. Hoidsveikisjúklinguxinn var með opin sár á andliti, en það haml- aði því ekki, að hún kyssti hann beint á munninn eins og aðra. Ehlers var að skrifa lýsingu á á- standi sjúklingsins, þegar konan snaraðist inn. Honum varð svo bylt við, þegar hann sá atferli hennar, að hann missti blýantinn. Þegar hann átaldi hana fyrir ábyrgðarlaust at- hæfi, reigði hún sig og kvaðst ekki vera hrædd. „Gegn heimsku og þrjózku berst Eskúlap vonlausri bar- áttu“, skrifaði hinn danski læknir um þetta atvik. Þessu næst brá hann sér út í Ól- afsfjörð. Kom þar meðal annars að Ósbrekkukoti, þar sem liann kvaðst hafa séð mesta örbirgð á holdsveiki- heimili á öllu Norðurlandi. Allmargir nýir holdsveikisjúkling- ar komu í leitirnar á þessum slóðum. Höfðu sumir þeirra ekki fyrr vitað, að þeir voru sjúkir orðnir. Eru næsta BARÁTTAN FYRIR HOLDSVEIKI- VÖRNUM Á ÍSLANDI - LOKAGREIN 628 TÍMINN SUNNUDAGSBLAB

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.