Tíminn Sunnudagsblað - 02.09.1962, Síða 7

Tíminn Sunnudagsblað - 02.09.1962, Síða 7
hann ekki holdsveikinni á íslandi. Honum þótti aff sönnu þunglega horfa um framgang áhugamála sinna, þegar hann frétti, hvað gei7t hafði á alþingi. En hann gafst samt ekki upp, og fyrir atbeina hans skipaðist svo, að danska Oddfellowreglan gekk í máliS og hóf fjársöfnun til sjúkrahúsbyggingarinn ar. Henni fénaðist vel, og kom þar brátt, að hafizt var handa um bygg- inguna í Laugarnesi. Sumarið 1898 var timburhús mikið risið þar af grunni .Kom þá hingað til lands dr. Petrus Beyer, stórsír Oddfellowreglunnar í Danmörku, og afhenti hann landshöfðingja sjúkra- húsið að gjöf á vígsludegi, hinn 18. júlí. Ehlers, sem nálega hafði þröngv- að þessu sjúkrahúsi upp á íslend- inga, var þar þó ekki viðstaddur. Þetta sjúkrahús rúmaði sextíu sjúklinga, og var talið, að það hefði kostað 130 þúsund krónur. Það tók þegar til starfa, og um haustið voru þangað komnir fimmtíu og átta sjúkl- ingar. Voru níu alblindir og margir háifblindir og aðeins örfáir vinnu- færir. Flestir voru þrítugir og þaðan af eldri, en þó voru í hópnum fjórir drengir, tíu til fimmtán ára gamlir. Brá þessu fólki mjög við húsakynnin og aðbúð alla og þó enn meira við það, að hér voru holdsveikir menn ekki lengur homreka, sem bjuggu við aðkast og óvirðingu vegna sjúk- leika síns. Reyndist því sjúkrahús- vistin mörgum þeim, sem áður höfðu helzt kosið að leynast af ótta við hana, öll önnur en þeir höfðu gert sér í hugarlund. þótt vafalaust hafi þeir líka tregað heimahaga sína, vini og venzlalið, er margir þeirra sáu aldrei framar. Nú átti það ekki lengur við, er Bjarni Pálsson landlæknir sagði um gamal hospítalið á Hallbjarnareyri ár- ið 1763: „Ó, sú eymd. Við skreytum okkur með spítalanafni, en ávextina upp- skerum við ekki . . . Húsið, sem þeir búa í, er sómasamlegt lambhús, sjó- búð eða kannski bæjarskáli. í stuttu máli sagt: Fyrir mig sem lækni er það eymd eymdarinnar að sjá húsið og sjúkt fólkið, er ætti að fara með sem sjúklinga, en er fleygt þarna inn eins og þrælum í ævilanga fangavist“. Og nú stóð ekki á því, að fólkið færi að trúa á holdsveikisýklana. Sá kvittur kom meira að segja upp, að þeir bærust til sjávar með skólpinu frá Laugarnesi, svo að bráð hætta gæti stafað af. Einhverjir töldu sig meira að segja hafa séð holdsveiki- sýkla fljótandi í sjónum. Það var gert ráð fyrir því, að þetta væru myndarlegar skepnur, þegar menn fóru á annað borð að hallast að því að þeir væru til. En Laugarnesspítali reyndist hin nytsamlegasta stofnun, þótt ekki Sæmundur Bjarnhéðinsson læknir. gætu allir sjúklingar í landinu feng- ið þar vist þegar í stað, og tröllasög- urnar um sýklana í sjónum hjöðnuðu fljótt. Árið 1908 voru íslenzkir holds- veikisjúklingar ekki orðnir nema átta tíu og átta, og þeim fækkaði eftir því sem árin liðu, því að fáir nýir bætt- ust í hópinn. Sæmundur BjarnhéðinssDn, héraðs læknir á Sauðárkróki, var þegar í upphafi skipaður sjúkrahúslæknir, og vann hann í því embætti það ævi- starf, sem miklar heillir fylgdu. Hon- um og Ehlers eiga fslendingar manna mest pð þakka, að vart mun framir koma til þess, að hér sýkist nokkur maðu;. af þessari hræðilegu veiki. XIV. Þuð er við hæfi að ljúka þessari frásögu með dálitlum eftirmála. f öndverðu höfðu menn nokkuð borið kvíðboga fyrir því, að hið mil a timburhús, sem fyrirhugað var að reisa, kynni að verða eldi að brá.ð. Þegar það var byggt, .voru olíularr , ar einu ljósfærin, og þama var ætl dvöl fjölda fólks, er margt var m, J dofnar hendur og jafnvel algerle i tilfiimingarlaust í fingrum. Á slíkum stað var mikil hætta á, að lampa væri velt um koll, og slíkt gat orðið upphaf ægilegs eldsvoða. Nú vildi svo til, að um þetta leyti hafði verksmiðja ein í grennd við Kaupmannahöfn látið þau boð út ganga, að tekizt hefði að búa til þil- plötur, sem ekki gætu brunnið. Hinir dönsku gefendur ákváðu að bægja brotl eldhættunni með því að þilja allt sjúkrahúsið innan með þessum ágætu plötum. Við þetta dró úr ótta manna, því að enginn bar brigður á, að þilplötumar góðu væru gæddar þeim eiginléika, sem verksmiðjan vildi vera láta. En ekki löngu síðar gerðist það, að hin danska verksmiðja brann sjálf til kaldra kola, ásamt öll- um þeim birgðum af óbrennanlegum þilplötum, sem í henni vom. Nú leið áratugur af áratug, og aldr- Framhald á 646. siðu. Bruni Laugarnesspítala 7. marz 1943. T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ 631

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.