Tíminn Sunnudagsblað - 02.09.1962, Page 5

Tíminn Sunnudagsblað - 02.09.1962, Page 5
AD Þ Ví" íslenzk kona með slétta holdsveikl árlS 1894 eSa 1895, þá búin aS vera sjúk i fjörutíu og fimm ár. átakanlegar sumar sögurnar af því, er Ehlers varS að birta mönnum, sem héldu að þeir væru aðeins bagaðir af einhverjum smákvilla, hinn harða örlagadóm. Sjúkdómssaga Gunnlaugs Sigurjóns sonar á Böggvisstöðum getur verið dæmi um þetta. Hann hafði fengið verki í liðamót á fingrum og lagði þrautir upp eftir hendinni. Hann gerði sér í hugarlund, að þetta værl gigt. Fáum kvöldum áður en Ehlers ikom í Svarfaðardal, varð honum það fyrir að klóra sér á hægra fæti, og fannst honum þá sem þar væri til- finningarlaus blettur. Ehlers kvað upp þann úrskurð, er kom sem reið- arslag yfir manninn, að hann væri holdsveikur. Ehlers lauk för sinni að þessu sinni í Þingeyjarsýslu og steig á skip á Húsavík. Fór hann víða um héraðið, þótt þar væri lítil brögð að holds- veiki, nema í byggðarlögunum við Eyjafjörð. Á þeim slóðum var sá fs- lendingur, sem Ehlers hafði kynnzt einna fyrstum. Það var Gísli hrepp- stjóri Ásmundsson á Þverá í Dals- mynni, efnabóndi og virðingarmaður. Hann hafði verið í Kaupmannahöfn árið 1891 þeirra erinda að leita sér lækninga við holdsveiki, og þar höfðu þá kynni þeirra Ehlers hafizt í borg- arsjúkrahúsinu. Sumarið 1894 bar fundum þeirra saman á Akureyri, og hafðist þá Gísli allvel við. En nú hafði sjúkdómurinn ágerzt til muna. Með nokkurrl við- kvæmni segir Ehlers frá því, hve sárt Gísla tók sú breyting, er orðin var á viðhorfum sveitunganna til Þverárheimilisins: „Nú ríða allir fyrir neðan garð á Þverá“, sagði hinn sjúki bóndi við gest sinn. „Enginn kemur framar til okkar. Enginn þorir lengur að þiggja neitt hjá okkur“. Ehlers vorkenndi hinum gestrisna, íslenzka bónda, sem verið hafði höfð- ingi sveitar sinnar,veitull og rausn- samur, en fagnaði því þó, að hér gætti auðheyranlega þeirrar varúðar, sem hann hafði svo rækilega reynt að kenna fólki. XII. Þetta sama sumar var alþingi háð í Reykjavík. Fyrir það voru lögð tvö stjórnarfrumvörp um holdsveikimál- ið. Var annað um einangrun holds- veilcs fólks, en hitt um byggingu sjúkrahúss handa sextíu sjúklingum. Mátti verja fimmtíu þúsund krónum til byggingarinnar og tólf þúsundum til kaupa á húsbúnaði og áhöldum. Viðtökur þær, sem þessi frum- vörp fengu, voru ekki vinsamlegar, enda fór svo, að frumvarpið um sjúkrahúsbygginguna var fellt frá annarri umræðu með tólf atkvæðum gegn fjórum, en frumvarpinu um ein- angrun sjúklinganna umturnað svo, að það fékk ekki einu sinni stað- festingu konungs, þegar til átti að taka, því að það þótti einskisnýtt eft- ir limlestinguna Þórður Thoroddsen, sem var hér- aðslæknir með búsetu á Suðurnesj- um, þar sem allmikið kvað að holds- veiki, sa.gði í þingræðu: „Mér finnst ekki liggja svo mjög á spítalanum, og holdsveikin er ekki svo bráður sjúkdómur, að þetta megi ekki dragast í tvö ár enn“. Guðlaugur sýslumaður tók einnig til máls: „Ég álít heppilegra, að því sé ekki ráðið til lykta á meðan æsing sú, sem vakin hefur verið út af sjúkdómn- um, stendur yfir . . . Að vísu getur það verið á rökum reist, að sjúkdóm- urinn sé sóttnæmur. En það gelur verið bóla, sem bráðum hjaðnar“. „Ekki er vert að flana að því“, sagði Þorlákur Guðmundsson í Fífuhvammi. Séra Einar Jónsson á Kirkjubæ í Hróarstungu taldi þörf á sjúkrahúsi handa holdsveikisjúklingum: „Ég er mjög meðmæltur því, að stofnaður verði hér á landi spítali fyrir holdsveika menn. Ég þarf eigi annað að vita en það, hvort hér er að ræða um þá meinsemd í þjóðar- líkamanum, er nauðsyn beri til að ráða bót á. Og ég er ekki í neinum vafa um, að holdsveikin sé það“. Eigi að síður lagðist séra Einar gegn samþykkt frumvarpsins að sinni T í M I N N SUNNUDAGSBLAÐ 629

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.